Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI1991. Afmæli Guðmundur J. Kristjánsson Guömundur Jóhannes Kristjánsson meinatæknir, Aflagranda 40, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Sveinseyri og ólst upp í Þingeyrarhreppi í Dýraflrði. Hann stundaði námskeiö í tungumálum, stærðfræði, siglinga- fræði og fleiru, hóf síðan nám í gerlafræði við Rannsóknarstofu HÍ 1934 og sótti þá tíma í læknadeild HÍ1934-38. Þá stundaði hann fram- haldsnám á vegum stofnunarinnar við Statens Seruminstitut í Kaup- mannahöfn 1955. Guðmundur stundaði ungur sjó- mennsku á fiskiskipum og var þrjú ár á farskipum. Hann hlaut réttindi sem sýningarmaður viö kvik- myndahús 1946. Guðmundur var aðstoðarmaður við sýklarannsókn- ir við Rannsóknastofu HÍ1938-45, fyrsti aðstoðarmaður 1945-63, deild- arstjóri við bóluefnis- og sýklaætis- deild 1963-73 og deildarmeinatæknir stofnunarinnar frá 1974. Guðmundur sat í stjóm Starfs- mannafélags ríkisstofnana og var fulltrúi þess á þingum BSRB 1948-51, sat í stjórn Landssambands stangaveiðifélaga frá 1954 og var formaður þess 1959-70. Hann sat í stjóm Stangaveiðifélags Reykjavík- ur 1956-64, var fulltrúi þess á aðal- fundum Landssambands stanga- veiðifélaga frá 1955, sat I stjórn bik- amefndar þess í tuttugu ár, var formaður hennar 1969-79, auk þess sem hann sat í fulltrúaráði félagsins frá 1970. Hann sat í stjórn Stanga- veiðifélagsins Ugga frá stofnun 1950-77 og var formaður þess í mörg ár. Þá var hann fulltrúi íslands í stjóm Sambands norrænna stanga- veiöimanna (NSU) 1966-74 og full- trúi Landssambands stangaveiði- manna á ferðamálaráðstefnum frá 1965. Hann hefur verið félagi í Land- vernd frá stofnun 1969, var skipaður í nefnd til endurskoðunar laga um lax- og silungsveiðar sem tóku gildi 1970, sat í veiðimálanefnd frá 1970, var fulltrúi Krabbameinsfélags Reykjavíkur á aðalfundum Krabba- meinsfélags íslands frá 1966, endur- skoðandi félagsins 1968-72 og í vara- stjórn þess um skeið. Hann var full- trúi Rauða krossins á aðalfundum RKÍ1965-71. Þá sat Guðmundur í stjórn Vestfirðingafélagsins í Reykjavík í fjölmörg ár, var vara- formaður þess nokkur ár til 1975 og starfaði í fjölda ára í fulltrúaráði Sjálfstæðisílokksins í Reykjavík. Guðmundur var heiðraður á tutt- ugu og fimm ára afmæli Landssam- bands stangaveiðimanna 1975. Fjölskylda Guðmundurkvæntist 29.12.1934 Guðbjörgu Unni Guðjónsdóttur, f. 9.4.1913, húsmóður og fyrrv. versl- unarmanni, en hún er dóttir Guð- jóns Jónssonar, skósmiðs í Reykja- vik og síðast á Bíldudal, og konu hans, Ágústínu Guðbrandsdóttur húsmóður. Guðmundur og Unnur eignuðust fjögurbörn. Þau eru: Sjöfn, húsmóð- ir á Seltjamarnesi, f. 1935, gift Guðna Þórðarsyni tæknifræðingi og eiga þau þrjár dætur, auk þess sem Sjöfn á tvö börn frá því áður; Heba, húsmóðir í Reykjavík, f. 1938, gift Orra Hjartarsyni verslunarmanni og eiga þau þrjú böm; Ágústína, meinatæknir í Reykjavík, f. 1945, gift Pétri Guðlaugssyni prentara og eiga þau einn son, auk þess sem Ágústína á son frá því áður; Guðjón, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 1949, giftur Sigríði Káradóttur hús- móður og eiga þau tvö börn. Foreldrar Guðmundar voru Kristján Jóhannesson, skipstjóri og Guðmundur J. Kristjánsson. b. á Sveinseyri við Dýrafjörö, og kona hans, Guðmunda Ólöf Guð- mundsdóttir húsfreyja. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 90 ára Friðjón Ólafsson, Hafiiarstræti 71, Akureyri. 75 ára 50ára Sigurþór Þorsteinsson, Laugavegi 71, Reykjavík. Helga Vilhjálmsdóttir, Blómsturvöllum 36, Neskaupstað. Guðmundur Freyr Halldórsson, Faxatúni 16, Garðabæ. Þórunn Árnadóttir,. Markarflöt 30, Garðabæ. Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Maríubakka 10, Reykjavík. EinarHrólfsson, Miðási 3, Raufarhöfn. Sigurrós Skarphéðinsdóttir, Sævangi 25, Hafnarfirði. 70 ára 40ára Þórný Tómasdóttir, Ofanleiti 9, Reykjavík. Svava Magnúsdóttir, Bólstaðarhlið 29, Reykjavik. Ingvi Gunnar Ebenhardsson, Víðivöllum 18, Selfossl. 60 ára Helga Jónsdóttir, Vallarbraut 9, Akranesi. Jón Svanberg Karlsson, Breiðabólsstað II, Miðdaíahreppi. Margrét Gunnarsdóttir, Holtsgötu 13, Reykjavík. Margrét Árnadóttir, Sólheimum 25, Reykjavík. Brynhildur Geirsdóttir, VaIlholti47, Selfossi. Gunnar Þorvarðarson, Reykjanesvegi4, Njarðvík. Gunnhildur J. Júlíusdóttir, Vesturgötu 43, Akranesi. Magnús örn Garðarsson. Heiðarási 19, Reykjavík. Kolbeinn Ingi Arason Kolbeinn Ingi Arason flugstjóri Helgamagrastræti 2, Akureyri, er fertugurídag. Starfsferill Kolbeinn er fæddur á Neskaup- stað og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað 1967 og stundaði flugnám hjá Flugstöðinni hf. í Reykjavik 1972-73. Kolbeinn lauk atvinnuflugmanns- prófi 1973 og fékk flugstjóraskírteini 1978. Hann var flugkennari hjá Flugstöðinni 1974-75 og flugmaður hjá Flugfélagi Austurlands 1975-85. Kolbeinn var yfirflugmaður og flug- rekstrarstjóri 1975-85. Hann fékk ástralskt flugmannsskírteini 1985 og var flugstjóri hjá Rotnest Airlines Perth Airport 1986. Kolbeinn hefur verið flugstjóri hjá Flugfélagi Norð- urlandshf.frá 1986. Fjölskylda Kolbeinn kvæntist 7.8.1974 Þóru Kristínu Óladóttur, f. 18.12.1953, þýðanda, en hún er dóttir Óla Krist- ins Guðmundssonar læknis og Höllu Kristjönu Hallgrímsdóttur. Böm Kolbeins og Þóru: Ari, f. 20.5. 1976, Halla, f. 6.11.1979, Anna Þóra, f. 14.7.1982. Kolbeinn eignaðist son áður, Hrafnkel Tuma, f. 28.3.1971. Kolbeinn á fjórar systur: Stefanía María, f. 29.4.1953, verslunareigandi á Egilsstöðum, gift Guðbjarti Grét- ari Gissurarsyni húsgagnasmið og eiga þau þrjár dætur, Katrínu Mar- íu, f. 23.11.1977, Ingu Bám, f. 14.1. 1981,-Berdísi Örnu, f. 17.7.1988. Stef- anía eignaðist son áður, Daníel Karl Kolbeinn Ingi Arason. Ásgeirsson, f. 8.10.1972, nema; Ragnhildur Steina, f. 20.8.1954, líf- fræðingur í Svíþjóð, í sambúð með Bo Olsson, f. 30.4.1955, doktor í efna- fræði, og eiga þau þijú börn, Einar Magnús, f. 27.6.1981, Emst ívar, f. 3.12.1984, Ölvu Kristínu, f. 24.9.1988; Bergþóra, f. 26.6.1959, fóstra á Nes- kaupstað, í sambúð með Gunnari Bogasyni, f. 15.8.1960, og eiga þau einn son, Snorra, f. 13.10.1990. Berg- þóra eignaðist dóttur áður, Erlu Bjarnýju Jónsdóttur, f. 27.6.1988; Hrefna, f. 3.2.1966, bankastarfsmað- ur á Blönduósi, í sambúð með Þor- steini Kristófer Jónssyni, f. 25.4. 