Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 28
36 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991. Óvarinn hvolpur - ekki óargadýr í síðustu viku birtist klausa á 2. síðu DV þar sem sagt var frá því að hundur í Húsdýragarðinum hefði bitið bam Ula í vörina. Við lestur greinarinnar mátti skilja að í garðinum gengi laust óargadýr sem réðist á fólk og biti það ef það vogaði sér að koma ná- lægt því. Að vonum brá öllum sem áttu þátt i þessu óhappi þegar þeir sáu greinina, bæði starfsmönnum Hús- dýragarðsins, foreldrum barnsins og öllum þeim sem eiga hunda. Mest brá þeim sem þekkja Spora htla, sem er sérlega ljúfur og góður fimm mánaða gamall hvolpur, enda hafa ófá börnin eignast góðan kunningja í honum. Málsbætur Hundaræktarfélag íslands boðaði til blaðamannafundar m.a. vegna þessara skrifa en DV sá sér ekki fært aö senda blaðamann á staðinn. Þess vegna tel ég sjálfsagt að við fáum að skýra það sem gerðist, þannig aö þeir sem vilja fái rétta mynd af því. Þarna varð slys vegna ógáts og þekkingarleysis og allir sem þekkja eðli lifandi vera (þ.m.t. manna og hunda) skilja það ef þeir vita hvernig óhappið varð. Búið var að loka Húsdýragarðin- um og Spori var eftirlitslaus í girð- ingunni við húsið. Honum hafði verið fengið bein að naga, en það má að sjálfsögðu ekki gera þegar óvitar eru nálægir. Starfsmenn Húsdýragarðsins hafa sér til máls- bóta að garðurinn var lokaður og ekki hefur verið búist við að fólk væri enn á ferh við húsið. Litla stúlkan og vinkona hennar fóru inn fyrir girðinguna og ætluðu að klappa hundinum, sem lá í mak- indum með beinið sitt, beygja sig yfir hann og rétta fram höndina. Kjallariim Jóhanna G. Harðardóttir form. deildar ísl. fjárhundsins Spori glefsaði til stúlkunnar, enda gat hann ekki skilið þetta öðruvísi en svo að hún ætlaði að taka af honum beinið. (Tekið skal fram að hvolpurinn glefsaði í hana en beit ekki - á því er mikill munur.) Þama var margt sem stuðlaði að því að svona fór: hvolpurinn einn með bein, hægt að komast inn fyrir girðinguna, stúlkurnar ekki nógu kunnugar hundum til að vita að ekki á að gefa sig að ókunnugum hundum þegar þeir eru með bein eða bundnir. Fullkomlega eðlileg viðbrögð Viðbrögð hvolpsins voru fuh- komlega eðlileg, enda var enginn nálægur til að verja hann og beinið hans fyrir þeirri árás sem hann taldi sig verða fyrir. Það er langt frá því að það komi til greina að láta aflífa blíðlyndan og vel upp alinn hvolp vegna raða mistaka sem verða hjá mönnum. Þess ber að geta að foreldrar stúlkunnar gerðu sér strax grein fyrir hvernig atvikiö varö og hafa fuhkominn skilning á því, enda færðist móðir- in undan því að skrifað yrði í blöð um atburðinn þegar leitað var til hennar frá DV. Litla stúlkan hefur komið í garð- inn síðan og á inni vikudvöl þegar henni og foreldrum hennar hentar, því starfsmenn garðsins vilja allt gera til aö bæta stúlkunni upp þá óþægilegu reynslu sem hún varð fyrir. Þetta atvik og skrifm um það sýn- ir okkur ljóslega að þegar hundar eru annars vegar má alltaf leggja út á versta veg. Aldrei les maður um þau óteljandi skipti sem börn og fullorönir eru klóraðir og bitnir af köttum, né heldur um þau skipti sem hestar bíta eða slá. - En þegar hundur er annars vegar horfir málið öðruvísi við. Það kæmi öllum betur að skrif um hunda í fjölmiðlum væru á öðr- um nótum en núna, í staö hræðsluáróðursins, sem rekinn er, væri nær að kenna mönnum að umgangast hunda þannig aö vel fari á með þessum tveimur skepn- um sem eiga svo ótrúlega margt sameiginlegt. Fyrst af öUu þetta: Kennið börn- um ykkar að hundurinn á að koma til mannsins en ekki maðurinn til hundsins. Allra síst eiga börn að ganga að ókunnugum hundum sem annaðhvort eru bundnir eða með einhvers konar bráð, því undir þeim kringumstæðum verja þeir sig. Kennið börnunum að hlaupa aldrei undan hundi því hundurinn heldur oftast að það sé leikur og eltir barnið. Jóhanna G. Harðardóttir „Kennið börnunum að hlaupa aldrei undan hundi þvi hundurinn heldur oftast að það sé leikur og eltir barnið.“ .. í stað hræðsluáróðursins, sem rek- inn er, væri nær að kenna mönnum að umgangast hunda þannig að vel fari á með þessum tveimur skepnum sem eiga svo ótrúlega margt sameiginlegt.