Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Side 15
MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991. 15 Hagvaxtarpróf á röngum forsendum Línur og staurar þvers og kruss fylla oft upp i útsýnismyndina. - Lík- lega væri ráð að binda fyrir augu gesta okkar, a.m.k. sums staðar. Enn þjösnast maðurinn áfram í þeirri trú sinni, að hann sé hinn óskoraði herra yfir náttúrunni og nánast engin takmörk sett í leit sinni að sönnunum fyrir eigin getu og ágæti. í hroka sínum og tillits- leysi er hann langt á veg kominn með að tortíma umhverfi sínu og þar með sjálfum sér. Sú hugarfarsbylting, sem mann- kynið þarfnast svo sárlega, gengur því miður hægt, og ekki hjálpar, að menn eru fjötraðir í viðjar gam- aldags arðsemismats og hagfræði- mælinga, sem sniðganga nýja sýn til umhverfisins. „Blessuð“ stríðin og mengunarslysin Þjóð, sem ofveiðir fiskistofna, of- nýtir gróðurlendi og mengar um- hverfi sitt, verður ekki fátækari samkvæmt hefðbundnum hag- fræðimælingum. Hún getur þvert á móti staðið sig bærilega í sam- keppni þjóðanna um góða útkomu á hagvaxtarprófi, vegna þess að hagvöxtur er ekkert annað en auk- in velta peninga. Olíumengunarslys auka hagvöxt tímabundið vegna þess, að svo margir fá launaða vinnu við að hreinsa upp ósómann. Skemmd á lífríki og náttúru er ekki tekin með í reikninginn. Stríðsrekstur eykur hagvöxt af völdum vopnaframleiðslu og svo uppbyggingu að ófriði loknum. Eyðilegging og sóun koma ekki inn í það dæmi, hvað þá heldur mann- legar hörmungar. Þetta eru staðreyndir, hversu ógeðfelldar sem þær eru. Raunar eru hagfræðingar farnir að glíma við hagræn viðhorf til umhverfisins og huga að breyttum aöferðum við útreikninga þjóð- hagsstærða, þar sem tekið yrði til- lit til áhrifa framkvæmda og fram- leiðslu á umhverfi og náttúrulegar auðlindir. Hér á landi er það þó KjaUariim Kristín Halldórsdóttir starfskona þingflokks Kvennalista aðeins á vangaveltustigi og viður- kennt, að menn eru ákaflega íhaldssamir í þessum efnum. Það er miður, því að breyttur mæli- kvarði við þjóðhagsreikninga væri mikilvægt skref í átt að breyttu verðmætamati og almennri hug- arfarsbyltingu. Hernaðarhyggjan ræður Ríkjandi verðmætamat og þær forsendur, sem ráða fjármögnun og forgangsröðun verkefna víðast hvar í heiminum, eru sláandi. Gífurlegum fjárhæðum er varið til þess á hverjum degi að þróa og framleiða fullkominn vígbúnað á meðan ekki er sinnt frumþörfum milljóna manna. Það virðist því talið sjálfsagðara að verja fé til þess að eyða lífi en að viðhalda því. Eldflaug með kjamaodd væri að- eins nokkrar mínútur á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, en venjuleg afrísk húsmóðir má arka klukkustundum saman eftir drykkjarhæfu vatni. Sama for- gangsröð, sama verðmætamat. Kjarnorkuknúnir kafbátar líða hljóðlaust um heimsins höf, svo þá er erfitt að finna, en inni í flökunar- sölum íslenskra frystihúsa er há- vaðinn svo ærandi, að óvanir þola ekki við. Menn gætu auðvitað allt eins hannað og framleitt hljóðlausa flökunarvél eins og hljóðlausan kjarnorkukafbát. Enn er það spurning um forgangsröð. Auganu ögrað Það er líka til marks um forgang og verðmætamat, að þá helst vill maðurinn samsama sig náttúr- unni, þegar um hernaðarleg markmið er að ræða. Það er ekki spurt um kostnað, þegar fela þarf eldsneytistanka fyrir óvininum. Vopnabúr eru falin og felld inn í umhverfið og allt gert til þess, að menn og stríðstól verði sem hluti af náttúrunni. Þegar um friðsamlegan tilgang er