Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991.
Fréttir
Bændur reka á Grímstunguheiði 1 andstöðu við gróðurvemdamefnd:
Pöntuðu fjárbflana áður
en nefndin skilaði áliti
- Grímstunguheiði alls ekki beitarhæf, segir fulltrúi Landgræðslunnar
„Mér fannst Grímstunguheiði
líta óvenjuilla út. Hún var aö mínu
mati alls ekki beitarhæf," sagði
Andrés Amalds, fulltrúi Land-
græðslunnar.
Hann fór ásamt fjórum fulltrúum
úr gróðurverndarnefnd til að skoða
ástand gróðurs á Grímstunguheiði
síðastliöinn sunnudag. Nefndin
skilaði síðan áliti um ástand gróð-
urs og hvort heimila ætti upprekst-
ur á heiðina.
„Þrír íjögurra nefndarmanna,
svo og fulltrúi Landgræðslunnar,
töldu að alls ekki ætti að heimila
upprekstur strax. Hinn fjóröi, sem
er bóndi í Sveinsstaðahreppi og
sveitarstjórnarmaöur þar, sá alls
staðar gróður. Hann vildi hleypa
strax á heiðina. Þessi bóndi er land-
þröngur. Hann er með mjög stórt
bú á lítilli jörð. Þama lenti hann í
hagsmunatogstreitu við sjálfan sig.
Sveitarstjórnin ákvað í framhaldi
af þessu að heimila upprekstur
strax og fór fyrsta féð strax á mánu-
dag.
Það sem var kannski enn sér-
kennilegra var það að búiö var að
panta fjárbílana af aðila í sveitar-
stjórn áður en skoðunarferðin var
farin. Það var alveg ljóst að aðilar
innan sveitarstjómarinnar vora
búnir að ákveða þessa dagsetningu,
burtséð frá því hvaö kæmi út úr
skoðunarferð nefndarinnar."
Andrés sagði að þetta væri eina
sveitarstjómin á landinu sem ekki
hefði farið að tilmælum Land-
græðslunnar varðandi seinkun á
upprekstri á afréttarlönd.
„Ég veit að þaö var farið með
mjög margt fé upp á heiðina í gær.
Mér finnst óhæfa að þeir skuli
hleypa á hana strax. Miðað við það
hvað mikið er í húfi ber ekki að
taka neina áhættu. Ég minnist þess
aldrei fyrr að hafa séö jörðina
svona þurra og nú má ekkert út
afbera.“ -JSS
Viðgerð lýkur á morgun á Hafrúnu, ferju Eyjaferða á Breiðafirði, sem tók niðri við Dímonarklakka á mánudag. Að sögn framkvæmdastjóra Eyjaferða
verður Hafrún komin aftur i notkun eftir óhappið á laugardag. Skemmdir urðu minni en taliö var i fyrstu. Önnur skrúfan og stýri ferjunnar skemmdust auk
þess sem smávægilegar skemmdir urðu á botni. Myndin er tekin þegar Þórsnes SH dregur Hafrúnu að slippnum i Stykkishólmi þar sem gert var við
skemmdirnar. DV-mynd Lára
Newsweek um opna golfmótið á Akureyri:
Hraunið er banvæn gildra
í nýjasta hefti bandaríska vikurits-
ins Newsweek getur að líta grein um
opna golfmótið sem haldið var á
Akureyri í júní siðastliðnum. Má þar
lesa um eitt og annað skondið en
erlendum blaðamönnum hefur löng-
um þótt það sérkennilegt verkefni
að skrifa um landið okkar og íbúa
þess.
í upphafi greinar er aðstæðum á
nyrsta golvelli heims lýst og er hann
ekki flokkaður undir neinn lúxus.
Byrjar greinin á skelfingarópi ís-
lenska sendiherrans þar sem hann
sér á eftir bolta sínum fljúga út í
buskann. Lendingarstaðurinn er
nefninlega hulinn „framstæðum
arfa“ sem nær mönnum upp á hné,
en fyrir slíkan gróður hefur ekkert
áhald verið fundið upp í golfi að sögn
blaðamanns. Hann segir vist að gol-
fæðið sé nú búið að ná alheimsút-
breiðslu fyrst það er stundað við
þessar aðstæður.
Heilsíðugreinin í nýjasta tölublaði
Newsweek um opna golfmótið á
Akureyri.
„Opna golfmótið á þessu ári hefur
náð að setja met þar sem 158 sérlund-
aðir þátttakendur frá 10 þjóðum hafa
ferðast allt til enda veraldar til að
upplifa niöurlægingu þá sem „heim-
skautsgolf' getur boðið upp á,“ segir
í greininni. Einnig er greint frá því
að veriö sé að spOa viö „hitabeltisað-
stæöur"; 10 gráðu hita síðdegis og
enn lægra hitastig með rigning-
arsudda nokkru síðar. Sólarglenna
endist aðeins í 25 mínútur.
Fyrsta hindrunin sem verður á
vegi manna er að komast til lands-
ins, segir greinarhöfundur. Þegar
menn hafa komist yfir þann hjalla
er aö veröa sér úti um far norður.
„Takið flugvélina," segir hann, en
þá vitneskju er að fmna í ferðahand-
bók að íslenskir vegir séu ekki þess
eðlis að vert sé að húka 5 klukku-
stundir í bíl til þess eins að komast
til Akureyrar. Einnig segir að með
„vegum“ sé ekki átt við þá túlkun
sem kúltiverað fólk leggur í merk-
ingu þess orðs.
„Það sama má segja um golfvöll-
inn,“ segir hann. Hólar og hæðir
hefta fór og steinar eru úti um allt.
