Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Page 10
10
MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991.
Udönd
Suarezsegirafsér
Albanía:
Demókratar virtust ætla að tapa
talsveröu fylgi í bæjar- og sveitar-
stjómarkosningunum í gær á
Spáni og sagði leiðtogi þeirra,
Adolfo Suarez, af sér formennsku
flokksins í kjölfariö. í kosningun-
um 1987 fengu sósíalistar, flokkur
Gonzales forsætisráðherra, 37,2
prósent og virðist allt benda til að
þeir haldi því fylgi,
íhaldsmenn, undir forystu Maria
Aznar, juku fylgi sitt úr 20,3 pró-
sentum í á milli 26 og 28 prósent.
Bandalag vinstri manna jók einnig
fylgi sitt úr 6,9 prósentum í 10 pró-
sent.
Spánar.
Reiknlng Lurie
Flytja kjamavopn frá Eystrasaltslöndum
Sovétríkin hafa flutt hluta kjarnorkuvopna sinna frá Eystrasaltsríkjun-
um. Sænski ráöuneytisstjórinn Pierre Schori kveðst hafa þetta eftír
„áreiöanlegum" heimildum. Um er að ræða kjamorkuvopn sem eyða á
samkvæmt afvopnunarsamningum. Sovésk yfirvöld haía nú kosiö aö
flytja vopnin frá Eystrasaltslöndunum af ótta við aö þau verði notuð gegn
þeim.
Svipaðir vopnaflutningar em sagðir hafa átt sér staö í öðmm lýðveldum
þar sem óróa gætir. Árásir hafa verið gerðar á kjamorkuvopnageymslur
sums staðar í Sovétríkjunum þar sem róstur hafa átt sér stað.
Fyrirskipar endalok blóðbaðs
Zwelithini, konungur Zulumanna, og Buthulezi, leidtogi Inkathamanna,
í Soweto í Suður-Afriku (gær. Slmamynd Reuter
Konungur Zulumanna í Suður-Afríku, Zwelithiní, heíur fyrirskipaö
mönnum sínum að binda enda á blóðug átök í blökkumannahverfum og
vinna í staðinn að einingu meðal svartra. Zulumenn skipa sér aðallega í
tvær fylkingar, þá sem styðja Inkatha hreyfinguna og þá sem fylgja Af-
ríska þjóðarráöinu.
Um átján hundrað manns hafa látiö lífið í úthverfum Jóhannesarborg-
ar síöastliðna níu mánuði í átökum milli þessara fylkinga. Afríska þjóðar-
ráðiö sakar stjórnvöld hvítra um að taka afstöðu með Inkathahreyfing-
unni til að koma í veg fyrir að ráðið komist til valda.
Koskotas framseldur
Gríski bankamaðurinn George Koskotas, sem verður aðalvitnið í réttar-
höldunum gegn Andreas Papandreou, fyrmm forsætisráðherra Grikk-
lands, veröur framseldur frá Bandaríkjunum í þessari viku. Þangað flúði
hann 1988.
Papandreou og tveir ráðherra hans eru sakaðir ura að hafa þegið mút-
ur ffá Koskotas sem átti Krítarbanka. Koskotas kvaðst hafa tekiö pen-
inga úr eigin banka til að múta ráðherrum sósíalistastjórnarinnar gegn
því aö þeir þegðu yfir ólöglegri starfsemi hans. Fuliyrðir Koskotas að
hann hafi þurft að greiöa Papandreou sem svarar 42 miiljónum íslenskra
króna. Papandreou neitar öúum sakargiftum.
Uppstokkun í Suður-Kóreu
Forseti S-Kóreu, Roh Tae-woo,
skipti um fjóra ráðherra í gær í tii-
raun sinni tO aö binda enda á
stjórnmálákreppuna sem ríkt hef-
uri landinu í mánuð. Daglegahefur
verið efnt til mótmælaaðgerða í
Suður-Kóreu og sjö manns hafa
framið sjálfsmorð til aö mótmæla
því að lögreglan barði til bana tví-
tugan námsmann 26. apríl síðastl-
iöihn.
