Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Side 7
FÖSTIUDAGUR 24. MAÍ' 1991.
7
Fréttir
Fundur stjómar Náttúrulækningafélagsins með heilbrigðisráðherra um heilsuhælið:
Hugmynd
haslinu í
umaðbreyta
heilsuhótel
herra í fyrradag. Aðrir stjórnarmenn eru Ragnhildur Óiafsdóttir, Erna Indriðadóttir og fyrir enda borðs situr Vil-
hjálmur Ingi Árnason, formaður stjórnar NLFÍ. DV-mynd Brynjar Gauti
„Það liggja fyrir tvær leiðir eftir
fund með heilbrigðisráðherra. Ann-
ars vegar að Heilsuhæli NLFÍ í
Hvhragerði verði rekið á daggjöldum
og hins vegar að ríkið hætti allri
þjónustu við heilsuhælið og að stofn-
að verði heilsuhótel. Þetta eru hug-
myndir sem ráðherrann var að velta
upp en hann kom ekki með beinar
tillögur. Hann sagði þó að það væri
ekki hægt að reka hælið áfram eins
og verið heíði,“ segir Vilhjálmur Ingi
Árnason, formaður stjórnar Nátt-
úrulækningafélags íslands.
„Ef við rekum hælið á daggjöldum
er ekki hægt að afskrifa eignirnar á
sama hátt og gert hefur verið. Því
yrði NLFÍ að sjá um allt viðhald og
uppbyggingu á staðnum. Meðlimir
félagsins þyrftu þá að leggja fram 10
til 15 milljónir úr eigin vasa til að
halda byggingunum við. Það treyst-
um við okkur ekki til að gera.
Ráðherra vill að við afskrifum um
eitt prósent á ári sem þýðir að það
tæki um 100 ár að afskrifa hverja
byggingu. Margar byggingar eru
orðnar 35 ára gamlar og eru að verða
ónýtar en eiga samkvæmt þessu að
duga næstu 65 árin.
Stjórn NLFÍ telur að eftir 35 ára
starfsemi félagsins sé komin hefð á
sérdaggjöldin enda hefur þeim aldrei
verið andmælt. Það hafa allir vitað
af þeim og við höfum aldrei fengið
neinar athugasemdir. Það hefur allt-
af legið á borðinu aö við notum 4,7
prósent til afskrifta og uppbyggingar.
Okkar bókhald hefur alltaf verið eins
og hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum
öðrum en ríkisfyrirtækjum sem af-
skrifa einungis um eitt prósent.
\
Hugmyndin um að reka heilsuhótel
hefur veriö í athugun áður. Hún var
komin fram áður en þetta mál kom
upp á yfirborðið. Þá töldum viö að
það yrði erfitt dæmi með svona stóra
einingu en við neyðumst til að gera
það ef ekki er önnur leið.“
- Þið hafið fengið heimild til að segja
upp öllu ykkar starfsfólki, ætlið þið
að beita þeirri heimild?
„Þaö fer eftir því hvað ríkið gerir.
Ef ríkið segist ekki vilja kaupa af
okkur þjónustu eins og það hefur
gert þýðir það að við verðum aö
breyta rekstrinum og í framhaldinu
verðum við að hafa frjálsar hendur
við endurskipulagninguna.“
- Var ekki heimildarinnar aflað til
að segja læknum stofnunarinnar
upp?
„Jú, það má segja það. Annar lækn-
irinn hafði skrifað bréf sem hann
afhenti fulltrúa stéttarfélags nokk-
urs. í því leggur hann til að stofnun-
in verði tekin úr okkar höndum og
sett í hendur aðila eins og Gigtarfé-
lagsins, Krabbameinsfélagsins, Fé-
lags lamaðra og fatlaðra og jafnvel
Rauða krossins. Þetta bréf vildum
við fá hjá ráðherra beint. En eina
svarið, sem ráðherra gaf okkur, var
aö þetta bréf hefði ekki verið bókað
í ráðuneytinu. Ég hafði séð þetta bréf
í gögnum Ríkisendurskoðunar en
það vill enginn segja hvaðan það
kom.
Okkar vantar þetta bréf sem við
vitum að hefur verið sent undirritað.
Þetta er að verða eins og í glæpareyf-
ara. Við þurfum að fara að rekja slóð-
ina frá manni til manns og láta þá
votta að þeir hafi tekið við bréfmu
úr hendi hins og þessa. Það er hins
vegar í votta viðurvist búið að viður-
kenna tilurð bréfsins."
-J.Mar
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra um viðræðumar við Náttúrulækningafélagið:
Eg kom ekki fram með nein tilboð
„Þeir greindu mér frá því sem
hefði komiö fram á þingi Náttúru-
lækningafélagsins, síðan afhentu
þeir mér skriílegar athugasemdir viö
skýrslu Ríkisendurskoöunar. Einnig
var gerð grein fyrir stjórnarfundi
heilsuhælisins og samþykkt sem var
gerð þar varðandi uppsagnir starfs-
fólks. Málefni heilsuhælisins í
Hveragerði voru svo rædd í fram-
haldi af þessu og ýmsar hugmyndir
um reksturinn en ég kom ekki fram
með nein tilboð," segir Sighvatur
Björgvinsson um fund sinn með
stjórn NLFÍ
„Það er ekki komið að því að menn
geri tillögur um leið út úr þessum
vanda. Við ætlum ekki að gera eitt
eða neitt að óathugðu máli. Við ætl-
um að gefa okkur þann tíma sem
þarf til að leysa þetta mál þannig að
allir geti við unað.“
- Nú er það komiö fram að þú hafir
fengið bréf frá læknum hælisins en
ráðuneytið viðurkenndi ekki tilvist
þess:
„Ég átti ekki von á því að það yrði
farið að vitna í samtöl á fundinum
og ég tek ekki þátt í þeim leik. Ég
vil lýsa undrun minni á því að það
skuli gert. Við leysum ekki málin á
þann hátt.“
Næsti fundur heilbrigðisráðherra
og stjórnar NLFÍ hefur ekki verið
ákveðinn. -J.Mar
Bilasalan
SKEIFAN
Skeifunni 11
Sími 689555
Heitt kaffi á könnunni
og ailir fá Fanta að
drekka
DAGAR
í Skeifunni
föstudag og laugardag
Sýnum og seljum gott úrval notaðra
Honda bifreiða um helgina.
Notaðir uppítökubílar frá Hondaum-
boðinu seldir á niðursettu verði.
Allt að 25% afsláttur