Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Síða 17
16 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991. FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991. íþróttir íþróttir stúfar Aðalfundur Fram verður hald- inn þriðjudaginn 28. maí kl. 20 í félagsheimili Fram. Fatiaðir á Norðuriandamót í sundi um helgina Norðurlandamót fatl- aðra í sundi fer fram í Stavanger í Noregi um helgina. Eftirtaldir keppendur hafa verið valdir til þátttöku fyrir islands hönd: Guö- rún Ólafsdóttir, Ösp, Bára Erl- ingsdóttir, Ösp, Sigrún H. Hrafhs- dóttir, Ösp, Rut Sverrisdóttir, Óðni, Lilja Snorradóttir, SH, Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR, Jón H. Jónsson, ÍFR, Svanur Ing- varsson, Suðra, Ölafur Eiríksson, ÍFR, Haildór Guðrbergsson, ÍFR, Gunnar Þór Gunnarsson, Suöra, og Birkir Gunnarsson, ÍFR. Körfuboltaskóli Péturs ogUBK TTJ Körfuboltaskóli Péturs Guðmundssonar og /r Breiðabiiks verður í ..... íþróttahúsinu í Digra- nesi í Kópavogi 11.-15. júní. Skól- inn er fyrir drengi og stúlkur alls staöar af landinu. í skólanum verða fjölbreyttar æfingar og keppni á hveijum dégi og verða vegleg verðlaun veitt og þá fá all- ir körfuboltaboli og fleira. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 91- 27053 fyrir 1. júní. Búlgarskur þjálfari til Skylmingafélags Reykjav. Skylmingafélag Reykjavíkur hef- ur fengiö búlgarskan þjálfara til liðs við sig sem mun leiðbeina skylmingamönnura hjá félaginu. Búlgarinn hefur unnið til verð- launa á heimsmeistaramóti og ætti hann því að geta kennt skylmingamönnunum til verka. Dunlopmótið í golfi Opna Ilunlopmótið í golfi verður haldið á Hólmsvelli í Leiru um næstu helgi. Þetta er 36 holu keppni og er stigamót til landshðs. Glæsileg verðlaun eru í boði, þar á meðal golfsett, og er skráning í golfskálanum síma 92- 14100. KR vann í 7. tilraun Mistök urðu í þriðju- dagsblaðinu þegar sagt var frá því að KR-ingar hefðu ekki unnið Víði í síðustu 7 leikj um liöanna í deild- ar- eða bikarkeppni. Hið rétta er að KR hafði ekki unnið í síðustu 6 leikjum því vesturbæjarliðið sigraði Víöi í fyrsta leik liðanna í 1. deild árið 1985 í Garöinum. Pepsímót Víkings Pepsímót í knattspymu í 7. ald- ursflokki fer fram á vegum knatt- spymudeildar Víkings á gamla Víkingsvellinum við Hæðargarð á laugadaginn og hefst mótiö klúkkan 9. Þar keppa 10 félög og alls 20 lið í A og B-liðum. Á með- an mótið stendur yflr veröur veit- ingasala í Breiðagerðisskóla. Barceiona Spánarmeistari í handknattleik 'S'".Barcelona tryggði sér í jr“ fyrrakvöld Spánar- // meistaratitilinn í ———* handknattleik þegar hðiö vann sigur á Kristjáni Ara- syni og félögum hans 1 Teka, 19-18. Kristján skoraði 2 afmörk- um Teka en hjá Börsungum var Júgóslavinn Portner markahæst- ur með 8 mörk. Hart er barist um annað sætið þegar tveimur um- ferðum er ólokið. íslendingaliðin þrjú eru í baráttunni Teka er með 22 stig en Bidasoa og Atletico Madrid em með 21 stig. Maður var í stór- hættu í hringnum - sagöi Eggert Bogason sem vann gullverðlaun í kringlukasti Stefin Kristjánsson, DV, Andorra: „Það er óviðunandi að bjóöa upp á svona aðstæður í þessari keppni. Maður var hreinlega í