Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 14
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 199.1. 14:, Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr, - Helgarblað 130 kr. Með og móti EB Félagsvísindastofnun hefur gert skoðanakönnun á afstöðu íslendinga til Evrópubandalagsins. Niðurstöð- urnar benda til að íslendingar séu ekki tilbúnir til að sækja um aðild að bandalaginu og ræður þar mestu að þjóðin vill ekki afsala sér yfirráðum yfir fiskimiðunum. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart, heldur hitt að ef yfirráð yfir fiskimiðunum eru tryggð er meirihluti fylgj- andi umsókn að EB. Þegar gengið er út frá því í könnun- inni að fiskimiðin verði okkar, telja tæplega 70% þeirra sem afstöðu taka æskilegt fyrir ísland að sækja um aðild. Ennfremur er athyglisvert að meirihluti að- spurðra telur að ísland verði orðið aðili um aldamótin. Þessi könnun gefur vísbendingu um að íslendingar færist nær Evrópu og telji hagsmunum okkar betur borgið innan bandalagsins en utan. Andstaðan gegn EB er mest á landsbyggðinni og í landbúnaðarhéruðum og verður að draga þá ályktun að þar ráði hagsmunir og sú hræðsla að innflutningur landbúnaðarvara verði gefinn frjáls og kippi fótunum undan atvinnu þess fólks sem stundar landbúnaðarstörf hér á landi. Sagt er í skýringum með þessari könnun að fylgi með aðild sé einkum í Reykjavík og Reykjanesi og þá mest hjá yngra fólki. Þessi þróun á afstöðu íslendinga er í takt við það sem gerðist á sínum tíma í löndum Evrópubandalagisns. Þá var andstaðan gegn aðild hörðust í landbúnaðargeiran- um. Fólk var hrætt við breytingar. Landbúnaðurinn er vissulega mikill höfuðverkur innan bandalagsins en hefur þó lagast mikið með árunum, einkum vegna þess að sú atvinnugrein nýtur sérstakrar fyrirgreiðslu innan bandalagsins. Þannig byggist hræðsla margra gagnvart Evrópu- bandalaginu á nokkurri vanþekkingu. En sú vanþekk- ing á við um fleiri og raunar væri ástæða til að gera könnun á því hvað íslendingar vita yfirleitt um Evrópu- bandalagið. Og hvað vita menn um Evrópska efnahags- svæðið? Utanríkisráðuneytið verður ekki sakað um tak- markaðar upplýsingar en þykkir doðrantar af skýrslum og sérfræðilegar útskýringar ná lítt eyrum og augum almennings. Forsvarsmenn atvinnugreina hafa sjálfsagt kynnt sér vel og ítarlega hver staða þeirra er utan eða innan Evrópubandalagsins. En það verður dregið stór- lega í efa að úrtökin í skoðanakönnuninni hafi sett sig inn í málefni Evrópubandalagsins eða hlut íslands í eða utan bandalagsins. Ef það er rétt sem almenningsáhtið gefur sér að meiri- hluta til, að ísland verði orðið aðili að EB fyrir alda- mót, veitir svo sannarlega ekki af því að hér hefjist skipuleg fræðsla á þessum nýja heimi. Evrópubandalag- ið er yfirþjóðlegt sambandsríki og breytir í stórum drátt- um því hlutverki sem einstök ríki og ríkisstjórnir gegna nú. Áhrifin eru víðtæk og jafnvel byltingarkennd í við- skiptum, fj ármagnsflutningum, þjónustu, vinnumiðlun, samgöngum og lífskjörum. Gamlar hefðir víkja, landa- mæri þurrkast út, völd færast til og hugsunarháttur breytist. Þetta er ekki allt orðið að veruleika enn, en mun þróast í þessa átt og smám saman skapa nýja ver- öld og annan sjóndeildarhring fyrir komandi kynslóðir. Hvort íslendingar verða gengnir í Evrópubandalagið fyrir aldamótin er allsendis óvíst. En þeir munu vissu- lega standa frammi fyrir þeirri ákvörðun