Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991.
55
Skák
Áskorendaeinvígin í Brussel:
Karpov, Short
og Timman áfram
Skákþing íslands hafið í Garðabæ
Indverjinn ungi, Viswanathan An-
and, á eflaust eftir aö minnast viöur-
eignar sinnar við Anatoly Karpov í
Brussel sem einvígis hinna glötuöu
tækifæra. Hvað eftir annað missti
Anand af vænlegum sigurmöguleik-
um en á endanum varð reynsla
Karpovs yfirsterkari. í síðustu skák-
inni, sem tefld var á fimmtudag, tókst
Karpov loks að sýna sitt rétta andlit
og vann glæsilega. Eftir mistök
snemma tafls lenti Anand í slæmri
klemmu og á meistaralegan hátt
þjarmaði Karpov að honum. Lokatöl-
ur urðu 4,5-3,5, Karpov í vil.
Timman varð fyrstur til þess að
komast áfram er hann lagði Kortsnoj
4,5-2,5. Hann vann 2. og 3. skákina
en öörum skákum einvígisins lauk
með jafntefli. Sigur Timmans var
afar öruggur - Kortsnoj tefldi illa og
hefði auðveldlega getað tapað með
meiri mun.
Á ýmsu gekk í einvígi Gelfands og
Shorts. Sá síðarnefndi haföi vinn-
ingsforskot og Gelfand þurfti nauð-
synlega að vinna áttundu skákina til
að jafna. Lengi var útlit fyrir að það
tækist. Gelfand náði sterkri sóknar-
stöðu en Short náði að þvælast fyrir
og smám saman að snúa taflinu við.
Eftir 51 leik gafst Gelfand upp og þar
með var einvíginu lokið með 5-3,
Short í vil.
Aðeins einu einvígi er enn ekki lok-
ið. Jusupov náði að jafna gegn ívant-
sjúk eftir bráöskemmtilega skák, þar
sem Jusupov tefldi í sannkölluðum
„Tal-stíl“ - fórnaði mönnum á báðar
hendur til þess að komast í návígi
við svarta kónginn. Sóknin bar ár-
angur og að átta skákum loknum er
staöan 4-4. Þeir halda baráttunni
áfram í dag, laugardag. Þá tefla þeir
tvær skákir með styttri umhugsun-
artíma - 45 mínútur á 60 leiki og síð-
an 15 mínútur á hverja 20 leiki. Verði
enn jafnt, tefla þeir aðrar tvær skák-
ir á morgun en takist enn ekki að
finna sigurvegara verður hlutkesti
varpað.
Skoðum snilldarskák Karpovs frá
því á fiínmtudag. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem Karpov tekst best
upp þegar mest er í húfi. Hann hefur
stáltaugar, svo mikið er víst.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Viswanathan Anand
Slavnesk vörn.
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6
5. e3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. Be2 0-0 8. 0-0
dxc4 9. Bxc4 De7 10. a3!?
Breytir lítillega út af fjórðu og
sjöttu skákinni, þar sem 10. h3 varð
uppi á teningnum. Eftir 10. - c5! tókst
Anand að jafna taflið í sjöttu skák-
inni en nú kýs hann að ráðast að
miðborðinu með e-peðinu. Hugsan-
lega er það misráðið.
10. - e5 11. h3 Bc7 12. Ba2 h6?
Síðustu leikir svarts orka tvímælis
og þessi er sannarlega slæmur.
13. Rh4! He8
Hvítur hótaði 14. Rg6.
14. Rf5 Df8 15. Rb5! Bb8 16. Bd2! a5 17.
dxe5!
Hver þrumuleikurinn á fætur öðr-
um. Svartur mátti vitanlega ekki
taka riddarann í 16. leik - svarið við
16. - cxb5 yrði 17. Bb4 og drottningin
er illa beygð.
17. - Bxe5 18. f4! Bb8
Eftir 18. - cxb5 19. fxe5 opnast f
línan einnig hvítum til góða. T.d. 19.
- Hxe5 20. Bc3, eða 19. - Rxe5 20.