stórhættu í kasthringnum sem var eins og svell,“ sagöi Eggert Bogason en hann vann í gær guhverðlaun í kringlukasti karla og Pétur Guðmundsson vann til bronsverðlauna. Eggert kastaði 54,16 metra og Pétur 48,92 metra. ís- lendingar unnu til tvennra gullverð- launa í gær og var árangur frekar slakur. Eggert sagði í samtali við DV að það hefði verið leiðinlegt að geta ekki kastað lengra því hann væri í sinni bestu æfingu: „Ég hef aldrei verið sterkari og aldrei haft eins gott vald á tækninni. Ég hef verið að kasta mjög langt á æfingum undanfarið og því var mjög svekkjandi að kast- hringurinn var glerháll,“ sagði Egg- ert ennfremur. Marta Ernstdóttir vann mikinn yf- irburðasigur í 3000 metra hlaupinu og kom í mark rúmlega 100 metmm á undan öðrum keppendum á 9:41,93 mín. „Þetta var mjög erfitt hlaup og það vissi ég fyrir enda er loftið hér mjög þunnt,“ sagði Marta eftir hlaupið. Báðir langstökkvararnir meiddust í keppni íslendingar riðu ekki feitum hesti frá keppninni í langstökki karla. Ólafur Sigurgegn Mónakó Stefin Kristjánsson, DV, Andorra: íslenska karlalandshðið í körfu- knattleik á góöa möguleika á að leika til úrslita á smáþjóðaleikunum hér í Andorra. Liðiö varö efst i sínum riðli og leikur næst gegn Möltu. Vinnist sigur í þeim leik mun íslenska liðið leika til úrslita gegn Kýpur eða Lúx- emborg. í gær lék ísland gegn Mónakó og vann íslenska liðið, 101-91. Staðan í leikhléi var 54-50, íslandi í vil. Teitur Örlygsson var atkvæöamestur í ís- lenska liðinu en Guðmundur Braga- son átti einnig ágætan leik. Stig íslands: Teitur Örlygsson 21, Guömundur Bragason 20, Jón Kr. Gíslason 16, Valur Ingimundarson 13, Falur Haröarsson 10, Sigurður Ingi- mundarson 8, Albert Oskarsson 4, Guðni Guðnason 3 og Axel Nikulásson 2. • Eggert Bogason sigraði í kringlukasti í gær og kastaði hann 54,16 metra. Aðstæður í kasthringnum voru ekki upp á það besta að sögn Eggerts. Guðmundsson varð í 5. sæti með 6,76 metra og Jón Oddsson varð í 8. sæti með 6,59 metra. Báðir meiddust þeir í keppninni, gömul meiðsh tóku sig upp í baki hjá Jóni og Ólafur meidd- ist á fæti. íslendingar áttu tvo menn í úrslit- um í 400 m hlaupi karla. Hvorugur þeirra komst á verðlaunapall. Egill Eiðsson varð í 4. sæti á 21,72 sek. og Gunnar í 5. sæti á 21,74 sek. Mikill meðvindur var í hlaupinu, 5,5. Olympíuleikar smáþjóða Skipting VERÐLAUNA iORRAjV99‘' Island Malta Kýpur Lúxemborg Liechtenstein Mónakó San Marino Andorra Samskiptasamningur íslendinga og Eystrasaltsríkjanna • Samstartssamningur milli íslands og Eystrasaltsríkjanna var undirritaður á dögunum. Samningur þessi er á sviði iþrótta og hefur hann i för með sér að ríkin þrjú við Eystrasalt og ísland eru tilbúin að efla samskipti sín á milli í íþróttamálum. Á myndinni eru, standandi frá vinstri: Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Edda Jónsdótt- ir, fulltrúi skrifstofu ÍSÍ, Hannes Þ. Sigurðsson, stjórnarmaður hjá ÍSÍ, og Vaidotas Verba sem sér um alþjóöasam- bönd hjá Litháen. Sitjandi eru frá vinstri: Sveinn Björnsson, formaður ÍSÍ, og Algirdas Rasjlanas sem sér um stjórn íþróttamála hjá menntamálaráðuneyti Litháens. Stúfar frá Andovra Stefin