Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 31
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991.
Veiðivon
39
Margir veiðimenn öngulsárir og aumir þessa dagana:
- fyrstu veiðimenn fengu ekkert og sáu ekkert af laxi í Hofsá í Vopnafirði
Laxveiðimenn bera sig illa þessa
dagana og ekki að ástæðulausu.
Þorri laxveiðiánna er hreinlega að
þurrkast upp og hringinn í kringum
landið bíða menn nú eftir rigningu.
Það er ekki einungis fiskleysi sem
hrjáir marga veiðimenn heldur eru
þeir frekar hnípnir veiðimennimir
sem nota mikið af ánamaðki við
veiðiskapinn, enda slík kvikindi
varla fáanleg á landinu eftir ótrúlega
þurrkatíð undanfarið. Þeir fáu
maðkar sem mjaka sér að yfirborði
jarðar og hafna á milii fingra maðka-
sölufólks eru seldir á uppsprengdu
verði. Hæsta verð sem heyrst hefur
fyrir maðkinn er 80 krónur fyrir
stykkið. Það þýðir að beitan leggur
sig á um 240 krónur. Kannski ekki
að furða þótt menn hafi snúið sér í
auknum mæli að fluguveiði undanf-
arna daga.
Þeir lánsömu veiðimenn sem haft
hafa auraráð til að fjárfesta í þeim
slímuga hafa ekki margir haft árang-
ur sem erfiði. Margir veiðimenn hafa
keypt veiðileyfi dýrum dómum en
síðan hafa þessir veiðimenn í mörg-
um tilfellum snúið til byggða öngul-
sárir og aumir að flestu leyti.
Enginn lax í fjóra
daga í Laxá í Dölum
„Héðan er nákvæmlega ekkert að
frétta. Áin minnkar dag frá degi og
það gerist ekkert hér nema að hann
fari að rigna," sagði Gunnar Bjöms-
son, matreiðslumaður við Laxá í
Dölum, í samtali við DV í gærkvöldi.
Aðeins 3 laxar eru komnir á land og
veiddust þeir allir í opnuninni. Eng-
inn lax hefur veiðst síðustu fjóra
dagana. Veiðimenn hafa séð mjög
mikið af laxi í Efra-Sjávarfljóti á flóði
en laxinn virðist fara aftur til sjávar
og ekki leggja í að ganga ofar í vatns-
lausa ána.
Enginn lax í Hofsá?
„Hér hófu menn veiðar í gær en
fyrsta hálfa daginn veiddist ekkert
og veiðimenn sáu engan lax í ánni,“
sagði Sverrir Sigfússon, veiðivörður
í Hofsá í Vopnafirði, í gærkvöldi en
veiði hófst í ánni í gær. „Það er frek-
ar lítið vatn í ánni og laxinn virðist
ekki vera kominn. Það vantar rign-
ingu hér eins og víða annars stað-
ar,“ sagði Sverrir ennfremur. Við
fréttir af veiði í Hofsá er því að bæta
að silungsveiði á silungasvæði Hofs-
Hér sjást glaðir veiðimenn sem veiddu fallega laxa við Laxfoss í Norðurá
á dögunum. Á myndinni eru frá vinstri: Sigurður Guðjónsson, Anna K. Sig-
þórsdóttir og Sigfús Þ. Eliasson. DV-mynd SAM
ár hefur gengið treglega það sem af
er.
„Menn taka þessu
karlmannlega“
„Það hefur aðeins verið að lifna yfir
þessu síðustu dagana en það vantar
tilfmnanlega vatn í ána sem er mjög
heit. Annars taka veiðimenn þessu
karlmannlega," sagði starfsstúlka í
veiðihúsinu við Grímsá í gærkvöldi.
Þá vom komnir 45 laxar á land og
hafa þeir veiöst til jafns á flugu og
maðk. Stærsti laxinn enn sem komið
er vó 13 pund.