Mótmælendum hefur hins vegar
ekki tekist að afla sér stuðnings
miðstéttarinnar eins og 1987 þegar
stjórnvöld neyddust til aö boða
beinar kosningar.
Nýi forsætisráðherrann í S-
Kóreu, Chung Won-shik, hét þvi í
morgun aö beiti sér fyrír eflingu
lýðræðis og efnahagsumbótum en
stjómarandstaðan hélt áfram mótmælum gegn útnefningu hans. Segjar
stjómarandstæðingar að hann sé einn harðlínumaðurinn í viöbót.
Reuter.TT
Ung kona tét lifiö í óeiröum i Seo-
Ul í S-Kóreu á laugardaginn.
Simamynd Reuter
Víðir Sigurðsson, DV, AJbaníu:
Námuverkamenn í Valias námunni
noröan við Tirana, höfuðborg Alban-
íu, fóru í hungurverkfall á laugar-
daginn og lokuðu sig niðri í námun-
um. Þeir hafa hvorki neytt vatns né
matar síðan og lýsa sig reiðubúna
að svelta sig í hel eða jafnvel sprengja
sjálfa sig og námurnar í loft upp ef
ekki verður gengið að kröfum þeirra.
Kröfurnar eru þær sömu og óháöu
verkalýðsfélögin hafa sett fram og
eru liður í baráttu þeirra til að koma
stjóm Verkamannaflokksins frá
völdum.
Námuverkamennimir söfnuðust
saman í íþróttahöllinni í Tirana á
laugardagsmorguninn klukkan 11.
Þar voru saman komin um tvö þús-
und manns og eftir mótmæli gegn
stjómvöldum var gengið fylktu Uði
til námanna þar sem hungurverk-
fallið hófst klukkan 12.30.
Lögreglan í Tirana kom þegar á
staðinn og lokaöi öllum aðgönguleið-
unum. MikUl fjöldi fólks reyndi að
komast niður í námumar og taka
þátt í aðgerðunum en var meinaður
aðgangur af lögreglunni. Seinnipart-
inn í gær ákvað síðan lögreglan að
hverfa af vettvangi en gekk áður frá
samkomulagi við námuverkamenn-
ina að fleirum yrði ekki hleypt niður
í námurnar. Áætlað var í gærkvöldi
að um hundrað manns væru þar
niðri. „Það þýðir ekki fyrir lögregl-
una að reyna að fara niður í námurn-
ar. Hún kann ekki á tækjabúnaðinn
þar og verkfaUsmenn hóta að
sprengja sjálfa sig og námurnar í loft
upp ef lögreglan gerir tilraun til að
brjótast til inngöngu," sagði Cashku,
varaformaður mannréttindasam-
taka Albaníu, í samtali við DV í gær
en hann hefur fylgst náið með að-
gerðunum og var við námurnar í all-
an gærdag.
„Námuverkamennirnir eru tilbún-
ir til að deyja fyrir málstaðinn og það
er útilokað að segja fyrir um hvernig
málin þróast næstu daga, það byggist
Söfnun fer fram f Albaniu handa fjölskyldum verkfallsmanna. Sfmamynd Reuter
aUt á viðbrögðum stjórnarinnar.
Ástandið í landinu er orðið mjög al-
varlegt og allt gæti gerst,“ segir Cas-
hku.
Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að
aðgerðir námuverkamannanna séu
algjörlega ólöglegar. Verkfall verka-
lýðsfélaganna er nú á tólfta degi og
ekkert útUt virðist fyrir lausn þess í
bráð. Mikil mótmæli gegn ríkis-
stjórninni brutust út í borginni
Kavaje á laugardaginn en hún er eitt
af höfuðvígjum Lýðræðisflokksins í
landinu. íslendingar sem fóru gegn-
um borgina í gær sáu mikinn íjölda
fóUcs á götum þar, flutningabOl lok-
aði leiðinni á einum stað, múrsteinar
á götunni báru vitni um aö götuvígi
hefðu verið reist. Lögreglan beindi
umferð framhjá bænum síðar á laug-
ardaginn.