Rxh6+ gxh6 21. Hxf6 með sóknar-
stöðu.
19. Rc3 Hd8 20. Bel! Rh7 21. Bh4 Rdf6
22. Hadl Hxdl 23. Hxdl Be6?
Hótunin var 24. Rxh6+ gxh6 25.
Dg6+ o.s.frv. en textaleikurinn leys-
Jafnt er i einvigi Jusupovs og ívantsjúks í Brussel eftir að Jusupov jafnaði i áttundu skákinni. í dag verður skorið
úr um það með bráðabana hvor kemst áfram i undanúrslit heimsmeistarakeppninnar.
ir ekki vandann. Svartur varð að
reyna 23. - Bxf5 24. Dxf5 Ba7 en eftir
25. Bf2 á hvítur góða stöðu.
24. Bxe6 fxe6 25. Db3! De8
Eftir 25. - Df7 er 26. Hd8+ Rf8 27.
Rd4 HYá viö.
Rxd5 15. Hh4! g616. Hxc8 Dxc817. Rg5
Be7 18. Dg4 Ba6? 19. Dh3 h5
li W #
7 A ii
6 i i* k
5 A
4 h ÉL
3 h & & A
2 A A
1 s *
i k 1
ii A i
A & a A W
A A á, afifi
H
B
H
26. Rxg7!
... og svarta staðan hrynur.' Ef 26.
- Kxg7 27. Dxb7 + og vinnur.
26. - Df7 27. Rxe6 Ba7 28. Bf2 He8 29.
Rd4 Dxb3 30. Rxb3 Bxe3 31. Bxe3 Hxe3
32. Rxa5
Og Anand gafst upp.
Áttunda skák Jusupovs og ívant-
sjúks var ekki síöur viðburðarík. Það
Skák
Jón L. Árnason
er sjaldgæft að sjá Jusupov, sem alla
jafna hefur þunglamalegan skákstíl,
tefla af svo miklum krafti. Svona
glæsileg sóknarskák er án efa gott
veganesti í bráðabanann í dag.
Hvítt: Artur Jusupov
Svart: Vassilíj ívantsjúk
Nimzo-indversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 b6
5. Bd3 Bb7 6. Rf3 0-0 7.0-0 c5 8. Bd2!?
Rólyndislegur leikmáti, í stað 8.
Ra4, sem algengast er. Svartur er
talinn svara best með 8. - d6 en ívant-
sjúk kýs að tefla gegn „staka peðinu“.
8. - cxd4 9. exd4 d5 10. cxd5 Rxd5 11.
Hcl Rc6
Traustara virðist 11. - Rd7 ásamt
RdfB.
12. Hel Hc8 13. He4!? Rce7 14. Rxd5
A B C D E F
20. Hxh5!! gxh5 21. Bh7 +
Auðvitað var 21. Dxh5? Bxd3 ekki
ætlunin er svartur nær auðveldlega
að bægja hættunni frá.
21. - Kg7 22. Dxh5 Rf6
Svo virðist sem svartur sé varnar-
laus gegn margvíslegum hótunum
hvíts. T.d. 22. - Bb4 23. Rxf7! Hxf7
(hótunin var 24. Dg6 mát) 24. Dh6+
Kh8 25. Bf5 + Kg8 26. Bxe6 með sigur-
stranglegri stöðu. En nú á hvítur
einkar smekklega vinningsleiö.
23. Rxe6+! fxe6 24. Dh6+ Kh8 25.
Bf5+ Kg8 26. Dg5+ Kh8 27. Dh4+
Kg8 28. Dg5 +
Drottningin er á leið til h3 en ekk-
ert liggur á.
28. - Kh8 29. Dh4+ Kg8 30. Dg3+ Kh8
31. Dh3+ Kg7 32. Dg3+ Kh8 33. Dh3+
Kg7 34. Bxe6! Dxe6
Þvingað en hvítur vinnur létt með
öll þessi peð.
35. Dxe6 Bd8 36. g4 He8 37. Df5 Bc4
38. g5
Og ívantsjúk gafst-upp.
Skákþing íslands
í Garðaskóla
Keppni í landsliðsflokki á Skák-
þingi íslands hófst á fimmtudag.
Fjórir stórmeistarar og tveir alþjóð-
iegir meistarar taka þar þátt og hefur
aldrei verið jafnvel skipað í sæti í 77
ára sögu þingsins. Á alþjóðamæli-
kvarða telst mótið í 7. styrkleika-
flokki - 8,5 v. þarf til að hljóta stór-
meistaraáfanga og 6,5 v. til aö ná
áfanga að alþjóðameistaratitli.
í fyrstu umferð á fimmtudag lauk
öllum skákum með jafntefli, utan
Helgi Ólafsson vann nafna sinn
Helga Áss og Héðinn Steingrímsson,
íslandsmeistarinn frá í fyrra, vann
Halldór G. Einarsson. Samkvæmt
töfluröð eru keppendur þessir:
1. Helgi Áss Grétarsson
2. Róbert Harðarson
3. Héðinn Steingrímsson
4. Jón L. Árnason
5. Karl Þorsteins
6. Sigurður Daði Sigfússon
7. Snorri G. Bergsson
8. Þröstur Þórhallsson
9. Jóhann Hjartarson
10. Halldór G. Einarsson
11. Margeir Pétursson
12. Helgi Ólafsson
Teflt er í Garðaskóla og hefjast
umferðir kl. 17 alla daga, nema 27.
ágúst og 2. september sem eru frídag-
ar. Mótinu lýkur 3. september.
EFST Á BAUGI:
a: IS i’NSK/ LFRÆ ÍÐI
c )RDABÖK1N
Sovétríkin
Opinb. heiti: Sojúz Sovetskíkh Sotsia-
lístítsjeskíkh Respúblík, SSSR (Sam-
bandsríki sósíaliskra sovétlýövelda)
Stjórnarfar: sambandslýðveldi
Höfuðborg: Moskva, 8,53 mljó. íb.86
Stærð: 22 402 200 km* 2 * * 5 * * 8 * * * 12
Íbúafjöldi": 288 mljó.
Íbúadreif89:12,8 íb./km2
Ævitikur 97: Karlar 65,1 ár, konur 73,8 ár
Helstu trúllokkar: utan trúflokka 50%,
rétttrúnaðarkirkjan 32%, múslimar 12%
Tungumál: rússneska (opinb.), úkran-
íska, hvítrússneska, tyrknesk mál (úzbek-
iska, azerbajdzhaní, kasakska), kákasisk
mál, baltnesk mál, armenska
Helstu útflv.: jarðolía, oliuafurðir, vélar,
flutninga- og farartaeki, kol, jarðgas
Helstu viðskiptal.: A-Þýskal. Tékkósl.,
Póll.
VÞF á ib: $ 8160
Gjaldmiðill: rúbla = 100 kópekar
Veður
Vestan til dregur úr norðvestanáttinni. Léttskýjað
verður um sunnanvert landið og norðan til léttir einn-
ig til, fyrst á Vestfjörðum. í dag fer að þykkna upp
suðvestanlands með haegt vaxandi sunnanátt og
undir kvöld verður kominn stinningskaldi og rigning.
Á norðaustanverðu landinu verða skúrir fram á nótt
en siðan léttir til og á morgun verður lengst af suðve-
stangola og léttskýjað. í dag hlýnar i veðri um norð-
anvert landið en sunnanlands verður svalt.
