Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Síða 36
48 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991. Smáauglýsingar - Sími 27022 ■ Viimuvélar Schaeff SKB 800 4x4 ’82. Til sölu lið- stýrð Schaeff SKB 800 (8 tonn), árg. ’82, keyrð 6400 vinnustundir. Tvær afturskóflur, skotbóma, dekk 80%. Úttak fyrir handvökvafleyg. Fleygur- inn getur fylgt. Liðstýrð vél sem gefur endalausa möguleika. ístraktor hf., s. 91-656580, eða Ragnar Jónsson, s. 97-71414. ■ Bílax til sölu Til sölu húsbíll. Toyota Coaster DL, árg. ’84, m/öllu. Fallegur bíll með raf- magni og gasísskáp, eldavél, heitu vatni, olíumiðstöð, wc, vaski, skápum, miklu plássi og svefnplássi fyrir 4-5. Ekinn aðeins 14.000 km. Hafið sam- band við auglþj. DV í síma 91-27022. H-8697. Scania 82M, árg. ’81, til sölu, nýinn- fluttur, tilbúinn undir kassa, gott verð og greiðslukjör. Einnig fleiri vörubíl- ar. Bílabónus hf., sími 91-641105. Til sölu Citroén BX 19 GTi, árg. ’87, ekinn 71 þús., vínrauður, rafdrifnar rúður, litað gler, sportfelgur. Góð kjör. Verð 1.050.000. Til sýnis á Bíla- sölunni Bílatorgi, Nóatúni 2, sími 91- 621033. Toyota Hilux, turbo, dísil ’85, ekinn 110 þús. km, lækkuð drif, 35" dekk, gott verð. Uppl. í síma 91-44403. Dísil: Oldsmobile Delta Ravale, árg. '84, ekinn 190.000, upptekin sjálfskipting, bíll í sérflokki, reyklaus. Aðalbílasal- an, sími 91-15014 og 91-17171. Volvo 244 DL og GL, árg. '78 og '79, eknir 170 þús. km. Sjálfskiptir með vökvastýri, góðir og vel með farnir bílar. Verð um 100 þús. hvor. Uppl. í síma 91-614481. Til sölu Suzuki Fox 413, háþekja, árg. 1985, skoðaður ’92, grjótgrind, drátt- arkrókur. Uppl. í síma 91-666520 eftir kl. 17. Toyota Corolla Touring GL 4x4 1990 til sölu, ekinn 22 þús. km, rafmagns- topplúga, rafmagnsrúður og læsingar, vetrardekk, rafm. í dráttarkúlu, ál- felgur, litur vínrauður. Uppl. í síma 91-46599, bílasími 985-28380. Cherokee Laredo, árg. '87, 4ra Iftra, sjálfskiptur, rafmagn, ekinn 65 þús. km. Skipti á ódýrari koma til greina. Verð 1850 þús. Uppl. í síma 92-13549 og 92-13764. Til sölu Toyota Corolla XL, 5 dyra, sjálf- skiptur, árg. ’88, ekinn 42 þús. km, Uppl. í vinnusíma 91-686099, Kristján og heimasíma, 91-652492, á kvöldin. Cherokee Jeep, árg. ’87, til sölu, upp- hækkaður, sjálfskiptur, 4 lítra vél. Uppl. í síma 91-642313 á kvöldin. Audi 200 turbo, árg. ’84, með öllu, 5 gíra, ný Mitchelin dekk, toppbíll, verð 1150 þús. Uppl. í síma 91-679456. Til sölu AMC Cherokee Custom ’85, ekinn 99 þús., blár, upphækkaður, 30" dekk, driflæsing að aftan, drifhlutföll 4,56, álfelgur, pumpuútbúnaður o.fl. Góð kjör. Verð aðeins 1.290.000. Til sýnis á Bílasölunni Bílatorgi, Nóatúni 2, sími 91-621033. Suzuki Swift GL, árg. '89, til sölu, gull- sanseraður. Uppl. í síma 91-31495 eftir klukkan 19. Hafnir - byggðin gleymda Hafnir? Hvar er það? Meinarðu Höfn í Hornafirði? Þessar og þvílíkar spumingar megum við sem búum í Höfnum á Suðurnesjum oft sætta okkur við þegar rætt er um heimabyggð okk- ar. Stundum ergir þetta okkur svo- lítið en venjulega fmnum við til vorkunnsemi gagnvart spyrjand- anum því við vitum að Hafnir eru elsta og besta byggð á Reykjanes- skaganum og þótt víða væri leitað. Hér er ævaforn útgerðarstaður og við hvert fótmál andar fortíðin dramatískri sögu í vit manna. Hér hafa gengnir sævikingar háð tví- sýna hildi við höfuðskepnurnar. Hér hafa eiginkonur og börn horft óttaslegnum augum út yfir ólgandi brim við klettótta strönd. Stundum brast vonarglampinn í þessum aug- um þegar ekkert segl sást við hafs- brún. En oftar, sem betur fer, hafa menn siglt fleyi sínu heilu í höfn hér við ysta haf. Höfn Já - vel á minnst - höfn. Þrátt fyrir nafnið hefur hafnarað- staða í Höfnum alla tíð verið af- skaplega bágborin. Má það undrum sæta þar sem hér hafa menn alla tíð sótt til fiskjar af miklu kappi, enda örstutt á fengsæl fiskimið. Þess ber þó að geta að á þessu ári var veitt svolítið fé til hafnarfram- kvæmda og er öllum sem hér búa ljúft að þakka það. Vonir standa til að þetta sé upp- hafið að myndarlegum fram- kvæmdum í þessa veru. Nú er höfnin í Sandgerði löngu hætt að mæta þeirri aukningu sem á sér stað í smábátaeign landsmanna. Einnig er sýnt að trillukarlar vilja miklu frekar stunda róðra frá Höfnum, enda yfirleitt mun styttra á miðin. Nú spyr væntanlega ein- hver hvort