Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 15
I' ((STUDAGUR 24. .MAL19&L 15 Elsta vísa á dönsku Myndin sýnir bautasteininn sem varðveist hefur, múraður inn i norðaust- urhorn gömlu kirkjunnar i þorpinu Hallestad í Sviþjóð. Eitt af því sem vekur furðu manna úti í hinum stóra heimi'er þetta undarlega tungumál sem enn er talað á íslandi. íslenska er stund- um kölluð fornlegt mál og er það orð aö sönnu þótt ekki sé það hið sama og segja að íslenska sé úrelt mál. - Þvert á móti. íslenska hefur nefnilega lagað sig að breyttum þjóðfélagsháttum og verkmenn- ingu. Búin hafa verið til nýyröi svo þúsundum skiptir um ný fyrirbæri mannlífsins á grundvelli gamalla orða málsins og eru þau mörg gagnsæ og auðskilin hverju mannsbarni. En íslenska er hins vegar fornlegt mál af því að hún hefur varðveitt beygingarkerfi sitt óbrenglað i þúsund ár og hljóðkerf- iö er í megindráttum einnig hið sama. Auk þess hefur tungan einn- ig varðveitt hinn gamla orðaforða fornmálsins aö miklu leyti. Danskur framburður Þetta er ólíkt því sem er um mörg nágrannamál okkar sem hafa gjör- breyst á þúsund árum og má ef til vill segja að þau séu naumast leng- ur sama máhð. Margar orsakir liggja til þess, m.a. samskipti við aðrar þjóðir, lega landanna og mál- leg menning þeirra. Eitt af þeim nágrannamálum okkar sem hafa tekið einna mestum breytingum er danska. Nýlega kom út í Danmörku geysimikil framburðarorðabók sem þeir stóðu að Jörn Lund, próf- essor við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn, og Lars Brink, prófessor við Háskóla íslands. í bókinni er rakin breyting á fram- burði frá því á fyrri öld. Má af því ráða að danskur framburður hefur gerbreyst á 50 árum að ekki sé tal- Kjallarinn Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri að um 100 ár. Á þeim árum sem Brennu-Flosi fór að Njáli á Bergþórshvoli og son- um hans og brenndi þá inni fyrir litlar sakir, laust eftir árið 1000, áttu kristnir Danir og heiðnir Svíar í orrustu við Uppsali, hina heiðnu háborg Norðurlanda. Fyrir liði Dana fór Tóki Gormsson. Lítið er um hann vitað en hann féll i þess- ari orrustu ásamt mörgum öðrum vöskum dreng. Einn manna Tóka, Eskill, sem komst úr orrustunni, reisti eftir hann bautastein sem varöveist hef- ur múraður inni í norðausturhorn gömlu kirkjunnar í þorpinu Hálle- stad, um 15 km austur af Lundi í Svíþjóð sem áður var danskt land. - Þangað fór ég í fyrrasumar að skoða steininn. Á þrjár hliðar hans eru klappaðar rúnir. Á einni hliðinni 'stendur þetta: „Eskill setti stein þenna eftir Tóka Gorms son. Sá er hollur drott- inn.“ Af því aö þessi orð eru rituð með rúnum ráða menn að sjálf- sögðu ekki í málið nema þekkja stafagerðina, eins og gefur að skilja. Hins vegar skilur hvert manns- barn á íslandi það sem þarna stend- ur þegar það hefur verið umritað á venjulegt latínuletur. Það gera Danir frændur okkar hins vegar ekki þótt þeir þekki stafina. Fyrir þeim er þetta mál, hvernig sem rit-' að er, lokuð bók. Á hinum tveimur hliöum steinsins stendur svo m.a. þetta. Sá fló eigi að Uppsölum. Settu drengir eftir sinn bróðr stein á bjargi studdan rúnum þeir Gorms Tóka gengu næstir. Þetta er sögð elsta vísa á danska tungu. Vísan er að vísu allmiklu yngri en elstu vísur á íslensku, ef treysta má heimildum. Vísan er undir fornyrðislagi, sem svo