Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 24. 'fiíÁÍ1 'ítál
Spumingin
Ert þú búin að sjá Söngva-
seið í Þjóðleikhúsinu?
Þórdís Jensdóttir nemi: Nei, og ég
hugsa aö ég fari ekki aö sjá þaö.
Hulda Björnsdóttir húsmóðir: Nei, ég
ætla ekki aö sjá þaö.
Þuríður Bjarnadóttir húsmóðir, bú-
sett í Svíþjóð: Nei, ég er nýkomin til
landsins og ég hugsa að ég fari ekki
aö sjá þaö.
Unnur Brynjólfsdóttir, vinnur hjá
Hagkaupum: Nei, ég er ekki búin aö
sjá það en ég fer nú í maí.
Guðrún Bjarnadóttir hjúkrunarfræð-
ingu: Nei, og ég ætla ekki að sjá þaö.
Stefanía Sigurðardóttir, aðstoðar-
stúlka hjá tannlækni: Nei, ég er ekki
búin að sjá það en fer um næstu
helgi.
Lesendur__________
Brýr fremur
en jarðgöng
Brúargerð er vaxandi þáttur í samgöngubótum víða um heim. Sumar eru
margir kílómetrar að lengd. - Golden Gate brúin við San Francisco átti 50
ára afmæli fyrir 3 ártim. Simamynd Reuter
Haraldur Sigurðsson skrifar:
Þessa dagana er m.a. rætt um það
að grafa jarögöng hér og þar í dreif-
býlinu og á það víst að vera liöur í
þeirri byggðastefnu sem mikið hefur
veriö haldiö á-lofti hér. Einn þáttur-
inn er einmitt sá að lofa íbúunum
bót og betrun í samgöngumálum svo
aö þeir flytji ekki burt. Lengi vel var
þaö þó svo að um leið og samgöngu-
bætur voru í höfn flutti góður hópur
íbúanna brott og kom ekki aftur á
heimaslóðirnar. í þessu standa nú
Vestfirðingar og reyndar ekki síður
Austfirðingar sem hafa lagt fram
áætlanir um að krefja ríkisvaldið um
forgang aö jarðgöngum hér og þar
um flrðina, þannig að í framtíðinni
verði hægt að aka í gegnum fjöllin í
stað þess að fara yfir þau.
Nú er það ekki alvitlaus hugmynd
að leysa samgöngumál með jarð-
göngum þar sem það á við. En það
er fráleitt aö þau eigi við á Vestfjörð-
um og Austfjörðum. Þar eru íbúar
einfaldlega of fáir til þess að jarðgöng
upp á marga milljarða króna borgi
sig nokkurn tíma. Brúargerð yflr
verstu torfærur, jafnvel á milli flarða
yrði mun ódýrari kostur. Þetta á við
hér á landi eins og annars staðar, þar
sem brýr, sumar margar kílómetra
að lengd, eru byggðar til aö auðvelda
fólki umferð.
Brúargerð yfir Hvalflörð yröi
meira að segja ódýrari og heppilegri
lausn en jarögöng, og er umferðin
þó margfalt meiri þar en nokkru
sinni á Vestflörðum og Austflörðum,
þar sem hugað hefru verið að huga
jarðgangagerð. Auðvitað geta slys
orðið á brúm en það er þó opið mann-
virki fyrir hvers manns augum, og
möguleikar á að forða sér eru meiri
þar en í göngum undir yfirborði jarð-
ar.
Til eru þeir sem vilja ýta fast á
undirbúning jarðganga, þ.á m. var
fyrrverandi samgönguráðherra, sem
lofaði Vestflrðingum jarðgöngum
nánast hvar sem menn bentu á lík-
legan staö. Þetta á auðvitað að meta
kalt og yfirvegað. Hvað kostar brú
þar sem jarðgöng hafa verið fyrir-
huguð? Ef brúarbygging er ódýrari,
á að taka þann kost. - Og að sjálf-
sögðu aðeins á þeim stöðum þar sem
nokkum veginn er vitað að haldast
áfram í byggð að hinum dýru sam-
göngubótum yfirstöðnum.