Kristjánsson, DV, Andorra: Það er mikil aldurs- munur á yngsta og elsta keppandanum hér á ólympíuleikum smáþjóða. Yngsti keppandinn er sundkona frá Mónakó en hún er aðeins 12 ára. íslendingar eiga hins vegar elsta keppandann en það er skotmaðurinn Carl J. Ei- ríksson sem er 61 árs. Mikill áhugi fjölmiðla á smáþjóðaleikunum Greinilega er mjög mikill áhugi hjá fjölmiðlum á smáþjóðaleik- unum að þessu sinni. Alls eru hér 320 fréttamenn frá 13 löndum þannig að fleiri en keppnisþjóðir hafa áhuga á því sem hér er að gerast. Hér eru alls 85 blaða- menn, 52 ljósmyndarar, 17 frá útvarpi og 166 frá sjónvarpi. Leikur Jón Kr. 100. landsleikinn í Andorra? 'TT'Uj Jón Kr. Gíslason, fyrir- jÍV liði karlalandshðsins í /7 körfuknattleik, á ~~~* möguleika á því að leika 100. landsleik sinn hér í Andorra. Ef ísland kemst í úr- shtaleikinn verður það 100. landsleikur Jóns Kr. Fær hann þá meðal annars gullúr frá KKÍ. Það ætti ekki að kosta mikið þvi úr eru mjög ódýr hér í Andorra. Lyfjanefnd ÍSÍ græddi á lyfjaprófinu Hvemig getur það nú verið. Jú, Guðmundur Karlsson, sem vann guhverðlaunin í sleggjukastinu, var kallaður í lyfjapróf eftir sig- urinn í sleggjunni og þar með þurfti lyfjanefnd ÍSI ekki að greiða kostnaöinn við lyfjapróf Guðmundar en hann átti að fara í lyfjapróf á vegum nefndarinnar vegna íslandsmetsins sem hann setti á íslandi á dögunum. Lyfia- nefndin græddi þarna 15 þúsund krónur.1 Enginn íslendingur í nokkrum greinum ~~| Það hefur vakið at- hygli aö enginn ís- lenskur keppandi er í " nokkrum greinum frjálsra íþrótta á smáþjóðaleik- unum. Til að mynda keppti eng- inn íslendingur í 800 m hlaupi karla og kvenna. Ástæðan er eflaust peningavandræði en þess má til gamans geta að íslendingar eiga hlaupara sem hefði unnið örugg gullverðlaun í 800 m hlaupi kvenna. Engin upphitun fyrir kringlukastið Eggert Bogason var ekki ánægð- asti maðurinn á frjálsíþróttavell- inum í gær eftir kringlukastið. Einhverra hluta vegna fengu kringlukastaramir enga upphit- un fyrir keppnina eins og venja er en sleggjukastarar, sem kepptu í fyrradag, fengu upphit- unarköst. Eggert sagðist hafa leit- að skýringa en engin svör fengið enda kynni ekki nokkur maður ensku á vellinum. 3 Islands- met í sundi - og fjögur leikjamet Stefin Kristjánsson, DV, Andorra: íslenska sundfólkið stóð sig með mikihi prýði á smáþjóðaleikunum í gær, setti þrjú ný íslandsmet, fiögur leikjamet og vann til fimm gullverðlauna af tíu sem keppt var um í gær. Ragnheiður Runólfsdóttir setti íslandsmet og leikjamet í 100 m baksundi kvenna, synti á tímanum 1.07,49 mín. Sveit íslands í 4x200 m skriðsundi kvenna setti nýtt íslandsmet og leikjamet, synti á tímanum, 8.58,34 mín. í sveitinni voru Bryndís Ólafsdóttir, Ingibjörg Arnardóttir, Arna Sveinbjömsdóttir og Helga Sigurðardóttir. Þá setti karlasveitin í 4x200 m skriðsundi íslandsmet, synti á tímanum 8.13,34 mín. í sveitinni voru Magnús Ólafsson, Arnar Ólafsson, Eðvarð Þ. Eðvarðsson og Gunnar Ársælsson. Ingibjörg Arnardóttir setti leikjamet í 400 m skriðsundi kvenna, synti á 4.36,90 mín. Eð- varð Þór Eðvarðsson setti leikjamet í 100 m baksundi karla og kom í mark á 59,49 sek. Helga