Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Side 4
4
FIMMTU.DAG.UR 4. JÚTÍ, 1991.
Fréttir
Vandamál vegna jarö^angagerðar:
Er vatnsból Isf irðinga í
hættu vegna sprenginga?
- vatnsinntak Isfirðinga er aðeins 150 metra frá gangamunnanum
Inga Dan, DV, ísafiröi:
Væntanleg jarðgangagerö á Vest-
íjörðum er heimamönnum að sjálf-
sögðu mikið tilhlökkunarefni, en þó
geta henni fylgt vandamál sem viss-
ara er að huga vel að fyrirfram.
Vatnsmál á ísafirði hafa lengi verið
í miklum ólestri svo fæstum mun
þykja á bætandi, en nú óttast sumir
að jarðgangagerðin geti enn aukið á
þann vanda. Það er nefnilega ekkert
smáræði af Sprengiefni sem notaö
veröur á þeim árum sem verið er aö
ryðjast í gegn um fjöllin, og nota
þarf kraftmikinn lofthreinsibúnað til
að koma mekkinum frá sprengingum
út úr göngunum. Neysluvatn ísfirð-
inga er yfirborðsvatn og er vatnsinn-
takið aðeins 150 metra frá ganga-
munnanum.
Sprengjusérfræðingur Vinnueftir-
Uts ríkisins hefur staðfest það við
blaðamann að þær lofttegundir sem
frá sprengingunum koma séu vatns-
leysanlegar, og að sjálfsögðu eitrað-
ar. Þama er um margar lofttegundir
að ræða en aðalefnin eru svipuð og
í áburði, þannig að þetta er náskylt
gula reyknum úr áburðarverksmiðj-
unni í Gufunesi.
Sérfræðingurinn telur erfitt að
segja um það fyrirfram hversu mikil
hætta sé þarna á ferðum en nauðsyn-
legt sé að vera vel á verði. Ástandið
gæti verið ólíkt frá degi til dags og
farið eftir veöri, til dæmis gæti rign-
ingargusa þvegið mökkinn til jarðar.
Vatnið yrði fyrst og fremst varasamt
til drykkjar og matvælaframleiðslu,
en fólk ætti að geta baðað sig og þveg-
ið þvottana áhyggjulaust. Þaö er svo
annað mál að vatnsveitukerfið sjálft
gæti skaðast af súru vatninu.
Mál sem þetta ætti að heyra undir
heilbrigðisfulltrúa, en enginn hefur
gegnt því embætti á ísafirði á annað
ár.
Uppfinningamaðurinn Bjarni Helgason við nýjustu uppfinningu sína. Hún er notuð til þess að rúlla ofan af rúllu-
böggum en einnig má nota hana sem staurabor og steypuhrærivél. DV-mynd Brynjar Gauti
Uppfinningamaöurinn Bjami Helgason:
Hannar landbúnaðartæki
og selur í stórum stfl
„Ég er náttúrlega orðinn gamall
og gráhærður eins og sést og ég er
búinn að lifa og hrærast í vélum alla
mína ævi,“ sagði Bjarni Helgason,
uppftnningamaður á Hvolsvelli.
Hann hefur m.a. hannað losunar-
búnað í votheysturna, afrúllara fyrir
rúllubagga og baggatínuna sem selst
hefur í 1000 eintökum.
„Auk þess hef ég alltaf veriö í góö-
um tengslum við landbúnaðinn og
því vel kunnugur þessu og hef veriö
lengi í því að selja landbúnaðarvélar
og fylgist vel með því sem vantar.
Ég reyni því að grípa inn í eyöur á
því sem menn fá erlendis. Annað-
hvort henta ekki erlendu tækin hér
eða eru ekki til og þá gríp ég tækifær-
ið og reyni að hanna eitthvaö í skarð-
ið. T.d. var búiö að reyna baggatínur
frá 3-4 löndum og engin þeirra gekk
hérna en okkar baggatína gekk vel
og náði markaðinum alveg á 3M
árum.“
Baggatínan, sem farið var að selja
1979, hefur selst í um 1.000 eintökum
í það heila, þar af tvær erlendis, og
enn er verið að selja þær. Ekki hafa
selst nema 30 afrúllarar ennþá þar
sem þeir komu ekki á markað fyrr
en í desember sl. þegar flestir bænd-
ur voru búnir að koma sér upp tækj-
um fyrir veturinn en Bjami segist
ætla að selja eitthvað af þeim í haust.
Bjarni hefur einnig fundið upp
mykjusnigil, valtara og losunarbún-
að í votheystuma.
„Losunarbúnaðurinn er náttúrlega
stærsta apparatið. En rúlluævintýrið
var að byrja þegar við fórum að selja
hann þannig að við erum ekki búnir
að selja nema þrjá. En þessi tæki
hafa reynst alveg afbragðs vel, þau
nota a.m.k. þriðjungi minni orku en
innflutt tæki og eru auk þess gerð
fyrir eins fasa rafmagn. Þegar menn
ná andanum út af rúlluævintýrinu
þá fara menn að hugsa um þetta því
þetta er besta lausnin á heyverkun.
Að verka í turni er ódýrast, öruggast
og best.“
Bjami hefur starfað hjá Kaupfélagi
Rangæinga á Hvolsvelh frá haustinu
1949. Hann hefur sveinspróf í vél-
virkjun en segir að uppfmningahæfi-
leikarnir séu hvort tveggja meðfædd-
ir og áunnir.
