Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Page 14
14
Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Byrjunaraðgerðir
Ráðherrar tala enn óskýrt og reyna jafnvel að beita
blekkingum, þegar þeir kynna nýju aðgerðirnar í efna-
hagsmálum. Þannig halda þeir uppteknum hætti fyrir-
rennara sinna. En aðgerðirnar nú eru nauðsynlegar.
Fyrri ríkisstjórn hafði rústað fjármál ríkisins. Þar nýttu
ráðherrar vinstri stjórnarinnar sér, að skammt var til
kosninga eftir samþykkt lánsfjárlaga. Sumir fjölmiðlar
reyndu að fletta ofan af óráðsíunni, en ríkisstjórninni
heppnaðist að blekkja meginhluta fólks til að trúa, að
allt væri í lagi. Þjóðarsáttin héldi jú og fært væri að
eyða. Vel að merkja sátu í þeirri stjórn ýmsir, sem enn
sitja að völdum. En mesti áróðursmeistari fyrri stjórnar
var Ólafur Ragnar Grímsson, sem tókst að dreifa blekk-
ingum sínum um stöðu ríkisfjármála í hvert hús í land-
inu og láta skattgreiðendur síðan borga áróðurinn.
Strangar aðgerðir þurftu að koma til, svo að bjargað
yrði því sem bjargað varð. En alls óvíst er, að aðgerðirn-
ar nú reynist nægilega sterkar. Niðurskurðaráform rík-
isstjórnar Davíðs Oddssonar eru til dæmis enn talsvert
á huldu. Um það mikilvæga efni er enn talað óljóst, svo
að sá grunur hverfur ekki, að niðurskurðurinn verði
enn einu sinni aðeins til málamynda. Ríkishallinn verði
engu að síður gífurlegur en látið nægja á haustdögum
að kenna fyrrverandi ríkisstjórn um. Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra hefursagt, að menn fái vaxta-
hækkun húsnæðislána bætta í vaxtabótum. Þetta er að
mestu blekking ráðherrans, því að stór hluti skuldara
húsnæðislána mun ekki eiga kost á að fá þessa hækkun
vaxta bætta, þar sem margir munu fara yfir hámark
vaxtabóta hvort eð er og ekki eiga kost á meiru eða
ekki ná því að skuldir séu slíkar, að til vaxtabóta komi.
Þessi vaxtahækkun er því eins og hver önnur vaxta-
hækkun, og væri núverandi ráðherrum til sæmdar, ef
þeir létu af hinum gamalkunna blekkingaleik og verðu
sína vaxtahækkun eins og menn.
Vaxtahækkun á spariskírteinum ríkisins er óhjá-
kvæmileg. Hún er til komin vegna spennunnar á mark-
áðnum, sem eyðsla fyrri ríkisstjórnar olli. Fyrir kosn-
ingar var þessi vaxtahækkun, sem ná mun brátt til al-
mennra útlána, séð fyrir, en fyrri ríkisstjórn blekkti
kjósendur með því að fresta hækkuninni. Vaxtahækkun
á húsnæðislánum er einnig rökrétt, og í hana hefur lengi
stefnt. Vextir húsnæðislána eru mikið niðurgreiddir,
sem er óhagstætt fyrir efnahaginn. Vilji ríkisstjórn gera
eitthvað sérstakt fyrir ákveðna hópa í þjóðfélaginu, á
ekki að gera það með því að hafa slíkt ósamræmi í vöxt-
um lána.
Ríkisstjórnin segist ætla að minnka lánsfjárhalla hins
opinbera úr þrettán milljörðum króna, sem í hafi stefnt
vegna viðskilhaðar fyrri stjórnar, niður í sjö milljarða.
Gjalda verður varhug við fullyrðingum um, að þetta
takist, þótt vissulega verði að veita hinni nýkomnu ríkis-
stjórn tækifæri til að sanna sig og horfa til stjórnarinn-
ar opnum hug. Auk þess verður lánsfjárhallinn engu
að síður hættulega mikill dg rúmum milljarði umfram
lánsfjárhalla samkvæmt fjárlögum.
Ýmsir núverandi ráðherrar, sem voru samsekir í fyrri
ríkisstjórn, eiga nú ekki nóg stóryrði til að fordæma
viðskilnað þeirrar stjórnar í fjármálum. Við eigum að
gera miklar kröfur til þessarar ríkisstjórnar, enda hefur
verið komið í óefni í stórum þáttum landsstjórnarinnar.
Viðreisnarstjórn þarf meira en sést hefur til að rísa
undir nafni. En byrj unaraðgerðirnar eru nauðsynlegar.