Sigurðardóttir vann gullverðlaun í 50 m skriðsundi kvenna á 27,90 sek. Ehn Sig- urðardóttir varð í 4. sæti á 29,03 sek. Magnús Már Ólafsson varð annar í 50 m skriðsundi karla á 24,48 sek. Eðvarð Þór Eð- varðsson varð í 6. sæti á 25,56 sek. Sigurvegar- inn, Kýpurbúi, synti á 24,29 sek. Arna Þ. Sveinbjörnsdóttir varð í 2. sæti í 100 m flugundi og synti á 1.08,32 mín. Bryndís Ólafsdóttir varð í 3. sæti á 1.08,47 mín. Sigur- tími var 1.06,46 mín. Hörður Guðmundsson keppti í 400 m skrið- sundi karla og varð í 2. sæti á 4.32,17 mín. Gunnar Ársælsson varð í 5. sæti í 100 m flug- sundi karla á 1.01,51 mín. Arnar Ólafsson varð í 7. sæti í sama sundi á 1.02,40 mín. Góður dagur blakliðanna Stefin Kristjánsson, DV, Andorra: Keppninni í kvennakörfuknattleik lauk í gærkvöldi og tapaði íslenska hðið þá fyrir Lúxemborg, 38-63. Staðan í leikhléi var 24-33 fyrir Lúxemborg. ísland hafnaði í þriðja sæti af fiórum þjóðum og hlaut því bronsverðlaun á leikunum. Liö Lúxemborgar sigraði í öllum sínum leikjum og vann gullverðlaunin. Kýpur varð í öðru sæti og Malta rak lestina. Stigin gegn Lúxemborg: Anna María Sveins- dóttir 15, Björg Hafsteinsdóttir 8, Linda Stef- ánsdóttir 6, Guðbjörg Norðfiörð 5, og Hafdís Helgadóttir 4. Karlaliðið í blaki vann loksins sigur islensku landsliðin í blaki unnu bæði leiki sína á smáþjóðaleikunum í gær. Karlaliðið vann sinn fyrsta sigur er liðið mætti And- orra, lokatölur 3-0 og hrinur fóru 15-4,15-10, og 16-14. Kvennaliöið lék einnig gegn Andorra og sigraði, 3-1. Hrinur fóru 15-11,15-6,13-15, og 15-6. Carl vann bronsið með loftskammbyssu Carl J. Eiríksson vann til bronsverðlauna í keppni með loftskammbyssu í skotfiminni í gær. Carl hlaut 555 stig en sigurvegarinn frá Lúxemborg fékk 567 stig. Aðeins munaði einu stigi á Carli og silfurhafanum sem var frá Mónakó. Þeir Gunnar Kjartansson og Theódór Kjart- ansson héldu áfram keppni í haglabyssu í gær en henni lýkur í dag. Gunnar var í 4. sæti eftir keppnina í gær með 133 stig og Theodór í 7. sæti með 116 stig. Efsti maður er Kýpur- búi með 149 stig. Stefán Krisfjánsson íþróttafréttamaður DV skrifar frá Andorra Erum komnir til að sigra“ Víðir Sigurðsson, DV, Albaniu: Á sunnudaginn verður íslenska knattspymulandsliðið í óvenju- legrí stöðu. Það leikur á útivelh í Evrópukeppninni - en dagskipunin er sigur og ekkert annað. Ástæðan? Jú, mótherjar íslendinga eru Al- banir, lægst skrifaða knattspyrnu- þjóð Evrópu útn þeSsar mundír, og Saevar Jónsson verður fyrirliði i ieiknum gegn Aibönum. allt annað en sigur yrði slæmt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta verður mjög harður og erfiður leikur. Albanskir knatt- spymumenn leika með hjartanu og þeir era örugglega staðráðnir í að sigra. Þeir hafa misst marga góða menn úr landi, en þeir sem fylla í skörðin mmiu leika af sama eldmóðinum,“ sagöi Bo Johansson, landsliðsþjálfari Islands, í samtali við DV í Durres í gær. íslenska liðiö býr í liafnarborg- inni Durres og æfði þar á ósléttum vehi 1. deiidar hðsins Lokomotiv í gærkvöldi. Leikurinn á sunnudag fer hins vegar fram á Qemal Stafa, þjóðarleikvangi Albana í höfuð- borginm Tirana, og hefst klukkan 15 að íslenskum