er kallaö, átta vísuorð, hvert með tveimur risum, einn stuðull í ójöfnu vísuorðunum og annar í jöfnu vísuoröunum og ekkert rím. Mikið var ort undir fornyrðislagi á miðöldum, m.a. Sonatorrek Egils og'Völuspá, og á 19du öld ortu róm- antísku skáldin á íslandi gjarna undir þessum bragarhætti. Þessi danska vísa er merkileg fýr- ir margra hluta sakir, þótt það verði ekki allt rakið hér. En Danir, frænd- ur okkar, skilja sem sagt ekki eitt aukatekið orð í vísunni, sem ekki er von, því að nútímadanska er allt annað mál en forndanska. Hins veg- ar kemur í ljós að öll orðin i ví- sunni eru lifandi í íslensku nútíðar- máli. Með svolítilli yfirlegu getur hvert mannsbarn, sem mælt er á íslenska tungu, hins vegar skilið vísuna. Auðvitað þurfa menn að ráða í það, að orðmyndin „fló“ er þátíð af „fljúga" sem merkti „flýja" og orðmyndin „studdan" er af sögn- inni „styðja“ sem merkir í þessu tilviki að klappa rúnir á stein. Latína Norðurlanda Það er skemmtileg tilviljun að íslendingar geta óhindraö lesiö elstu vísu á dönsku. En svo er það ef tii vill annars engin tilviljun og að auki er þessi vísa hugsanlega alls ekki á dönsku heldur á ís- lensku. eða hinu klassíska máli Norðurlanda sem andstætt klass- ískum málum Evrópu, latínu og grísku. er enn lifandi og þjált tungumál sem notað er um ný- tískulega tækni og sigra í vísindum í nútímasamfélagi en ekki bara um löngu liðinn hernaö og mannhefnd- ir. Menning og mál Dana og íslend- inga eru náskyld. Dönsk tunga hef- ur hins vegar gerbreyst frá því á miðöldum en íslenska haldist lítið breytt þúsund ár, og hvort sem okkur þykir það ljúft eða leitt, þá er það þessi undarlega staðreynd sem gerir íslendinga merkilega í hafsjó þjóðanna - og svo einnig að hafa skrifað íslendinga sögurnar á þeim tíma sem aðrar þjóöir í Evr- ópu kunnu ekki að skrifa. áttu sér ekki ritmál og þvi síður bókmennt- ir. Elsta danska vísan. sem svo hefur verið nefnd, færir okkur heim sanninn um þessa undarlegu stöðu íslenskrar menningar og ís- lensks máls enn þann dag í dág. Tryggvi Gíslason „íslenska er stundum kölluð fornlegt mál og er það orð að sönnu þótt ekki sé það hið sama og segja að íslenska sé úrelt mál. - Þvert á móti.“ Um hvað er ekki deilt? ... að þjóðin hafi yfirráðarétt yfir eignum sinum“, miðunum. - Stofna þarf hefðbundið hlutafélag um veiðiréttindin. Um tvennt er varla ágreiningur í kvótamálinu svonefnda. í fyrsta lagi að þjóðin eigi fiskimiðin og í öðru lagi að eigendurnir eigi að fá tekjur af eignum sínum. í núverandi kerfi á sjávarútvegs- ráöherra fiskimiðin og úthlutar veiðileyfum til fárra útvalinna sem að hirða svo afraksturinn. Kerfið inniheldur því hvorugt þeirra at- riða sem menn eru sammála um. Svonefnd veiðileyfasala á sér nokkra talsmenn og þeirra á meðal fimm ráðherra. Hún gengur eins og kvótakerfið út á að stjórnmála- menn (sjávarútvegsráöherra) eigi miðin. Þeir eiga hins vegar aö selja veiðileyfin en ekki gefa þau eins og í núverandi kvótakerfi. Ríkið á að fá meiri tekjur en fólkiö ekkert. Þriðja atriðið Þeir sem eru sammála um að þjóðin eigi miöin og beri að njóta afraksturs af þeim hljóta að vera sammála um eitt atriði í viðbót sem sjaldan er þó minnst á. Þetta atriði er að þjóðin hafi yfirráöarétt yflr eignum sínum. Það er nefnilega til lítils að eiga eitthvaö án þess að hafa yfirráðarétt