Matarbirgðir í Albaníu fara
minnkandi og farið er að skammta
matinn. Starfsmaöur á hótelinu, þar
sem blaöamaður DV hefur dvalist
síðustu vikuna, sagði í gær að hann
fengi einn lítra á mjólk á dag fyrir
ellefu mánaða gamla dóttur sína og
þeir sem ekki ættu börn fengju enga
mjóUc lengur.
Yfirvöld lýstu því yfir á laugardag-
inn aö áhrif verkfaUsaðgerða á heU-
brigðisþjónustuna hefðu haft í fór
með sér dauðsfoU meðal barna.
Námuverkamenn
í hungurverkfalli
Jarðarför Gandhis afstaðin:
Kongressf lokkurinn velur
sér bráðabirgðaforseta
- leitin að morðingjanum heldur áfram
Syrgjendur Rajivs Gandhi, fyrrum
leiðtoga Kongressflokksins á Ind-
landi, leggja í dag af stað frá Nýju
Delhi í lokaferðina meö jarðneskar
leifar þessa þekkta leiðtoga í þeim
tUgangi að sökkva duftkerinu, sem
hefur aö geyma ösku Gandhis, í heU-
agt vatn.
Það er trú Hindúa að ef ösku
manna er sökkt þar sem hinar heil-
ögu ár Ganges og Jamuna mæta
hinni goðsagnakenndu Saraswati þá
frelsist sál viðkomandi og för hans
til næsta lífs geti hafist.
Hin ítalska eiginkona Gandhis,
Sonja, og böm þeirra tvö, Rahul og
Priyanka, koma til með að vera með
í þessari hinstu för leiötogans.
Nú, þegar útséð er um að Sonja
ætlar ekki að taka boði fulltrúa
Kongresstlokksins um að taka við
forystu hans að Gandhi látnum, hafa
flokksmennimir komið sér saman
um Narasimha Rao, fyrrum utanrík-
isráðherra landsins; sem bráða-
birgðaforseta flokksins.
Rao, sem er sjötugur að aldri, varð
fyrir vaUnu þar sem hvaö flestir gátu
sætt sig við forystu hans og einnig
vegna þess að hann vegur ekki þungt
Sonja og Priyanka, eiginkona og
dóttir Rajivs Gandhi, horfa hér á
jaröneskar leifar Gandhis eftir að
þeim hefur veriö komið fyrir í kopar-
keri. Símamynd Reuter
í póUtíkinni og því verður ekki of
erfitt að setja hann af í hugsanlegri
valdabaráttu eftir kosningamar.
Fyrir dauða Gandhis var Kon-
gressflokkurinn, sem stjórnaö hefur
Indlandi frá því að landiö fékk sjálf-
stæði árið 1947, ef frá eru talin fimm
ár, taUnn nokkuð öruggur um aö fá
mesta fylgið. Nú vilja flokksmenn
hans því forðast valdabaráttu innan
flokksins af ótta við að missa niður
fylgið.
Seinustu tveimur umferöum kosn-
inganna var frestað tíl 12. og 15. júní
eftir að hafa einungis staðið yfir einn
dag, síðastliðinn mánudag.
í borginni TamU Nadu í suðurhluta
landsins leitar lögreglan nú að
tveimur mönnum og konu sem talin
eru hafa verið í vitorði með morð-
ingja Gandhis. Konan, sem talin er
hafa myrt Gandhi, hafði sprengiefni
í sérstöku belti um mitti sér sem hún
sprengdi í loft upp þegar hún beygði
sig niður við fótagafl leiðtogans til
að votta honum virðingu sína.
Vitni segjast hafa séð þessa
ákveðnu konu koma að kosninga-
fundinum þar sem Gandhi ætlaði að
halda ræöu í för með annarri konu
og tveimur mönnum sem lögðu á
flótta eftir morðið.
Reuter