Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Side 11
FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1991.
11
Fréttir
Köld vor verstu óvinir
Kísiliðjunnar við Mývatn
- bandarískt eignarhaldsfélag kaupir hlut Manville í verksmiðjunni
Róbert Agnarsson: „Af þeim sannindum hafa sprottið upp mörg þúsund
trúarhópar." DV-mynd gk
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit var
stofnuð 13. ágúst árið 1966 og verður
fyrirtækið því 25 ára innan skamms.
Ohætt er að segja að allan þennan
tíma hafi staðið styr um tilveru fyrir-
tækisins og vinnslu þess á kísilgúr
úr Mývatni og andstæðingar verk-
smiðjunnar hafa jafnan látið mikið í
sér heyra um þann skaða sem þeir
telja að rekstur verksmiðjunnar hafi
á lífríkið í og við Mývatn.
Róbert Agnarsson, framkvæmda-
stjóri verksmiöjunnar, segir að
fyrsta framleiðslan hafi farið frá
verksmiðjunni til Þýskalands í maí
árið 1968. Ekki var byrjunin beinlínis
uppörvandi, höfnin á Húsavík, þaðan
sem framleiðslu verksmiðjunnar
hefur jafnan verið skipað út, var full
af hafls og menn áhyggjufullir vegna
framhaldsins en ís hefur ekki gert
vart viö sig þar síðan.
Manville að hætta
Eignaraðild að verksmiðjunni hef-
ur verið þannig frá upphafi að ríkið
á 51%, í eigu 19 bæjar- og sveitarfé-
laga eru 0,44% en bandaríska fyrir-
tækið Manville á 48,56%. Nú standa
fyrir dyrum breytingar á aðild Man-
ville að Kísihðjunni en fyrirtækið er
að draga sig út úr rekstrinum.
„Það sem hefur gerst hjá Manville
er að fyrirtækið þarfnast flármagns
og í öðru lagi er nú í tísku hjá fyrir-
tækjum að þrengja starfssvið sitt.
Þar sem kísilgúrframleiðsla snertir
aðeins um 5% af starfsemi Manville
þá lá þetta eiginlega fyrir,“ segir
Róbert Agnarsson.
„Aðild Manville að Kísiliðjunni var
gerð að sérstakri deild innan hennar
um síðustu áramót, en þrátt fyrir að
bandaríska fyrirtækið ætli nú að
draga sig út úr Kísiliðjunni og selja
hlut sinn hafa talsmenn þess ekki
legið á þeim skoðunum sínum að
þeir telji framtíð í þessum iðnaði."
Alle Ghany Co kemur inn
Það er annað bandarískt fyrirtæki
sem kaupir hlut Manville í verk-
smiðjunni, fyrirtækið Alle Ghany
Co. „Þetta er eignarhaldsfélag sem á
mörg dótturfyrirtæki og þótt Alle
Ghany Co velti 110 milljörðum króna
á ári starfa aðeins 11 manns hjá fyrir-
tækinu. Þetta fyrirtæki byrjaði
rekstur sinn á því að reka ,jám-
brautarlínur" en hætti þvi og fór í
fésýslu."
- Kemur þessi breyting til með að
skipta rekstur Kísiliðjunnar veru-
lega máli?
„Hún getur gert það. Það er fyrir
hendi umframframleiðslugeta á kís-
ilgúr og aðild AlleGhany Co að Kísil-
iðjunni gæti leitt til þess að tekin
yrði ákvörðun um að standa að
vinnslunni á hagkvæmari hátt. Það
eru allir að keppa um verð á fram-
leiðslu sinni sem hefur þýtt nokkra
verðlækkun undanfarinár."
- Hvernig hefur afkoma Kísiliðjunn-
ar verið?
„Best var afkoman hér árið 1985
en það ár fékk verksmiðjan að fram-
leiða nálægt afkastagetu sinni sem
er um 31 þúsund tonn á ári. Þá fram-
leiddum viö 29.400 tonn en sl. fimm
ár hefur framleiðslan verið 24.500
tonn á ári. Ég er mjög bjartsýnn á
aö með tilkomu nýs eignaraðila verði
farið að nýta hámarksafkastagetu
verksmiðjunnar sem myndi breyta
allri afkomu hennar."
Hráefni úr vatni
Kísiliðjan er eina kísilgúrverk-
smiðjan í heiminum sem tekur hrá-
efni sitt úr vatni og að sögn Róberts
var því um nokkra tilraunastarfsemi
að ræða fyrstu árin, en fullum tökum
hefur verið náð á þessari fram-
leiðsluaðferð. „Með þessari aðferð
þurfum við á meiri orku að halda til
að þurrka hráefnið en á móti kemur
að við getum dælt því beint í verk-
smiðjuna en þurfum ekki að aka því
langar leiðir. Það sem gerir okkur
þetta kleift er auðvitað sú mikla
jarðgufa sem hér er.“
Leyfi til 2001
Námuleyfið, eða efnistaka úr Mý-
vatni, var útgefið árið 1985 og gildir
til ársins 2001. í þessu leyfi er hins
vegar endurskoðunarheimild sem
kemur til framkvæmda ef kísil-
gúrnám í Mývatni er ekki talið sam-
ræmast lífríki vatnsins og þessi end-
urskoðunarheimild er í höndum iðn-
aðarráðherra. Og þá fórum við Ró-
bert að nálgast þann hluta „heila
málsins" sem mest hefur verið áber-
andi í fiölmiðlum, en það eru deilur
ýmissa landeigenda og þeirra sem að
verksmiðjunni standa.