tíma. „Við munum reyna að leika okk- ar venjulega leik og við ermn komnir til að sigra. Önnur úrsht yrðu vonbrigði, og við eigum að vera með nógu gott hð til þess,“ sagði Johansson. Byrjunarhð íslands liggur nánast fyrir og Johansson sagði að þaö yrði eins og DV sagði fyrir um í fyrradag. Bjarni Sigurðsson i markinu, Sævar Jónsson og Ólafur Krisfiánsson bakverðir, Guðni Bergsson og Gunnar Gíslason mið- verðir, Þorvaldur Örlygsson, Ólaf- ur Þórðarson, Rúnar Kristinsson og Sigurður Grétarsson tengiliðir og þeir Eyjólfur Sverrisson og Ar- nór Guðjohnsen framherjar. Johansson sagðist reyndar eiga eftir að gera endanlega upp hug sinn um hvort Ólafur Kristjánsson eða Einar Páll Tómasson yröu í stöðu vinstri bakvarðar. Þá er Am- ór ókomirm til Albaníu, hann leik- ur meö Bordeaux á fóstudaginn en kemur síðan álaugardag. Forfállist hann veröur Anthony Karl Greg- ory í byrjunarliöinu. Sævar Jónsson verður fyrirliði í stað Atia Eðvaldssonar sem er í lelkbanni. „Við hugsum bara um aö vinna þessa karla, við hljótum að geta gert þær kröfur til sjálfra okkar,“ sagði Sævar við DV í gær- kvöldi. ,Kn Frakkar voru í vandræðum með að vinna hérna og við megum ekki fara að afsaka okkur með framandi aðstæðum. Knattspyrn- an á sér enginn landamæri, það er sama hvar leikið er, það þarf aö gefa hundrað prósent og meira en það til að sigra. Ef víð náum upp góöri stemningu og verðum sam- taka er ég ekki hræddur við leikinn á sunnudag. En við verðum að hafa fyrir hlutunum, það er ljóst," sagöi Sævar. 21 árs liðið leikur á laugardag: Tekst strákunum að vinna sinn fyrsta leik? Víðir Sigurðsson, DV, Albaiúu: Albanía og ísland mætast á morg- un, laugardag, í 1. riðh Evrópu- keppni 21 árs landshða og fer leikur- inn fram í Elbasan sem er um 50 kíló- metra suðaustur af höfuðborg lands- ins, Tirana. Leikurinn verður þar á heimavelh 1. deildar hðsins Labinoti og er jafnframt liður í forkeppni ólympíuleikanna. ísland og Albanía eru neðst í riðlin- um, bæði án sigurs, og íslenska lið- inu hefur til þessa ekki tekist að skora mark. Liðin skiidu jöfn, 0-0, þegar þau mættust í fyrsta leik keppninnar á Kópavogsvelh fyrir ári en síðan hefur ísland tapað 0-1 fyrir Frökkum, 7-0 fyrir Tékkum og 2-0 fyrir Spánveijum. Albanar gerðu 0-0 jafntefli við Frakka en töpuðu síðan 1-0 fyrir Spáni, 3-0 fyrir Frakklandi og 1-5 fyrir Tékkum. Staðan í riðlinum er þessi: Tékkósl........4 4 0 0 17-3 8 Spánn..........4 3 0 1 5-36 Frakkland......5 2 1 2 5-3 5 Albanía........5 0 2 3 1-9 2 ísland.........4 0 1 3 0-10 1 íslenski 21 árs hópurinn er þannig skigaður: Kristján Finnbogason, ÍA, og Ólafur Pétursson, ÍBK, eru mark- verðir. Aðrir leikmenn: Steinar Adolfsson, Ágúst Gylfason og Örn Torfason, Val. Ríkharður Daðason, Steinar Guðgeirsson og Ágúst Ólafs- son, Fram. Þormóður Egilsson, KR, Valgeir Baldursson og Valdimar Kristófersson, Stjörnunni, Amar Grétarsson og Grétar Steindórsson, Breiðabliki, Þorsteinn Jónsson, Þór, Kristján Hahdórsson, ÍR, og Finnur Kolbeinsson, Fylki. Stúfarfrá Albaníu Víðir Sigurðsson, DV, Aibaníu: Þó að leikur Albaníu og íslands fari fram í höfuðborginni, Tirana, dvelur íslenska hðið ekki þar. Það býr