Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Qupperneq 16
30 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Húsoggarðar Tilraunatrjárækt í Eyjum: Trémeð sérþarfir Ómar Garðaissan, DV, Vestmaiuiaeyjum; Bak viö háa girðingu við Heimagöt- una í Vestmannaeyjum, beint á móti hraunjaðrinum nýja, eru hjónin Jón Hjaltason hæstartéttarlögmaður og Steinunn Sigurðardóttir, kona hans, að gera merkilegar tilraunir með trjárækt. Þegar DV leit við hjá þeim eitt kvöldið var Jón í óðaönn að setja niður tré í nýjan garð sem þau ætla að leggja undir ýmsar trjátegundir sem eiga að standast \estmanna- eyskar aðstæður, mikla vætu, vind og seltu. M.a. var Jón að setja niður alaskavíðir sem kallaður er hrýma. Þessi tegund af alaskavíði kom mjög vel út í tilraunum á Landeyjasandi þar sem aðstæður eru svipaðar og í Eyjum. Var hann eina tegundin sem ekki kól. Jón og Steinunn eru engir nýgræð- ingar í tijárækt. Voru byriuð að þreifa fyrir sér fyrir Heimaeyjargos- ið 1973, en trén grófust undir ösku og eimyiju eins og annar trjágróður í Eyjum. Árið 1975 hófust tilraunir þeirra og urðu þau að byrja frá grunni, m.a. að fá nýja mold í garð- inn. Þá var viðjan talin best og viðj- umar sem þau gróðursettu þá lifa enn. Viðjuna kelur á köldum voram en það virðist ekki há henni því hún heldur áfram að vaxa og hefur hún dafnað vel hjá þeim. Einnig gróður- settu þau nokkrar aspir fyrir 15 áram. Fengu þær í jógúrtdósum en nú era þær að nálgast fjóra metra og era þéttar og fallegar. Þá hefur selja spjarað sig vel og er um 3,50 m. á hæð. En það er ekki tekið út með sæld- inni að rækta tré í Vestmannaeyjum og þar er komin skýringin á hárri girðingu í kringum garðinn. Þau segja vonlaust að rækta þau án þess að trén hafi skjól fyrir öllum áttum á meðan þau eru að komast yfir erfið- asta hjallann. Seltan sé ekki versti óvinurinn heldur vindurinn sem oft gerir mikinn skaða. Sérstaklega þeg- ar fer saman vindur og kalt veður. En svo vikið sé að tilraunum þeirra þá era þau með nokkrar eldlands- plöntur í tijáhlífum sem eru orðnar um 1,70 á hæð. Eina þeirra kól í vor en virðist en er að ná sér. Af aspar- tegundum sem komið hafa vel út era C-10 Haukur, C-10 Iðunn, C-9. Jap- anslerki kemur líka vel út. Það er ekki komið að tómum kof- unum um tijárækt hjá þeim Jóni og Steinunni og þyrfti miklu lengra mál til að koma því öllu til skila. En svona til gamans má geta þess í lokin að þegar þau sóttu um stækkun á garði sínum fylgdu öll latnesku heiti tijánna sem þau ætla að rækta í hon- um með umsókninni. Á myndinni má sjá árangur af 15 ára starfi þeirra hjóna. Baráttan hefur oft verið erfiö en aldrei vonlaus og enn eru þau að reyna fyrir sér. DV-mynd Omar Jón ofl Steinunn i hinum myndarlega trjágarði sínum SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJA VÍKUR FOSSVOGSBLETT11 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 641770 1 trjáræktarstöð okkar í Fossvogi fást að jafnaði allar harð- gerðar trjá- og runnategundir. Sérstök áhersla er lögð á ódýrar og hentugar skógarplöntur í sumarbústaðalönd. Einnig margt fleira sem kemur ræktend- um vel, svo sem trjástoðir, áburður, verkfæri og hin vinsæla moldarblanda okkar, kraftmold. Veitum ráðgjöf og upplýsingar um ræktun og notkun trjáa og runna. ATH. Sama verd og ífyrra. Verið velkomin. Hjá