Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Page 8
8 LAUttARDAQUR 24. ÁGtJST 1991. Hjúkrunarfræðingar Sjúkra- og dvalarheimiliö Hornbrekka, Ólafsfiröi, auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra. Upplýsingar um starfið og starfskjör (húsnæði og fríðindi) veitir for- stöðumaður, Kristján Jónsson, sími 96-62480. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK 91005 16 MVA afispennir Opnunardagur: Föstudagur 4. október 1991 kl. 14.00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útþoðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 27. ágúst 1991 og kosta kr. 1.000 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK 91007 33 kV rofabúnaður Opnunardagur: Föstudagur 4. október 1991 kl. 14.00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 27. ágúst 1991 og kosta kr. 1.000 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavik RÍKISÚTVARPIÐ-SJÓNVARP Laugavegur 176, 105 Reykjavík, Símnefni: Isvision. Sími: 693900, Telex: 2035, Telefax: 693988. Útboð Sjónvarpið I.D.D. óskar eftir tilboðum í gerð kvikmyndar sem ætluð er yngstu áhorfendun- um. Myndin er hluti af samnorrænum mynda- flokki þar sem hver mynd er sjálfstætt verk sem sýnt verður á öllum Norðurlöndunum. I tilboðinu þarf að felast eftirfarandi: 1. Lengd um 25 mínútur. 2. Sögumaður skýrir myndina. 3. Lítið sem ekkert tal. 4. Verktaki velur sjálfur handritið. 5. Hugmynd að handriti fylgi tilboðinu ásamt kostnaðaráætlun. 6. Kvikmyndin afhendist í nóvember 1992. 7. Handrit verði afhent fullbúið í desember 1991. 8. Útboði þarf að skila til Sjónvarps í lok sept- ember 1991. Nánari upplýsingar veitir fulltrúi barna- efnis hjá Sjónvarpinu. Matgæðingur vikuimar_ dv Ýsutríó Hafliða „Ég er töluvert mikið í eldhúsinu og hef mjög gaman af að gera til- raunir í matseldinni. Ég þoli ekki uppvask og allt frá því ég fór að búa fyrir tólf árum hef ég séð um matseldina en konan' uppvaskið. Við erum mjög sátt við þá tilhög- un,“ segir Hafliði Skúlason, versl- unarmaður og matgæðingur vik- unnar að þessu sinni. Hafliði hefur r’-egið ofnbakaðan ýsurétt upp úr uppskriftasafninu. Hann segir að það skemmtilega við uppskriftina sé að hún sé í raun uppskrift að þremur ólíkum rétt- um. Galdurinn sé sá að nota mis- munandi tegundir af smurosti. Þá gerbreytist rétturinn, þó öllu öðru sé nánast haldið óbreyttu. „Þetta er mjög ljúffengur réttur eða öllu heldur réttir. Ég hef mikið notað uppskriftina, bæði við hvers- dagsleg og hátíöleg tækifæri. Það sem þarf i ýsurétt Hafliöa er: Hafliði Skúlason. 2 smá ýsuflök, um 500 g 'A 1 rjómi 125 g sveppasmurostur ('/2 askja) 250 grömm nýir sveppir (bara nógu mikið) salt glútamat piparmix paprikuduft Þannig erfarið að: Eldfast mót er smurt, helst með hvítlauksolíu. Rjómanum og smur- ostinum er hrært vel saman. Ýsu- flökin eru krydduö meö salti, glúta- mati og piparmixi og lögð í mótið. Þá er gróft söxuðum sveppunum raðað ofan á flökin og osta/rjóma- hrærunni hellt yfir. Síðan er „skreytt" meö því að sáldra dálitlu af papríkudufti yfir allt saman. Rétturinn er bakaður í 200° C heitum ofni í um það bil 30 mínút- ur. Hann er borinn fram með Bas- mati-hrísgrjónum og fersku salati. Kranavatn eða milliþurrt hvítvín er sötrað með. í stað sveppasmurostsins má nota rækjusmurost eða paprikusmur- ost. í staö nýrra sveppa koma þá annaðhvort rækjur eða pipará- vextir í staðinn. Með smávægileg- um breytingum má þannig fá þrjár ólíkar máltíðir úr einni uppskrift. Hafliði var ekki lengi að hugsa sig um þegar hann var beðinn um að skora á einhvern að vera mat- gæðing næstu viku. Hafliði skoraði á Eirík Víkingsson framkvæmda- stjóra sem hann segir hreinasta nautnasegg í eldhúsinu. Hinhliðin Leiðinlegt að skræla kartöflur - segir Geir Magnússon, umsjónarmaður textavarps Geir Magnússon er nýráðinn umsjónarmaður textavarps hjá ríkissjónvarpinu. Textavarp er nýjung hérlendis en er vel þekkt fyrirbæri erlendis. Textavarp er textasjónvarp þar sem sendar eru út fréttir, tilkynningar, dagskrá, veðurspár og margt fleira í formi texta. Merki fyrir textavarp er „á bak við“ sendimerki sjónvarpsins. Þarf aðeins að ýta á einn takka á íjarstýringunni til að fá textavarþ á skjáinn. Tilraunir með taxtavarp- ið eru hafnar en fyrsta formlega reynsluútsending þess verður 30. september. Geir byrjaði hjá texta- varpinu 8. ágúst en hann vann áður við gæðastjóm íslandsbanka. Geir sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt Nafn: Geir Magnússon. Fæðingardagur: 5. ágúst 1960. Maki: Áslaug Svavarsdóttir. Börn: Magnús Brynjar, 7 ára. Bifreið: Nissan Sunny, árgerð 1985. Starf: Umsjónarmaður textavarps. Laun: Sæmileg miðað við aðstæð- ur. Áhugamál: Aöallega íþróttir og tónhst. Hvað hefur þú fengið margar tölur í lottóinu? Þijár, en ég spila ákaf- lega sjaldan. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fylgjast með og stunda íþróttir. Ég spila stundum fótbolta og æfði áður fyrr. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Skræla kartöflur. Uppáhaldsmatur: Aromatic Peking önd framreidd með þar til geröum pönnukökum. Geir Magnússon, umsjónarmaður textavarps Sjónvarpsins. DV-mynd Hanna Uppáhaldsdrykkur. Kaffl. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Knatt- spymumaðurinn Lothar Mattháus hjá Inter Milan. Uppáhaldstímarit: Ekkert eitt frek- ar en annað. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Allar konur em falllegar en mér dettur helst í hug Ingrid Bergman þegar hún var ung. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Hlutlaus, ég vil dæma hana eftir verkunum. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Það era margir sem mig langar að hitta en það væri ömgg- lega mjög gaman að hitta körfu- knattleiksmanninn Magic Johnson hjá LA Lakers. Uppáhaldsleikari: Sean Connery. Hann er bæði frábær leikari og góður persónuleiki. Uppáhaldsleikkona: Jessica Lange. Uppáhaldsstjórnmáiamaður: Jón Sigurðsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþrótta- þættir og kvikmyndir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég er hlynntur veru þess eins og er. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þeir era margir góðir og erfltt að gera upp á milli þeirra. Stefán Jón Hafstein er meðal þeirra bestu. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég vil ekki gera upp á milli samstarfs- manna hér og nefni því Heimi Karlsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Uppáhaldsskemmtistaður. Enginn sérstakur. Ég fer sjaldan út. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ég ætla að reyna eins vel og ég get að ýta textavapinu úr Vör. Annars vil ég líta björtum aug- um á lífið og tilveruna. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór með fjölskylduna til Englands í tvær vikur. Við voram aðallega í London og Bournemouth. Þetta var mjög góð ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.