Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Qupperneq 6
6 Viðskipti ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991. Ríkið greiðir um 9,4 milljarða í vexti á árinu: 7 3% af tekjusköttum fólks fara í vaxtagjöld ríkisins Rikið greiðir um 9,4 milljarða króna í vexti á þessu ári. Það þýðir að 1 króna af hverjum 10, sem koma inn í ríkiskassann, fer í að greiða vexti af lánum. Þetta hlutfall hefur veriö mjög svipað undanfarin ár. Þess má geta að ríkiö hefur umtalsverðar vaxta- tekjur lika, eða um 3,7 milljarða króna á þessu ári. Fréttaljós Jón G. Hauksson Það er athyglisvert að ríkið hegðar sér ekki eins á lánamarkaðnum og einstaklingar. í stað þess að fresta neyslu og framkvæmdum eins og einstaklingar gera þegar vextir hækka þá slær ríkiö lítið af. Nýlega hækkaði ríkið vexti á spari- skírteinum og ríkisvíxlum til að geta tekið meira af lánum til að standa undir hallarekstri ríkisins. Hallinn stefnir í að verða á fimmta milljarð króna á árinu þrátt fyrir viðnámsað- gerðir ríkisstjórnarinnar. Hallinn hefði annars oröið í' kringum tíu milljarðar króna. Vaxtagjöld ríkisins eru um 9,4 milljarðar króna á þessu ári. Þaö eru um 157 þúsund krónur á hverja fjög- urra manna fjölskyldu í landinu. - vextir ríkisins nema um 157 þúsundum á hverja fjölskyldu 157 þús. kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu 73% af tekjuskatti einstaklinga Vaxtagjöld ríkisins nema um 153 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Stór hluti af öllum tekjuskatti ein- staklinga, staðgreiðslunni, fer í að Vaxtagjöld ríkissjóðs — í milljörðum króna o 1988 1989 1990 1991 Vaxtagjöld ríkisins hækka stöðugt. í ár verða þau 9,4 milljarðar en voru i fyrra 8,3 milljarðar. Ríkið hefur einnig umtalsverðar vaxtatekjur, eins og sjá má á súluritinu. greiða vexti af lánum ríkisins. Stað- greiðsla einstaklinga er um 12,9 milljarðar á árinu en vaxtaútgjöld ríkisins 9,4 milljarðar. Um 73 prósent af staðgreiöslu þessa árs fara því í vexti ríkisins. Raunar hefur þetta hlutfall oft ver- ið hærra. í fyrra, áriö 1990, voru vaxtagjöldin 8,3 milljarðar en stað- greiðslan 12,1 milljarður. A árinu 1988 voru vaxtagjöldin 6,9 milljarðar en staðgreiðslan um 6 milljarðar. Það ár fór því allur tekjuskattur einstakl- inga og meira til í vaxtaútgjöld ríkis- ins. Heildarskattar ríkisins á undan- fomum árum hafa hækkað verulega. Árið 1988 voru þeir um 64,6 milljarð- Aðeins vika í stórfund EB og EFTA1 Lúxemborg: Gagnkvæmar veiðheimildir eru alls ekki útilokaðar - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir að gagnkvæmar veiðiheimildir á milli íslands og Evr- ópubandalagsins séu alls ekki útilok- aðar ef þær verði til þess að íslend- ingar fái tollfijálsan aðgang að mörk- uöum bandalagsins fyrir fiskafurðir. íslendingar eiga nú í tvíhliða viðræð- um við Evrópubandalagiö um gagn- kvæmar veiðiheimildir. Mikil spenna ríkir í Brussel á milli aðal- samningamanna landanna en aðeins vika er í sameiginlegan ráðherra- fund Evrópubandalagsins og EFTA í Lúxemborg. Fyrsti tvíhliða fundurinn hefur farið fram „Evrópubandalagið hefur óskað eftir þessum tvíhliða viðræðum við íjögur EFTA-lönd: ísland, Noreg, Sví- þjóð og Finnland. Fyrsti fundur ís- lands og Evrópubandalagsins er bú- inn. Það sem gerðist á þeim fundi var einfaldlega þetta: Við höfum áður boðið þeim upp á tvíhliða viðræður um einhvers konar rammasamning um fiskveiðimálefni. Það á sér rætur aftur í fríverslunarsamninginn sem við gerðum 1972 og varð virkur 1977. Þar er ákvæði sem segir að í fram- haldi af þessum samningi skuli hald- ið áfram viðræðum á milli íslands og Evrópubandalagsins um svona rammasamning sem er staðlaður samningur sem Evrópubandalagið hefur við allar fiskveiðiþjóðir í Evr- ópu.