Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Page 15
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991.
15
Willy Brandt á íslandi
Berlín í nóvember 1989. - Það er
búið að opna múrinn og fólkið
kemst loksins þangað sem það vill
komast. Framan við ráðhúsið í
Schöneberg eru nokkrir stjórn-
málamenn að tala viö fólk í nóv-
embermyrkrinu: þarna er Kohl og
þarna er Momper og þarna er
Brandt.
Og hann talar í löngum setning-
um eins og alltaf, dregur dálítið
seiminn, hann er hás, hann teygir
á textanum, hangir á orðunum og
enginn veit hvenær setningunni
lýkur, þetta er hálfgerður þulustíll,
þannig magnast upp spennan, þetta
er gamla bragðið hans, þetta er
hans stíll, kanslarans fyrrverandi
og borgarstjórans og það vita allir
á þessum stað að þetta er hans dag-
ur: hans framlag er veigamest af
öllum til að gera Berlín að einni
borg í staðinn fyrir tvær.
Pólitíkus frekar en marxisti
Hann er fæddur í Lubeck 1913 og
öðlaðist fljótlega póhtískan áhuga
óhkt skólabræðrum sínum: hann
var reyndar feiminn í bernsku og
sérstaklega var hann feiminn við
að segja að hann væri vinstrimaður
- hræddist að halda á lofti minni-
hlutaskoðun í bekknum. Hann var
enginn sérstakur „marxisti" á ung-
um aldri, leit frekar á sig sem „póh-
tíkus“, studdist ekki við hug-
myndafræði. Hann tekur þátt í að
stofna nýjan flokk í Lubeck árið
1932, sem á að sameina jafnaðar-
menn og kommúnista, en hlýtur
lítið brautargengi, - þá er boð
tímans í Þýskalandi: nasismi. Hann
flýr til Noregs árið 1933 og dvelst í
útlegð fram til 1946, seinni stríðsár-
in í Svíþjóð.
Hann snýr svo aftur til Þýska-
lands, gengur í jafnaðarmanna-
flokkinn og verður einn af forvígis-
mönnum hans í Berlín, verður
þingmaður og loks, borgarstjóri
1957. Og hann er borgarstjóri þegar
KjaUaririn
Einar Heimisson
háskólanemi
Freiburg, Þýskalandi
ráðherra, Karl Schiller verður við-
skiptaráðherra.
Og árið 1969 verður Brandt loks
kanslari, fyrsti jafnaðarmaðurinn
í sögu sambandslýösveldisins. í
stefnuræðunni segir hann:
„Við viljum meira lýðræði!"
En fyrst og fremst: Sambandslýð-
veldið verður að breyta samskipt-
um sínum við nágrannaríkin, eink-
um Austur-Þýskaland og Pólland.
Nú hefst nýr tími í utanríkismál-
um, hörkustefna Adenauers, stefna
þagnar og afskiptaleysis, er orðin
hluti af fortíðinni - núna er loksins
talað við Austur-Þjóðveija.
„Fortíðin kvelur okkur“
Árið 1970 verður sögulegra en
flest önnur í sögu sambandslýð-
veldisins, fundir Brandts og
Stophs, forsætisráðherra Austur-
„Willy Brandt vill breyta þar sem hann
telur breytinga þörf og ólíkt flestum
öðrum lætur hann sér ekki nægja að
tala um breytingarnar, hann gerir þær
líka að veruleika.“
Berlínarmúrinn er reistur 1961 og
verður að tákni andstöðunnar við
hann en á samt sem áður htla sig-
urmöguleika gegn Adenauer og
gegn Erhard: hann tapar tvisvar
sem kanslaraefni 1961 og 1965.
„Við viljum meira lýðræði“
En 1966 fellur kanslarinn Erhard
og mynduð er ný ríkisstjórn jafnað-
armanna og kristilegra, svonefnd
stórstjórn. Sumir myndu kalla
þetta taktískt bragð jafnaðar-
manna: þeir urðu að sýna að þeim
væri treystandi fyrir landstjórn-
inni, stórstjórnin varð upphafið að
því: Willy Brandt verður utanríkis-
Þýskalands, mynda upphaf nýs
tíma en síðast en ekki síst: í des-
ember 1970 fer Brandt til Varsjár
og krýpur við minnismerki um
myrta gyðinga í gettóinu: Hann
segir:
„Enginn getur flúið sorgina, for-
tíðin kvelur okkur“.
