Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháÖ dagblað FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991. Brandt við komuna til landsins í gær. DV-mynd Ægir Már Willy Brandt á Islandi Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, kom til landsins í gær ásamt eiginkonu sinni í boði Germaníu. Hann mun dvelja hér á landiframásunnudagogmeðalann- ars sitja boð Vigdísar Finnbogadótt- ur forseta og hitta að máli nokkra af leiðtogum íslensku stjórnmála- flokkanna. í dag klukkan 19 mun hann halda opinn fyrirlestur í Há- skólabíói um sameiningu Þýska- lands, breytingarnar í Evrópu frá 1989 og framtíð Evrópu í hinu alþjóð- legasamfélagi. -kaa Hús umkringt v. við handtöku strokufangans Strokufanginn úr Hegningarhús- inú, sem leitað hafði verið að frá 15. júní, fannst í húsi í Kópavoginum síðdegis í gær. Handtakan kom í kjölfar einnar af fjölmörgum vís- bendingum sem bárust til lögregl- unnar eftir að birt var mynd af fang- anum í fjölmiölum. Umrætt hús var umkringt í Kópavoginum og síðan knúð dyra. Fanginn reyndist vera innandyra og veitti hann ekki viðn- ám við handtökuna.__-ÓTT Stöð 2: Síðastafreisting ^ Kristsaf dagskrá Hin umdeilda kvikmynd Síðasta freisting Krists, sem sýna átti á Stöð 2 annað kvöld, hefur verið tekin út af dagskránni án nokkurra skýringa. Miklar deilur urðu fyrir þremur árum um kvikmyndina sem sýnir Jesú Krist í öðru ljósi en Biblían greinirfrá. -HK Þyrlanfluttídag Þyrlu vamarliðsins, sem hlekktist á á Snæfellsjökli, veröur flogið af jöklinum í dag ef veður leyfir. Unnið var sleitulaust í alla nótt við að koma þyrlunni í lag. Undir morgun var búið að skipta um annan mótorinn og alla spaða þyrlunnar og reyndist húnílagiviðprufu. -BÓl LOKI Kjarkur er þetta í stöðvar- mönnum! Slökkvilið og lögregla kannar skemmdir ettir brunann á verkstæðinu. DV-mynd S Einhliða veiði heimildir koma ekki til greina „Ég ætla ekki að túlka þessi orð á nokkurn hátt. Okkar samnings- staða er skýr og henni verður ekki breytt Við fórum ekki inn í þetta samkomulag nema fá tollfijálsan aögang fyrir sjávarafurðir. Það kemur ekki til greina að við förum að hleypa Evrópubandalaginu al- veg tollfijálst hingaö inn, án þess að fá tollfrelsi á móti. Einhliða veiðiheimildir hafa ekki komið til greina og koma ekki til greina.“ Þetta sagði Þorsteinn Pálsson al- þingismaður þegai- DV bar undir hann opinbera túlkun fram- kvæmdanefndar Evrópubanda- lagsins á niðurstöðum ráðherra- fundar EB og EFTA sem haldinn var í Luxemborg á dögunum. Þar segir Jacques Poos, formaður ráðherraráðs EB, að hann áhti að pólitískt samkomulag um fisk hafi náöst í Luxemborg. Tvö atriði hafi verið lögð til grundvallar, bæði mjög mikilvæg að mati EB-manna. Hafi annars vegar verið um að ræða betri aðgang sjávarafurða EFTA-landanna að markaði EB og hins vegar aögang fiskveiðibáta að fiskimiðum EFTA. Eftir strangar viðræður hafi EFTA-ríkin, þar á meðal ísland og Noregur, fallist afdráttarlaust á tengingu þessara atriða sem þýði að fiskveiðimenn bandalagsins fái aðgang, jafnvel þótt í mjög takmörkuðum mæli sé, að fiskimiöum EFTA-rikja innan ramma Evrópska efnahagssvæðis- ins. „Hitt er annað mál að alveg £fá 1976 hefur verið til umræðu að gera tvíhliða samskiptasamning á sviði sjávarútvegsmála, þar sem íjallaö yrði um samskipti við vísindarann- sóknir og mengunarvarnir, upplýs- ingagjöf af ýmsu tagi og gagn- kvæmar veiöiheimildir," sagði Þor- steinn. „Við erum reiðubúnir til að Ijúka þeim samningi í tengslum við þennan væntanlega EES-samning. En samningsstaða okkar er alveg klár og ætti að vera Evrópubanda- laginu Ijós. Ef þetta er rétt eftir Poos haft þá er það á miklum misskilningi byggt af hans hálfu. Ég trúi ekki að honum séekkiljóssamningsstaöan." -JSS Veðriðámorgun: Hæg, breytileg áttoghlýtt Á morgun verður fremur hæg breytileg átt um allt land. Skýjað verður vestast á landinu og sums staðar smásúld við ströndina en víðast léttskýjað austan til. Hiti verður á bihnu 8-18 stig. Sólborg á Akureyri: Starfsmaður stunginn með hnífiíhálsinn Starfsmaður á vistheimilinu Sól- borg var stunginn með hnífi á háls- inn um klukkan tíu í gærkvöldi. Vist- maður á heimihnu, sem er fyrir van- gefna, hafði náð í hníf og lagt til hans. Starfsmaðurinn var á ferð í bænum með vistmanninn og fóru þeir í heim- sókn í hús. Þar átti atburðurinn sér staö. Starfsmaðurinn var íluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Að sögn lögreglu er ljóst að litlu munaði að illa færi. Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur málið til meðferðar. Vistmað- urinn, sem er ósakhæfur, var eftir atburðinn fluttur aftur á vistheimil- ið. -ÓTT Evrópumótið í brids: Íslendingarí 3.-4. sæti íslendingar eru í 3.-4.sæti á Evr- ópumótinu í brids eftir 24 umferðir. í gær vann sveitin íra, 21-9, og gerði jafntefh við ítali, 15-15. Sveitin mæt- ir Hollendingum og Belgíumönnum í dag en í síðustu umferð mótsins á morgun er leikið við Dani. Bretar eru enn efstir á mótinu með 487,5 stig, Svíar hafa 478, íslendingar og Pólverjar 442 og Hollendingar eru í fimmta sæti með 441 stig. -GRS skemmdust íeldi Talsverður eldur varð laus á bif- reiðaverkstæði við Vagnhöfða um miðnættið. Sjö bifreiðir voru innan- dyra sem urðu fyrir skemmdum. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá logsuðutæki sem verið var að vinna með. Starfsmaður reyndi að slökkva eldinn með handslökkvitæki en það tókst ekki. Þegar slökkvilið kom á staðinn reyndist talsverður eldur vera innandyra og mikinn reyk lagði frá húsinu. Eldurinn breiddist einnig út að geymslulofti. Fjórir reykkafarar voru sendir inn með háþrýstibúnað og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins. Reykkafararnir urðu að taka gaskúta sem voru inn- andyra og forða þeim út. Slökkvistarf tók rúmlega eina klukkustund en vakt var við húsið í nótt. Skemmdir urðu á húsnæðinu vegna sóts og reyks og tjón varð á bílunum vegna hita og reyks. -ÓTT ^oVBtLASr0 ▼ ▼ ÞRDSTU 68-50-60 VANIR MEN R N TVÖFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.