Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 30. .ÁGÚST 1991. Fréttir_______________________________________________________ Framleiðslustjóri SS um skolpmálin á Hvolsvelli: Vissum þetta þegar við f luttum okkur -mikil áhætta fyrir matvælaframleiðslu, segir Sigurbjörg Sæmundsdóttir Eins og kunnugt er flutti Sláturfé- lag Suöurlands nýlega nær alla mat- vælaframleiðslu sína til Hvolsvallar. Jón Gunnar Jónsson, framleiöslu- stjóri Sláturfélagsins, sagðist hafa vitað af þessu vandamáli. „Við vissum af þessari stöðu mála þegar við fluttum þarna austur og auðvitað erum við mjög ósáttir viö að þetta sé svona og teljum að úr þurfi að bæta. Ég held hins vegar að það séu eng- ar líkur á því að einhverjar bakteríur berist frá skolpinu til okkar. Skurð- urinn opnast töluvert langt frá okk- ur, eða rétt fyrir neðan veginn, þann- ig að ég tel að þetta geti ekki staðist. Þá þurfum við að fara að spá í vind- áttir og hvaða bakteríur um er að ræða, þannig að það mál er míög flókið. Viö erum líka með vinnsluna vel lokaða og það sem frá okkur fer er í lokuðum skurðum, við erum bæði með rotþró og fitugildru, þannig að ég veit ekki hvernig þetta á að geta komist þar inn. Ég hef allavega ekki heyrt það frá Heilbrigðiseftirliti eða Hollustuvernd sem ættu að hafa með málið aö gera. Ég hefði hins vegar þungar áhyggj- ur af þessu ef þetta væri alveg í ná- grenni vinnslunnar en mér flnnst þetta ekki vera þannig. En auðvitað viljum við að þessi mál séu í góðu lagi, það er engin spurning," sagði Jón Gunnar. „Þetta er eitthvað sem hefur verið til staðar og er því miður til staðar um allt land. Þetta er stór áhættu- þáttur því að ef eitthvað bregður út af, sem gerist mjög auðveldlega þegar svo slæmur frágangur er á skolpi, þá kemur það náttúrlega strax niður á þeirri framleiðslugrein sem stund- uð er á staðnum," sagði Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í um- hverfisráðuneytinu, um þá hættu sem fylgir opnu frárennsli skolps í grennd við framleiðslustað matvæla. „Það sem getur blossað þarna upp, bakteríur og annað, á mjög greiða leið inn í framleiðslu sem þessa. Þetta er grundvöllur í hreinlæti sem þarf að vera til staðar þegar mat- vælavinnsla er annars vegar. “ -ingo Einar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Barra, og Jónas Magnússon með plöntubakkann á leið í Héraðsskóga til að setja niður fyrstu plönturnar. DV-mynd Sigrún Gróðursetning hafin í Héraðsskógum: Rússalerkið minnisvarði heimssögulegs atburðar Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; „Ræktunin hefur gengið sam- kvæmt björtustu vonum,“ sagði Ein- ar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Barra hf. hér á Egilsstöðum, en gróð- ursetning hjá þeim hófst 23. ágúst á fyrstu uppskerunni og stendur fram á haust í Héraðsskógum. í ár var eingöngu ræktaö Rússa- lerki af tveim kvæmum, Imarta sem ræktað er í finnskum frægarði, og Pinega, sem safnað var við Pinega- vatn í Árkangelsk eftir ferð Sigurðar Blöndal og Arnórs Siguijónssonar á heimaslóðir Rússalerkisins. Það er gaman til þess að vita að stærsta lerkigróðursetning íslands- sögunnar stendur yfir á sama tímá og sovétskipulagið brestur. Þessir lundir verða lifandi minnisvarðar um heimssögulegan atburð. Megin- hluti framieiðslunnar fer til Héraðs- skóga en einnig á almennan