Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991.
Fréttir
Bankamir þörfnuðust vaxtahækkunarinnar:
Búist við gjaldþrotameti
Sérfræðingar telja, að í ár verði
slegið met i gjaldþrotum. Gjaldþrot
verði í ár enn meiri en í fyrra. Bank-
ar og sparisjóðir hafa búið sig undir
þetta ástand með því að leggja fé í
afskriftasjóði, en talið er, að það
muni engan veginn duga tú.
Staða bankanna var orðin slík, að
vaxtahækkunin um mánaðamótin
var þeim nauðsynleg. Arðsemi í
Sjónarhom
Haukur Helgason
bankakerfmu var ekki ásættanleg,
að dómi sérfræðinga. Hefði afkoma
bankanna haldist svipuð áfram,
hefði borgað sig frekar fyrir innláns-
stofnanir að ávaxta eigið fé sitt í rík-
isskuldabréfum en aö halda venju-
legum bankarekstri áfram.
Landsbankinn og íslandsbanki
voru reknir með tapi síðustu mánuði
Hlutdeild í heildarinnlánum og verðbréfaútgáfa
banka og sparisjóða
40
10
o
... ' ; . ;
:
1989
■xmmmm
.........:•:•:•:•:•:•:•:•:•:•:•:•:•:•
i-ií-i-:-:-:-:-:
feSSííí
íííiíiííiíffií
mmm
: . ■ ■;
-
illll
Landsbanki íslandsbanki Sparisj. vélstj Sparisj. í Keflavík
Búnaðarbanki SPRON Sparisj. Hafnarfj.
Grafið sýnir hlutfallslega stærð helstu banka og sparisjóða.
fram að vaxtahækkuninni. Búnaðar-
bankinn og sumir sparisjóðir högn-
uðust nokkuð. Lausafjárhlutfall
nokkurra banka og sparisjóða var
undanfarna mánuði innan þeirra
marka, sem Seðlabankinn setur, og
borguðu þessar innlánsstofnanir því
þung viðurlög til Seðlabankans. En
með ráðstöfunum í byrjun þessa
mánaðar jókst vaxtamunur, mis-
munur innláns- og útlánsvaxta bank-
anna, og gæti það hafa bjargað bönk-
unum úr þessari klemmu.
Landsbankinn varði í fyrra um
fjórðungi rekstrartekna sinna til af-
skrifta og framlags í afskriftasjóð.
Þetta var mikið átak, sem stafar af
ótta við tapaðar skuldir. Alls settu
bankar og sparisjóðir tvo og hálfan
milljarð króna í afskriftasjóði í fyrra.
Bankastofnanirnar hafa nú alls sett
um fimm milljarða í sjóði til að
mæta útlánum, sem búist er við að
tapist, eins og DV hefur áður greint
frá. Árið í ár verður lánastofnunum
þungt enda fréttir nær daglega af
stórum gjaldþrotum. Arið í fyrra var
bönkunum hins vegar þolanlegt,
ágóði banka og fjögurra stærstu
sparisjóðanna var rúmlega 800 millj-
ónir króna. Þetta var þó mikil
minnkun frá árinu á undan, eða um
40 prósent lækkun að raunvirði.
Margrætt er, að vaxtahækkunin
um síðustu mánaðamót var nauð-
synleg til að mæta þenslu og halda
veröbógu í skefjum. Þenslan hafði
verið afleiðing aðgerða ríkisins, sem
hafði valdið vanda á lánsfjármarkaði
með uppskrúfuðum lánsfjárlögum.
Þenslan nær til hluta efnahagslífs-
ins, meðan annar hluti er í vanda
sakir íjárskorts. Vaxtahækkunin nú
gerir þó mörgum erfitt fyrir og hlýt-
ur að stuðla að því, að ýmsir skuldar-
ar fara fyrr á höfuðið en ella. Það sem
hér er sagt um afkomu bankanna
gefur til kynna, að einnig hafi verið
nauðsynlegt bankanna vegna að
hækka vexti og auka vaxtamun.
Skagafiörður:
Þýskirsjón-
varpsþættir
kvikmyndaðir
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sanðárkr:
I Skagafiröi er nú verið að kvik-
mynda tvo þætti úr vinsælli
þýskri framhaldsþáttaröð sem
heitir Fast im Sattel og mætti
útleggja á íslensku sem Á baki.
Þættirnir, sem aðaliega fjalla um
ævintýri hesta og hestafólks,
hjóta mikilla vinsælda í þýska
sjónvarpinu og hefur íslenska
sjónvarpið nu fest kaup á sýning-
arréttinum.
Tökur hafa farið fram víða um
Skagafjörðinn, á Hellulandi,
Löngumýri, á Kirkjutorginu á
Króknum auk ýmissa hestaatriða
hingað og þangað um fjörðinn.
Vel hefur gengiö að kvikmynda
enda hefur veðrið leikið viö bæði
leikara og kvikmyndatökumenn.
