Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUÐAGUR 30. ÁGÚST 1991. 33 Afmæli Sigurður Egilsson Sigurður Egilsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, Laugarásvegi 55, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf ungur störf við fyrirtæki föður síns, Egill Vil- hjálmsson hf., fyrst við verslunar- störf og síðan skrifstofustörf. Sigurður stofnaði fyrirtækið Sig- urplast hf. árið 1960 og er nú stjórn- arformaöur þess, auk þess sem hann situr í stjórn Hampiðjunnar. Fjölskylda Sigurður kvæntist 26.4.1942 Krist- ínu Henriksdóttur, f. 16.12.1920, en hún er dóttir Henriks Stefáns Er- lendssonar, f. 27.2.1879, d. 27.12. 1930, héraðslæknis í Hornafjarðar- héraði, og Súsönnu Henriettu Frið- riksdóttur, f. 3.12.1887, d. 2.3.1968, húsmóöur. Börn Sigurðar og Kristinar: Hen- rik, f. 23.10.1940, d. 26.10.1987, renni- smiður í Reykjavík; Helga, f. 8.8. 1942, húsmóðir og framkvæmda- stjóri í Reykjavík, gift Guttormi Ein- arssyni, framkvæmdastjóra og fyrrv. alþingismanni; Súsanna, f. 5.9.1945, bankastarfsmaður í Reykjavík, gift Matthíasi Pálma- syni, prentara og bifvélavirkja; Ing- unn, f. 3.7.1948, hárgreiðslumeistari í Reykjavík, var gift Má Jónssyni pípulagningameistara; Egill Vil- hjálmur, f. 30.3.1952, verslunarmað- ur í Reykjavík, kvæntur Hafdísi Sveinsdóttur verslunarmanni. Systkini Sigurðar: Ingunn, f. 1928, húsmóðir og framkvæmdastjóri hjá Rauða krossinum, búsett í Reykja- vík, og Egill, f. 1936, heildsali í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Egill Vil- hjálmsson, f. 28.6.1893, d. 29.11.1967, bílainnflytjandi í Reykjavík og for- stjóri í Reykjavík, og kona hans, Helga Sigurðardóttir, f. 9.10.1898, d. 25.7.1982, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Egill var sonur Vilhjálms Gunn- ars, sjómanns á Bíldudal og síðar í Reykjavík, Gunnarssonar, tómthús- manns í Hafnarfirði, Gunnarssonar, b. í Ölfusholtum í Hraungerði, Ein- arssonar, b. í Syðra-Langholti, Gunnarssonar. Móðir Gunnars í Hafnarfirði var Þórunn, systir Ein- ars á Álfsstöðum, langafa Sigríðar Eiríksdóttur hjúkrunarkonu, móð- ur Vigdísar forseta, en Einar var einnig langafi Guðmundar frá Mið- dal, föður Errós, og langafi Sigríðar, móður Bjarna Guðnasonar prófess- ors. Þórunn var dóttir Gísla, b. á Álfsstöðum, Helgasonar og Ingveld- ar Jónsdóttur, systur Þorsteins, langafa Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar og Þorsteins Þor- steinssonar hagstofustjóra. Móðir Vilhjálms Gunnars var Margrét Sig- urðardóttirfrá Litla-Seli, Stein- grímssonar. Móðir Margrétar var Margrét, systir Eyjólfs, b. í Skild- inganesi, langafa Guðmundar, for- stjóra Alþýðubrauðgerðarinnar, en Eyjólfur var einnig langafi Ástríðar, ömmu Víglundar Þorsteinssonar og langafi Sigurjóns, afa Herberts Guð- mundssonar hjá Verslunarráðinu. Margrét var dóttir Eilífs, b. í Skild- inganesi, Eyjólfssonar og Ásdísar ívarsdóttur. Móðir Egils var Anna Magnea Egilsdóttir, pósts í Arabæ og í Ráð- leysu í Reykjavík, Gunnlaugssonar, b. í Hólmi á Seltjarnarnesi, Guð- mundssonar, b. á Laugalandi í Eyja- firði, Ásgrímssonar. Móöir Egils í Arabæ var Hallbera Jónsdóttir frá Króki í Biskupstungum. Móðir Önnu Margrétar var Salvör Magn- úsdóttir frá Narfastöðum í Mela- sveit. Móðir Salvarar var Guðrún Jónsdóttir frá Kjarnholtum í Bisk- upstungum, Gíslasonar. Helga var dóttir Sigurðar, verka- Sigurður