En ástralskur þátttakandi sér hins
vegar björtu hliðamar á málinu og
finnst fínt að ekki skuli vera slöngur
til staöar sem liggja í leyni, þar sem
menn hafa týnt boltanum sínum, til-
búnar til atlögu.
Sjarminn liggur hins vegar í því
aö spila í miðnætursólinni á lengsta
degi ársins. „Það er eins og maður
standi á hæsta tindi jarðar á meðan
alhr aðrir sofa,“ er haft eftir dönsk-
um golfara.
Hann minnist í lokin á nokkuö sér-
stæða uppfinningu íslensks hugvits-
manns sem segist hafa fundið leið til
að sjá bolta á lofti mun betur en áð-
ur; mála hann bara svartan. Eina
vandamálið sé að hann verður ósýni-
legur, lendi hann í sandi!
-tlt
Snæfellsjökull illa sprunginn:
Kraftaverk að maðurinn skuli vera lifandi
„Það er kraftaverk að maðurinn
skuli vera lifandi. Að undanfórnu
höfum við verið að óttast að eitthvaö
þessu líkt myndi gerast því jökullinn
er mjög spranginn. Það er mikið um
að útlendingar fari einir síns liðs á
jökulinn og við erum á nálum að týna
einhverjum þama uppi. Þaö þarf að
brýna það fyrir fólki að jökullinn sé
stórhættulegur yfirferöar og göngu-
leiðir, sem merktar hafa verið inn á
kort, era á engan hátt tryggar," segir
Guðbjöm Ásgeirsson, björgunar-
sveitarmaður í Ólafsvík.
26 ára gamall Þjóðveiji lagði á
mánudag af stað einn síns liðs á Snæ-
fellsjökul. Áður en hann lagði af stað
haföi hann hitt fyrir björgunarsveit-
armann sem varaði hann við aö
leggja á Snæfellsjökul en sá þýski
kvaðst vanur jöklamaður.
„Hann var búinn aö fara yfir
nokkrar sprangur er hann kom að
sprangunni sem hann féll ofan í.
Þegar hann var búinn að kanna
spranguna taldi hann að sér sé óhætt
að fara yfir ísspöng sem lá yfir hana
og var um það bil þrír metrar á
breidd. Þegar hann var kominn
miðja vegu yfir brast spöngin og
maðurinn féll 15-20 metra ofan í
spranguna. Eða svo giskar hann á
eftir að hafa klifrað upp aftur. Hann
vankaðist við falhð en komst upp af
sjálfsdáöum með aðstoð ísaxar. Það
varð honum til lífs að það var snjó-
hengja sem brast undan honum og
bakpokinn dró úr fallinu.
Eftir að hann komst til byggða
hafði hann samband við björgunar-
sveitina og vildi fá lánaðan spotta
hjá okkur til að ná bakpokanum upp
en við ákáðum að fylgja honum upp
á jökuhnn. En við urðum að snúa frá
vegna þess að jökuhinn er orðinn þaö
hla spranginn að það er ekkert vit
að ferðast um hann,“ segir Guðbjörn.
-J.Mar
BjömMagnússon:
ii I acjð&tu
u
„Sveitarstj órnarmenn
ákváðu að leyfa upprekstur á
heiðina eftir að hafa skoðað
gróðurástand vandlega. Stóð
sveitarstjómin einhuga að
þeirri ákvöröun," sagði Björn
Magnússon á Hólabaki, oddviti
í Sveinsstaöahreppi í Austur-
Húnavatnssýslu.
Sveinn Runólfsson land-
græðslustjóri sagði í DV í gær
að gróðurverndarnefnd og
Landgræðslan heföu 'mælst til
þess við sveitarstjórnir og upp-
rekstrarfélög að upprekstri á
viðkvæmustu aíréttarlöndin
yrði seinkað. Nefndi hann 10.
júlí í því sambandi. Sagöi hann
aö allir hefðu orðið við þeim
tilmælum nema þeir sem upp-
rekstur ættu á Grímstungu-
heiði. Væri heiðin ahiha farin
af gróðureyðingu undanfarinna
ára.
„Það er rétt að við fengum
áht frá gróðurverndarnefnd,
ekki eitt heldur mörg,“ sagði
Bjöm. „Menn voru semsé ekki
á einu máh um hvenær reka
mætti á heiðina. Hins vegai-
vora engar dagsetningar neínd-
ar í þvi sambandi. Við ákváðum
því að heimha upprekstur eftir
að hafa skoðaö svæðið. Þeir
fyrstu fóru með fé í gær,
Þaö er búið að opna Haukag-
ilsheiði og Auðkúluheiði sem
hggja hvor sínum megin við
Grímstunguheiði. Fénaður á
því auðvelt með að komast inn
á þá síðastnefhdu báðum megin
írá.
Ég áht að heiðin sé ekki eins
illa farin og landgræðslustjóri
vill vera láta. Okkur finnst hún
vera í ágætu ástandi. Þess ber
einnig að geta að þaö er ekki
margt fé sem fer upp á hana
héðan. Því hefur stórfækkað á
síðari áram. Þetta era 8-9
bændur sem reka þangað og
sumir fara aðeins með hluta
síns ftár.“
Bjöm sagði þaö hafa legiö fyr-
ir að það færi mjög fátt fé á
heiðina fyrstu dagana. Einnig
hefði verið vitað að það yrði
mjög dreift en ekki í einum
hnapp. Vegir væru mjög góðir
þarna uppfrá og því hægt að
komast á svæði sem hafo yfir-
leitt verið ófær á þessum tíma.
Hann sagði ennfremur að
bændur væru allsendis
óhræddir við að reka á heiðina
gróðursins vegna. Þeír teldu sig
manna færasta um að meta það
síálfir. -JSS