Glímt viðrisa í
Myrkhyl í Austurá
Veiöimenn, sem em við veiðar í Mið-
fjarðará, settu í risastóran fisk í
Myrkhyl í Austuránríi í gær en hann
fór af eftir snarpa viðureign. Að sögn
veiðimanns, sem ekkert hafði fengið
í gær, var þetta fiskur vel yfir 20
pund. Hoflið, sem nú er við veiðar í
Miöfjarðará, hafði í gærkvöldi fengiö
8 laxa og heildartalan úr Miðfjarðará
var nálægt 40 laxar.
Mikill lax kominn í
Hvolsá og Staðarhólsá
Enn er veiði ekki hafin í öllum veiði-
ám landsins en þær síðustu verða
opnaðar á mánudaginn, 1. júlí. Þar
má nefna Hrútafjarðará og Hvolsá
og Staðarhólsá í Dölum. Af Hvolsá
og Staðarhólsá er það að frétta að
mikill lax hefur þegar sést í ánni og
er hann mjög vænn. Hafa menn séð
mikið af laxi frá 10 til 19 pund eða
þar um bil. Þá hafa menn séð mikið
af laxi fyrir utan árnar og er hann
þegar farinn að ganga af krafti. Má
því búast við fjörlegri opnun í Hvolsá
og Staðarhólsá en vatn í ánum mun
vera fyrir ofan meðallag.
Laxinn kominn í Laxá
og Bæjará í Reykhólasveit
Fréttir hafa borist af miklum laxa-
göngum viö norðanvert Snæfellsnes.
Þá má geta þess að talsvert hefur
sést af laxi í Laxá og Bæjará í Reyk-
hólasveit og í nágrenni við ósa ánna
hefur orðið vart við töluvert magn
af bleikju og virðist hún ætla að
verða óvenju snemma á ferðinni eins
og laxinn á þessum slóðum þetta
sumarið. Veiði er nýhafm í Laxá og
Bæjará og eru 3 laxar komnir á land,
sá stærsti 14 pund.
Lítið af veiðimönnum
en mikiö affiski
„Það er frekar lítið að frétta af veið-
inni hér þessa dagana. Hér hafa fáir
veiðimenn verið við veiðar síðustu
dagana og virðist sem fólk fari um
lengri veg til veiða á þessum árs-
tíma,“ sagði bóndinn á Elliðavatni í
gærkvöldi í samtali við DV. Þeir sem
hafa rennt í Elliðavatn undanfarna
daga hafa sumir hveijir veitt vel og
veiðimaður, sem kastaði lítilli púpu
neðan við bæinn að Elliðavatni á
dögunum, fékk 12 silunga í beit á
fluguna.
-SK
„Þaö var gaman aö fá fyrsta laxinn
i Soginu og skemmtilegt að hann
skyldi taka fluguna," sagði Jón Þ.
Einarsson sem veiddi 9 punda lax á
Rauða franses á Öldunni á dögun-
um og sést hér með laxinn.
DV-mynd GG
1
Ttmaiit fyrir aua
Fjölmiðlar
■— m m mtm m u m M
Piooin i hnolskurn
■ wii ■ ■ IIIIVvifllfHfl ■■
Það er kannski að bera í bakka-
: fullan lækinn að gagnrýna þá út-
varpsþaittiþar sem þióðin færútrás
fyrireðlið. Þjóðarsálin, Meinhornið
og Landiö og miöin. Allt eru þetta
þættir á rás 2 og aliir bjóða þeir
landanum upp á að nöldra, kvarta,
kveina, skammast, hrósa og elskast.
Ýmsir telja þetta svo nauðsynlega
þætti að þeir megi alls ekki missa
: sig. Efþeir væru ekki á dagskrá
myndu sálfræðingar landsins fara á
taugum vegna yfirvinnuálags og
þyrftu sjálflr að ganga til geðlæknis.
