Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Qupperneq 26
34
KÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991.
Afmæli
Þorsteinn Guðmundsson
Þorsteinn Guömundsson, fyrrv. b„
hreppstjóri og sýslunefndarfor-
maður að Skálpastöðum í Lundar-
reykjadal í Borgarfirði, verður ní-
ræður fóstudaginn 31.5. nk.
Starfsferill
Þorsteinn fæddist að Syðstufoss-
um í Andakíl en ólst upp í foreldra-
húsum að Skálpastöðum frá eins árs
aldri. Hann lauk búfræðiprófi frá
Bændaskólanum að Hvanneyri 1923
og vann siðan að mestu á búi föður
síns til 1930 nema síðasta árið. Sjálf-
ur hóf hann búskap á Skálpastöðum
1930 og stundaði þar búskap í fjöru-
tíu ár, síðustu niu árin í félagsbúi
við tvo syni sína sem enn búa rausn-
arbúi að Skálpastöðum. Er Þor-
steinn tók við búinu fyrir sextíu
árum voru tún þar sjö hektarar en
eru nú samkvæmt opinberum
skýrslum hundrað og sautján hekt-
arar.
Þorsteinn hefur gegnt fjölda trún-
aðarstarfa fyrir sveit sína. Hann sat
í hreppsnefnd í nær fjörutíu ár, var
deildarstjóri i Kaupfélagi Borgfirð-
inga í svipaðan tíma, sem og for-
maður Búnaðarfélags Lunddæl-
inga. Þá var hann hreppstjóri Lund-
dæhnga í fimmtíu og eitt ár og sýslu-
nefndarformaður í tuttugu ár.
Eftir að Þorsteinn hætti búskap
hefur hann skrifað tvær bækur sem
eru endurminningar hans og bera
heitið Glampar í fjarska á gullin þil.
Fjölskylda
Þorsteinn kvæntist 24.5.1929 Þór-
unni Vigfúsdóttur, f. 17.4.1903, hús-
freyju aö Skálpastöðum, en hún er
dóttir Vigfúsar Eiríkssonar, b. og
skipasmiðs í Tungu í Valþjófsdal i
Önundarfirði, og konu hans, Guð-
rúnar Sveinbjarnardóttur hús-
freyju, frá Kirkjubóli í sömu sveit.
Börn Þorsteins og Þórunnar eru
Guðbjörg, f. 14.5.1930, kennslukona
og húsmóðir í Svíþjóð, gift Nils Jó-
hannssyni og eiga þau tvær dætur;
Vigfús Onundur, f. 21.5.1931, d. 21.3.
1936; Þorsteinn, f. 16.12.1933, b. að
Skálpastöðum, kvæntur Ásdísi Þor-
steinsdóttur frá Úlfsstöðum í Hálsa-
sveit og eiga þau fjögur börn; Guð-
rún, f. 1.6.1936, húsfreyja, gift Val-
geiri Jónssyni í Þverspyrnu í
Hrunamannahreppi og á hún fimm
börn; Guðmundur, f. 18.8.1937, b. á
Skálpastöðum, kvæntur Helgu
Bjarnadóttur húsfreyju, frá Hraun-
ási, og eiga þau íjögur börn; Vigfús
Önundur, f. 18.7.1941, læknir á Ak-
ureyri, kvæntur Auði Sigurðardótt-
ur hjúkrunarkonu og eiga þau þrjú
börn.
Þorsteinn átti þrjú systkini sem
öll eru látin. Þau voru Guðrún Lov-
ísa, f. 28.8.1894, en hún lést um
fimmtugt, ógift og barnlaus; Ari, f.
18.11.1895, d. 21.5.1959, vegavinnu-
verkstjóri, kvæntur Ólöfu Sigvalda-
dóttur frá Stykkishólmi og áttu þau
sex syni og eina dóttur; Kristín, f.
19.11.1899, húsfreyja að Eskiholti í
Mýrasýslu, gift Bjarna Sveinssyni,
b. þar, frá Kolsstöðum í Dölum, og
áttu þau þijá syni og eina dóttur.
Foreldrar Þorsteins voru Guð-
mundur Auðunsson, f. 3.7.1865, d.
26.11.1935, b. og hreppstjóri að
Skálpastöðum, og kona hans, Guð-
björg Aradóttir, f. 22.7.1869, d. 30.4.