“ Þráðurinn tekinn upp að nýju á árinu 1989 „Það var langt komið árið 1981 að gera slíkan samning en hann sprakk á kröfunni um veiðiheimildir. Síðan var þráðurinn tekinn upp aftur af fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, á árinu 1989. Það hefur heldur ekki gengið vegna þess að sjávarútvegsdeild Evrópu- bandalagsins hefur sett það sem skil- yrði að það þýði ekki að fara í þenn- an samning nema íslendingar fallist á að veita Evrópubandalaginu ein- hliða veiðiheimildir." Evrópubandalagið kúvendir og segir nú: Allt í lagi „Við höfum hafnaö því alla tíð að veita einhliða veiðiheimildir og höfn- um því ennþá. Það sem nú hefur hins vegar gerst er að Evrópubandalagið hefur sagt: Allt í lagi, við skulum að minnsta kosti athuga hvort við get- um náð þessum samningi án fyrir- fram skilyrða. Það sem gerðist á þessum fyrsta fundi var ekkert annað en það að þeir hafa spurt og við höfum upplýst þá um hluti eins og ástand fiski- stofna, um minnkandi afrakstur fiskistofna, um íslenska kvótakerfið og þess háttar hluti. Þannig að viö höfum verið að færa rök fyrir því í smáatriðum að veiöiheimildir fái þeir engar.“ Evrópubandalagið er loksins að átta sig „Hitt er svo annað mál að það stendur það tilboð sem upphaflega var gert að ef þeir vilja ræða málin á gagnkvæmnisgrundvelli, það er að segja einhver málamyndaskipti á veiðiheimildum, þá erum við til við- ræðu en þeir hafa enn ekki nefnt neitt í því samhengi. Þannig að í raun og veru er það að gerast að Evrópu- bandalagið er að átta sig á því að það nær ekki veiðiheimildum og þá er spurningin orðin sú hvort þeir geti engu að síður náð svona samstarfs- samningi til að geta sagt inn á við í bandalaginu að þeir hafi náð ein- hverjum samningsárangri." - Ert þú tilbúinn í gagnkvæmar veiðiheimildir? „Við höfum áréttað þá stefnu að við stöndum við þá opnun sem var gefin í því efni í mars 1989 í tíð fyrri ríkisstjórnar. Þannig að við erum til- búnir að hlusta á það og það fer svo eftir því hvað um er að ræða hvort að það geta tekist einhverjir slíkir samningar." - Hefur þú þá í huga vannýtta fiski- stofna? „Menn eru raunverulega fyrst og fremst að tala um sameiginlega fiski- stofna. Hann er aðeins einn hvað snertir ísland og Evrópubandalagið og sá fiskistofn heitir kolmunni. Hlutur íslands í þeim flökkustofni er lítill. Við höfum aldrei komist upp á lag með að veiða hann og út af fyr- ir sig hefur hann verið nefndur áöur sem dæmi. Að því er varðar vannýtta stofna þá byggist það á umsögnum Haf- rannsóknastofnunar og sjávarút- vegsráðuneytis hvort eitthvað slíkt kemur til greina. Út af fyrir sig eru engar slíkar kröfur komnar upp á borðið ennþá.“ Fáum loðnu fyrir karfa „Síðan er auðvitað spurningin um mál sem hefur snertiflöt á milli ís- lands og Evrópubandalagsins og það varðar samskipti okkar við Græn- land. Við eigum auövitað mikla fiski- stofna sameiginlega með Grænlend- ingum og má þar nefna loðnu, rækju, þorsk, karfa og fleira. Við höfum aðeins náð samningum við Græn- lendinga um skipti á einum stofni, loönunni. Hins vegar hafa íslendingar reynt í mörg ár að ná samningum við Grænlendinga. Þeir hafa lýst sig já- kvæða í viðhorfum en það hefur aldrei neitt orðið úr samningum. Grænlendingar hafa tíu ára samning frá árinu 1984 við Evrópubandalagið um að það kaupi veiðiheimildir hjá þeim. Sem dæmi má nefna að þeir hafa keypt veiðiheimildir upp á 45 þúsund tonn