ekki sé meiningin að leggja útgerð smábáta niöur. Víst má reikna með að einhverjir hafi þá meiningu. En það verður ekki gert. Til þess á sá atvinnuveg- ur allt of djúpar rætur með þjóð- inni. Svo lengi sem sporðglaðir fiskar synda fyrir ströndum þessa lands munu íslendingar eiga trillur og sækja björg í bú á þann hátt. Og þá spyr maður: Er ekki happa- drýgst að hafa höfn fyrir slíka út- gerð þar sem styst er á miðin? Svar- iö hlýtur að vera jákvætt og eiga við Hafnir á Suðurnesjum. Ekki síst með tilliti til þess að forráða- menn hreppsfélagsins eru hlynntir slíkri útgerð - vilja styðja við hana og helst sjá sem flesta trillukarla setjast að í Höfnum. Búseta -Undanfarin misseri hefur svo borið til að fleiri og fleiri vilja setj- ast að í Höfnum. Ber þar margt til. Fólk er loksins farið að sjá að þessi KjaUarinri Grétar Kristjónsson hafnarvörður staður er hinn ákjósanlegasti til búsetu. Hér er rólegt og lítil umferð en þó aðeins steinsnar í „traíflk- ina“ ef menn vilja endilega stressa sig á henni. Aðeins eru níu km í næsta stórmarkað, tíu til Keflavík- ur og um sex km í vinnu á flugvell- inum ef menn vilja starfa þar. Og nú er saltverksmiðjan innan tíðar aö hefja starfsemi af fullum krafti. Og til að gleðja væntaniega innflytjendur enn frekar má geta þess að þeir sem hefja byggingar- framkvæmdir á þessu ári fá lóðir undir hús sín gefins frá hreppsfé- laginu - takk fyrir! Ekki munu mörg sveitarfélög í þéttbýli hér á landi bjóða upp á það. Ekki þarf barnafólk að kvarta því að hvergi á íslandi tekur sveitarfé- lag ríkari þátt í kostnaði við leik- skóla og dagheimili en í Höfnum. Og staðurinn sem slíkur býður einnig bömin velkomin því hér er allt einn leikvöllur, fjaran, byggðin og allt umhverfið. Þetta allt er hvatning til þeirra fjölmörgu sem hafa fengið nóg af að stafla sér hver ofan á annan í borg og bæ. Hættið að vera hópsál- ir í hringiðu borgarinnar. Gerist þess í stað kóngar og drottningar, hver á sinn hátt, í Höfnum. Náttúran Hafnahreppur býr yfir óþrjótandi viðfangsefni fyrir þá sem njóta vilja útiveru og náttúruskoðunar. Ekki þarf að fjölyrða um hina mörgu eldgíga sem á Reykjanesi eru. Og suður undir Reykjanesvita er Sandvík - ósvikin baðströnd og unaðsreitur á góðviðrisdögum. Hafnaberg hýsir flesta þá sjófugla sem landið á. í Ósabotnum er unnt á stórstraumsfjöru að ganga sér til hugarhægðar og tína krækling í matinn. Og Hafnahreppur á sér einnig sitt „Bláa lón“ þótt ekki viti það marg- ir. Nú er í undirbúningi af hálfu náttúru- og umhverfisnefndar Hafnahrepps átak hvað varðar fegrun umhverfis og gróðursetn- ingu plantna. Hér er mikið verkefni fyrir dyrum og bíður vinnufúsra handa og huga. Reykjaneskjördæmi hefur nú, sem önnur landsvæði, fengið full- trúa sína kjörna á þing. Sumir hafa setið þar áður, aðrir setjast nú í fyrsta sinn í hina eftirsóttu stóla. Ollu þessu fólki senda íbúar Hafna- hrepps kveðjur sínar og árnaðar- óskir. Nú er kominn tími til að minnast hinnar fornu byggðar vestantil á Reykjanesi. Of lengi hefur hún verið afskipt líkt og „ljóti andarunginn” í samfélagi byggð- anna. Minnist þess að þegar tíminn leið í ævintýrinu kom í ljós að hinn ljóti andarungi var í raun fagur svanur. Við höfum ekki lagt í vana okkar að troða skóinn af fótum annarra og munum ekki gera það. En við viljum ekki gleymast. Grétar Kristjónsson „ ... þeir sem heíja byggingarfram- kvæmdir á þessu ári fá lóðir undir hús sín gefins frá hreppsfélaginu - takk fyrir! Ekki munu mörg sveitarfélög í þéttbýli hér á landi bjóða upp á það.“ „Gerist þess í stað kóngar og drottningar, hver á sinn hátt, í Höfnum!" ■ Ýmislegt Rallíkross. Fyrsta kross sumarsins verður á glænýju svæði við Krísuvík- urveg sunnudaginn 2. júní. Upplýs- ingafundur og skráning keppenda verður í félagsheimilinu, Bíldshöfða 14, mánudaginn 27. maí. Skráning einnig í síma 91-674630. Rallíkrossklúbburinn. RMTTþfivi uos 'yuJJEROAR RAUTT UÓS/ B Skemmtanir Hin frábæra, óviðjafnanlega indverska prinsessa, söngkona og nektardans- mær vill skemmta í einkasamkv., fé- lagsheimilum og á karlakvöldum um allt Island. Pantið í tíma í s. 91-42878. ■ Þjónusta Gifspússningar - Knauf - alhliða múr- verk. Löggiltur múrarameistari, heimas. 650225 og 985-25925. RAUTT LJÓS fuföm RAJJTT UÓS/ inr3*’"'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.