yfir því. Reyndar eru það eingöngu orðin tóm að segja aö fólkið í landinu eigi eitt- hvað ef það eru síðan stjórnmála- menn sem háfa yfirráðaréttinn. Þetta þarf því að samræma og til þess er ein lausn. Þessi eina færa leið er að stofna hefðbundið hlutaféiag um veiði- réttindin við landið. í byrjun ættu allir íslendingar jafnan hlut í þessu félagi og væru þar með búnir að KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ heimta eignir sínar úr helju stjórn- málanna. Stjórn þessa hlutafélags væri valin á sama hátt og annarra hlutáfélaga. Ég á ekki von á öðru en að félags- menn kysu þá menn í stjórn sem þeir treystu best til aö skila arði af eigninni án þess að ganga nærri henni. Þarna yrðu án efa okkar bestu fiskifræðingar og menn með reynslu af veiðum og vinnslu. Það væri svo hlutverk þessarar stjórn- ar að ákveða hversu mikið mætti veiða árlega af hverri fisktegund. Þessum heimildum væri síöan skipt niður á félagsmenn sem gætu ráöstafað þeim að vild. Þorsktonn á mann Ef stjórn félagsins kæmist t.d. aö þeirri niðurstöðu að heppilegt væri að veiða 250 þús. tonn á fyrsta ári fengju allir landsmenn ávísun á veiðileyfi á einu tonni af þorski. Þessa ávísun gætu landsmenn svo framselt hverjum sem þeir kærðu sig um. Útgerðar- og fiskvinnslu- menn mundu án efa gera tilboð í þessar ávísanir og þá væri þaö undir hverjum og einum komið hverjum hann seldi. Sumir kysu ef til vill að selja vini eða frænda í útgerð, aðrir leituðu tilboða og seldu hæstbjóðanda og þeim sem þykir of vænt um fiskinn í sjónum væri frjálst að henda sín- um ávísunum og gefa nokkrum þorskum líf. Þessar ávísanir væru því eins og arðgreiðslur í öðrum hlutafélögum. Þeir sem ekki kærðu sig um að taka þátt í að selja veiðileyfi (ávis- anir) á hverju ári gætu selt hluta- bréf sín. Án efa fengist gott verð fyrir bréfin. Þar með væru þeir lausir mála og ættu ekki frekara tilkall til fiskimiðanna við landið. Sameinar deiluaðila Þessi leið mundi sameina þá sem vilja að einkaeignarrétti verði komið á veiðileyfin og þá sem vilja að öll þjóðin njóti góðs af. Þeir sem vilja veiðUeyfasölu hljóta að vera samþykkir því að það sé betra að láta fólkið sjálft sjá um hana í stað stjórnmálamanna ef þess er nokk- ur kostur. Þeir sem hafa mest horft á eignarréttinn fá svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð. Með þessu fyrirkomulagi, sem er þaulreynt af milljónum hlutafélaga um allan heim, myndaöist einnig samkeppni í útgerð og fiskvinnslu sem þarf til að tryggja hagkvæmni. Útgerðaraðilum myndi fækka þar sem þeir þyrftu aö keppa um veiði- leyfin og eitt helsta vandamál ís- lenskrar útgerðar væri úr sögunni. Skellt á EB Eins og ég hef áður bent á myndi þessi leið gera að engu kröfur Evr- ópubandalagsins um veiðileyfi við landið. Fulltrúar þess ættu ansi bágt með að krefjast eignaupptöku hjá fyrirtæki í einkaeign. Jón Bald- vin væri án efa feginn því að geta sagt við möppudýrin við samninga- borðið í Brussel að hann hefði ekk- ert um veiðileyfi við ísland að segja, nema þetta eina þorsktonn sem hann ætti ávísun upp á sjálfur. Glúmur Jón Björnsson „Þeir sem vilja veiöileyfasölu hljóta að vera samþykkir því að það sé betra að láta fólkið sjálft sjá um hana í stað stjórnmálamanna ef þess er nokkur kostur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.