Akureyri skýjað 13
Egilsstaðir skýjaö 14
Kefla vikurflug völlur skýjað 10
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 14
Raufarhöfn skýjað 14
Reykjavik skýjað 10
Vestmannaeyjar hálfskýjað 9
Helsinki léttskýjað 21
Ósló léttskýjað 22
Stokkhólmur léttskýjaó 24
Amsterdam skýjaö 19
Birlin skýjað . 27
Frankfurt skýjað 24
Glasgow skúr 16
Hamborg rigning 20
London skúr 17
LosAngeles þokumóóa 18
Lúxemborg skýjað 20
Madrid mistur 20
Montreal hálfskýjað 15
Paris skýjað 22
Valencia léttskýjaö 19
Vin léttskýjað 24
Winnipeg skýjað 11
Gengið
Gengisskráning nr. 159. - 23 ágúst 1991 kl 915
Eining
Kaup Sala Tollgengi
Dollar 61,100 61,260 61,720
Pund 102,984 103,254 103,362
Kan. dollar 53,449 53,539 53,719
Dönsk kr. 9.1092 9,1331 9,0999
Norsk kr. 8.9992 9,0228 9,0155
Sænsk kr. 9.6846 9,7099 9,7044
Fi. mark 14,4701 14,5080 14,5996
Fra. franki 10,3515 10,3787 10,3423
Belg. franki 1,7089 1.7133 1.7089
Sviss. franki 40.2636 40.3690 40.3004
Holl gyllini 31,2109 31.2926 31,2151
Þýskt mark 35,1705 35,2626 35,1932.
Ít. lira 0,04702 0,04715 0.04713
Aust. sch. 4,9973 5,0104 4.9998
Port. escudo 0,4103 0,4114 0.4101
Spá. peseti 0,5633 0,5647 0,5616
Jap. yen 0,44692 0.44809 0,44668
írskt pund 94.033 94,279 94,061
SDR 81,7371 81.9512 82.1172
ECU 72,1622 72.3511 72,2463
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
Þann 23. ágúst seldust alls 38,119 tonn.
Magn í
tonnum
Veróíkrónum
eðal Lægsta Hæs
Blandað 0,127 33,15 10,00 38,00
Grálúða 0,052 20,00 20,00 20,00
Karfi 3,384 35.99 35,00 39,00
Langa 0,197 44,30 22,00 59.00
Lúða 0,079 26,08 20,00 120,00
Skarkoli 0,485 86,32 20,00 89.00
Skötuselur 0,016 155,00 155,00 155,00
Steinbitur 0,164 69,55 55,00 65,00
Þorskur, sl. 22,466 87,41 73,00 170,00
Ufsi 1,964 43,5C 20,00 58,00
Undirmálsfiskur 0,672 37,23 20,00 71.00
Ýsa.sl. 8.493 107,76 89,00 117,00
Ýsuflök 0,020 170,00 170.00 170,00
Fiskmarkaður Þorlákshafnar.
Þann 23. ágúst
seldust alls
42,324 tonn
Karfi 1,252 44,00 44,00 44,00
Keila 0,004 21,00 21,00 21,00
Langa 663,00 61,51 50,00 62,00
Lúða 0,024 230.00 230,00 230,00
Lýsa 0,030 20,00 20,00 20,00
Skarkoli 2,631 67.50 42,00 70,00
Skötuselur 0,077 180,00 180,00 180,00
Steinbitur 0,108 69,00 69,00 69.00
Þorskur, sl. 11,603 103,36 90,00 114,00
Þorskur, sm. 0,769 71,00 71,00 71,00
Ufsi 14,603 62,42 40,00 65,00
Undirmálsfiskur 0,136 81,00 81,00 81.00
Ýsa.sl. 10,424 97,59 93,00 107,00
Fiskmarkaðurinn Hafnarfirði
Þann 23. ágúst seldust alls 67,143 tonn.
Lax 0,200 294,85 275,00 310,00
Skötuselur 0,174 185,00 185,00 185,00
Lýsa 0,014 48,00 48,00 48,00
Smáþorskur 0,474 72,00 72,00 72,00 <
Ufsi 11,363 66,48 64,00 67.00 '
Ýsa 16,835 91,02 60,00 102,00
29,170 92,45 60,00 97,00
Steinbitur 0,249 70,00 70,00 70.00
0,322 246,26 165,00 305,00
0,268 52,73 43,00 60,00
Koli 1,346 73,01 72,00 76,00
Karfi 6,642 37,38 31,00 39,00
'freeMMi.
MARGFELDI 145
PÚNTUNARSIMI ■ 653900
1