Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 27. MAl 1991.
49
Waterboys, myndin er tekin á Hróarskelduhátiðinni 1986.
Waterboys - The Best of the Waterboys ’81-’90
Tvískiptur ferill
Ferill bresku hljómsveitarinnar Waterboys er óneit-
anlega nokkuö sérstakur. Höfuðpaurinn, Mike Scott,
kemur frá Skotlandi en stofnar hljómsveitina í London
1982. Þar starfaöi hún framan af en síðar barst leikur-
inn til Dublin á írlandi og þar var hljómsveitin síðast
þegar fréttist. Hún veröskuldar því fremur öðrum
sveitum að kallast bresk hljómsveit.
í upphafi ferilsins léku Waterboys tiltölulega hráa
rokktónhst þar sem mikil áhersla var lögð á kraftmik-
inn saxófónleik auk þess sem píanó var áberandi hljóð-
færi í lögum sveitarinnar. Á þessum árum, var auk
Mike Scotts, Karl nokkur Walhnger einn af máttar-
stólpum Waterboys og segir mér hugur að hann hafi
að mestu ráðið ferðinni hvað tónlistarstefnuna varð-
ar. I það minnsta varð algjör kúvending í stíl og stefnu
sveitarinnar þegar hann yfirgaf hana um mitt ár 1985.
Þá kom th hðs viö Waterboys, Steve Wickham, mað-
ur með rætur í aht annarri tónlistarmold en Karl
Wahinger og hann fær hljómsveitina með sér til ír-
lands þar sem þarlend þjóðlagatónhst setur mark sitt
Hljómplötur
Sigurður Þór Salvarsson
á tónhst Waterboys og hefur gert æ síðan.
Þessi merkilega kúvending á stíl hljómsveitarinnar
veldur því að þessi plata, með því besta gegnum árin,
er algjörlega tvískipt. Sex fyrstu lögin eru frá Wallin-
ger tímabilinu ef svo má kalla það og hin sex síðari
eru frá Wickham tímabhinu. Samt sem áður er Mike
Scott aðallagasmiður hljómsveitarinnar öll árin og
virðist geta samið lög í hvaða sth sem verða vhl. Og
það sem er kannski enn meira virði: allt eru þetta
mjög góð lög og þessi yfirlitsplata því eigulegasti grip-
ur ein og sér fyrir utan að vera fyrirtaks heimild um
sérstæðan feril Waterboys.
Michael Bolton - Time Love & Tendemess
Hittir aftur í mark
Fáir söngvarar hafa slegið jafn glæsilega í gegn og
Michael Bolton gerði með plötunni Soul Provider árið
1989. Af þeirri plötu tíndi hann hvert lagið á fætur
öðru inn á vinsældalista um allan heim og eru þau
síðustu nýlega horfin af hstum.
En það kom svo sem ekki á óvart að Michael Bolton
skyldi slá í gegn því annar eins fantasöngvari hefur
Hljómplötiir
Sigurður Þór Salvarsson
ekki komið fram í bandarískum poppheimi í háa herr-
ans tíð. Og þegar maðurinn er mjög frambærhegur
lagasmiður í ofanálag verður vart hjá því komist að
slá í gegn.
Og nú sendir Michael Bolton frá sér aðra plötu og
tæpast verður vegur hans minni viö það því hún gefur
þeirri sem á undan fór ekkert eftir. Reyndar eru þær
um margt mjög líkar; uppbygging þeirra er svipuð,
tónlistin og útsetningar á svipuðum nótum, það eina
sem skhur verulega að er nýr upptökustjóri.
Sem fyrr semur Michael Bolton obbann af lögunum
sjálfur en hann nýtur oftast einhverrar aðstoðar; th
að mynda frá Diane Warren sem semur fleiri smelh
árlega en flestir tónsmiðir gera á hehli ævi. Svo má
geta þess að eitt lagið á þessari plötu semur Bolton í
samvinnu við ekki ómerkari mann en Bob Dylan.
Aðrir nafntogaðir gestir á plötunni eru saxófónleikar-
inn Kenny G og söngkonan stórkostlega Patty LaBelle.
Lögin eru eins og áður sagði í svipuðum dúr og á
Soul Provider, svolítiö soul-kennd popplög, melódísk
og grípandi og rétt eins og á Soul Provider flýtur eitt
gamalt og gott lag með, þá var það Georgia on My
Mind í stórkostlegum flutningi; hér er það When a
Michael Bolton, vinsæll söngvari.
Man Loves a Woman í álíka stórkostlegum flutningi.