Pípugerðinni er ráðlagt að taka 7 cm þykka steina í bílastæði og innkeyrslur. Útum stéttar urðu þar.. Frábært úrval af hellum og hleðslum Innkeyrslan í bílskúrinn og að- koman að húsinu og gangstígar í garðinum verða að vera þokkalega frágengin til þess að þægilegt sé að búa í húsinu. Ef aðkoman er ekki fullfrágengin berast óþolandi óhreinindi inn í húsið. En allt kostar þetta peninga. Það er sennilega oft ástæðan fyrir því að frágangur utanhúss dregst á langinn. Fólk á ekkert eftir til þess að eyða í slíkt. Hægt er að fá margbreytilegar gerðir af flísum, steinum og hleðsi- um. Einnig er skemmtilegt að nota mismunandi möl í garðstíga. Pípugerð Reykjavíkur Hjá Pípugerð Reykjavíkur, Sæv- arhöfða 6-12, sími 680405, eru til a.m.k. sex gerðir af hellum og stein- um, sem eru framleidd bæði í gráu og ht. Litaðar hellur og steinar eru 25% dýrari en grá. Fermetrinn af gráum hellum, 6 cm þykkum, 50x50 cm, kostar 1416 kr. Stærð 40x40 cm og 5 cm á þykkt kostar 1375 kr. Fermetrinn af rétthyrndum steini, 7 cm á þykkt, kostar 1570 kr. en 2018 ef steinninn er 10 cm þykkur. Fermetrinn af I-steini, 5 cm á þykkt, er 1445 kr. Laufsteinn, 7 cm á þykkt, kostar 1616 kr. fermetrinn, 7 cm þykkur sexkantur kostar 1525 kr. og 7 cm þykkur blómsteinn kostar 1678 kr. fermetrinn. Pípugerð Reykjavíkur hefur framleitt megnið af rörum í hol- ræsakerfi Reykjavíkurborgar sl. 40 ár. Áriö 1984 var hafin framleiðsla á steinum og hellum. Ós Ós, Suðurhrauni 2, Garöabæ, sími 651445, framleiðir a.m.k. tíu tegundir af steinum og hellum í garða, gangstíga og bílastæði. Venjulegar hellur eru til í fjórum stærðum og þremur þykktum. Verðið, sem gefið er upp hér, er allt miðað við fermetra: 20x20 cm stórar hellur, 5 cm á þykkt, kosta 1605 kr. 20x40 cm stór- Grassteinninn er einkar skemmti- legur í bílastæði og undir snúrurn- ar. ar hellur, 5 cm á þykkt, kosta 1605 kr. 30x30 cm hellur, 6 cm á þykkt', kosta 1718 kr. 50x50 cm hellur, 7 cm á þykkt, kosta 1897 kr. Sexkant- ur, 5 cm á þykkt, kostar 1806 kr. Munkasteinn, 5 cm á þykkt, kostar 1643 kr. I-steinn, 6 cm á þykkt, kost- ar 1715 kr. Hertogasteinn, þykkt 6 cm, kostar 1995 kr„ jötunsteinn, 8 cm þykkur, kostar 1925 kr. Þar að auki framleiðir Ós bæði þrep, kant- stein, rennusteina og búlka og brotastein sem notaður er í hleðsl- ur. Hellusteypan Stétt Hellusteypan Stétt, Hyrjarhöfða 8, sími 686211, framleiðir margar gerðir af steinum og hellum, þrep- um, múrsteinum og kantsteinum. Stétt er með fjölmargar fram- leiðslutegundir, þar af hefðbundn- ar hellur í ótal stærðum og þykkt- um. Við getum hér aðeins um verð á hluta framleiðslunnar og er jafn- an-átt viö fermetraverð. Hellur, 40x40x5cm, 20x40x5 cm, 50x50x5 og 25x50x5 kosta allar 1550 kr. Hellur af stærðinni 30x30x5cm og 15x30x5cm kosta 1600 kr. Stærð- in 10x30x5 cm kostar 1800 kr. Sex- kantur, 5 cm á þykkt, kostar 1600 kr„ götusteinn, 6 cm á þykkt, kost- ar 1660 kr. og 1750 kr. I-steinninn, 6 cm þykkur, kostar 1630 kr. V- steinn, 7 cm þykkur, kostar 1760 kr. Jötunsteinninn, 7 cm þykkur, kostar 1760 kr. Grassteinninn, sem er einkar umhverfisvingjarnlegur í t.d. bílastæði eða á svæði norðan í móti við snúrur og öskutunnur, er 8 cm þykkur og kostar 1840 kr. -A.Bj. Hertogasteinn og sexkantur frá Ós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.