markað. Einar sagði haustgróðursetningu gefast vel á Héraði vegna sérstaks veðurfars og jarðvegsskilyrða. „Plöntur gróðursettar að hausti ná aö festa rætur í jarðveginum og vatnsöflun þeirra næsta sumar á eft- ir verður því auðveldari en hjá ný- gróöursettum plöntum. Segja má að besti tími til gróðursetningar skógar- plantna sé síösumars, á haustin og snemma á vorin um leið og hægt er aö koma gróðursetningu við vegna klaka. Þær plöntur sem ekki verða settar niður í haust fara því út snemma næsta vor,“ sagði Einar. Skolp- og sorphreinsunarmál: Stærsta verkef nið sem nú blasir við í umhverfismálum sá sem mengar borgar, segir umhverfisráöherra „Frárennslismál, sorphirða og sorpfórgun er eitt stærsta verkefnið sem nú blasir við í umhverfismálum og er því forgangsverkefni hjá okkur hér í ráðuneytinu," sagði Eiður Guðnason umhverfisráðherra þegar DV innti hann eftir stöðu þessara mála hér á landi. Eiður sagði að frárennsli skolps væri vandamál á mjög mörgum stöð- um, ekki síst á stöðum eins og Hvols- velli sem er svona langt inni í landi. „Þeir hafa verið í samtölum við okkur og sama er aö segja um Hellu en þetta er vandamál þar líka. En þetta er náttúrlega fyrst og fremst málefni sveitarfélaganna. Þessi mál heyra undir þau. Það er hins vegar ljóst að víða þurfa sveitarfélögin aðstoð við að leysa þessi mál þegar þau ráöa ekki við þann stofnkostnað sem er þessu samfara. Þá verður að koma til ein- hver atbeini ríkisins og einnig þarf að stórefla samvinnu sveitarfélag- anna í til dæmis sorpfórgunarmál- um. Umræða um það er mjög víða í gangi." - Það hefur áður komið fram að til greina komi að skattleggja fólk til þess að koma lagi á sorpmálin, er það enn inni í myndinni? „Já, ég hef ýjaö að því að sam- kvæmt þeirri reglu að sá sem mengar hann borgar þá hljóti það aö vera eitt af því sem kemur til athugunar. En það hefur ekki verið rætt neitt frekar enda er þetta enn og aftur málefni sveitarfélaganna. Auðvitað snerta þessi mál um- hverfisráðuneytið mjög mikið og við höfum verið með í gangi athugun á sorpfórgunarmálum. En það er ekki einu sinni búið að gera heildarúttekt á frárennslismálum sem nær til alls landsins vegna þess að aðstæöur eru mjög mismunandi. Mörg sveitarfé- laganna hafa hins vegar gert slíka úttekt hvert fyrir sig.“ - En stendur þá til að veita sveitarfé- lögunum þá aðstoð sem til þarf? „Ég ætla ekki að gefa neinar yfir- lýsingar um það, þessi mál eru öll í athugun, meðal annars í samvinnu við sveitarfélögin. En svona mál, sem hafa verið í ólagi í mörg ár, þau lag- ast ekkert á einni nóttu. Það þarf tíma og það þarf peninga en ég held aö það séu allir búnir að gera sér grein fyrir því aö þarna þurfum við verulega að taka okkur á,“ sagði Eið- ur. -ingo BSR fær aðstöðu í Lækjargötu „Ég var á móti þessari breytingu en borgarráð er búið að samþykkja þetta og því lítiö annað um máhð að segja, Við teljum að þetta hafl verið ákaflega gott vagnastæði en það þurfti líka að leysa úr bílastæð- ismálum BSR. Ég tel að aðrar lausnir hefðu verið betri og t.a.m. var á borðinu á tímabih að hafa bíla BSR í skástæðunum sem eru við Amtmannsstíg en mér skilst að því hafi veriö mótmælt ai íbúum í nágrenninu. Ákvörðunin hggur fyrir og nú verðum viö að reyna að útfæra þetta,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, stjómarformað- ur