Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 18
32 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Hús og garðar Frumkvöðlar skrúðgarða á ísaflrði: Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði: Það er varla hægt að íjalla um garðagróður á ísafirði án þess að nefna tvo frumkvöðla, þá Martinus Simson ljósmyndara og Jón klæð- skera Jónsson. Sú garðamenning sem til varð í bænum fyrr á öldinni var ekki síst þeirra eljuverk. Skrúðgarðar Ísaíjarðarkaupstað- ar eru tveir: Austurvöllur á Eyr- inni og Efri garðurinn við Bæjar- brekkuna, rétt við nýja Fjórðungs- sjúkrahúsið. Margir sem aldrei hafa til ísafjarðar komið þekkja Efri garðinn og hvalbeinið þar af myndum og í baksýn er yfirleitt gamla sjúkrahúsið sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Jón klæðskeri var einn af stofn- endum Blóma- og trjáræktarfélags ísafjarðar laust eftir 1920. Efri garðurinn mætti vel heita Jóns- garður eftir honum. Eftir að félagið leið undir lok tók bærinn við um- sjá skrúðgarðanna. Var Jón ráðinn til að annast þá. Konurnar í bænum komu mikið til Jóns gamla klæð- Gamalkunnug mynd frá ísafirði, reyndar tekin sl. sunnudag. í forgrunni er Efri garðurinn, vinstra megin er gamla sjúkrahúsið sem nú er í þann veginn að fá nýtt hlutverk sem menningarmiðstöð ísafjarðar. DV-myndir Hlynur Þór Kr. 995,- fermetrinn Njóttu sumarsins sem best og fáöu þér grasteppi sem endist ár eftir ár. Tilvaliö á svalirnar, veröndina leikvöllinn, gufubaöiö, sundlaugar- bakkann og hvar sem þér dettur í hug. Grensársvegi 13, sími 91-813577,105 Rvk. skera og fengu hjá honum plöntur til að fara með heim. Þegar gamli maðurinn gat ekki lengur sinnt þessu starfi fóru garðarnir í órækt og voru þannig í allmörg ár, allt þar til staða garðyrkjustjóra var stofnuð fyrir um tíu árum. „Þá hringdi Bolh bæjarstjóri í mig,“ segir Ásthildur Cesil Þórðar- dóttir, „og bað mig að sjá um garð- ana en þá var ég formaður Garð- yrkjufélagsins sem stofnað var 1974. Fyrst vann ég ein í þrjá mán- uði yfir sumarið en nú er svo kom- Komid og sannfærist um gæðin. Sólstofur - Svalahýsi Sýnum laugardag og sunnudag kl. 13-18 sólstofu, renniglugga, renni- hurðir, útihurðir, fellihurð o.fl. úr viðhaldsfríu PVC-efni. ar og Gardhús hf. DALVEGUR 2A, KÓPAVOGI, SÍMI 44300 ið að ég er með þrjá verkstjóra og með þeim eru aftur tólf starfsmenn. Og ekki vanþörf á, þeir mættu vera íleiri," segir Ásthildur. Simsongaróur í Tunguskógi Inni í Tunguskógi átti Martinus Simson ljósmyndari sumarbústað og þar er nú Simsongarður, vöxtu- legur og fallegur skógarlundur, einstakur sælureitur, líklega bráð- um sjötíu ára gamall. Simson var lengi með garðp- löntusölu og gaf líka mikið af plönt- um. Hann rak áróður fyrir ylhnum og það er ástæðan fyrir því hvað það er mikið af yhi á ísafirði enn í dag. Hann er gott tré fyrir ísafjörð, harðgerður og þolinn og duglegur. Simson var lengi formaður Skóg- ræktarfélags Isafjarðar. Hann ánafnaði félaginu Simsonsgarð og er hann nú í eigu og umsjá þess. Það er ekki síst þessum mönnum að þakka, Jóni gamla klæðskera og Simson ljósmyndara, þó að ýms- ir fleiri hafi komið mjög við sögu, hversu mikið er til af grónum görð- um á ísafirði, til dæmis við Hlíðar- veginn. Þessi mynd er tekin neðan af golfvelli ísfirðinga í Tungudal. Skógarlund- urinn vöxtulegi er Simsongarður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.