Og það eru einmitt rólegri lögin sem mér finnast
hæfa rödd Boltons hvað best en þéttari lögin síður.
Þar finnst mér bera á því að hann píni röddina of hátt
á köflum og fyrir vikið hverfur þessi hási sjarmi sem
er aðalsmerki hans númer eitt, tvö og þrjú. Fyrir mína
parta hefði ég mikiö gaman af því að heyra Bolton
syngja blús og hver veit nema að því komi einhvern-
tíma.
Menning
Fagur f iðluleikur
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleik-
ari héldu tónleika í íslensku óperunni á laugardag. Á efnisskránni var
fjöldi smáverka eftir ýmsa höfunda en viðamesta verkið var Sónatína
eftir Schubert í D dúr.
Þrátt fyrir að píanóið væri með í öllum verkunum voru þetta fyrst og
fremst fíðlutónleikar og verkin vahn með það fyrir augum að fiðlan fengi
að njóta sín. Th er töluvert magn af slíkum smáverkum, mörg eftir fræga
fiðluleikara, sem samin eru af miklu næmi fyrir sál fiðlunnar auk þess
sem allir tæknilegir möguleikar eru hagnýttir til hins ýtrasta. Þessi tón-
list er oft litrík, glæsheg og hrífandi í höndum fiðlusnillingsins, þótt ekki
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
þurfi hún að vera að sama skapi mikil á dýptina. Tónlistin á tónleikunum
var vel valin út frá þessum sjónarmiðum en inn á milli var skotið efnis-
ríkari verkum eins og fyrrgreindri sónatínu Schuberts sem er fuh af hinni
afslöppuðu laglínusmíð sem þessum höfundi er svo eiginleg. Þá var flutt
verk eftir Mozart með mjög sakleysislegu yfirbragði og undir nafninu
Rondó, sem reyndist vera ólgandi af sköpunargleði. Ungverskur dans nr.
1 eftir Brahms er mjög snjöh tónsmíð þótt stutt sé.
Það er ekki auðvelt hlutverk að kjósa sér að verða einleikari á fiðlu.
Ekkert vestrænt hljóðfæri á sér eins langa sögu mikilla afreka og hefðin
sem ungir fiðluleikarar taka við er jafnþung og hún er auðug. Það fer
ekki fram hjá neinum að Sigrún Eövaldsdóttir hefur alla þá hæfileika sem
þarf til stórra sigra í fiðluleik. Tóneyra hennar er frábært og þess utan
hefur hún skapandi túlkunarhæfileika sem stöðugt gæöa flutning hennar
lífi. Spurningin er frekar sú hvort hún hafi náð öllu því tæknhega valdi
sem svo mikið er lagt upp úr nú th dags, enda þótt hún hafi náö langt á
því sviði einnig, en þar er alltaf hægt að bæta sig með vinnu og aga. Þær
stöllur virtust báðar vera í essinu sínu á þessum tónleikum. Efnið var
greinilega vel undirbúið, samleikur mjög góður og flutningurinn í hehd
músíkalskari en menn eiga að venjast. Svo var að heyra sem Sigrún
væri komin með nýtt hljóðfæri, a.m.k. hljómaði fiðlan hennar mjög fal-
lega. Fylgja henni bestu óskir um gott gengi í hinum í senn harða og ljúfa
heimi fiöluleiksins.
Húsnæði óskast
Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúðarhúsnæði
ÍSAFIRÐI.
á
Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b.
150-200 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu.
Tilboð, er greini stærð, byggingarár- og efni, fasteigna-
og brunarbótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhend-
ingartíma, óskast send eignadeild fjármálaráðuneytis-
ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní 1991.
Fjármálaráðuneytið, 24. maí 1991
*
Borgarnes
jf
smm,
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi leitar eftir
kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli í Borgar-
nesi. Um enað ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og
-efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, af-
hendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjár-
málaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir
10.júní 1991.
Fjármálaráðuneytið, 24. maí 1991
Mosfellsbær - skipulag
Flugvallarsvæði á Tungubökkum
Tillaga að deiliskipulagi flugvallarsvæðis á Tungu-
bökkum í Mosfellsbæ auglýsist hér með samkvæmt
ákvæðum skipulagslaga og reglugerðar gr. 4.4. nr.
318/1985.
Skipulagsuppdráttur verður til sýnis á skrifstofu
Mosfellsbæjar, Hlégarði, kl. 8.00-15.30 alla virka
daga frá 27. maí-1. júlí 1991.
Athugasemdum og ábendingum, ef einhverjar eru,
skal skila skriflega til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar,
innan ofangreinds kynningartíma.
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar