Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 24
t (' 36 LAUCJÁKDAGUR 24Í ÁGtJST 1091. Helgarpopp ZJ Islenskt tónlistarsmnar: Átak sem skilað hefur árangri Sumri er tekiö aö halla. Dagur styttist með hverri vikunni og k vikasilfurssúlan teygir ekki úr sér likt og fyrrum, Sumarsins 1991 verður í annálum minnst sem sól- arsumarsins mikla þegar kulpínd- ur landinn fékk uppreisn æru. Aukinheldur sem sól skein á rétt- láta og rangláta þá skein hún skært inn i íslenskt tónlistarlíf. Hljóm- plötuútgefendur og tónlistarmenn stóðu sameiginiega að baki átaki sem bar yflrskriftina íslenskt tón- listarsumar 1991. Svo viröist sem átakið hafi borið árangur. Plötur íslenskra tónlistarmanna hafa selst betur en undanfarin sumur og með tilllti til fjölda útgefinna titla geta menn vel við unað. „Það er greini- legt að hugur fólks stendur til is- lenskrar tónhstar. Viðbrögðin hafa verið mjög góð hvort sem litið er til fjölmiöla eða plötukaupenda," sagði Jónatan Garöarsson hjá Steinum er poppsíðan innti hann eftir viðtökum við íslenska tónlist- arsumrinu. Halldór Bachmann hjá Skífunni tók í sama streng og kvað menn þar á bæ ánægða með viðbrögð al- menníngs við útgáfum fyrirtækis- ins. Bubbi og Rúnar söluhæstir Þegar litið er á sölutölur nú und- ir lok ágústmánaöar kemur í Ijós að ákveönir titlar hafa farið í upp- lögum sem nálgast góða jólasölu. Það kemur vart á óvart að Bubbi Morthens stendur aö baki sölu- hæstu plötu sumarsins ásamt Rún- ari Júlíussyni og þeim félögum I GCD. Plata GCD hefur nú þegar selst í sjö þúsund eintökum og fer enn grimmt. Það eiga reyndar flest- ar plöturnar sameiginlegt að vera enn í góðri sölu þannig að þær töl- ur, sem hér eru nefndar, eru í mörgum tilfellum nokkuð frá því að vera endanlegar. Plata Stjórnarim.ur, Tvö líf, kem- ur næst GCD og hefur selst i rúm- lega fimm þúsund eintökum. Bandalög 4 er við það að komast í gull sem þýðir að þrjú þúsund stykki hafa farið ofan í poka kaup- enda. Kirsuber hljómsveitarinnar Ný dönsk hefur selst í tvö þúsund ein- tökum og Við eigum samleið, sem er saln laga meö Vilhjálmi heitnum Vilhjálmssyni, hefur farið í hálfu öðru þúsundi eintaka. Loks er að geta safnplatnanna þriggja í flokknum Aftur til fortíðar en milli sex og sjö hundruö eintök hafa far- ið af hverri þeirra platna. Þá er upptalin útgáJFa Steina á íslenska tónlistarsumrinu og samkvæmt téðum upplýsingum er heildarsal- an um það bfi 19 þúsund eintök. íslandslögin fariö besthjá Skífunni Af útgáfu Skífunnar hefúr enginn plata enn náð gullsölu en á því get- ur orðið breyting þegar líður fram á haustiö. íslandslögin, sem er safn garaalla gullkoma, hefur selst í hálfu þriðja þúsundi eintaka en plata Síðan skein sól, Klikkað, kemur fast á hæla íslandslaganna með tvö þúsund eintök seld. Pimmtán ára afmælisútgáfa Skif- unnar, Fyrstu árin, hefur farið í sautján hundruö eintökum og Ég veit þú kemur og Úr ýmsum áttum eru í kringum fimmtánda hundrað- ið. Blue Ice rekur lestina af útgáf- um Skífunnar en fimm hundruð stykki af þeirri plötu eru komin í hillur blúsáhugamanna vítt og breitt um landið. Heildarmagniö af seldum plötum Skífunnar er því um það bil tíu þúsund eintök. Tölurnar tala sinu máli og þær sýna svo ekki verður um villst að islensk tónlist á hljómgrunn hjá tónlistaráhugamönnum á björtum sumrum sem og í svartasta skammdegi. Þegar á haustið b'ður og vetur konungur knýr dyra geng- ur í garð ný vertíð í íslenskri tón- hst og væri óskandi að viðtökur íslenska tónlistarsumarsins væru aðeins forsmekkur þess sem koma skal. Hljómsveitin Tin Machine og umslagið umdeilda. „Siðavandir" - > Fyrir hálfum mánuði fagnaði poppsíðan frétt af væntanlegri hljómplötu hljómsveitarinnar Tin Machine sem flaggar stórstirninu David Bowie. Ekkert af því sem þá var sagt hefur breyst og mun platan koma á markað í Evrópu þann 2. september. Hins Umsjón: Snorri Már Skúlason • ^vegar er óvíst að Bandaríkjamenn ' geti farið út í plötubúð þann dag til að ná sér í eintak af gripnum. Ástæð- an er grátbrosleg ef ekki hreint og beint fáránleg. Það er umslag plötunnar sem veld- ur úlfaþyt. Það prýða fjórar forn- grískar styttur af karlmönnum hverra reðrar eru hnarreistir. Stytt- '-I umar hafa verið kenndar viö Kouros í Grikklandi og þykja sýna fyrstu til- burði forngrískra listamanna til að greina á milli manna og guða í verk- um sínum. Rannsóknarréttur aö verki? Nú hefur komiö í ljós að yfir 60% hljómplötuverslana í Bandaríkjun- um hafa neitað að stilla „ósóman- um“ upp í hillur og á þann hátt neytt hljómplötufyrirtæki Tin Machine til að breyta umslagi plötunnar í Bandaríkjunum. Bowie og hinir meðhmir Tin Machine vom síður en svo hrifnir af því aö hljómplötufyrir- tækið léti undan þrýstingi og lögðu til að límt yrði yfir „ósæmilega" hluta umslagsins. Hvort það verður gert er enn ekki vitað á þessu stigi málsins. David Bowie lét frá sér fara opin- bera yfirlýsingu um málið í fyrri viku þar sem hann sagði meðal ann- ars: „Eftir því sem ég best veit er Kanar þetta í fyrsta skipti sem bandarískum almenningi er meinaður aðgangur að klassísku hstaverki. Sú ákvörðun að hafna umslaginu minnir einna helst á verk rannsóknarréttarins til forna.“ Þess má til gamans geta að sama dag og David Bowie fékk þær fréttir að umslagið góða kæmi svo við blygðunarkennd bandarísks al- mennings að það yrði bannað birtist stór litmynd af Kouros-styttunum á forsíðu aukablaðs sem fylgdi helgar- útgáfu stórblaðsins New York Times. Það er því greinilega ekki sama Jón og séra Jón hjá þeim í Ameríku og birtingin í blaðinu þykir undirstrika taugaveiklunina sem hinn siðprúöi meirihluti er haldinn í garð rokktón- listarmanna. Madonna, Dead Kennedys og Prince eru dæmi um tónlistarmenn sem orðið hafa fyrir barðinu á honum og nú hefur hljóm- sveitin Tin Machine bæst í hópinn. Þó á skringhegri hátt en nokkurt þeirra fyrrnefndu. Egill Ólafsson með sólóplötu Gamli Þursinn og Stuðmaðurinn, Egill Ólafsson, er þessa dagana að leggja lokahönd á nýtt spilverk sem væntanlegt er á markað snemma í október. Þar er á ferð fyrsta sólóplata Egils og verður forvitnilegt að heyra hveria braut söngpípan fetar á vænt- anlegri plötu sem gengur undir vinnuheitinu Tifa-Tifa. Poppsíðan heyrði því hvíslað á ónefndum stað að Egill væri að gera svipaða hluti Og Þiu’saflokkurinn sálugi á nýju plötunni en selur það ekki dýrar en hún keypti. Meðal þeirra sem aðstoða Egh á Tifa-Tifa eru fomvinir hans, Ásgeir Óskarsson, Diddú, Þórður Árnason og Tómas Tómasson. Önnur nöfn hafa heyrst, þ.á m. Simon Kuran fiðluleikari, Guörún Gunnarsdóttir, Ami Scheving og Hilmar Örn Hilm- arsson. Fleiri koma við sögu en of langt mál væri að telja þá alla upp. Bono upp á kant við kaþólsku kirkjuna Hljómsveitin U2 hefur verið höll undir boðskap kirkjunnar og með- limimir, utan Adam Clayton, ekki farið í grafgötur með trúhneigð sína. írskur uppmninn gerir það að verk- um að þeir em uppaldir í kaþólskum sið. Páfinn og þ.a.l. kaþólska kirkjan öll hefur forboðið notkun á getnaðar- vömum og boðað hóglífi í kynferðis- málum. Bono, söngvari U2, hefur hins vegar gagnrýnt kirkjuna fyrir miðaldahugsunarhátt í smokkamál- um og ber fyrir sig að smokkurinn geti bjargað mannslífum í baráttunni gegn eyðni. Bono segist dapur yfir því að búa í borg (Dublin) þar sem ekki sé hægt að kaupa smokka nema gegn lyfseðli eða þá beint af lækni. Hann sakar kirkjunnar menn um að vaða villu í myrkri, líku því sem var á miðöldum. Hugsunarháttur kirkj- unnar í veriumálunum sé úreltur og geri ungt fólk fráhverft kirkjunni. Þessi orð söngvarans hafa kaílað á hörð viðbrögð kirkjunnar á írlandi. U2-plata í október Af U2 er það annars að frétta að þessa dagana vinnur hljómsveitin hörðum höndum í Windmill Lane hljóðverinu fyrir utan Dublin að frá- gangi nýrrar plötu. Sú á að koma á markað 7. október. Til að hægt sé að standa við þá dagsetningu hefur út- Bono, söngvari U2. setjarinn, Daniel Lanois, brugðið á það ráð að kalla Brian Eno sér til aðstoöar en sem kunnugt er hefur tvíeykið útsett allar plötur U2 frá Unforgettable Fire að telja. Ný smáskífa frá hljómsveitinni er væntanleg í september og þessa dag- ana er verið að skipuleggja heims- reisu hljómsveitarinnar sem mun standa allt næsta ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.