að ræða, er hins vegar horft í hverja krónu og gagnrýnendur spurðir hvasst, hvar eigi að taka fé tfi slíks munaðar. Áherslan viröist jafnvel fremur á, að mannvirki skeri sig úr umhverfinu en að þau falli vel að því. Glöggt dæmi um það er álverið í Straumsvík, sem kallar svo frekjulega á athyglina, þegar farið er um Reykjanesbraut- ina. Hinum megin brautar ögrar svo auganu forljótt verksmiðjuhús umkringt brotajárnshaugum, sem erfitt er að tengja umhverfisvernd, þótt sá sé tilgangurinn með verk- smiöju Stálfélagsins. Línur og staurar þvers og kruss fylla svo upp í þessa útsýnismynd við heimreiðina inn í landið okkar, sem ýmsir vilja kenna við ímynd hreinleika og óspjallaðs umhverfis og tengja atvinnu- og hagnaðarvon- um í matvælaframleiðslu og ferða- þjónustu. Áður en langt um líður færi líklega best á því að binda fyr- ir augu gesta okkar á þessari leið, svo að þeir snúi ekki við í skelfingu sinni. Ferðalög milli staura Vissulega þarf að nýta orkuna og flytja á milli staða. En ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að ef hér væri um hernaðarlega mikilvæga fram- kvæmd að ræða, þyrftum við ekki að þola þá sjónmengun, sem af henni leiðir. Þá væru menn löngu búnir að sanna hagkvæmni þess að flytja orkuna t.d. í stokkum, sem féllu vel inn í umhverfið, væru jafnvel grafnir í jörðu. En þvi miður, enginn tími er gef- inn til slíkra lausna, því virkjanirn- ar bíða á hönnunarlager, og hag- vöxturinn verður að hafa sinn gang. Hagkvæmni auranna á að ráöa línulögn, og ferðamenn eiga svo að þakka fyrir að geta ekið á sæmilegum vegum milli stauranna á hálendinu. Svona getur þetta ekki gengið lengur. Það veröur að breyta for- sendunum fyrir hagvaxtarprófinu. Kristín Halldórsdóttir „Ríkjandi verðmætamat og þær for- sendur, sem ráða fjármögnun og for- gangsröðun verkefna víðast hvar í heiminum, eru sláandi.“ „Að hækka laun hinna lægst launuðu“ Hið eina rétta í stöðunni er að atnema skattlagningu rikisins á matvæli. Lesandi góður. Finnst þér ekki tími kominn tfi að hækka laun hinna lægst launuðu? Er það ekki sanngirniskrafa að hlutur þeirra verði réttur í komandi kjarasamn- ingum? Jú, auðvitað, eru ekki allir sammála um það? Allir, nema Ein- ar Oddur Kristjánsson, og hann er jú formaður Vinnuveitendasam- bands íslands og sem slíkur getur hann varla tekið undir þennan málflutning. Það ríkir mikil þjóðar- eining á íslandi um orðatiltækið „að hækka beri laun hinn lægst launuðu“ og allir viröast sammála um það, nema Einar Oddu'r. En bíðum nú aðeins við. Með orðatfitækinu að „hækka beri laun hinna lægst launuðu" er væntan- lega átt við það að hækka laun sumra landsmanna en ekki ann- arra. Þá er ekki verið að tala um að hækka laun almennt í þessu landi. - Nei, þá væri talað um að „hækka laun almennt í landinu". Að draga mörkin Þá liggur það fyrir að þjóðin (að frádregnum Einari Oddi) vill hækka laun sumra landsmanna en ekki annarra. Þá er bara eftir að svara því, hverjir eiga að fá kaup- hækkun, og hveijir ekki. Hvernig ætla menn að draga mörkin? Hafa slík mörk verið dregin áður undir svipuðum kringumstæðum? Já, það hefur verið gert oft á síð- ustu árum. Og mörkin drögum við ævinlega þannig að hveijum og einum okkar finnst að hann, og allir þeir sem eru honum lægri í launum, eigi að fá kauphækkun en hinir ekki. Þannig eiga allir íslend- ingar rétt á kauphækkun í raun þegar þeir tala um að „hækka laun hinna lægst launuðu". Og þannig hefur þetta líka veriö í framkvæmd á síðustu árum. Niðurstaðan