Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Page 19
MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991.
19
Fréttir
* Krókskran-
inn f luttur
I
I
I
Þórhaflur Asmundssan, DV, Sauðárkróki:
Það fór aldrei svo að gamli löndun-
arkraninn á Sauðárkróki, sem
skemmdist á síðasta hausti, komi
ekki einhverjum að gagni. Nýlega
keypti Fljótahreppur hann á 50 þús.
krónur og fyrirhugað er að hann
verði settur á bryggjuna í Haganes-
vík, þegar viðgerð hefur farið fram.
Kraninn kengbognaði þegar togari
var að leggjast að bryggju og rakst
utan í hann. Þar sem fyrir lá að
öflugri krana þyrfti á Króknum til
frambúðar var ekki talið borga sig
að gera við þann gamla.
Fyrirhugað er að taka kranann af
hafnarbakkanum hér fyrir 1. júní,
en Öm Þórarinsson, oddviti Fljóta-
hrepps, vonast til að frestur fáist, eða
þar til sauðburði lýkur.
Trillukarlar í Haganesvík hafa til
þessa þurft að beita ýmsum tilfær-
ingum við að koma gráslepputunn-
um og öðrum afla úr bátum og upp
á bryggjuna. Það verður því væntan-
lega önnur og betri löndunaraðstaða
sem þeir fá áður en langt um líður.
Frá fundinum i Valaskjálf. Frá vinstri: Emil Björnsson, Hans Taushe Olsen,
Martin Olsen og Dinna Jensen. DV-mynd Sigrún
Egilsstaðir:
Vináttutengsl við
Rúnavík í Færeyjum
Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstöðum:
Góðir gestir frá Rúnavík í Færeyj-
um vom í héimsókn á Egilsstöðum
dagana 7.-10.maí. Það voru Hans
Taushe Olsen, forseti bæjarstjórnar
Rúnavíkur, Martin Olsen, formaður
menningarmálanefndar, og Dinna
Jensen bæjarstjóri sem hingað voru
komin til að stofna til vináttutengsla
milli bæjanna.
Þegar Emil Björnsson, íþrótta-
kennari og formaður Norræna fé-
Rúnavík í vetur hreyíöi hann þessu
máh sem frændur okkar þar tóku
strax vel í og nú var þessum sam-
skiptum komið á með heimsókn
þeirra þriggja merkismanna frá
Rúnavik.
Gestirnir skoðuðu bæinn og fyrir-
tæki. Einnig hittu þeir forsvarsmenn
hinna ýmsu félagasamtaka á fundi í
Valaskjálf og var þar lagður grunnur
að frekari samvinnu og heimsóknum
í framtíðinni.
Rúnavík er á Austurey. í byggðar-
laginu eru um 2500 íbúar.
Frá Haganesvík - séð inn í Flókadalinn.
DV-mynd Þórhallur
Feróagetraun
Skilafrestur
1. júní
FARVÍS
TÍMARIT FERÐAMANNSINS
E S S E M M