1921, húsfreyja og ljósmóðir að
Skálpastöðum.
Ætt
Guðmundur var sonur Auðuns,
b. á Gullberastöðum og á Varmalæk,
Vigfússonar, b. á Fellsmúla á Landi,
síðar á Grund í Skorradal, Gunnars-
sonar, hreppstjóra í Hvammi í
Landi, Einarssonar, hreppstjóra
þar, Jónssonar. Móðir Vigfúsar var
Kristín Jónsdóttir yngra, hrepp-
stjóra í Vindási, Bjarnasonar,
hreppstjóra og ættföður Víkings-
lækjarættarinnar, Halldórssonar.
Móöir Auðuns var Vigdís Auðuns-
dóttir, prests á Stóru-Völlum, Jóns-
sonar, prests á Mosfelli, Hannesson-
ar. Móðir Guðmundar var Vilborg
Jónsdóttir, á Hvanneyri, Þórðarson-
ar, í Súlunesi, Jónssonar.
Guðbjörg var dóttir Ara, b. á
Syðstufossum, Jónssonar, b. þar,
Gíslasonar, b. þar, Jónssonar. Móðir
Jóns á Syðstufossum var Guðrún
Jónsdóttir. Móðir Ara var Guðbjörg,
dóttir Jóns Oddssonar, b. á Geita-
bergi í Svínadal, og Oddnýjar Run-
Þorsteinn Guðmundsson.
ólfsdóttur. Móðir Guðbjargar var
Kristín, dóttir Runólfs Jónssonar,
b. á Innri-Skeljabrekku, og Ástríðar
Jónsdóttur.
Þorsteinn tekur á móti gestum að
Skálpastöðum laugardaginn 1.6. nk.
frá klukkan 15.00.
Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson sjómaður,
Skálabrekku 1 á Húsavík, er sextug-
ur í dag.
Starfsferill
Sigurður er fæddur að Arnarnesi
í Kelduhverfi og ólst þar upp. Hann
tók landspróf og var einn vetur í
Lögregluskóla ríkisins. Auk þess
tók hann minnapróf í siglingafræði.
Sigurður vann við sveitastörf á
unga aldri. Hann starfaði hjá lög-
reglunni á Húsavík í þrjú og hálft
ár en hefur unnið við sjósókn og
skyld störf í tæp þrjátiu ár, þar af
lengstásmábát.
Siguröur hefur verið stjórnarmað-
ur í Landssambandi smábátaeig-
enda frá stofnun þess í desember
1985.
Hann hefur ritaö nokkrar blaða-
greinar og hafa flestar þeirra verið
vegna baráttu smábátaeigenda fyrir
rétti sínum.
Fuglaskoðun og önnur náttúru-
skoðun eru helstu áhugamál Sig-
urðar og er hann einn af frumkvöðl-
um jólatalningar á fuglum allt frá
1952 er þær talningar byijuðu.
Sigurður hefur ritað tvær ritgerö-
ir um fugla í Blika, tímarit fugla-
áhugamanna, ogfjallar önnur um
fuglalíf á Skjálfandaflóa að vetri.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 8. ágúst 1954
Þorbjörgu Theódórsdóttur, f. 13.7.
1926, húsmóður. Foreldrar hennar
eru Theódór Gunnlaugsson, bóndi
og refaskytta, sem fékkst einnig við
ritstörf, og Guðrún Pálsdóttir hús-
móðir.
Sigurður og Þorbjörg eiga þrjú
böm. Þau eru Sólveig, f. 4.1.1954.
Maki hennar er Þorsteinn Rúnar
Eiríksson vélstjóri og eiga þau þrjú
börn og eru búsett á Seyðisfirði.
Theódór Gunnar, f. 23.11.1956,
læknir í Örebro i Svíþjóð. Maki hans
er Guðrún Blöndal frá Siglufiröi.
Þau eiga þrjú börn og eru búsett í
Lindesbergí Svíþjóð.
Guðrún Ásta, f. 16.11.1958. Maki
hennar er Rúnar Bjarnason húsa-
smiður. Þau eiga eina dóttur og eru
búsett í Kópavogi.
Sigurður á fimm systkini sem öll
eru á lífi.
Sigurður Gunnarsson.
