Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Síða 12
26 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Hús og garðar Það er geysilega mikið öryggisatriði að hafa þessar flísar undir rólunum og leiktækjunum sagði Soffia, forstöðukona á barnaheimilinu við Lamba- staðabraut, þar sem GV hellan er komin í gagnið. Hins vegar var undirlag- ið undir hellurnar ekki nægilega vel unnið svo að þær runnu allar til og risu upp á rönd. Verið var að lagfæra þetta er Ijósmyndarann bar að garði. DV-mynd Hanna Ný framleiðsluvara: GV gúmmíhellur við sundlaugina Sífellt eru að koma fram á sjónar- sviðiö nýjar framleiðsluvörur. Ein slík er gúmmíhellur eða GV-reitur- inn. Þessi vara lítur út eins og stein- hellur og hefur svipað notagildi: GV-reiturinn kom á markaðinn í vor. GV-reiturinn er 690 mm á lengd, 345 mm á breidd og 25 mm á þykkt. Fermetrinn kostar 3.500 kr. Reitur- inn er mjúkur viðkomu og stamur, verður því ekki háll, og hentar vel á sundsvæðum og í kringum heita potta. Hann hentar vel á gangstíga og leiksvæði barna, íþróttasvæði, svo sem í lyftingarsali eða við skauta- svell. GV-reiturinn er framleiddur hjá Gúmmívinnslunni hf. á Akureyri eft- ir þýskri fyrirmynd. Þar í landi hafa mjúkir gúmmíreitir verið lögleiddir á leiksvæði barna. GV-reiturinn er framleiddur úr endurunnu gúmmíi. í endurvinnslu- vörurnar er notaður gúmmísalli sem fellur til við hjólbarðasólningu, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Á sl. ári voru notuð 50 tonn af gúmmísalla sem annars hefði verið hent. Stefnt er að því að nota 100 tonn á þessu ári, segir í blaðinu Tæknivísir 1991. Þar er einnig vakin athygli á að gúmmíhellan hefur engar hvassar brúnir, flísar eða nagla sem hægt væri að slasa sig á, fjöðrun hellunnar veldur því að ísing molnar af hell- unni ef á hana er stigið. Þá er hellan hitaeinangrandi, verður aldrei ísköld og helst lengi heit. -A.Bj. Útlitið er mjög skemmtilegt og fullgengiö frá öllu umhverfis húsin. Dýrasta húsið sem getið er um í greininni kostar um 155 þúsund dollara (um 9,3 millj.isl.kr.). Svona byggja þeir í Flórída Höfum ávallt fyrirliggjandi: Gosbrunna, úti og inni, styttur, dælur og Ijós, garðdverga, fugla o.fl. til garð- skreytinga. Vörufell hf. Heiövangi 4, Hellu Sími 98-75870 Opið 14-18 eða eftir samkomulagi. Lokað þriðjudaga. Á undanförnum mánuðum hafa.æ fleiri íslendingar fest kaup á hús- eignum í Orlando í Flórída. Hyggjast þessir nýju húseigendur nota húsin sem sumarbústaði fyrir sig og fjöl- skyldur sínar og jafnvel lána vinum og kunningjum um stundarsakir. ís- lenskur fasteignasali hefur haft milligöngu um þessi húsakaup. íslendingarnir kaupa aðallega ein- býlishús. Þau eru staðsett innan ákveðins íbúðarsvæðis, þar sem er að finna öll nútímaþægindi sem fólk óskar eftir að hafa innan seOingar, golfvöll, sundlaug, við sum húsin eru jafnvel einkasundlaugar, klúbbhús, tennisvelli o.s.frv. Verð á þessum húsum er frá 98 þúsund dollurum upp í tæplega 160 þúsund dollara. (7,7 millj. ísl. kr.-9,6 millj. ísl.kr.) Odýrustu húsin eru um 140 fermetr- ar en þau stærstu um 260 fermetrar. Húsin eru hlaðin og búið að ganga frá lóðinni í kringum þau með steypt- um stéttum, blómum og tijágróðri. Inni fyrir eru gólfteppi á gólfum, sem viðskiptavinir geta valið sjálfir um. í eldhúsinu er eldavél og uppþvotta- vél. Þá er að finna reykskynjara í öllum húsunum, en innréttingar all- ar eru úr timbri. Hús þessi eru mjög falleg og hent- uglega innréttuð þótt þau séu á flest- an hátt mjög ólík þeim húsum sem algengust eru á íslandi hvað varðar allar innréttingar. Byggingarsvæðin eru að vonum einnig mjög ólík, þar sem jarðvegur og loftslag í Flórída er afar frábrugð- ið því sem við þekkjum hér á landi. Byggingaraðilinn sér um að ganga frá hverri lóð þannig að þegar því er lokið er engu líkara en að um sé að ræða gróið hverfi. Oftast er þó öllum trjágróðri eytt á byggingar- svæðinu sem er eins og alger eyði- mörk þegar haflst er handa. Bygging- arsvæðin eru skipulögð áður en byggingarframkvæmdir hefjast. -A.Bj. Þetta hús kostar um 110 þúsund dollara (um 6,6 millj. ísl. kr.) Það er einlyft um 140 fermetrar á stærð. Málin sem gefin eru upp á teikningunni eru fet og þumlungar. Áður en byggingaframkvæmdir hefjast er alit hverfið gjarnan skipulagt i kringum golfvöll. Aðrar þjónustu- stöðvar eins og klúbbhús, sundlaug og tennisvellir eru því sem næst í miðju hverfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.