1967, vörubílstjóra. Foreldrar Kolbeins: Ari Magnús SigurbergBergþórsson, f. 9.9.1913, d. 26.1.1986, formaður, skipstjóri og seinna netagerðarmaður, og Guð- laug Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, f. 19.8.1925. Jóhanna Vigfúsdóttir Jóhanna Vigfúsdóttir, húsfreyja frá Hellissandi, nú til heimilis að Skerplugötu 9, Reykjavík, er áttræð ídag. Starfsferill Jóhanna fæddist á Hellissandi og átti þar heima alla tíð þar til hún flutti til Reykjavíkur fyrir ári. Hún lauk venjulegu barnaskólanámi, stundaði nám í söng og orgelleik hjá Sigfúsi Einarssyni, tónskáldi í Reykjavík, veturinn 1927-28 og stundaði nám í hússtjórn í kvenna- skóla veturinn 1929. Jóhanna var lengst af húsfreyja en hún bjó á jörðinni Munaðarhóli á Hellissandi í rúm fjörutíu ár. Hún vann í Kaupfélagi Snæfellinga 1965-67, vann á læknastofu á Helliss- andi við afgreiðslu lyfja frá 1973-90, var oganisti við Ingjaldshólskirkju 1928-80, sat í sóknamefnd 1947-78, var safnaðarfulltrúi um árabil frá 1964, formaður barnavemdamefnd- ar í fjögur ár, var formaður skóla- nefndar í íjögur ár, var formaður heilbrigðisnefndar um árabil frá 1976, var formaður Kvenfélags Hell- issands 1935-60, kirkjuþingsmaður frá 1976-82 og hafði veg og vanda af sunnudagaskóla fyrir böm og ungl- inga á Hellissandi frá 1950-80. Jó- hanna var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 1978. Fjölskylda Jóhanna giftist 17.5.1930 Hirti Jónssyni, f. 28.10.1902, d. 10.8.1963, en hann var sonur Jóns Jónssonar, útvegsb. og hreppstjóra á Munaðar- hóli, og konu hans, Jóhönnu Jóns- dóttur. Börn Jóhönnu og Hjartar eru Snorri, f. 1931, rafvirkjameistari á Akranesi, en kona hans var Helga Kr. Bjarnadóttir húsmóður sem lést fyrir ári og eru börn þeirra þrjú; Hreinn, f. 1933, sóknarprestur við Fella- og Hólakirkju í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Ingibjörgu Hall- dórsdóttur kennara og eiga þau fjög- ur börn; Rafn, f. 1935, húsasmíða- meistari á Akranesi, kvæntur Elsu Guðmundsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Hróðmar, f. 1939, rafvirkjameistari á Akranesi, kvæntur Svövu Finnbogadóttur skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn; Jón, f. 1942, leikari í Reykja- vík, kvæntur Ragnheiði Tryggva- dóttur leikara og eiga þau tvö börn, auk þess sem Jón á tvö börn frá því áður; Aðalheiður, f. 1947, hjúkrun- arfræðingur í Reykjavík, gift Val- geiri Ástráðssyni, sóknarpresti í Seljaprestakalli, og eiga þau fjögur börn; Vigfús Kristinn, f. 1956, skrif- stofustjóri Kaupfélags Þingeyrar, en kona hans er Gíslína Jónatansdóttir tónhstarkennari og á hann eina dóttur frá fyrra hjónabandi. Langömmubörn Jóhönnu eru nú tólftalsins. Jóhanna er elst þrettán systkina Jóhanna Vigfúsdóttir sem öll komust á legg en tvö þeirra eru núlátin. Foreldrar Jóhönnu voru Vigfús Jónsson, f. 27.6.1883, d. 