Fangelsi eiga að bæta menn
Fangar á Kvíabryggju skrifa:
Okkur sem inni sitjum þótti vænt
um að sjá þau orð fyrrv. dómsmála-
ráðherra, sem hér eru höfð í fyrir-
sögn, í Þjóðviljanum 29. jan. sl. Til-
efni þessara ummæla er sú skoðun
fangelsismálastjóra að fangelsi séu
ekki til að betra menn heldur ein-
vörðungu til að refsa, sbr. viðtals-
grein þann 26. jan. í sama blaöi. - Sem
dæmi um vilja löggjafans í þessa
veru nefnir dómsmálaráðherra
skólahald á Litla-Hrauni og opna
fangelsið í Kópavogi.
Varðandi Kópavogsfangelsið er
ráöherra að vísa til hins yfirlýsta
hlutverks þess, að búa fanga undir
að snúa aftur til þjóðfélagsins sem
nýtir þegnar eftir langa afplánun. -
Einmitt þetta er líklega jákvæðasti
þátturinn í annars hægfara þróun
fangelsismála hér á landi í marga
áratugi.
En hvernig hefur nú fangelsis-
málastjóri framkvæmt þetta lofs-
verða frumkvæði löggjafans? Jú,
með því að nýta verulegan hluta
þessa fangelsis til skammtímavistun-
ar á sama hátt og Hegningarhúsið
við Skólavörðsustíg og Síðumúla-
fangelsið. Sem dæmi má nefna að nú
fyrir nokkrum dögum voru þar að-
eins flögur af tólf plássum nýtt fyrir
fanga sem stunduðu vinnu eða skóla
utan fangelsis. Og þetta gerist á sama
tíma og fóngum, sem viröast full-
nægja öllum skilyrðum, er synjað
um aðlögunarvist á þeim forsendum
aö fangelsið er sagt vera yfirfullt.
Þessi misnotkun fangelsisins er í
góðu samræmi við þau miðaldavið-
horf fangelsismálastjóra til refsivist-
ar og tilgangs hennar sem m.a. komu
fram í áðurnefndri viðtalsgrein. Því
viljum við fangar upplýsa fangelsis-
málastjóra um að fangelsi eru sem
betur fer ekki eingöngu hugsuð sem
refsistofnanir, sbr. 37. og 43. gr. al-
mennra hegningarlaga, 13. og 14. gr.
laga um fangelsi og fangavist nr.
48/1988, og einnig samkvæmt IV.
hluta evrópskra fangelsisreglna (útg.
í Reykjavík 1989) um markmið með-
ferðar.
Reglum um vínveitingar verði breytt
Þorgrímur skrifar:
Ég, kona mín og önnur hjón vorum
að koma frá jarðarfór einn dag fyrir
stuttu. Klukkan var rétt um flögur,
það var napur kuldi úti og við fórum
inn á Hótel Borg og ætluðum að fá
okkur kaffi og kökur og væntanlega
glas af koníaki með seinni bollanum.
- Þegar inn vár komið og spurt var
hvort þetta væri ekki í lagi, svaraði
ung og kurteis stúlka að þetta væri
því miður ekki hægt því það væri
lokaö fyrir vínveitingar eftir kl. 14.30
aö deginum. - Okkur þótti þaö und-
arlegt að ekki mætti selja fólki glas
með koníaki yfir hábjartan daginn
en urðum að sætta okkur við lögin
þótt ósanngjörn væru.
Nú finnst manni það vera úr takt
við tímann að vera aö burðast við
að halda í úreltar reglur um svona
nokkuð. - Alls staðar í heiminum eru
vínveitingar frjálsar og standa til
boða daglangt ef þær eru yfirleitt
leyfðar - að undanskildu Bretlandi
þar sem svipaðar reglur gilda og hér.
En þar er nú líka ennþá í gildi vinstri
handar akstur. Varla erum við að
elta Breta í reglum um vínveitingar.
Reglum um vínveitingar hér þarf
að breyta sem allra fyrst. Það hefði
átt aö gera um leið og miðvikudags-
lokuninni var aflétt, reglu sem var
jafntilgangslaus og núgildandi regla,
að ekki megi selja koníak með kaffi
um hábjartan daginn. Fer sala áfeng-
is eitthvað í taugarnar á ráðamönn-
um og þingliði þjóðarinnar? - Eða
hver skyldu nú vera rökin fyrir þess-
ari fáránlegu reglu? Fróðlegt væri
að einhver gæti upplýst það.
