Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Side 8
8
MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991.
Útlönd
ThatchertilMoskvu
Fyrrum forsætisráöherra Bret-
lands, Margaret Thatcher, kom til
Moskvu í gær og mun hún meðal
annars eiga viðræður við Mikhail
Gorbatsjov Sovétforseta í dag.
í Moskvu nýtur Thatcher sömu
virðingar og væri hún ríkjandi
þjóðarleiðtogi og er Gorbatsjov
umhugað um að txjóta stuðnings
hennar. Hann reynir nu að fá millj-
arða dollara fjárhagsaðstoö hjá
Vesturlöndum til aö geta haldið
áfram umbótaáætlunum sínum.
Thatcher mun einnig eiga viðræð-
ur við Valentin Pavlov, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, og Dmitry
Jazov vamarmálaráöherra.
Þó svo að um einkaheimsókn sé isráðherra Bretlands, við komuna
aö ræða dvelur Thatcher í breska til Moskvu I gaer.
sendiráðinu í Moskvu. Símamynd Reuter
EldgosíJapan
Eldgos hófst í eldfjaliinu Unzen á Kyushueyju i Japan í gær og flúðu
um þrjú þúsund og ftmm hundruð manns sem búa í grennd við fialliö.
Greint hefur verið frá því að einn haft slasast í eldgosinu. í morgun var
hraun úr eldfiallinu aðeins í nokkur hundruð metra fiarlægð frá úthverf-
um Shimabaraborgarinnar.
í nóvember siðastliðnum varð eldgos í þessu sama fialli en það hafði
þá sofið i nær tvö hundruð ár. Mikið gos varð i fiallinu 1792 og létu þá
fimmtán þúsund manns lífið.
Geimfarartiljarðar
Breska konan Helen Sharman kom til jaróar í gaer ásaml sovésku geim-
iörunum Afanasyev og Manavov. Simamynd Reuter
Sovéska geimskipið Soyuz TM-11 lenti í Kazakhstan í gær. Um borð
voru bresk kona, sem er fyrsti Bretinn sem fer í geimferð, og tveir sovésk-
ir geimfarar. Breska konan, Helen Sharman, var átta daga í geimnum
um borð i sovésku geimstööinni Mir þar sem hún aðstoðaöi við visinda-
rannsóknir.
Með henni til jarðar komu geimfararnir Afanasyev og Manavov sem
höfðu verið um borð í Mir-stöðinni í meir en ftmra mánuöi. Tveir aðrir
sovéskir geimfarar tóku við rannsóknarstörfum þeirra fyrir viku og var
það með þeim sem Sharman hélt út í geiminn.
Skotinnísjálfsvörn
Nítján ára grænlenskur unglingur var aðfaranótt laugardags skotinn í
sjálfsvörn samkvæmt skipun lögreglu. Unglingurinn lést á leiðinni í
sjúkrahús í Angmagssalik þar sem atburðurinn átti sér stað.
Unglingurinn hafði gengið berserksgang á fóstudagskvöld og skotið í
kringum sig með rifHi. Haföi hann hleypt af þrjátíu skotum og hitt tvo
áður en hann var hæfður sjálfur.
Unglingurinn hafði efnt til veislu á heimili fóður síns á fóstudagskvöld.
Eftir rifrildi og slagsmál greip hann riffil og hótaði að drepa víðstadda.
Varð undir skriðdreka
Slóveni lét lífið á fóstudaginn er
júgóslavneskir hermenn á skrið-
dreka keyrðu inn í hóp mótmæl-
enda í bænum Maribor, nálægt
landamærum Austurríkis.
Júgóslavneski herinn, sem er
mótfallinn aðskiinaðaráætlunum
Slóveniu, greip einnig á föstudag-
iim háttsettan slóvenskan foringja
í heimavamarliði. Honum var
sleppt eftir að slóvensk yfirvöld
höfðu tekið af rafmagnið til allra
herstöða í iýðveldinu.
dúgóslavneski herlnn kvaðst
hafa handtekinn varðliðsforingj-
ann þar sem hann bæri ábyrgð á
handtöku tveggja júgóslávneskrá
hermanna á fimmtudagmn.
Leiðtogar Slóveníu hafa sagst
ætla að lýsa yfir sjálfstæði lýðveld-
isins í júni. Herinn vill áfram nú-
verandi ríkjasamband.
Reuter, Ritzau
Vegfarendur við lík Slóvenans sem
varð ursdir skriðdreka júgóslav-
neska hersins á föstudagsins.
