Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991. 5 Fréttir Þó blikur séu á lofti virðist réttargeðdeild fyrirsjáanleg: Eru 30 ára umræður loks að skila sér? í máli fjölda aðila sem DV hefur átt viðtöl við á undanfórnum árum vegna málefna geðsjúkra afbrota- manna - lögreglu, fangavarða, þing- manna, ráðherra, fangaprests, og aðstandenda brotafólksins sjálfs - eru flestir sammála um að geðheil- brigðisstofnanir hafi brugðist og ver- ið hindrun í lausn þessara mála. Á Alþingi í vetur sagði Salóme Þor- kelsdóttir að 30 ár væru liðin frá því fyrst hefði verið farið að ræða þessi mál á íslandi sem og mál vegna ríkis- fangelsis. Öðru hvoru síðan hefði málið komið til umræðu á Alþingi. Alltaf hefðu alhr verið sammála um að brýna nauðsyn bæri til að leysa það en samt heföi aldrei neitt gerst. Máhð hefði ekki einu sinni „þokast fetið“. Við sama tækifæri sagði Karl Steinar Guðnason alþingismaður: „Ástæðan fyrir því að geðsjúkir afbrotamenn eru ekki vistaðir á við- eigandi gæslustofnun á geðsjúkra- húsunum er fyrirstaða lækna. Það eru smákóngar í kerfinu sem hafa getað komið í veg fyrir að vistunar- mál geðsjúkra afbrotamanna kæm- ust í eðlilegt horf hér á landi. Þessi mál eru í alvarlegu ástandi og til skammar," sagði Karl Steinar. Guðmundur Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráðherra, tók undir með Karli og sagði að kenna mætti lækn- um um. Guðmundur sagði að lausn málsins væri orðin svo aökahandi að hann myndi ekki bíða lengur, heldur beita ráðherravaldi sínu til að leysa það. Rétt áður en Guðmund- ur lét af embætti í vor skipaði hann Láru Höllu Maack sem yfirlækni fyr- irhugaðrar réttargeðdeildar. Hún átti að taka til starfa þann 1. sept- ember. Seinagangurinn kostaöi mannslíf I dag virðist réttargeðdeild, fyrir að minnsta kosti hluta af andlega sjúku afbrotafólki, vera í augsýn. Deildinni hefur verið fundið húsnæði að Sogni í Ölfusi. Þó eru blikur á lofti í þeim efnum. Meðal annars vegna aðgerða borgara í nágrenni Sogns. Þrátt fyrir að Lára Halla hafl sagt upp starfi sínu í fyrradag virðist þó að deildinni verði sennilega komið á fót í vetur. Hjá því verður þó ekki horft að seinagangur stjómvalda er að áliti margra búinn að kosta mannslíf og öðrum óbætanlegu tjóni. Viðtöl DV við lögreglu og fleiri aðha í vetur leiða þessar staðreyndir í ljós. Þegar andlega vanheil kona svipti mann lífi í Blesugróf í febrúar sagði Andrea Þórðardóttir hjá Geðhjálp við DV: „Ég hef þekkt þessa konu lengi og hún er bullandi veik. Hún hefur ver- ið svipt sjálfræði frá 1973 og á að vera undir eftirliti frá Kleppsspítala. Hún bjó hins vegar upp á sitt ein- dæmi í Blesugróf. Hún hefur verið úrskurðuð ósakhæf en var sett aftur á götuna. Hvemig stendur á því að hún er látin ganga laus? Hver ber ábyrgð á því að mál hennar hafa far- ið svona? Það er einhver ábyrgur. Ég segi að það sé Kleppsspítali sem ber ábyrgðina," sagði Andrea. Um- rædd kona var vistuð í Síðumúla- fangelsi í tvö ár eftir annað mann- dráp árið 1973. „Það má ekki vista neinn í Síðu- múlafangesh jafnlengi og gert hefur verið með hana. Það er alveg hroða- legt þegar geðsjúk manneskja á í hlut. Það er gegn öhum lögum,“ sagði Andrea. Eftir manndrápið í vetur sagði Ómar Smári Ármannsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn í viðtah við DV: Sogn leysir aöeins hluta af vandanum vegna geösjúkra afbrotamanna d flil 11 pil Að Sogni i Ölfusi er ætlunin að koma upp réttargeðdeild fyrir afbrotafólk sem á við geðræn vandamál að stríða. Undirbúningsvinna er þó á frumstigi. Nýskipaður yfiræknir hefur sagt upp, blikur eru á lofti með afstöðu íbúa í nágrenni Sogns og húsið sjálft er ekki tilbúið ennþá til að standa undir þeim kröfum sem væntanlega verða gerðar til þess. DV-myndir JAK „Okkar vinna felst mikið í að vekja athygli á aðstöðu þessa fólks og því ástandi sem það er í. En það er eins og með svo marga hluti - það er oft ekki hlustað á okkur." Hjá lögregl- unni hafði þá þegar komið fram að búið var að vara mjög við ástandi konunnar. Hins vegar hafði ekkert gerst þar sem viðbrögð lækna voru lítil. Ómar Smári sagði að allir hlutað- eigandi aðilar hefðu fylgst með þroskahefta manninum sem varð vinkonu sinni að bana í Njörvasundi - ahir hefðu vitað hver staöa mála hefði verið. Lögreglan hafi.hins veg- ar látið það í hendur sérfræðinga að meta hvað væri eðlileg vistun en Fréttaljós: Óttar Sveinsson vakið athygli á málinu. Þá sagði Ómar að annað alvarlegt ofbeldismál snemma á árinu þar sem andlega vanheill maður stakk föður sinn með hnífi heföi átt talsverðan aödrag- anda. Sá maður var undir læknis- hendi. Ofangreind kona og mennirn- ir tveir eru nú öh í einangrun í Síð- umúlafangelsinu, löngu eftir að dóm- ur hefur verið upp kveðinn. Þau þurfa mjög á læknisaðstoð að halda. Það tók 30 ár í vetur kom yfirlýsing frá Fanga- varðafélagi íslands þar sem sagði meðal annars: „í nútíma þjóðfélagi, sem kennir sig við framfarir og þróun, er óhæfa að geðsjúkt fólk sé lokað inni í ein- angrunaklefum fangelsa, beinhnis vegna sjúkdóms síns. Það hlýtur að vera krafa okkar, sem starfa við fangelsin, að þessir „I réttargeðlækningum er hættuleg- ustu sjúklingana að finna. Þeir deyða og meiða sjálfa sig og aðra. Ráðuneytismenn gera sér ekki grein fyrir að um líf sjúklinga og starfs- fólks er að tefla. Ábyrgðina á lífi þessa fólks verða ráðamenn nú að bera sjálfir," sagði Lára Halla Maack meðal annars í uppsagnar- bréfi sínu til heilbrigðisráðherra á mánudag. skjólstæðingar okkar fái þá meðferð og þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum. Ástandið í dag er hlutaðeig- andi yfirvöldum th vansæmdar. Það var ekki fyrir en eftir tvö mannvíg á skömmum tíma sem stjómvöld fóm verulega að aðhafast í málefnum geðsjúkra afbrota- manna. Hins vegar má ekki gleyma því að Óh Þ. Guðbjartsson, þáverandi dómsmálaráðhérra, og Guðmundur Bjarnason hehbrigðisráðherra höfðu þegar skipað nefnd sem skha átti til- lögum um úrbætur í málunum. Skil- aði hún af sér í vetur eftir nokkurra missera starf. Þetta voru fyrstu „al- vöruskrefin" eftir 30 ára umræður. í kjölfarið var 24 mhljóna króna' fjárveiting veitt á Alþingi fyrir rétt- argeðdeild og síðan skipaði Guð- mundur Bjarnason yfirlækni við fyr- irhugaða deild. Sighvatur Björgvins- son, núverandi heilbrigðisráðherra, hefur