1973, húsa- smíðameistari á Bjölluhóli á Hellis- sandi, og kona hans, Kristín Jens- dóttir, f. 5.11.1889, d. 1956, húsfreyja. Jóhanna verður að heiman í dag en svo skemmtilega vill til að ein sonardóttir Jóhönnu, Ingveldur Ýr Jónsdóttir messósópransöngkona heldur sína fyrstu opinberu tónleika á afmælisdaginn klukkan 20.00 í ís- lensku óperunni. Jóhannes Sölvi Sigurðsson Jóhannes Sölvi Sigurðsson, bifreiö arstjóri, Furugmnd 18, Kópavogi, ersjötugurídag. Starfsferill Jóhannes er fæddur aö Brekku í Húnaþingi og ólst þar upp í sveit- inni. 19 ára að aldri fór hann í vinnu- mennsku í Borgarfirði. Eftir það flutti hann til Reykjavíkur og gerð- ist bifreiðarstjóri. Jóhannes starfaði viö þá iöju í 8 ár og réð sig síöan á þungavinnuvélar hjá Vélasjóði rík- isins og Landnámu. Jóhannes hóf búskap að HeOu á Árskógsströnd 1960. Sjö árum síðar keypti hann bújörðina Skálá í Sléttuhlíð í Skagafirði og sinnti bú- störfum þar til seinni hluta ársins 1980. Jóhannes seldi þá jörð sína og fluttist með fjölskyldu sinni í Kópa- vog og hóf störf aftur sem bifreiðar- stjóri. Jóhannes er fæddur áhugamaður um hesta. Hann hefur alla tíð sinnt því áhugaefni af miklu kappi og á gott hrossakyn. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 23.5.1959 Hall- dóru Ólafsdóttur, f. 5.6.1928, hús- freyju, en hún er dóttir Ólafs Hálf- dánarsonar og Maríu Rögnvalds- dóttur. Börn Jóhannesar og Halldóru eru: Guðmundur Sigurður, f. 7.9.1958, sjómaöur í Reykjavík; Björn, f. 2.8. 1960, bifreiðarstjóri í Mosfellsbæ, í sambúö með Evu Hjaltadóttur, og eiga þau þrjú börn, Bjarkeyj u, Loga og Perlu Dögg; Rannveig María, f. 10.6.1961, tækniteiknari í Reykja- vík, gift Arna Guðna Einarssyni rafmagnstæknifræðingi og eiga þau tvo syni, Jóhannes Inga og Einar Ágúst; Guðbjörg Sólveig, f. 27.8. 1963, nemi í Gautaborg, í sambúð með Jóni Ólafi Björgvinssyni nema og eiga þau einn son, Pétur Friðrik; Ólafur Ágúst, f. 7.2.1967, vélamaður í Kópavogi; Ingimar Þór, f. 3.9.1969, vinnuvélastjóri í Kóþavogi. Fyrir hjónaband eignaðist Jóhannes Kristínu, f. 19.5.1955, og Halldóra eignaðist Jóhönnu Lind Ásgeirs- dóttur.f. 2.11.1952. Bræður Jóhannesar voru fjórir, tveir eru látnir og lést annar sem ungbarn; Björn, f. 4.6.1908, d. 29.5. 1959, járnsmiður, var kvæntur Guð- rúnu Ebenezardóttur og áttu þau einn son; Ingimar, f. 3.8.1924, jám- smiður, kvæntur Huldu Alexand- ersdóttur og eiga þau fjögur börn; Þórketill, f. 28.7.1930, húsasmíða- meistari, kvæntur Jóhönnu Guð- Jóhannes Sölvi Sigurðsson. laugsdóttur og eiga þau tvær dætur. Hálfbróðir, samfeðra: Sigurður Hilmar, f. 4.3.1927, skrifstofumaður, kvæntur Ásu Leósdóttur og eiga þau fimm börn. Foreldrar Jóhannesar vom Guð- mundur Sigurður Jóhannesson, f. 20.51895, d. 27.12.1960, búfræðingur, og Kristín Jósefína Jónsdóttir, f. 29.8.1891, d. 20.6.1984, saumakona, en þau bjuggu lengst af í Aðalstræti 16, Reykjavík. Jóhannes tekur á móti gestum í Félagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum á af- mæhsdaginn frá kl. 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.