Foreldrar Sigurðar voru Gunnar
Jóhannsson, f. 13.6.1897, sem lést í
október 1978, bóndi, og Sigurveig
Björnsdóttir, f. 8.6.1908, sem lést í
desember 1946, húsmóðir. Þau
bjuggu lengst af í Arnarnesi í Keldu-
hverfi.
Til hamingju með
afmaelið 24. maí
85 ára
Helga Gunnlaugsdóttir,
Laugargötu 3, Akureyri.
80ára
Jón Friðriksson,
Miðstræti 24, Neskaupstað.
75 ára
Guðmundur Sigurðsson,
Urðargötu 7, Patreksfirði.
Hannes Halldórsson,
Skarðshíð 11H, Akureyri.
Haildór Kristinsson,
Horabrekkuvegi 7, Ölafsfirði.
70 ára
Finnbogi Ólafsson,
Tangagötu 4, Stykkishólmi.
60 ára
Aðalsteinn Valdimarsson,
Strandgötu87A, Eskifirði,
Skúii Árnason,
Höfðabraut 23, Hvammstanga.
Björn Pálsson,
Hafnarbyggö 5, Vopnafirði.
Erlingur Helgason,
Lindarflöt44, Garðabæ.
Jón Pétur Guðmundsson,
Hringbraut 74, Keflavík.
Sigurður Gunnarsson,
Skálabrekku 1, Húsavík.
BirgirÁgústsson,
Hraunbæ 84, Reykjavík.
Kristín Pétursdóttir,
Grundargötu 2, ísafirði.
50 ára
Hreinn Guðlaugsson,
Bólstaðahlíð 29, Reykjavík.
Jóhann Gunnar Friðjónsson,
Öldugranda 1, Reykjavík.
Torfi B. Gunnlaugsson,
Hamragerði 16, Akureyri.
40 ára
Halldóra Jóhannsdóttir,
Hringbraut 76, Reykjavík.
Grétar Kristinsson,
Drafnarbraut 6, Dalvík.
Gunnjóna Guðmundsdóttir,
Akurholti 9, Mosfellsbæ.
Stefán Heigason,
Höfðavegi 17, Húsavík.
Anna Dóra Steingrímsdóttír,
Mávabraut 70, Keflavík.
Ómar Ólafsson,
Laugalandi, Fljótahreppi.
Ólafur Mogensen,
Sólheimum, Grímsnesi.
Guðlaugur Bergmundsson,
Bogahlíð 12, Reykjavík.
Sigurður Eiríksson,
Lambeyrarbraut 4, Eskifirði.
Haraldur Haruldsson,
Vatnsendabletti 32, Kópavogi.
Sviðsljós
Bjöm Borg
snýr aftur
Sænski tennisleikarinn Björn Borg
er nú byrjaður að æfa tennis aftur
eftir átta ára hlé. Hann hefur undanf-
arna mánuði verið við æfingar í
Monte Carlo fyrir alþjóðlega opna
mótið sem þar var haldið fyrir stuttu.
Hann mætti í keppnina í fylgd prins
Albert af Mónakó og leikarans Alain
Delon. Fyrir mótið hafði hann sést á
æfingu með Boris Becker sem virtist
vera ánægður að hitta hann aftur.
Honum gekk ekki vel í keppninni
og tapaöi 6-2 og 6-3. Þrátt fyrir þaö
segist hann vera ákveðinn að halda
áfram. „Ég hef fengið fiölmörg tilboð
í aö sýna tennis en fyrir mig jafnast
ekkert á við að taka þátt í sterkum
keppnum," sagði Björn Borg eftir
keppnina.
En það má vera ljóst að ef Björn
Borg hyggst komast aftur í fremstu
röð tennisleikara þarf hann að æfa
stíft undir stjórn hinns nýja þjálfara
síns, prófessors Ron Thatcher.
Björn Borg kemur hér brosandi á
æfingu fyrir keppnina á alþjóölega
opna tennismótið i Monte Carlo, en
hann hefur ekki keppt i átta ár.
Simamynd Reuter
Þetta naut reyndi árangurslaust að komast út úr nautaatshringnum. Ekki
er vitað hvort það sá eitthvað áhugaverðara fyrir utan hringinn, sem það
vildi kanna betur, eða hvort það var að flýja nautabanann. Nautið sneri þó
að lokum aftur inn i hringinn og tók þátt í að Ijúka „sýningunni" (nautaat-
inu) þar til það lá i valnum. Símamynd Reuter