af þessum vinnubrögðum hefur KjaUarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur ævinlega orðið sú að allir telja sig eiga rétt á þeirri kauphækkun sem Verkamannasambandiö hefur samið um í byijun; annað væri beinlínis móðgandi. - Og flestir hafa fengið einhveijar launaleið- réttingar því tfi viðbótar. Reglan hefur verið sú að þeir sem semja fyrst fá minnstar launa- hækkanir en hinir mest. Þegar upp er staðiö úr svona samningum hafa þeir lægst launuðu því ávallt borið minnst úr býtum og niðurstaðan oftar en ekki orðið óöaverðbólga og enn háværari kröfur um þörf þess „að hækka laun hinna lægst launuðu". Lesandi góður. Satt best að segja hélt maöur að við íslendingar vær- um búnir að keyra íslenskt efna- hagslíf nógu oft í gegnum þennan skollaleik „að hækka laun hinna lægst launuðu“ til þess að menn færu að læra eitthvað af honum. En svo virðist ekki vera. Skolla- leikurinn „að hækka laun hinna lægst launuðu" heitir á mannamáli verðbólga. Ef þú, lesandi góður, ert ekki sammála mér um þetta þá vil ég biðja þig um að fara niður á Lands- bókasafn, þar liggja frammi dag- blöð undanfarinna áratuga tfi lestr- ar fyrir almenning. Farðu niður á Landsbókasafn, finndu gamla um- ræðu um þörf þess að „hækka laun hinna lægst launuðu" og flettu svo áfram í blöðunum og sjáðu bara hvað gerðist! Það ríkir „þjóðar- sátt“ í landinu í dag, þjóðarsátt um það að endurtaka ekki slík vinnu- brögð! Afnemum matarskattinn En bíðum nú við. Hvað er þá hægt að gera fyrir hina lægst laun- uðu? Jú, það má margt gera tfi að bæta kjör hinna lægst launuðu og rétta þannig hlut þeirra. Það verð- ur að draga skýr mörk á milli þess að „hækka laun hinna lægst laun- uðu“ annars vegar og þess að „bæta kjör hinna lægst launuðu" hins vegar því þetta eru tveir gjöró- líkir hlutir. Það er hægt að „bæta kjör hinna lægst launuðu" án þess að missa tökin á atburðarásinni. Þá er átt við að bæta kjör sumra lands- manna meira en annarra. Það er meira að segja hægt að bæta kjör hinna lægst launuðu á kostnað hinna sem betur mega sín. Sá sem þetta skrifar hefur lengi verið þeirrar skoðunar, og er enn, að hið eina rétta í stöðunni sé að afnema skattlagningu ríkisins á matvæli. Til að bæta ríkissjóði tekjutapið, sem af þessu leiddi, yrði að hækka þá skatta sem þeir sem betur mega sín greiða hlutfallslega meira af en hinir. Það er þessari þjóð tfi skammar hvemig verðmyndun á matvælum er hér á landi. Við erum matvæla- framleiðendur en skattleggjum sjálfir matvæli í okkar eigin landi svo herfflega að frægt er af endem- um erlendis. Við eigum ekki að reka ríkissjóð fyrir peninga sem rifnir eru upp úr innkaupabuddu heimfianna í landinu, alveg sér- staklega ekki upp úr inn- kaupabuddu hinna lægst launuðu. Lesandi góður. Það væri mikið lán ef ríkisstjórnin myndi blanda sér beint inn í þá kjarasamninga sem hillir undir að gerðir verði á vinnumarkaðnum á næstunni. Farsælasta niðurstaðan af slíku væri ef laun hinna lægst launuðu hækkuðu ekkert en þeir fengju kjör sín bætt með lækkuðu matarverði. En slíku er því miður ekki aö heilsa meðan ,jafnaðarmenn“ þessa lands sitja í ríkisstjóm, svo mikið hafa þeir barist gegn lækkun mat- arverðs innan ríkisstjórna sem annars staðar á undanfórnum árum. Brynjólfur Jónsson „Við eigum ekki að reka ríkissjóð fyrir peninga sem rifnir eru upp úr inn- kaupabuddu heimilanna 1 landinu, al- veg sérstaklega ekki upp úr inn- kaupabuddu hinna lægst launuðu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.