Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991. 13 pv Fréttir Rauðmagi reykturvið sag og lyng Regína Thorarensen, DV, SeKossu Ég fékk senda signa grásleppu og reyktan rauömaga frá Jakobi Thorarensen á Gjögri nýlega og bauö kaupmannshjónum úr Hveragerði í kvöldmat hjá okkui*. Þeim þótti grásleppan svo góð og rauðmaginn vel reyktur og passlega saitaöur enda var hann reyktur við sag og lyng, sem geymt er frá haustinu. Þess má geta að hjónin, sem borðuðu með okkur þennan sjaidgæfa mat, hafa verið í Svíþjóð síðustu ára- tugi en óiust upp hér heima viö hrognkelsi. Eför aö þau komu heim aftur keyptu þau reyktan rauðmaga en fannst hann allt of saltur. Jakob Thor. er fjölhæfur maður á ýmsum sviðum og gengur undir nafninu Edison II. hjá þeim sem til hans þekkja. Einkum er hann laginn við að gera við öll rafn- magnstæki þó hann hafi ekki lært það. Varð strax grúskari pínulítill strákur. Hann er nú 43 ára. Alltaf verið heima utan tvisvar skroppið til Reykjavíkur. Hann vinnur h)á foreldrum sín- um og þegar hann hiálpar fólki viil hann helst ekkert taka fyrir það. Stykkis- hólmur verð- launaður Ingibjörg Hirvriksd., DV, Stykkishólmi: Ferðamálaráö hefur veitt Stykkishólmsbæ verðiaun fyrir vel heppnaðar framkvæmdir á sviöi umhverfismála í bænum. Stykkishólmsbúar hafa kapp- kostað að halda bænum hreinum og snyrtilegum og hefur verið iögð raikil áhersla á snyrtilegt umhverfi, sérstakiega við höfn- ina og Súgandisey. í Súgandisey var lagður göngu- stígur sl. sumar og efst uppi á eyjunni var komið fyrir bekkjum og geta ferðamenn og bæjarbúar notið þaðan stórbrotins útsýnis yfir Breiðafiörð. Við höfnina hefur einnig verið kappkostaö að hala allt sem snyrtilegast og sem mest aölaö- andi fyrir ferðamenn og aðra. Með Breiöafjarðarferjunni Baldri og Eyjaferöum ferðast á hveiju ári þúsundir ferðamanna þannig að snyrtilegt og fallegt umhverfi hafnarinnar skiptir ferðaþjón- ustu í Stykkishólmi miklu máli. Storno Nýja línan af þýsku Storno farsímunum er fullkomnari en áður, samt er hann á gamla lága verðinu. Storno farsíminn er bæði bíla- og burðartæki tilbúinn til ísetningar og honum fylgja allir nauðsynlegusm fylgihlutir. Gríptu tækifærið °g tryggðu þér þennan vandaða en ódýra farsíma strax í dag. Haföu samband við söludeUdir Pósts og síma og fáðu þér Storno farsíma, einn vinsælasta farsímann á íslandi. ' BÍLASÍMI kr. 83.788 stgr. m/vsk. BURÐAR- OG BÍLASÍMI kr. 99.748 stgr. m/vsk. PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöövum um land allt NÝ gerð bdtinn 09 bústaðinn Pans Á miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Flugog bill íjjórtán daga. 1.200 % FLUGLEIDIR Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. *Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í b-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára). :ol

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.