í sumar haldið starfinu áfram af krafti, að áhti flestra þeirra for- svarsmanna í fangelsismálum sem DV hefur rætt við að undanförnu. Hvað er hagstæðast? Sighvatur heilbrigðisráðherra hef- ur bent á að þó réttargeðdeild sé fyr- irsjáanleg - hann muni ráða annan yfirlækni í stað Láru Höllu og að beðið verði um áframhaldandi fjár- veitingu - þá sé enn eftir að leysa vandamál þeirra geðsjúku afbrota- manna sem teljast sjáhum sér og öðrum mjög hættulegir. Hér er um að ræða hina margum- ræddu öryggisgæslu sem einfaldlega er ekki til á íslandi. Dómstólar hafa eigi að síöur dæmt fólk að vissu leyti th refsingar á slíkum stöðum. Þrír öryggisgæslufangar eru nú vistaðir á viðeigandi hæli í Svíþjóð. Kostnað- ur ríkisins við hvern þeirra nemur tæpum 10 milljónum króna á ári. Heilbrigðisráðherra sagði við DV í gær að bygging fyrir öryggisgæslu- fanga myndi kosta 350 milljónir króna og rekstrarkostnaður yrði hátt á annað hundrað milljónir á ári. Sé dæmið skoðað út frá hagræðingar- sjónarmiði er ljóst að það hreinlega borgar sig að senda hina fáu öryggis- gæslufanga th útlanda í viðeigandi meðferð. Á hinn bóginn er rétt að benda á að það að senda fanga til útlanda er háð samþykki dómþolans. Fanginn er þá einangraður frá fósturjörðinni og ættingjum sínum og hann mun einnig eiga við tungumálaerfiðleika að stríða. Heilbrigðisráðherra ætlar bráðlega að taka upp viðræður við dómsmálaráðherra um ákvarðana- töku um hugsanlegt öryggisgæslu- fangelsi. Hvað verður um Þverholtsfangann? Þó svo að réttargeðdeild verði lík- lega komið á fót áður en mjög langt um líður og hægt verði að leysa vanda hættulegra afbrotamanna með því að senda þá til Svíþjóðar verða ýmis mál áfram óleyst í haust. í eins konar einangrunardeild fangelsins á Litla-Hrauni lýkur mjög hættulegur og geðsjúkur afbrota- maður 10 ára fangelsisafplánun sinni í haust. Þetta er maðurinn sem réðst á mjög hrottafenginn hátt á stúlku í Þverholti á sínum tíma. Maðurinn er óumdeilanlega geð- veikur og hefur innan fangelsis- múranna gefið yfirlýsingar um að hann muni halda ofbeldisverkum áfram er hann sleppur út. Ástæðan fyrir því að þessi maður er í fangelsi er sú að hann var á sínum tima tal- inn sakhæfur. Þar með var hægt að dæma hann í fangelsi - þrátt fyrir hans geðræna ástand. Þannig slapp kerfið - gat komið honum í „geymslu". I þessu tilfelli þurfti ná- kvæmlega það sama að gerast og með þau þrjú sem sitja nú í Síðumúla- fangelsinu, þau „urðu“ aö bijóta af sér til að hægt væri að loka þau inni. Sama gildir um vanaafbrotamann- inn Steingrím Njálsson. Þrátt fyrir tilraunir hefur ríkissaksóknaraemb- ættinu ekki tekist að fá hann vistað- an í öryggisgæslu. Það er af þeirri einföldu ástæðu að hún er ekki til - Steingrímur hefur hins vegar síend- urtekið farið í fangelsi en alltaf kom- ist upp með að brjóta af sér aftur. Kerfmu „hefur tekist" að dæma hann fyrir kynferðisafbrot gagnvart 14 ungum drengjum. Frá 1963 hefur Steingrímur síendurtekið brotið af sér, tekið út sinn dóm en jafnharðan orðið laus aftur. En öryggisgæsla, hún hefur ekki verið til. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.