Simamynd Reuter
Björgunarmenn að störfum þar sem austurríska farþegaþotan af geröinni Boeing 767 fórst í Tælandi í gær-
kvöldi. Myndin er tekin af sjónvarpsskjá. Simamynd Reuter
Tæland:
223 fórust í flugslysi
- sprengjan sögð ætluð annarri flugvél
Maður, sem hringdi til flugvallar-
ins í Vín í morgun, tilkynnti að
sprengjan, sem grandaði austurrísku
Boeing 767-300 flugvélinni yfir Tæ-
landi í gærkvöldi, hefði átt að fara í
aöra flugvél. Alls létu tvö hundruð
tuttugu og þrír lífið í tilræðinu í
gærkvöldi.
Kappaksturshetjan Niki Lauda,
sem stofnaöi flugfélagið sem átti þot-
una, tjáði austurríska útvarpinu í
morgun að maðurinn, sem kvaðst
hringja frá Þýskalandi, hefði sagt að
sprengjan heföi verið ætluð flugvél
frá flugfélaginu United Airlines.
Að sögn Lauda var flugtak farþega-
þotunnar, sem var á leiðinni frá
Hong Kong til Vínar með viðkomu í
Bangkok, eðlilegt og hafði hún flogið
í tuttugu og fimm mínútur og náð
eðlilegri hæð. Hvorki flugmaðurinn
né flugumferðarstjórn í Bangkok
hefðu tilkynnt um að neitt væri að.
Flugvélin fórst yfir Suphan Buri sem
er í 160 kílómetra fiarlægð norðvest-
ur af Bangkok. Að sögn sjónarvotta
varö vélin að eldhnetti, síðan heyrð-
ist sprenging og líktist vélin flugeldi
er hún skall til jarðar í skóglendi.
Farþegar um borð voru tvö hundr-
uð og þrettán en flugliðar tíu. Áttatíu
og átta farþegar komu um borð í
véhna í Bangkok, þijátíu og átta
Tælendingar, þrjátíu og fiórir Aust-
urríkismenn, sjö Svisslendingar,
fiórir Þjóðverjar, tveir Júgóslavar,
Breti, Ungverji og Ástralíumaður.
Margir Kínveijar voru um borð í
vélinni auk Hong Kongbúa. Fjöldi
barna var meðal farþega.
Snemma í morgun höfðu björgun-
armenn fundið á annað hundrað lík
og voru þau nær öíl svo illa leikin
að ekki hægt var hægt að þekkja
þau. Björgunarstarf gekk erfiölega
vegna þess að þúsundir manna
þyrptust að slysstaðnum í leit að ein-
hveiju verðmætu.
Niki Lauda, sem hélt til Tælands í
morgun, sagði að farþegaþotan hefði
verið í notkun á átján mánuði. Sér-
fræðingar frá Boeing-verksmiðjun-
um eru einnig á leiðinni til Tælands.
Reuter
Svíþjóö:
Nýi óánægjuflokkurinn
þriðji stærsti f lokkurinn
Nýi óánægjuflokkurinn í Svíþjóð,
Nýtt lýðræði, er orðinn þriðji stærsti
flokkur landsins samkvæmt niður-
stöðum skoðanakönnunar sem birt
var í gær. Nýtur flokkurinn fylgis
11,7 prósenta kjósenda og hefur auk-
ið fylgi sitt um 2,6 prósent frá því í
apríl.
Mikill órói er nú innanbúðar í
stóru flokkunum vegna þess mikla
stuðnings sem forystumenn Nýs lýð-
ræðis, skemmtigarðseigandinn Bert
Karlsson og greifmn Ian Wachtme-
ister, njóta.
Hvorki Hægri flokkurinn, sem
hlýtur 21,7 prósent atkvæða, né Þjóð-
arflokkurinn, sem hlýtur 10,1 pró-
sent, geta hugsað sér að vinna með
nýja flokknum. Þeir tapa báðir fylgi
samkvæmt skoðanakönnuninni en
fylgi jafnaðarmanna eykst í fyrsta
skipti í hálft ár. Er fylgi þeirra nú
30,2 prósent.
Svo virðist sem Nýtt lýðræði hafi
lokkað.til sín kjósendur úr öllum
stóru flokkunum. Meðal verka-
manna undir 29 ára aldri nýtur
flokkurinn jafnmikils stuönings og
jafnaðarmenn.
Mikil breyting virðist vera á stuðn-
ingi fólks miðað við síðustu kosning-
ar. Aðeins annar hver kjósandi, sem
kaus 1988, ætlar að kjósa sama flokk
og þá.
TT