-Pj
í dag mælir Dagfari
Læknirinn gengur laus
Það varð snöggt um yfirlækni rétt-
argeðdeildarinnar. í fyrradag fékk
heilbrigðisráðherra uppsagnarbréf
frá lækninum sem átti að hefja
störf þann fyrsta september næst-
komandi. Læknirinn vill mótmæla
því að ráðherrann hefur flýtt stofn-
un deildarinnar sem læknirinn átti
að hafa forstöðu fyrir. Læknirinn
sættir sig ekki við það að starfsem-
in hefjist. Honum líkar ekki að ráð-
herrann skuh leyfa sér að taka
ákvörðun um mál sem heyra undir
hann. Þar að auki haíði frúin sam-
ið um það við fyrrverandi ráðherra
að fá að hugsa um þessa réttargeö-
deild í að minnsta kosti níu mán-
uði. Hún telur það móðgun við sig
að fá ekki að hugsa svona lengi,
enda er sá umhugsunarfrestur lág-
markstími fyrir lækni með þessa
menntun til að komast aö niður-
stöðu.
Það er vissulega fremur fátítt að
fólk segi upp störfum sínum áður
en það hefur störf. En læknirinn
skákar í því skjólinu að vera sá
eini sem menntaður er til starfans
hér á landi og svo má ekki gleyma
því að staða læknisins er miklu
mikilvægari en staða þeirra geð-
sjúku afbrotamanna sem hér eiga
hlut að máli. Læknirinn er sam
sagt þeirrar skoðunar aö meira sé
upp úr því leggjandi að fá starfsfriö
og umhugsunarfrest heldur en að
sjúklingarnir fái viðunandi að-
stöðu. Ráðherrann er hins vegar
svo samviskulaus og forstokkaður
að hann tekur hina geðsjúku fram
yfir lækninn og því fer sem fer.
Annars er nýi heilbrigðisráð-
herrann búinn að láta hendur
standa fram úr ermum. Hann hefur
samið við SÁÁ um að taka Sogn á
leigu fyrir réttargeðdeildina. Hann
hefur samiö við heilsuhælið um aö
það taki til sín sjúkhnga sem ekki
fá inni á spítulunum. Og hann hef-
ur samið við ríkisspítalana um að
annast umönnun á þeim sjúkhng-
um sem sendir eru austur. Það er
svo af fyhibyttunum að frétta að
þær fá inni á sérstakri álmu á
heilsuhæhnu, sem hefur það í fór
með sér að ekki þarf lengur að
lækna þá sem hingað th hafa sótt
heilsuhæhð. Þeir verða hafðir
heima hjá sér. Þannig ætlar kerfið
að leysa sín húsnæðismál með þvi
að fækka sjúkhngunum og færa þá
til á milli stofnana, þannig að þeir
viti ekki lengur hvar þeir eru.
AUar hafa þessar hrókeringar
gengið upp hjá ráöherranum,
þangað til yfirlæknirinn á nýju
réttargeðdeildinni móðgaðist og
sagði upp starfi. Að vísu hafa sjúkl-
ingamir, afholdsmennimir og af-
brotamennimir ekki verið spuröir
áhts, en þá er þess að geta að þeir
hafa ekki fengið það uppáskrifað
hjá neinum ráðherra að þeir hafi
umhugsunarfrest í níu mánuði.
Það sem mun hafa rekið á eftir
ráðherra til að stofna réttargeð-
deildina, hvort heldur nýráðnum
lækninum hkar betur eða verr, er
sú staðreynd að ósakhæfir en geð-
sjúkir afbrotamenn gista nú fanga-
geymslur á Skólavörðustíg eða
annars staðar þar sem hla er að
þeim búið. Þeir ém hættulegir
umhverfi sínu og sjálfum sér og
málið snýst um manneskjulega
meðferð á fólki sem ekki er sjálfr-
átt. Þess vegna er gripið th þess
ráðs að leigja Sogn fyrir þetta fólk,
en sá staður er thtölulega einangr-
aður.
Eftir því sem best er vitað var
yfirlæknirinn ráðinn til að annast
þetta fólk en ekki öfugt. Mun það
enda vera svo í flestum tilfellum
að læknar eru fengnir til starfa
vegna þess að sjúkt fólk þarf á þeim
að halda. Þess vegna er það nokkur
nýlunda, ef og þegar nýr yfirlæknir
stendur í þeirri meiningu að sjúkl-
ingarnir geti beðið eftir sér og
raunar að öh meðferð geti beðið
meðan læknirinn hugsar um það
hvernig standa eigi að meðferð-
inni. Verður að virða ráðherranum
það th vorkunnar þótt hann skhji
ekki þennan hugsunarhátt og uni
því ekki að læknirinn telji sjálfan
sig hafa forgang.
Það er hins vegar af yfirlæknin-
um að segja að nú þarf hann ekki
að hefja störf þann fyrsta septemb-
er og nýtist þá nám hans og mennt-
un th að hugsa áfram um það
hvernig vandamál geðsjúkra af-
brotamanna verði leyst. Læknirinn
gengur laus á meðan. Þaö kemur
sér vel fyrir þennan lækni og það
mundi auðvitað koma sér vel fyrir
afbrotamennina ef þeir gætu geng-
ið lausir á meðan eins og læknir-
inn.
Dagfari