Úreltar reglur; eitt sinn var það miðvikudagslokun, nú síðdegisbann á kon-
íak og annað áfengi. - Hvað næst?
Spaugstofunnar
verð ursaknað
Hannes Sigurðsson skx-ifar:
Margir telja það furöulega ráö-
stöfun hjá Sjónvarpinu að hætta
við þætti Spaugstofunnar án þess
að sambærilegur þáitur komi í
staðinn. Þessir þættir hafa verið
nánast eina skemmti- og afþrey-
ingarefnið sem fólk hefur veru-
lega hlakkaö til að horfa á. Og
það á ekki að vera náttúrulögmál
að ekkert skemmtilegt megi vera
á sumardagskrá í sjónvarpi.
Kannski var tímabært að hætta
úr því uppistaða síðasta þáttar
var meira og minna endurtekn-
ingar frá fyrri þáttum, ásamt
baksviðsmyndum og „takka-
fólki“ Sjónvarpsins. Spaugstof-
unnar verður þó sárt saknað af
mörgum. Það er varla aðstend-
endum hennar að kenna að ekk-
ert bitastætt afþreyingarefni tek-
ur við.
Borgarfulltrúar
sameinast
um þögnina
Stefán Stefánsson skrifar:
Mörgum þykja tíðindi, að Ellert
B. Schram ritstjóri hafi hug á að
gefa kost á sér í stól borgarstjóra,
að undangengnu prófkjöri innan
Sjálfstæðisflokksins. Við þessa
frétt sló þögn á borgarstjóramálið
í Qölmiðlum. Menn halda
kannski að hér sé um grín eitt
að ræða, eða vel undirbúna leik-
fléttu, sem Ellerthafllátið til leiö-
ast að taka þátt í.
Í viðtali Eiríks Jónssonar á
Bylgjunni við Ellert staðfestir
hann hins vegar að honum sé
fyllsta alvara. Þá bregður svo við
aö þeir borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins, sem fréttamaður ætl-
aði að ná tali af, neita að tjá sig
og segjast hafa gert „heiðurs-
mannasamkomulag“ um að tala
ekki við flölmiðla. - Þeir gera sér
liklega ekki grein fyrir því að með
ákvörðuninni aö sameinast um
þögnina verða þeir um leið ekki
lengur áhugaverðir sem kandid-
atar fyrir borgarstjórastarf.
Ásunnudegi með
SvavariGests
P.K. skrifar:
Mér fmnst ágætt framtak hjá
Ríkisútvarpinu aö endurtaka
þáttinn Sunnudagur með Svavari
Gests á rás 2 kl. 9 á sunnudags-
morgnum. Þátturinn er svo end-
urtekinn að nóttu til og nú síðast
sl. mánudagsnótt. Þvf miður er
það heldur seint fyrir venjulega
borgara og þá sem virkilega vilja
ekki missa af þáttum Svavars.
En varðandi þátt Svavars er
það að segja að þarna er leikin
afar vönduð tónlist af léttara tag-
inu og bætt inn fróðlegum atrið-
um úr safhi RÚV. Stórhljómsveit-
artónhstin hjá Svavari sl. sunnu-
dag var t.d. einvher sú vand-
aðasta sem ég hef lengi heyrt.
Tannréttingarfyrir
almenning?
Anna Kristjánsdóttir hringdi:
Ég er yfir mig undrandi á mál-
flutningi tannréttingarsérfræð-
inga sem segja að almenningur
líði fyrir að hið opinbera haldi að
þeim skýrslu sem verður að fylla
út svo að endurgeiðsla megi eiga
sér stað. En þarf almenningur á
tannréttingum að halda? Sá hóp-
ur er mjög fámennur.
Foreldrar sem senda krakk-
agrislingana sína í tannréttingar
halda að börnin hafi gott af þessu.
Sannleikurinn er sá að þvingun
tanna frá upprunalegu formi get-
ur verið skaðleg síðar meir. - Ég
sé ekki annað en fólk megi láta
sér í léttu rúmi liggja hvenær
sérfræðingum í tannréttingum
þóknast að sundurliða vinnu sína
eins og aðrir. En þarna er jú um
opinbert fé að ræða.