“ Andlát Hólmfríður Magnúsdóttir, Efsta- sundi 16, andaðist í Landspítalanum 24. júní sl. Ingibjörg J. Helgadóttir, Miklubraut 50, lést í Borgarspítalanum 27. júní sl. Björn S. Markússon trésmíðameist- ari, Vogatungu 95, Kópavogi, lést á heimili sínu þann 26. júní. Árni Einarsson, Áltheimum 31, lést í Landakotsspítala 26. júni. Jarðarfarir Guðmundur Jónsson, Syðra-Velli, verður jarðsunginn frá Gaulverjar- bæjarkirkju laugardaginn 29. júní kl. 14. Helgi Þórðarson, sem andaðist á Garðvangi 22. júní, verður jarðsung- inn frá Keflavíkurkirkju laugardag- inn 29. júní kl. 14. Guðmundur Jónsson, Vesturgötu 15, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 29. júní kl. 14. Jóhann Ingi Sigurgeirsson, lést 21. júní. Útfórin veröur gerð frá Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 29. júní kl. 14. Guðbjartur Jónsson fyrrverandi skipstjóri, Hlíf II, ísafirði, sem lést í sjúkrahúsi ísafjarðar 22. júní sl., verður jarðsunginn frá ísafjarð- arkapellu laugardaginn 29. júní kl. 14. Einar I. Guðmundsson, Hlíðarenda, ísafirði, veröur jarðsunginn frá ísa- fjarðarkapellu laugardaginn 29. júní kl. 16.30. ísak Fannar Jóhannesson, lést í Barnaspítala Hringsins 20. júní. Minningarathöfn fer fram í Laugar- neskirkju í dag, fóstudaginn 28. júní, kl. 16. Útfórin verður gerð frá Búðar- kirkju, Fáskrúðsfirði, mánudaginn 1. júlí kl. 14. Jón H. Guðmundsson lést 20. júní sl. Hann var fæddur 3. desember 1913, sonur hjónanna Guðrúnar Magnús- dóttur og Guðmundar Einarssonar. Utfór Jóns verður gerð frá Kópavogs- kirkju í dag, fóstudaginn 28. júní, kl. 13.30. Myndgáta dv Fræðimannsibúð í Danmörku úthlutað Fræðimannsíbúð samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna- höfn hefur verið úthlutað fyrir timabiliö 1. sept. til 31. ág. 1991. Úthlutun fengu dr. Hjalti Hugason, til að afla gagna fyrir rit um sögu kristni á íslandi í 1000 ár, dr. Hrafnhildur Ragnars til aö vinna að sam- anburðarrannsóknum á skilningi ís- lenskra og danskra barna á hugtökum og orðaforða yfir fjölskylduvensl, dr. Unnsteinn Stefánsson til að vinna að riti um haffræði og afla heimilda í sambandi við rannsóknir á íslenskum vötnum sem sjór gengur inn í, dr. Sigfús A. Schopka til að ljúka ritgerð um þorskstofninn við ísland á tímabihnu 1930-1990 og athuga í samvinnu við grænlensku fiskirann- sóknastofnunina í Kaupmannahöfn sam- spil íslenska þorskstofnsins og græn- lensku þorskstofnanna, Grétar Unn- steinsson til að afla heimilda í Danmörku um upphaf íslenskrar garðyrkju og kynna sér fræðslu og menntun í um- hverfismálum. Alls barst 41 umsókn um íbúðina. í úthlutunarnefndinni eiga sæti Guðrún Helgadóttir alþingismaður, Ingvi S. Ingvarsson, sendiherra í Kaupmanna- höfn og formaður stjómar Húss Jóns Sig- urðssonar, og dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor. Ferð yfir Sprengisand Leiðin yfir Sprengisand hefur nú verið opnuð fyrir umferð í ár. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónssonar hf., sími 683222, mim sjá um áætlunarferðir yfir Sprengi- sand tíl Mývatns í sumar eins og mörg undanfarin ár. Fyrsta ferð sumarsins verður laugardaginn 29. júní. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 8. í sumar veröur farið tvisvar í viku, á miðvikudögum og laug- ardögum kl. 8, frá BSÍ og til baka frá- Mývatni, Hótel Reynihlið, á fimmtudög- um og sunnudögum kl. 8.30. Verðið er kr. 6.000 önnur leiðin og kr. 10.500 báðar leiðir. Innifahð í verðinu er nestíspakki ásamt leiðsögn. Nýjar bækur frá íslenska kiljuklúbbnum Íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur. Milljón prósent menn er skáldsaga eftir Ólaf Gunnars- son. Hún fjallar um þá óborganlegu per- sónu Engilbert Ármannsson sem bragð- aði vin í fyrsta sinn á fermingardaginn og drakk eftir það sleitulaust þegar hann komst yfir vín. í bókinni er lýst samskipt- um hans og ungs frænda hans sem er að byrja að fást við skáldskap. Sagan kom fyrst út árið 1978 en nú hefur höfundur stytt hana og lagfært til samræmis við fyrstu gerö hennar. Bókin er 119 bls. Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson gerði kápu. Eva Luna er skáldsaga eftir Chileönsku skáldkonuna Isabel Allende. Söguhetjan, Eva Luna, missir ung móður sína, er þá komið fyrir hjá ókunnugum og lendir brátt í æsilegum atburðum í tengslum við stjómmálabaráttu í heima- landi hennar. Tómas R. Einarsson þýddi bókina sem er 336 bls. Heimir Guðmunds- son hannaöi kápu. Leyndir þræðir er ný spennusaga eftír enska höfundinn Colin Dexter. Bókin fjallar um Morse lögreglu- fulltrúa sem er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur. Sif Gunnarsdóttir þýddi bókina sem er 236 bls. Hugsjón hannaði kápu. Allar voru bækumar pre'ntaðar i Skotlandi. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu, Hverfisgötu 105, í dag, fóstudag, kl. 13-17. Bridge og ftjáls spila- mennska. Laugardagsganga Göngu- Hrólfa verður úti í Viðey ef veður leyfir. Mætíng á Hverfisgötu 105 kl. 10. Tónleikar Tónleikar í Listasafni Sigur- jóns Á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sig- uijóns Ólafssonar þann 2. júli nk. kl. 20.30 flytja Finndís Kristinsdóttir fiðluleikari og Vilhelmína Ólafsdóttir píanóleikari tónlist eftir Brahms, Debussy, Beethoven og Saint-Saens.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.