SVR, í samtali við DV. Umrædd breyting lýtur að stræt- isvagnastöð SVR í Lækjargötu sem er gegnt veitingahúsinu Óperu. Innan tíöar munu vagnar númer 1, 5 og 17, sém hafa haft viðkomu á áðumefndum stað, stansa neðan viö Menntaskólann í Reykjavík. Þar hefur Kópavogsstrætó haft við- komu en mun í framtíðinni stansa á stæöi Landleiða gegnt Iðnaöar- bankanum. Nokkur urgur er í for- ráðamönnum SVR vegna þessa máls eins og kom fram hjá Sveini Andra en helsta breytingin fyrir farþega er sú aö nú verður lengra að labba á skiptistöð SVR á Lækj- artorgi. Ekki náðist í forsvarsmenn BSR -GRS Viötaliö i>v Hafnarfjörð- urengu líkur V. —................... ✓ Nafn: Leópoid Sveinsson Starf: Markaðsstjóri hjá Agli Skallagrímssyni Aldur: 31 ár „Mér var fahð að stýra markaðs- málum fyrirtækisins, bæði að viðhalda markaðsstarfsemi þeirra vara sem fyrir em á mark- aðinum og sjá um markaðssetn- ingu á nýjum vörum,“ sagði Le- ópold Sveinsson, nýráöinn mark- aðsstjóri Ölgerðarinnar Egill Skahagrimsson hf., en hann tók við starfinu þann 7. ágúst. „Starfið leggst mjög vel í mig. Þetta er gamalgróið fyrirtæki sem er vel stjómað. Aht upplýs- ingakerfi er mjög gott og stjóm- unarhættir nútímalegir." Markmiöið er jú aö reyna aö aðstoða við að tryggja áframhald- andi velgengni Olgerðarinnar og koma á framfæri þeim gæðum sem við höfum upp á að bjóða," sagði Leópold. Leópold starfaði að ýmsum störfum tengdum markaðsmál- um frá ámnum 1983-1985, þó að- ahega fyrir skemmtistaði, hótel og veitingahús. Á sama tíma, eða frá 1983-1986, starfaði hann einn- ig sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2. Frá árinu 1985-1988 var hann framkvæmdastióri þjónustusviðs hjá auglýsingastofunni Augljós þar til hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra auglýsingasmiðj- unnar Fljótt Fljótt, sem er dóttur- fyrirtæki íslensku auglýsinga- stofunnar. „Ég kem úr auglýsingabrans- anum svo vissulega hefur maöur tengst mörgu svipuðu, en ég er þó búinn aö læra þaö á þessum fyrstu dögum mínum hér að gos- drykkjabransinn er alveg sér á parti. Auglýsingar eru voðalega lítið mál en markaðsstarfsemin er svo miklu viðtækari á þessu sviði,“ sagði Leópold. Hann var viö nám í lagadehd Háskóla Islands í tvo vetur eftir stúdentspróf frá Flensborg í Hafnarfirði, en lauk síðan prófi í viðskipta- og rekstrarfræðum (PRV) frá endurmenntunardeild HÍ í vor. „Ég er fæddur og uppaldinn í Hafnarfirði og bjó þar til ársins 1984 þegar ég fluttist til Reykja- víkur. Ég bý núna í Kópavogi en er búinn að gera ítrekaöar til- raunir til þess að komast til Hafii- arfjarðar aftur án árangurs. Hafnarfjörður er engu hkur, hann er hæfilega sveitó en samt í hringiöunni. En ég hef bara því miður ekki fundið neina íbúð sem mér Ukar,“ Leópold er sonur Sveins Jónas- sonar, fyrrum húsgagnasmiðs og bílasala, og Freyju Leópoldsdótt- ur læknaritara. Hann er kvæntur Þorbjörgu Albertsdóttur ritara og á með henni sjö ára stelpu ogfjög- urra ára strák. Hvaö áhugamál snertir sagðist Leópold hafa áhuga á golfi, öku- tækjum og að borða góöan mat „Eg hef aha tíö haft mikinn áhuga á ökutækjum. Ég á meira að segja ennþá mótorhjóhö sem ég keypti nýtt árið 1977. Ég er að gera það upp svo það kemst bráö- lega aftur á götuna." -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.