Og mörgum finnst Þjóðverjar í
fyrsta sinn hafa gengist við fortíð
sinni.
Árið 1971 hlýtur Brandt friðar-
verðlaun Nóbels en þrátt fyrir það
er hann enn um sinn umdeildur
heima fyrir og tekst naumlega að
standa af sér vantrauststillögu í
þinginu árið eftir. En það verður
Willy Brandt, fyrrv. kanslari í Vestur-Þýskalandi. - Valdaskeið hans var
styttra en efni stóðu til, segir m.a. í greininni. Símamynd Reuter
upphafið að enn frekari sigrum
Brandts - í nóvember vinnur flokk-
ur hans mesta sigur sinn í þing-
kosningum fyrr og síðar, hlýtur
45,2 prósent atkvæða. En valda-
skeið Brandts verður styttra en
efni standa til: vorið 1974 segir
hann af sér kanslaraembætti, sakir
þess að einn af nánustu samstarfs-
mönnum hans varð uppvís að
njósnum fyrir Austur-Þjóðverja.
Allir vita að Willy Brandt er ekki
aðeins verkmaður og athafnamað-
ur, hann er líka tilfinningamaður
og lífsnautnamaður og stundum
hafa einkamál hans vakið meiri
athygli en ötul störf hans að vel-
ferðarmálum landsins og heimsins.
Hann lét af formennsku í jafnaðar-
mannaflokknum 1987 en hefur
samt sem áður látið til sín taka í
umræðu um málefni Þýskalands
og Evrópu - sérstaklega þegar sam-
eining Þýskalands var á döfinni.
Willy Brandt vill breyta þar sem
hann telur breytinga þörf og ólíkt
flestum öðrum lætur hann sér ekki
nægja að tala um breytingarnar,
hann gerir þær líka að veruleika.
Einar Heimisson
Ey md í arf
„Niðurgreiðslustefna Evrópubandalagsins á landbúnaðarvörum er þvi
beint tilræði við okkur sem útflutningsþjóð á matvælum ...“
Evrópubandalagið er að verða
meiri háttar vandamál í alþjóða-
viðskiptum. Ef ekki verður gripið
í taumana setur það hikstalaust
fótinn fyrir hinar stórmerku við-
ræður innan GATT sem kenndar
eru við Uruguay og eru einar af
hinum merku lotum innan alþjóða-
viðskipta, sem miða að því að efla
þau á allan hátt og þannig heims-
velferð.
Eftir síðari heimsstyrjöldina
höfðu Bandaríkjamenn þvíÚka yf-
irburðaaðstöðu í alþjóðaviðskipt-
um að þeir gátu sett leikreglur sem
allir aðrir sættu sig við og fóru eft-
ir. Þannig jókst heimsverslun gíf-
urlega og alþjóða hagvöxtur. Nú
eru Bandaríkin ekki jafnafgerandi
sem áöur.
Evrópubandalagið gegn
fríverslun
Ríki Evrópubandalagsins treysta
sér greinilega ekki að hugsa um
heimsviöskipti meðan þau eru að
takast á við yandamálið: landa-
mæralaus Evrópa eftir rúmt ár.
Á síðasta ári, þegar leiðtogar sjö-
veldanna hittust skorti ekki fögur
orð um mikilvægi GATT. Þá var
sagt að Uruguay-viðræðurnar
„hefðu algjöran forgang á sviði al-
þjóðaefnahagsmála" og „við felum
samningamönnum okkar að ná ár-
angri“. Þetta kom í kjölfar þess að
Bandaríkjamönnum lenti saman
við Evrópubandalagið út af styrkj-
um þeirra síðarnefndu við land-
búnað.
Þá máttu aðeins líða fimm mán-
uöir, annars yrði viðræðunum
hætt. Mánuðirnir liðu og ekkert
KjaUarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
gerðist. Þrátt fyrir mikilvægi við-
ræðnanna fóru samningamennirn-
ir einfaldlega ekki eftir fyrirmæl-
um sínum.