af karfa en þeir hafa aldrei getað veitt nema 5 þúsund. Það er mat íslenskra fiskifræöinga að það væri skynsamlegra að veiða karfann þegar hann væri betur fram- genginn og þroskaðri þegar hann gengur í íslenska lögsögu. Það getur verið hagsmunamál fyrir íslendinga að fá stærri hlut í loðnunni og láta þá kannski eitthvað í staðinn af karfa. Svona hluti má ræða ef það getur orðið til þess að við næðum meginmarkmiðum okkar í samning- unum; sem væri að ná tollfrjálsum markaðsaðgangi fyrir fiskafurðir okkar án þess að láta einhliða veiði- heimildir í staðinn," segir Jón Bald- vin. -JGH ar, árið 1989 um 80 milljarðar, árið 1990 um 92,5 milljarðar og á þessu ári verða heildarskattarnir um 101,7 milljarðar króna. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÖVERÐTR. Sparisjóðsbækurób. 5-6 lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5-9 Sp 6mán. uppsögn 6-10 Sp Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar 5-6 Lb.lb ViSITOLUB. REIKN. 6mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7,5 Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.4-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU 8,3-9 Lb ÓBUNDNIR SERKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3-4 Bb Óverðtr. kjör, hreyfðir 12-13,5 Sp BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 6,25-7 Bb óverðtr. kjör 15-16 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 4,5-4,75 Bb Sterlingspund 9,5-10,1 SP Vestur-þýskmörk 7,5-7,6 Sp Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN óverðtr. Almennirvíxlar(forv.) 18-18,5 Bb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupoenqi Almennskuldabréf 18,5-19 Lb.Sp Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 21,25-22 Bb 9.75-10.25 Lb.Bb AFURÐALÁN Isl. krónur 17,75-18,5 Bb SDR 9,5 Allir Bandaríkjadalir 7,75-8,25 Lb Sterlingspund 13,2-13,75 Sp Vestur-þýskmörk 10,5-10,75 Ib.Bb Húsnæðislán 4,9 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. frá mars 91 15,5 Verðtr. frá apríl 91 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júní 3093 stig Lánskjaravísitala maí 3070 stig Byggingavísitala júní 587,2 stig Byggingavísitala júní 183,5 stig Framfærsluvisitala maí 152,8 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 apríl VERÐBREFASJOÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,658 Einingabréf 2 3,039 Einingabréf 3 3,708 Skammtímabréf 1,890 Kjarabréf 5,557 Markbréf 2,969 Tekjubréf 2,131 Skyndibréf 1,650 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,710 Sjóðsbréf 2 1,865 Sjóðsbréf 3 1,876 Sjóðsbréf 4 1,636 Sjóðsbréf 5 1,129 Vaxtarbréf 1,9252 Valbréf 1,7921 Islandsbréf 1,177 Fjórðungsbréf 1,106 Þingbréf 1,176 öndvegisbréf 1,162 Sýslubréf 1,189 Reiðubréf 1,149 Heirhsbréf 1,089 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5,50 5,72 Flugleiðir 2,31 2,42 Hampiðjan 1,80 1,90 Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,60 1,68 Islandsbanki hf. 1,62 1,70 Eignfól. Alþýðub. 1,62 1,70 Eignfél. Iðnaðarb. 2,33 2,42 Eignfél. Verslb. 1,73 1,80 Grandi hf. 2,55 2,65 Olíufélagið hf. 5,45 5,70 Olís 2,15 2,25 Skeljungur hf. 6,00 6,30 Skagstrendingur hf. 4,20 4,40 Sæplast 7,20 7,51 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Útgerðarfélag Ak. 4,20 4,35 Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42 Almenni hlutabréfasj. 1,05 1,09 Auðlindarbréf 1,01 1,06 Islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11 Síldarvinnslan, Neskaup. 2.52 2,65 (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb = Islandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.