En hvað er það í þessu margumtal-
aöa þjóðareðli sem gerir það að
: verkumaöþað krefst þess aðhafa
slíka þætti? Og hvaöa hluti þjóðar-
innar er þaö sem nýtirsérþessa
ókeypis sálfræðiaðstoð? Þeir sem
hringja eða skrifa i þessa þætti virð-
ast eiga það sameiginlegt að þeir
kvarta eða hrósa sömu atriðum. Ef
einn byijar að kvarta yflr einhverj u
veröur þátturinn eins og sagan um
kýrnar. Ef ein byijar að pissa fara
aflar að pissa. Ef Stefán Jón Haf-
stein er skammaöur fyrir hortug-
heit koma fimmtán manns á eftir
ogviljalfka skamma hann. Ég held
að það vanti hugmyndaflug í þjóð-
Landið og raiðin er afar sérstakur
þáttur og ég held að Sigurður Pétur
sé líka afar sérstakur maður. Það
hlýtur aö þurfa sérstákan persónu-
leika til aö halda úti þætti fy rir fufl-
orðið fólk sem sendir ástsjúkar,
mergjaðar og útfrikaðar kveðjur
millilandshluta. Saumaklúbbar,
sjómenn og knattspyrnulið eru á
útopnu hjá Sigurði Pétri. Ég veit
ekki hvort hann velur sjálfur þá
tónlist sem spfluö er eða hvort það
er þjóðin sjálf. Ef það er hann sem
velur þá hefur hann alveg ótrúlega
uhdárlegán tónlistarsmekk. En éf
það er fólkiö sjálft sem velur þá er
máliöhálfuverra.
En eins og sagt er að framan er
það sennilega að bera í þennan
margumtalaða bakkafulla læk að
nöldra yfir þessum ást-haturs þátt-
um. Þetta virðist vera það sem þjóð-
in vill. Þessír þættir njóta mestrar
hlustunar og Siguröur Pétur var
meiraaðsegja næstum þvi kosinn
maður ársins á dögunum. Þetta er
þjóðin í hnotskurn og þannig vill
húnsjásigogheyra.
Nauna Sigurdórsdóttir
Veður
Vestan- og suðvestangola eða kaldi og smásúld vest- an til á landinu en viða bjart austanlands og í inn- sveitum norðan- og sunnanlands. Hiti frá 7-20 stig þegar liður á daginn, hlyjast á Norðaustur- og Aust-
urlandi.
Akureyri léttskýjað 8
Egilsstaðir léttskýjað 9
Keflavíkurflugvöllur skúr 8
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 11
Raufarhöfn heiðskírt 8
Reykjavik alskýjað 9
Vestmannaeyjar skýjað 9
Bergen hálfskýjað 10
Helsinki þokumóða 13
Kaupmannahöfn alskýjað 14
Ósló alskýjað 13
Stokkhólmur hálfskýjað 15
Þórshöfn léttskýjað 11
Amsterdam skúr 13
Barcelona hálfskýjað 16
Berlín skýjað 10
Chicagó heiðskírt 24
Feneyjar heiðskírt 18
Frankfurt skúr 12
Glasgow þoka 10
Hamborg rigning 11
London mistur 12
LosAngeles hálfskýjað 17
Lúxemborg skýjað 11
Malaga þokumóða 22
Mallorca léttskýjað 20
Montreal alskýjað 24
New York skýjað 26
Nuuk þoka 4
Orlando léttskýjað 24
Paris skýjað 12
Róm heiðskírt 22
Valencia skúr 21
Vin léttskýjað 15
Winnipeg léttskýjað 12
Gengið
Gengisskráning nr. 120. - 28. júní 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 62,890 63,050 60,370