á hóteh í hafn- arborginni Durres sem er um 30 kílómetra vestur af Tirana, á strönd Adríahafsins. Durres hef- ur verið tals vert í fréttum að und- anfórnu því þaðan hafa margir Albanar flúið yfir til ítahu síð- ustu mánuðina. íslenska 21 árs liðið dvelur ekki á sama stað því það heldur til í borginni Elbasan þar sem leikur þjóðanna í þeim aldursflokki fer fram. Reiknað með sigri íslands Það er að heyra á fólki, sem DV hefur rætt við í Albaníu, að ekki sé búist við miklum afrekum af hálfu heimamanna. „Allt liðið er flúið, við eigum enga möguleika. ísland vinnur, 1-0,“ sagði Dashi flugvaharstarfsmaður- við DV. „Þetta verður jafn leikur, úrslit, 0-0 eða 1-1, eða þá 2-1 sigur ís- lands,“ sagði Arjoni Voioh, krá- areigandi og fyrrum leikmaður 1. deildar hðs 17 Mentori. • Steinar Adolfsson er fyrirliði 21 árs liðsins. Mótí kendo Á sunnudaginn kemur, 26. maí, fer fram fyrsta íslandsmeistaramótið í kendo, japönskum skylmingum. Mótið verður haldið í Hagaskóla og hefst keppni í undanriðlum klukkan 15 en úrslitakeppni efstu manna fer síðan fram klukkan 17 og 18. Mót þetta er liöur í undirbúningi fyrir næsta Evrópumót í kendo sem haldið verður á Spáni 1992 en þá verða ís- lenskir kendomenn meðal keppenda 1 fyrsta sinn. Lacostemót í golfi Lacostemótið í golfi fer fram á sunnudag hjá GR í Grafarholti. Um- boðsaöilar Lacoste á íslandi gefa glæsileg verðlaun til mótsins. Ræst verður út klukkan 9 á sunnudags- morgun en skráning fer fram í golf- skálanum í síma 82815. Víðir Sigurðsson skrifarfráAlbaníu Eyjólf ur samdi einsárs - hefur skrifað undir eins árs samning hjá Stuttgart Víðir Sigurðssan, DV, Albarúu: Eyjólfur Sverrisson hef- ur skrifað undir eins árs atvinnusamning við þýska knattspyrnuliðið Stuttgart og verður því áfram þar á næsta keppnistímabih. „Þetta er fullur atvinnusamningur en til þessa hef ég talist áhugamaður þótt það hafi fyrst og fremst verið á pappírunum,“ sagði Eyjólfur við DV í Albaníu í gærkvöldi en hann mun leika sinn 2. landsleik fyrir íslands hönd í Tirana á sunnudag. „Ég samdi til eins árs, forráðamenn Stuttgart vildu tvö til þrjú ár í viðbót en ég ætla að bíða fram á haustið með að ákveða eithvað í þeim efnum. Mér hður mjög vel hjá Stuttgart og okkur hefur gengið ágætlega að und- anfórnu. Við vorum í 16. sæti fyrir áramót en nú erum við í Evrópu- sæti,“ sagði Eyjólfur Sverrisson. Einar Þörvarðarson, markvörö- ur Valsmanna í handknattleik, hef- ur átt í viðræðum við l. deildar hð Selfoss um að hann taki við þjálfún liðsins fyrir næsta keppnistímabil. Björgvin Björgvinsson, sem þjálf- aði Selfyssinga í vetur, verður ekki með hðið áfram og Selfyssingar standa því uppi þjálfaralausir. „Það er-rétt, ég hef átt í viöræðum viö forráðamenn Selfossiiðsins um að ég taki að mér þjálfun liðsins. Það kemur sterklega til greina. iiðið er mjög efnilegt, ineð því allra efúileg- asta í deildinní og vissulega væri gaman að taka við þessum mann- skap en það er ekkert klárt ennþá. Það er mjög erfið ákvörðun fyrir mig hvort ég eigi að taka að mér þjálfunina eða hvort ég eigi að spila eitt ár enn í 1. deild,“ sagði Einar. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.