Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Side 9
-ieei ÍAM M 5)UOA(IUT8Ör*l FÖ9TUDA0UR- 24.' MAÍ -1-99U 8 Indverjar votta Rajiv Gandhi virðingu sína. Simamynd Reuter Indland: Ottast óeirðir - eftir bálfór Rajiv Gandhi Tugþúsundir Indverja vottuðu í morgun fyrrum forsætisráðherra sínum, Rajiv Gandhi, virðingu sína og gengu framhjá viðhafnarbörun- um sem hann hvílir á. Fjöldi þjóð- höfðingja mun verða viðstaddur bál- fór Gandhis í Nýju Delhi í dag. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, verður við bálfor- ina sem fulltrúi alþjóðlegra þing- mannasamtaka sem bæöi hann og Gandhi störfuðu í. Að sögn háttsettra embættismanna hefur rannsókn leitt í ljós að morð- ingi Gandhis var kona sem hafði bundið sprengiefni við sig innan- klæða. Ekki er vitað hver hún var. Embættismenn telja ekki útilokað að hún hafi tilheyrt Frelsishreyfingu tamílsku tígranna á Sri Lanka sem beijast fyrir sjálfstæði tamíla. Marg- ar konur eru í hreyfingunni og hafa félagamir oft fómað lífi sínu í tilræð- um. Mikil öryggisgæsla hefur verið í Tamil Nadu héraðinu þar sem Gandhi var myrtur og hefur her- mönnum og lögreglumönnum tekist að koma í veg fyrir meiriháttar róst- ur. Hins vegar er búist við miklum ofbeldisverkum þegar kosningabar- áttan hefst á ný eftir bálförina. Kosn- ingabaráttan nú hefur verið sú blóð- ugasta í sögu Indlands hingað til. Reuter " í viðjum persónudýrkunar: • * *• Ekkjunum og dætrun- um ýtt út í stjórnmálin Fyrrum forsætisráðherra Pakistans, Benazir Bhutto, er komin til Nýju Delhi til að vera við bálför Gandhis. Bhutto, sem er ein þeirra dætra fallinna leiðtoga sem ýtt var út í stjórnmálin, er hér með Priyanka, dóttur Gandhis. Litlar líkur eru nú á að Priyanka þurfi að fara sömu braut nú þegar móðir hennar, Sonja, hefur hafnað boðinu um að verða leiðtogi Kongressflokksins. Símamynd Reuter Sonja Gandhi, ekkja fyrram for- sætisráðherra Indlands, neitaði í gær boði Kongressflokksins um að taka við embætti leiðtoga flokksins vegna þess harms sem kveðinn væri að henni og bömum hennar. í leiðurum indverskra dagblaða í dag er þessari ákvörðun fagnað. Var bent á að Sonja Gandhi hefði sýnt meiri stjórnmála- lega hyggju heldur en þeir sem, án þess að ganga úr skugga um óskir hennar, hefðu „valið“ hana. Talsmaður Kongressflokksins hafði áður fullyrt við fréttamenn að Sonja gæti ekki neitað aö taka við embættinu og að uppruni hennar, Sonja er ítölsk, skipti ekki máli fyrir hindúa. Hún tilheyrði Gandhi-Nehra fjölskyldunni. Litið var á útnefningu Sonju sem tilraun Kongressflokksins til að not- færa sér í kosningabaráttunni þá samúð sem fjölskyldan nýtur nú. Stjórnmálasérfræðingar sögðu einn- ig að útnefning hennar hefði verið aðferð til að forðast hatramma valda- baráttu innan flokksins. Algengt væri að láta ættingja, eiginkonu eða barn taka við því almúginn þekkti nafnið. Væri þetta liður í þeirri miklu persónudýrkun sem ríkti í Asíu. Rajiv Gandhi, dóttursonur Nehrus, fyrsta forsætisráðherra Indlands, hikaði sjálfur við að steypa sér út í hringiðu stjórnmálanna þegar móðir hans, Indira Gandhi forsætisráð- herra, var myrt 1984. Sonja Gandhi hefði getaö orðið ein af fjölda ekkna í Asíu og dætra sem ýtt hefur verið út í stjórnmálalífið vegna fráfalls eiginmanna þeirra eða feðra. Forsætisráðherra Bangladesh, Begum Khaleda Zia, sem komst til valda í kosningum í febrúar síöast- hðnum, er ekkja fyrram forseta landsins, Ziaur Rahman, sem var myrtur í uppreisnartilraun 1981 eftir sex ár við völd. Helsti keppinautur hennar í kosningunum var Hasina, sem er dóttir fyrsta forseta Bangla- desh, Mujibur Rahman. Hann var myrtur í uppreisn 1975. Leiðtogi stjómarandstöðunnar í Pakistan, Benazir Bhutto, sigraði í þingkosningunum 1988. Kosninga- sigurinn var þakkaður samúð þeirri sem hún naut vegna örlaga föður síns, Zulfikar Ali Bhutto forsætisráð- herra. Hann var hengdur 1979 eftir umdeild réttarhöld. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Sri Lanka, Sirima Bandaranaike, varð fyrsta konan í heiminum sem varð forsætisráðherra eftir að eigin- maður hennar og forsætisráðherra landsins, Solomon Bandaranaike; var skotinn til bana af búddamunki 1959. í Burma er vinsælasti stjórnarand- stöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi. Faðir hennar, Aung Sán, leiddi Burma til sjálfstæðis. Hún hefur ver- ið í stofufangelsi síðan í júlí 1989. Ein af frægustu starfandi ekkjun- um er Corazon Aquino, forseti Filippseyja. Hún tók við forystu hreyfingarinnar sem tókst að koma Ferdinand Marcos frá völdum. Eig- inmaður hennar, Benigno, var skot- inn til bana 1983 er hann sneri heim úr útlegð í Ameríku. Mönnum er enn í fersku minni dýrkunin á Peronfjölskyldunni í Argentínu. Er Juan D. Peron forseti lést 1974 tók þriðja eiginkona hans, Isabel Peron, við forsetaembættinu. Hún hafði reyndar árinu áður verið skipuð varaforseti landins. Reuter 9 Útlönd New York á barmi gjakfþrots New York-borg er á barmi gjald- þrots aftur en sextán ár eru liðin síðan efnahagsástand borgarinnar var svo slæmt að fjármálamenn á Wall Street þurftu að bjarga henni. Kreppan nú er hins vegar verri en 1975. Hún er svo alvarleg að borgar- stjórinn, David Dinkins, hefur kall- að morgundaginn „dómsdag". Ef ekki næst samkomulag um fjárlög fyrir helgina veröur borgin gjald- þrota. Þúsundir opinberra starfsmanna eiga á hættu að missa störf sín or ýmis þjónusta hins opinbera dregs saman fljótlega. Dinkins segir að allir íbúar New York-borgar, 7,6 milljónir, muni finna fyrir ástand- David Dinkins, borgarstjóri New mu. York. Simamynd Reuter Gaftenórnumáhann Á æfingu á óperanni Cosi Fan Tutte eftir Mozart í London snerist leikur- inn í alvöru. Það þótti að minnsta kosti Ðavid Ellis sem syngur í kómum í óperunni og gaf hann bandaríska tenórnum Kurt Streit á hann eftir ástarsenu með sópransöngkonunni Amöndu Roocroft. Hún er unnusta Ellis sem fannst Streit faðma hana á heldur ástriðufullan hátt. Talsmaður Glyndebourne-óperuhússins segir Ellis hafa beðist afsökun- ar og málið því úr sögunni. Hörð gagnrýni á Cresson Michel Rocard, fyrrum torsætisróðherra Frakklands, kyssir eftirmann Sinn, Edith Cresson. . Símamynd Reuter Edith Cresson, hinn nýi forsætisráöherra Frakklands, þykir ekki hafa slegið i gegn með stefnuræðu sinni. í leiðurum franskra dagblaða í gær segir að henni hafi ekki tekist að blása nýju lífi í pólitík sósiahsta eins og ætlunin hafi veriö. Ræða hennar hafi verið innantóm orð. Forsætisráð- herranum er meira að segja líkt við gætna húsmóður og torgsölukerl- ingu. Saratímis þvi sem Cresson sætir þessari gagnrýni í dagblöðunum prýða myndir af henni forsíður allra vikublaðanna í Frakklandi. En þrátt fyrir alla athyglina, sem beinist að henni, minnkar fylgi henn- ar hratt samkvæmt skoðanakönnunum. Strax eftir útnefninguna í emb- ætti forsætisráðherra hlaut hún stuðning 70 prósenta aðspurðra en sam- kvæmt niöurstööum skoðanakönnunar, sem birt var í gær, styðja aðeins 43 prósent Cresson sem þegar í gær þurfti að takast á við ýmis vandamál. Lestarferðir til flestra úthverfa Parísar lágu niðri í gær vegna verkfalls járnbrautæ-starfsmanna. Og lögreglan efndi til kröfugöngu á meðan nýi forsætisráðherrann kynnti áætlanir sínar. Læknar og þjúkranarkonur hafa boðað verkfall í byrjun næsta mánaðar. Moldavía skiptir um naf n Sovéska lýðveldið Moldavía ákvaö í gær að sleppa orðunum „sovésk- ur“ og „sósíálískur" í opinberu nafni sínu. Heitlr það framvegis aðeins lýðveldið Moldavía (Moldova). Nafnið Moldova var tekiö upp i fyrra- haust því það hljómar eölilegar á rúmensku sem í fyrra var gerö að opin- beru máli lýðveldisins. Ýmis önnur sovésku iýðveldanna fimmtán hafa sleppt oröunum „sov- éskur“ og „sósíalískur“ í nöfhum sínum, þar á meðal Eystrasaltslöndin þrjú og Kákasuslýðveldin Georgia og Armenía. Forsetinn má vera flokksbundinn Fulltrúaþing Rússlands hafnaði í gær kröfunni um aö forsetar lýð- veldisins megi ekki vera flokks- bundnir eöa félagar í fiöldasamtök- um. Litiö er á þessa niðurstöðu sem hlutasigur iyrír kommúnistafiokk- inn en fiórir af sex írambjóðendum til forsetakosninganna í Rússlandi i júní eru félagar í flokknum. Jeltsin, forseti rússneska þings- ins og líklegur sigurvegari í kosn- ingunum, sagði sig úr kommún- istaflokknum í fyrrasumar. . R«uter, TT þingsins. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.