áður en langt um líður og við sjáum af niðurstöðum skoðanakönnun- arinnar að viðhorfin eru að breytast og andstaðan að veikj ast. Ellert B. Schram i Júgóslavia klofnaöi nú í vikunni og úr því sem komið er má gera ráö fyrir að sjálfstæðum ríkjum í'Evr- ópu hafi fjölgað um tvö, Króatíu og Slóveníu. Eins og við er að bú- ast eru utanaðkomandi ríki mjög andvíg öllum breytingum, það er eðli ríkja og einkum stórvelda að vilja óbreytt ástand. Því hafa bæði Evrópubandalagið og Bandaríkin reynt af alefli að koma í veg fyrir að Júgóslavía sundraðist. Bandaríkjamenn hafa þegar lýst yfir að þeir muni ekki viðurkenna hin nýju ríki og á undanfomum mánuðum hefur Bandaríkjastjóm reynt að beita þvingunum. Þeir bönnuðu efnahagsaðstoð við Júgó- slavíu og beittu sér gegn allri fyrir- greiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við stjórnina í Belgrad, til að reyna að knýja hana til samninga, en þetta hafði þau áhrif ein að ýta undir aðskilnaðarbaráttu Króata og Slóvena svo að þessum refsiað- gerðum var hætt. Evrópubandalagið ætlar ekki að Ólga á Balkanskaga vekur upp illar minningar í Evrópu. - Slóvenskur viðurkenna hin nýju ríki eða semja landamæravörður litur yfir landamærin til Austurríkis daginn eftir að- við þau um viðskipti. Allt eru þetta skilnaðaryfirlýsinguna. Símamynd Reuter Háspenna á Balkanskaga hótanir, settar fram áður en að- skilnaðurinn varð aö veruleika. Núverandi stefna þarf ekki að vera varanleg og ef þessi nýju ríki halda fast við sitt verða þau innan tíðar tekin í samfélag sjálfstæðra ríkja. En áður en að því kemur má búast við hættulegu háspennuástandi á Balkanskaga og það er engan veg- inn útilokaö að til vopnaviðskipta komi með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Forsaga Það er algengur misskilningur að leggja að jöfnu sovéska ríkjasam- bandið og þaö júgóslavneska. En á þessu tvennu er reginmunur. Sov- éska sambandið er heimsveldi þar sem öll hin ríkin vora lögð undir Rússland með hervaldi á löngum tíma. Júgóslavía var stofnuð með samþykki allra aðildarríkjanna upp úr fyrri heimsstyrjöldinni sem konungsríki Serba, Króata og Sló- vena með aðild Bosníu, Herzego- vinu, Makedóníu, Montenegro, Vojvodinu og Kósóvo árið 1918, og síðan endurstofnuð sem kommún- istaríki undir Tito árið 1945 að und- angengnum almennum kosning- um. Þrátt fyrir þetta hefur það ætíö þótt furðu gegna að Júgóslavía hafi haldist eitt ríki svo lengi sem orðið er því að lýðveldin sex og sjálf- stjórnarríkin tvö, Vojvodína og Kósóvo, eiga lítið sem ekkert sam- eiginlegt. Þvert á móti, gjörólík. Serbía og Montenegro urðu sjálf- stæð konungsríki eftir að Tyrkir voru hraktir frá Balkanskaga 1878, Slóvenía, Króatía og Bosnía- Herzegovína voru undir yfirráðum Austurríkis-Ungverjalandstil 1918. í þeim ríkjum eru evrópsk áhrif sterk og rómversk katólska ráð- andi. í Serbíu, Montenegro, Make- dóniu og Kósóvó eru tyrknesk og b'ýzönsk áhrif enn sterk, þar eru menn grísk-orþódoxir og um 15 prósent íbúanna eru múslímar. Tungumáhn eru líka ólík. Serbar og Króatar tala að vísu að heita má sama mál en nota hvorir sitt stafrófið, Serbar það kýrillíska, Króatar hið latneska, en Slóvenar hafa sitt eigið tungumál. - Sömu- leiðis Makedóníumenn og íbúar Montenegro. Minnihlutahópar eru margir, Kósóvó er byggt albönskum mú- slimum, Ungverjar og Rúmenar eru fjölmennir í Vojvodínu, Grikk- ir og Búlgarar í Makedóníu. Um aldir hefur