Haukur Helgason
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 19.91.
H-l ■■■■■..^ ■ „■■■Ll£
Egyptar fóru í striöið fyrir tilmæli Bandaríkjamanna. Sýrlendingar fengu að launum frjálsar hendur i Libanon.
- Mubarak, forseti Egyptalands, og Assad, forseti Sýrlands, kanna saman heiðursvörð.
Glæpur og refsing
Það er smám saman að koma í
ljós að flest það sem almenningi var
sagt um deiluna um Kúvæt, sem
hófst hinn 2. ágúst síðastliðinn, og
stríðið, sem á eftir kom, er ýmist
lygar, hálfsannleikur eða ýkjur.
Það er líka orðið ljóst núna að
George Bush ákvað strax hinn 3.
ágúst, daginn eftir innrás íraka í
Kúvæt, að fara í stríð og hann
kæfði í fæðingu allar tilraunir til
að leysa málið friðsamlega. Þeirra
á meðal tillögu Alsírmanna í jan-
úar sem írakar voru búnir að fall-
ast á leynilega og hefði uppfyllt
kröfur Sameinuðu þjóðanna.
í lok desember hafði Bush þegar
undirritað heimild til handa
Schwartzkopf hershöföingja að
hefja stríðið hinn 17. janúar og allt
tal hans um frið eftir þaö var blekk-
ingar. Stríðið hófst síðan hinn 16.
janúar, degi fyrr en upphaflega var
áætlað vegna þess að Bush hafði
njósn af því að írakar ætluðu að
byrja brottflutning herja sinna frá
Kúvæt án skilyrða hinn 17. og hann
vildi ekki sleppa þeim viö stríð.
Stríðið átti að vera persónuleg refs-
ing Saddams Hussein.
Þetta og margt fleira kemur fram
í tveimur nýlegum bókum um að
draganda stríðsins, The Command-
ers, eftir Bob Woodward, og Le
Dossier Secret, eftir Pierre Saling-
ar, fyrrum blaðafulltrúa Kennedys
forseta sem nú starfar sem blaða-
maður og rithöfundur í París.
Bush er maður sem tekur heims-
málin persónulega. Hann gerði það
sama í Panama, þegar hann gerði
Manuel Noriega að einkaóvini sín-
um, og í kosningabaráttunni við
Michael Dukakis 1988 þegar hann
háði svívirðilegustu baráttu sem
um getur í bandarískum stjórn-
málum með persónulegum árásum
á Dukakis. Saddam Hussein varð
einkaóvinur Bush.
Fjölmiðlar um allan heim máluðu
síðan þá mynd af Saddam sem allir
þekkja nú. Annar eins skúrkur
hefur ekki komið fram á sjónar-
sviðið síðan Hitler var og hét. Sadd-
am uppfyllir djúpa þörf fyrir per-
sónugerving lúns illa sem lætur
allt annað sýnast gott í saman-
burði. Jafnvel Stalín og þaðan af
síður Krústjov voru ekki jafnsann-
færandi illmenni, né heldur neinn
annar nema hugsanlega Idi Amin.
Persónulegar skuld-
bindingar
Slík ofuráhersla á persónur er
persónueinkenni George Bush.
Honum er legið á hálsi fyrir að sjá
ekki málefni, aðeins menn. Honum
hefur líka gengið illa að setja fram
stefnuskrá og móta markmið. Hug-
sjónir og framtíðarsýn eru ekki
hans sterka hhð heldur að takast á
við aðsteðjandi vanda sem oft er
heimatilbúinn.
í Persaflóastríðinu kom þetta að
góðu haldi, Bush er persónulega
kunnugur flestum þjóðarleiðtogum
heims, Saddam var einn af fáum sem
hann hafði aldrei hitt. Það var fyrir
persónuleg orð Bush sem leiðtogar
þeirra ríkja, sem þátt tóku í striðinu,
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
gengu í lið með Bandaríkjamönnum.
Egyptar til dæmis fóru í stríðið fyrir
tilmæli Bandaríkjanna. Ekki til að
hjálpa Kúvæt, enda eru Kúvætar
hataðir og fyrirlitnir í Egyptalandi
fyrir hroka og fégræðgi, heldur vegna
loforða Bush um aðstoð eftir stríðið
sem hann stóð síðan við. Sýrlending-
ar fengu að launum frjálsar hendur
í Líbanon
Sömu sögu er að segja um mörg
önnur ríki. Ekkert nágrannaríkj-
anna nema Saudi-Arabía og fursta-
dæmin viö Persaflóa höfðu áhuga
á að frelsa Kúvæt. Öll hin áttu
Bandaríkjunum skuld aö gjalda.