Pund 102,256 102,516 104,531
Kan. dollar 55,058 55,198 52,631
Dönsk kr. 9,0036 9,0265 9.2238
Norsk kr. 8,9161 8,9388 9,0578
Sænsk kr. 9,6272 9,6517 9,8555
Fi. mark 14,6785 14,7158 14,8275
Fra. franki 10,2652 10,2914 10,3979
Belg. franki 1,6893 1,6936 1,7168
Sviss. franki 40,3723 40,4750 41,5199
Holl. gyllini 30,8776 30,9562 31,3700
Vþ. mark 34,7795 34,8680 35,3341
it. líra 0,04673 0,04685 0,04751
Aust. sch. 4,9432 4,9558 5,0239
Port. escudo 0,3988 0,3998 0,4045
Spá. peseti 0,5548 0,5562 0,5697
Jap. yen 0.45538 0,45654 0,43701
Irskt pund 93,093 93,330 94,591
SDR 82,7249 82,9353 81,2411
ECU 71,4745 71,6563 72,5225
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
27. júní seldust alls 112,547 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Blandað 0,016 10,00 10,00 10,00
Grálúða 0,590 75,00 75,00 75,00
Karfi 19,057 31,20 29,00 36,00
Keila 0,143 25,00 25,00 25,00
Langa 2,700 21,69 20,00 36,00
Lúða 0,788 291,29 220,00 340,00
Rauðmagi 0,023 20,00 20,00 20,00
Saltfiskflök 0,175 165,00 165,00 165,00
Skata 0,433 90,00 90,00 90,00
Skarkoli 0,206 56,85 52,00 77,00
Skötuselur 0,340 180,00 180,00 180,00
Steinbítur 0,974 42,56 32,00 45,00
Þorskur, sl. 65,201 77,47 40,00 92,00
Ufsi 5,568 43,13 41,00 48,00
Undirmál. 4,560 57,95 53,00 62,00
Ýsa, sl. 11,772 76,79 35,00 -89,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
27. júní seldust alls 181,072 tonn.
Smáufsi 0,281 24,00 24,00 24,00
Rauðm./gr. 0,083 20,00 20,00 20,00
Þorskur, st. 5,344 88,00 88,00 88,00
Keila 7,374 30,64 28,00 31,00
Smár þorskur 1,830 53,00 53,00 53,00
Lúða 0,276 212,15 150,00 315,00
Ýsa 73,786 75,70 50,00 89,00
Ufsi 19,969 46,15 44,00 48,00
Þorskur 60,547 82.07 77,00 88,00
Langa 3,562 61,66 39,00 64,00
Koli 0,996 67,19 30,00 79,00
Karfi 8,021 30,80 30,00 32,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
27. júni seldust alls 225,501 tonn.
Lýsa 0,010 15,00 15,00 15,00
Keila 0,104 26,00 26,00 26,00
Skötuselur 0,225 395,04 100,00 415,00
Skata 0,054 87,00 87,00 87,00
Ýsa 35,876 80,15 50,00 109,00
Þorskur 45,928 83,98 35,00 100,00
Langa 1,300 40,46 38,00 42,00
Undirmál. 0301 42,17 20,00 44,00
Ufsi 78,902 43,09 21,00 45,00
Karfi 58,182 31,18 27,00 38,00
Steinbítur 0,392 37,67 25,00 46,00
Sólkoli 0,341 58,28 52,00 59,00
Lúða 3,886 209,79 85,00 445,00
Fiskmarkaðurinn Þorlákshöfn
27. júní seldust alls 7,157 tonn.
Karfi 2,064 24,36 24,00 30,00
Keila 0,030 20,00 20,00 20,00
Langa 0,013 30,00 30,00 30,00
Lúða 0,157 190,00 190,00 190,00
Steinbítur 1,120 22,49 20,00 32,00
Þorskur, sl. 0,922 83,94 72,00 87,00
Ufsi 2,801 49,16 46,00 50,00
treewaviz
MARGFELDI 145
é
PÖNTUNARSÍMI • 653900