Því miöur er von á því aö í næsta
mánuði verði enn reynd undan-
brögð, þrátt fyrir „algjöran for-
gang“. Ýmislegt virðist núna
standa hjarta stjórnmálamann-
anna nær en heimsvelferð. Afleið-
ingar stríðsins í Persaflóa, kosning-
ar í Bretlandi, sameiningarvand-
ræði í Þýskalandi, draumar um
einingu Evrópu og vonir um frí-
verslunarsvæði allrar Norður-
Ameríku, frá Kanada til Mexíkó -
allt þetta virðist standa hjarta
stjórnmálamannanna nær, heldur
en skýrar línur í heimsviðskiptun-
um og þannig velferð aUs heimsins.
Síðan er auðvitað hið erfiða
vandamál um aðstoð við Austur-
Evrópu og hvernig eigi aö bregðast
við gestinum fræga og fátæka,
Gorbatsjov forseta, sem alltaf er
tilbúinn í ferðalög. - Allt er betra
en að hlusta á væhð heima fyrir.
Viðskiptafrelsið grund-
völlur sjálfsbjargar
Því miður fyrir leiðtogana duga
engin vettlingatök lengur. Að
henda einhverjum styrkjum í
kommúnistaríkin og þriðja heim-
inn og láta það bara duga er líkt
og að pissa í skóinn sinn. Aðeins
aukið viðskiptafrelsi og það eitt
getur bjargað þessum ríkjum til
lengdar. Viöskiptin opna þeim
nefnUega markaði fyrir það eina
sem þau eiga, landbúnaðarafurðir
og frumframleiðslu. Viðskipta-
frelsið kemur þannig undir þau
fótunum og styrkir þau til sjálfs-
bjargar. Einungis sjálfsbjargarviö-
leitnin fær bjargað þeim til lengdar
og þá geta þau ef til vUl orðið sam-
keppnisfær í iðnaðar- og tækni-
vöru.
Brjótum ísinn
Fjórir af helstu leiötogum sjö-
veldanna, George Bush, Toshiki
Kaifu, Helmut Kohl og John Major
ættu sérstaklega á leiðtogafundin-
um að lýsa yfir stuðningi sínum
við fríverslun. Þeir saman ættu að
brjóta ísinn í Uruguay-viðræðun-
um. Evrópumennirnir verða svo
að gera eitthvað í C AP - hinni sam-
eiginlegu landbúnaðarstefnu Evr-
ópubandalagsins, sérstaklega í
styrkjakerfinu sem mest hefur
áhrif á heimsmarkaðsverð á land-
búnaðarafurðum.
Kaifu verður að taka til hendinni
á tveim stöðum, leyfa innflutning
á rís og breyta afstöðu Japana yfir-
leitt til kaupa á innfluttum varn-
ingi sem þjóðarsálin í Japan virðist
hafa ímigust á. Það sem Bush gerði
best væri að slá í verndarstefnu
Bandaríkjanna á iðnaðarsviðinu,
sérstaklega í vefnaði og stáli og síð-
an að gerast baráttumaður í anda
fyrirrennara síns fyrir frjálsri
verslun yfirleitt og heimsvelferð.
Augljóst er að GATT viðræðurn-
ar skipta okkur íslendinga höfuð-
máli. Við viljum fríverslun um alla
veröld með okkar góða fisk, en
auðvitað getum við ekki gefið hann
eða þolað stjórnlausar niður-
greiðslur á matvörum meðan við
verðum að flytja inn rándýrt fjár-
magn og iðnaðarvörur. Niður-
greiðslustefna Evrópubandalags-
ins á landbúnaðarvörum er því
beint tilræði við okkur sem útflutn-
ingsþjóð á matvælum og heims-
byggðina alla. Ef tekst að leiörétta
kúrsinn frá Brussel mun heims-
byggðin og komandi kynslóðir ekki
hljóta eymd í arf, þá er mikið hag-
vaxtarskeið framundan, fátæku
ríkin munu blómstra og veröldin
öll sem og við íslendingar, verður
rík.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Ríki Evrópubandalagsins treysta sér
greinilega ekki til að hugsa um heims-
viðskipti meðan þau eru að takast á við
vandamálið: landamæralaus Evr-
ópa...“