Fyrst deilt um botninn -
„Deilurnar byrjuðu á því hverjir
ættu botn vatnsins og landeigendur
fóru í mál við ríkið. Urskurður í því
máli var á þann veg að botn vatnsins
væri eign ríkisins að undanskilum
115 metrum út frá ströndinni sem
væri eign landeigenda," segir Róbert.
„Síðan hefur verið óreglulegur
taktur í þessum deilum en hann hef-
ur helgast af ástandi lífríkis vatnsins
eða einstakra þátta þess. Sem betur
fer eru þeir færri en fleiri hér innan-
sveitar sem sífellt eru hrópandi, hin-
ir eru háværari og það heyrist meira
í þeim. Ég hef orðað það þannig að
vor séu köld og heit og allt þar á
milli, en köld vor eru verstu óvinir
Kísiliðjunnar. Ungar vilja krókna úr
kulda, mý misferst og svo framvegis,
og Kísiliðjan er aUtaf sökudólgurinn
þegar slíkt gerist.
Mývatn er þrjú þúsund ára gamalt
og sveiflur í náttúrunni hafa alltaf
verið til staðar á þeim tíma. Það er
því til lítils að horfa yfir stuttan
starfstíma KísiUðjunnar og benda á
verksmiðjuna sem einhvem söku-
dólg þegar sveiflur í náttúrunni eru
annars vegar. Lífríki hér verður fyr-
ir áhrifum frá svo mörgum þáttum
og þar er engin regla á. Það má nefna
veðurfar, eldsumbrot, mismunandi
hitastig vatns sem rennur í M^vatn
og fleira í þeim dúr.“
Fer í taugarnar
„Það fer óneitanlega í taugamar
að menn vilja einfalda myndina svo
mjög og kenna KísUiðjunni um aUt
sem aflaga fer. Þessir menn segja að
fyrir tilkomu fyrirtækisins hafi hér
aUt verið í blóma en síðan hafi allt
sigið á ógæfuhliðina. Ég líki þessu
við Don Kíkote sem barðist við vind-
myUur sem breyttust í ófreskjur.
A 2-3 þúsund ámm hefur átt sér
stað kísilmyndun í vatninu, sem á
sér reyndar enn stað, og á stórum
svæðum er vatnið hreinlega að
breytast í drullupoll. Svæði í vatninu
hafa einungis um 30 cm vatnsyfir-
borð eins og utan Grímsstaða við
Ytri-Flóa. Ábúendur þar hafa oft-
sinnis farið fram á að fá dælt á þess-
um svæðum svo þeir komist um
vatnið á bátum. Þarna botnfrýs og
sökum þess að kísUgúr er einangr-
andi standa frost á þessum svæðum
stundum fram í júni eða júlí. Menn
verða svo að dæma um það hversu
gott þetta ástand er.“
Erum að bjarga
„Við teljum þvi að við séum að
vinna björgunarstarf en ekki
skemmdarverk, við erum að bjarga
vatninu. Það má Uka benda á það
atriði að Mývatn er eina vatnið í
heiminum sem kísUgúr er unninn
lir, aUar hinar námurnar eru á fyrr-
verandi vatnasvæðum og segir það
okkur ekki ýmislegt? Það er ekki víst
að tækifærið komi aftur ef þessari
vinnslu verður hætt núna.“
- En nú er ný ítarleg skýrsla á leið-
inni um starfsemi verksmiðjunnar
og áhrif hennar á lífríkið, er hennar
ekki beðið með mikiUi eftirvænt-
ingu?
„Það var skipuð rannsóknamefnd
þegar námuleyfið var gefið út 1985.
Nefndinni voru ekki sett ákveðin
tímamörk en samkomulag gert um
að KísiUðjan ynni í fimm ár á
ákveönum svæðum í vatninu. Ég á
ekki von á því að út úr þessi rann-
sókn komi ákveðin niðurstaða. Það
byggi ég á því að við erum að tala
um fimm ár í nokkur þúsund ára
sögu vatnsins. Það er því ekkert sem
segir að þessi fimm ár gefi einhverja
heildarmynd en rannsóknin og nið-
urstööur hennar geta gefið okkur
ýmsar vísbendingar.
Þetta verður væntanlega þykkur
og mikiU doðrantur. Við þekkjum
annan slíkan sem heitir Biblía, en
af þeim sannindum, sem þar er að
finna, hafa sprottið upp mörg þúsund
trúarhópar," sagði Róbert Agnars-
son.
Þegar kemur að vali á veiði-
vörum er Abu Garcia merki
sem æ fleiri treysta á
Nú er einmitt rétti tíminn til að
huga að endurnýjun eða kaupum
á veiðibúnaði. Sértu að gera
klárt fyrir væntanlegar veiði-
ferðir skaltu kynna þér hið góða
úrval Abu Garcia veiðivara því
Abu Garcia hefur í áratugi verið
leiðandi í tækniþróun
veiðibúnaðar.
ULTRA
Það kemur meðal annars fram í
aukinni notkun á fisléttum en
sérlega sterkum efnum ásamt
nýjung sem stóreykur langdrægni
hjólanna (ULTRA CAST). Þetta
er meðal annars ástæðan til þess
að æ fleiri veiðimenn treysta
á Abu Garcia.
^ Abu
Garcia
Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00 ’