Greinilegt er að þegar þar að
kemur munu sjónvarpsáhorfend-
ur fá að sjá hln tilþrffamestu atr-
iði. Héraðsvötn voru til dærais
sundriðin, konur fóru í hópreiö
við Garössand og slegið var upp
grillveislu meö tilheyrandi söng
á eftir.
Vélhjólaslysi
Fljótunum
Helgi Jónaaon, DV, Ólafafiröi:
Alvarlegt umferðarslys varð í
Fljótunum um kvöldmatarleytið
á þriðjudag. Þá fór vélhjól út af
veginum með þeim afleiðingum
að tæplega tvítug stúlka lær-
brotnaði og rúralega tvítugur
maður, sem ók þjólinu, slasaðist
einnig, en þó mixma en stúlkan.
Þau eru bæði frá Ólafsfirði en
munu hafa veriö á leiö heim frá
Siglufirði. Þau voru flutt á Fjórð-
ungsgúkrahúsið á Akureyri þar
sem gert var að sárum þeirra.
Stúlkan gekkst undir aðgerð á
miövikudag. Líðan þeirra er eftir
atvikum.
Fáksfélagar drjúgir við
verðlaunasöfnun
Það þóttu ekki góð tíðindi á land-
námsöld þegar hópar hestamanna
riðu um héruð með vígalátum. En
margt hefur breyst á þúsund á’rum
og nú eru þeir hestamenn, sem ferð-
ast á hestum á leið á fjórðungsmótið
á Gaddstaðaílötum á Rangárbökk-
um, aufúsugestir.
Veðurblíðan og frábært skipulag
gerir fólki kleift að slappa af og njóta
þess sem hestamót bjóða upp á, hesta
og félagslíf.
í gær var dæmt á þremur völlum
í einu allan daginn. 65 B-flokks gæð-
ingar frá 16 hestamannafélögum
voru dæmdir, 58 gæðingar í bama-
flokki og töluverður hópur sex vetra
hryssna. Einnig fór fram töltkeppni
um kvöldið.
Það stefnir í að knapar frá hesta-
mannafélaginu Fáki í Reykjavík
hirði megnið af verðlaununum í gæð-
ingakeppninni. Fákm- áfjóraaf fimm
efstu gæðingunum í B-flokki og fimm
af þeim átta sem eru í úrslitum.
Hörður í Mosfellsbæ á tvo fuUtrúa
og Sleipnir frá Selfossi einn.
í bamaflokki á Fákur þrjá fulltrúa
af átta í úrslitum, Hörður á þijá,
Smári á Skeiðum og í Hreppum einn
og Geysir í Rangárvallasýslu einn.
Sami knapi með tvo efstu
hestana
Fákur kemur vel út í B-flokks
keppninni. Fjórir af þeim fimm hest-
um, sem vom í einu af fimm efstu
sætunum á hvítasunnukappreiðun-
um í vor, endurtaka ævintýrið hér.
Gunnar Amarson og Sigurbjörn
Bárðarson em báðir með tvo hesta í
úrslitum eins og á hvítasunnukapp-
reiðunum. Gunnar er með tvo efstu
hestana eftir dóm í B-flokknum. ís-
ak/Fákur er efstur með einkunnina
8,91 og stóðhesturinn Hektor/Fákur
er með einkunnina 8,89. í þriðja sæti
er Pjakkur/Hörður með einkunnina
8,80. Knapi er Ragnar Ólafsson. í
ísak frá Litla-Dal og Gunnar Arnarson á fljúgandi tölti, efstir í B-flokkskeppninni eftir dóma.
DV-mynd EJ
ijórða sæti er Kraki/Fákur og Sigur-
bjöm Bárðarson með 8,78, í fimmta
sæti Vignir/Fákur og Sigurbjörn
Bárðarson með 8,87, í sjötta sæti At-
geri/SÍeipnir og Einar Öder Magnús-
son með 8,59, í sjöunda sæti Sörli/F-
ákur og Ragnar Hinriksson með 8,52
og í áttunda sæti Baldur/Hörður og
Trausti Þór Guðmundsson með 8,51.
í bamaflokki er Sigfús B. Sigfússon
/Smári efstur á Skenk með 8,55 í ein-
kunn, Birkir Jónsson/Geysir, á Ljúf
er með 8,52, Alma Ölsen/Fákur á
Sörla er með 8,51, Guðmar Þ. Péturs-
son/Herði á Mána er með 8,51, Sölvi
Sigurðsson/Herði á Geysi er með 8,
42, Lilja Jónsdóttir/Fáki á Gáska er
með 8,39, Davíö Jónsson/Fáki á
Snældu er með 8,38 og Sveinbjörn
Sveinbjörnsson/Herði á Hvelli er
með 8,38. Úrsht í gæðingakeppnun-
um fara fram á sunnudaginn. -EJ
flsrunD
SÉRVERSLUN
HESTAMANNSINS
Háaleitisbraut 68 Austurver
Sími 68 42 40
Áhorfendur skemmta sér vel í brekkunum.