þróast forn fjandskapur milh þjóðabrotanna, sem gert hef- ur Balkanskaga að púðurtunnu aha þessa öld. Það má hafa í huga að fyrri heimsstyrjöldin hófst KjaHarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Serbíu segist ætla aö vernda þá. Þetta er hin mikla hætta nú. Verði borgarastríö í Júgóslavíu, verður það vegna serbenska minnihlutans í Króatíu. Nægjanleg rök Það er hugsanlegt að sambands- herinn reyni að stöðva með her- valdi aðskilnað Slóveníu og Króa- tíu, en hættan er samt meiri á því að herinn, sem er undir yfirráðum serbenskra foringja, reyni að koma serbum í Króatíu til hjálpar. í Króatíu búa 4,6 milljónir, þar af 600 þúsund Serbar sem búa flestir í Krajina héraðinu, sem liggur að Serbíu. Þetta hérað vilja íbúarnir segja úr lögum við Króatíu og sam- einast Serbíu. Hatrið mihi Króata og Serba hefur dýpkað mjög und- anfarna mánuði og tugir manna „Þau sömu ríki og heimta sjálfstæði fyrir Eystrasaltsríkin ættu ekki að vera því andvíg að ríki á borð við Króatíu og Slóveníu, sem hafa alla burði til að standa á eigin fótum, verði tekin inn í samfélag þjóðanna.“ vegna stríösyfirlýsingar Austur- ríkismanna á hendur Serbíu í kjöl- far morðsins á Franz Jósef, erki- hertoga í Sarajevo, höfuðborg Bos- níu, sumarið 1914. Illarminnirígar Ólga á Balkanskaga vekur því upp illar minningar í Evrópu. En það er samt ekki fyrri heimsstyrj- öldin sem snertir beint það sem nú er aö gerast, heldur sú síðari. Júgó- slavía var undir fasistastjórn 1941 og gekk þá til bandalags við Þýska- land Hitlers. Þetta olli byltingu. Kóngurinn var settur af og ný stjóm sleitbandalaginu. Þjóðveijar lögðu þá Júgóslavíu undir sig og ríktu með miklum hervirkjum til 1945. En á þeim tíma stofnuðu þeir sjálfstætt ríki undir fasistastjórn í Króatíu. Þessi fasistastjóm, sem enn er minnst með hrylhngi í Júgóslavíu, gekk fram í því að útrýma Serbum innan landamæra hins króatíska fasistaríkis. Ahs er tahð að um 700 þúsund Serbar hafi veriö myrtir og að auki gengu Króatar í lið með Þjóöverjum í stríðinu gegn skæru- hðaher Titos annars staðar í Júgó- slavíu. - Þessar minningar vakna nú. Serbar í Króatiu hafa lýst yfir að þeir ætli að sameinast Serbíu ef Króatía verður sjáffstæð og stjóm hafa fallið í innbyrðis átökum Serba og Króata. Það er þetta hatur sem veldur aðskilnaðinum, miklu frekar en efnahagslegar eða pólitískar ástæður. Þær ástæður em aftur miklu frekar ráðandi í Slóveníu, sem er ríkasta lýðveldið, þótt þar búi aðeins um tvær milljónir. Bæði þessi lýðveldi hafa afnumið kom- múnisma í þjóðaratkvæðagreiðslu og eru í þann veginn að taka upp lýðræöi og markaösþjóðfélag, með- an fjölmennasta ríkið Serbía með um 10 mhljónir íbúa heldur fast við steinmnnið kommúnískt kerfi sem er búið að leggja efnahaginn í rúst. Króatía og Slóvenía ætla að hafa með sér náið samstarf enda eiga þessi ríki margt sameiginlegt, m.a. sameiginlega sögu undir yfirstjóm Austurríkis-Ungverjalands. Það eru ekki nægheg rök gegn sjálf- stæði þessara ríkja að utanaðkom- smdi stórveldi vhji óbreytt ástand. í stað þess að beita sér gegn þeim ættu ríki heims að koma í veg fyrir að Serbar reyni að beita hervaldi. Þau sömu ríki og heimta sjálfstæði fyrir Eystrasaltsríkin ættu ekki að vera því andvíg að ríki á borð við Króatíu og Slóveníu, sem hafa aha buröi til að standa á eigin fótum, verði tekin inn í samfélag þjóð- anna. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.