Með þátttökunni í stríöinu hafa
þau nú greitt ýmsar skuldir.
Bandaríkjamenn hafa notað upp
sinn höfuðstól í íjöldamörgum ríkj-
um um allan heim.
Varaliðar
Nú er komið á daginn að írakar
ætluðu sér aldrei að verja Kúvæt
enda veittu þeir litla sem enga
mótspyrnu þegar ökuferðin mikla
var farin 24. til 28. febrúar. iraskir
hermenn í Kúvæt voru þriðja
flokks varalið, menn á fertugs- og
fimmtugsaldri með þann lélegasta
útbúnað sem íraski herinn hefur
yfir að ráða. Fyrir stríðið sögðu
bandarískir herforingjar að rúm-
lega hálf milljón íraskra hermanna
væri í Kúvæt. 62 þúsund voru tekn-
ir til fanga. Bretar segja að 64 þús-
und hafi áður verið drepnir í loft-
árásum. Bandaríkjamenn giska á
100 þúsund.
Jafnvel þótt miðað sé við 100 þús-
und fallna hafa aldrei verið nema
rúmlega 160 þúsund varaliðar í
Kúvæt. Hinn raunverulegi íraski
her var hvergi nærri, allt þvaðrið
um 700 skriðdreka, sem hleypt hafi
verið í gegn úr herkvínni í Kúvæt,
er réttlæting á því að bandamenn
áttuðu sig ekki á því að úrvalslið
Saddams var ekki í Kúvæt. Þessir
skriðdrekar, sem síðan voru notað-
ir á Kúrda, voru komnir austur
fyrir Tígrisfljót, að landamærun-
um við íran, áður en ökuferðin
mikla hófst.
Stríðið um Kúvæt var ónauðsyn-
legt, það var persónleg reiði Bush
forseta út í Saddam Hussein fyrir
að voga sér að breyta landakortinu.
Með því að stilla Saddam upp við
vegg útilokaði Bush alla samninga
og eyöilagði þá sem tókust fyrir
milligöngu Alsírmanna, þetta var
persónuleg krossferð á hendur
Saddam Hussein.
Að refsa þeim sem síst
skyldi
Þeim glæpamanni skyldi refsað
svo eftir yrði munað. En niðurstað-
an úr stríðinu er allt önnur. Sadd-
am er fastari í sessi en nokkru sinni
fyrr. Hann er á góðri leið með að
ávinna sér fjöldafylgi í arabalönd-
unum fyrir að hafa staðið einn gegn
öllum heiminum og ekki verið sigr-
aður. Hann er um það bil að leysa
Kúrdavandamáhð sem hefur plag-
að írak frá stofnun ríkisins, hann
lofar að afnema einkayfirráð
baathista yfir stjórn landsins og
koma á fjölflokkalýðræði. - Stuðn-
ingur við hann meðal landsmanna
og meðal araba í öðrum ríkjum fer
dagvaxandi.
Við þessu ætlar Bush að bregð-
ast, ásamt Major, forsætisráðherra
Breta, með því að heimta að Sadd-
am verði að fara frá áður en viö-
skiptaþvingunum gegn írak verði
aflétt. Þetta á sér enga lagalega
stoð, þetta er aðeins persónuleg
réttlætingarþörf. Þetta var per-
sónulegt stríð á hendur Saddam en
það er Saddam sem blífur.
Síðan viðskiptabann var sett á
hefur barnadauði í írak þrefaldast.
Á komandi ári munu um 180 þús-
und börn deyja í írak vegna lyfia-
skorts og mengaðs vatns sem stafar
af viðskiptabanninu og eyðilegg-
ingu loftárásanna, að því er segir í
skýrslu bandarískra lækna. Þessu
fólki ætlar Bush að refsa með
áframhaldandi viðskiptabanni en
verðlauna um leið auðkýfingana í
Kúvæt með því að láta þá fá helm-
ing af olíutekjum íraks í stríðs-
skaðabætur. Þessar hugmyndir
eru viðurkenning á ósigri, þær
sýna aðeins vanmáttuga heift og
hefnigirni vegna þess aö stríðið við
írak náði ekki tilgangi sínum.
Gunnar Eyþórsson
„Það er líka orðið 'ljóst núna að George
Bush ákvað strax hinn 3. ágúst, daginn
eftir innrás íraka í Kúvæt, að fara í
stríð og hann kæfði í fæðingu allar til-
raunir til að leysa málið friðsamlega.“