Egilsson. manns í Reykjavík, Ámundasonar, b. á Miðengi í Grímsnesi, Einarsson ar, stúdents og b. á Ytri-Skógum, Högnasonar. Móðir Ámunda var Ragnhildur Sigurðardóttir, prests í Reynisþingum, Jónssonar. Móðir Sigurðar verkamanns var Hallbera Jónsdóttir frá Kálfhóli á Skeiðum. Móðir Helgu var Ingunn Eyjólfs- dóttir, b. á Efra-Apavatni í Gríms- nesi, Árnasonar og Helgu Guð- mundsdóttur frá Eyvindartungu. Sigurður tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Átthagasal Hótel Sögu milli klukkan 17.00 og 19.00. Jóhann Ólafsson. Jóhann Ólafsson Jóhann Ólafsson múrari, Efsta- hjalla 15, Kópavogi, er sextugur í dag. Jóhann fæddist í Gih í Fljótum í Skagafirði og ólst upp í Hvammi í Fljótum. Hann kvæntist 26.12.1954 Ólöfu Ólafsdóttur, f. 23.6.1934. Börn Jóhanns og Ólafar eru Ólaí'- ur Þór, f. 6.4.1954, kvæntur Þórunni S. Jóhannsdóttur og eiga þau fjögur börn; Ingvar Páll, f. 1.12.1960, kvæntur Þórhildi Þórisdóttur og eiga þau tvö börn; Hulda, f. 19.1. 1963, gift Páli V. Björnssyni og eiga þautvöböm. Foreldrar Jóhanns voru Ólafur Arngrímsson og Þóra Pálsdóttir frá Fljótum í Skagafirði en þau em bæði látin. Jóhann tekur á móti gestum á af- mælisdaginn í Félagsheimih múrara, Síðumúla 25, eftir klukkan 20.00. Vignir Guðnason. Vignir Guðnason Vignir Guðnason afgreiðslumað- úr, Kópubraut 16, Innri-Njarðvík, verður sextugur í dag. Hann og kona hans, Guðríður E. Ámadóttir, taka á móti gestum í safnaöarheimihnu í Innri-Njarðvík frá klukkan 18.00- 22.00. Hörður Helgason blikksmíðameistari, Norðurbraut 41 í Hafnarfirði, er sextugur í dag. Starfsferill Hörður var í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík 1945-1948 og í Iðnskól- anum í Reykjavík 1949-1951. Hann lærði bhkksmíðaiðn hjá J.B. Péturs- syni í Reykjavík 1949-1953. Hörður var á togara 1954-1955 en vann síðan hjá bikksmíðadeild Vélsmiðjunnar Héðins fram til ársins 1957. Þaö ár stofnaði hann Blikksmiðjuna Sörla ásamt Helga, fööur sínum. Blikk- smiðjan var starfrækt í Reykjavík til ársins 1971 en flutti þá á Hvols- völl. Hörður hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum. Hann hefur átt sæti í ýmsum nefndum og ráðum fyrir blikksmiðastéttina, verið í stjórn Félags blikksmiðjueigenda frá 1967 og var gerður að heiðursfélaga 1990. Hörður var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1958-1966, átti sæti í Út- gerðarráði Reykjavikur 1966-1974 og í almannavamanefnd Reykjavík- ur 1966-1970. Hann var formaður Varðbergs, félags áhugamanna um vestræna samvinnu, 1968-1969. Hann hefur starfað í Kiwanis- klúbbnum Eldborg í Hafnarfirði frá 1989. Fjölskylda Hörður kvæntist 7.7.1951 Maríu Gröndal, f. 2.4.1931, kaupmanni og keramikkennara. Foreldrar henn- ar: Eiríkur Gröndal bifvélavirkja- meistari og Sigrún Friðriksdóttir. Börn Harðar og Maríu eru Sigrún, f. 12.11.1951, bankastarfsmaður, gift Steinþóri Magnússyni fiskmats- manni; Gunnar H., f. 8.12.1952, stýrimaður í Reykjavík, hann á einn son; Helgi, f. 18.3.1956, blikksmíða- meistari og bílasmiður á Hvolsvelli, kvæntur Guðfinnu Stefánsdóttur og eiga þau tvö börn; Eiríkur, f. 28.6. 1960, verslunarmaður, kvæntur Rósu Harðardóttur og eiga þau tvö börn; Gísli, f. 29.1.1964, húsasmiður, sambýliskona hans er Sigrún Aðal- steinsdóttir. Systkini Harðar eru: Auðbjörg Helgadóttir, 25.4.1934, á fjögur börn; Jón Hannes Helgason, f. 28.8.1942, á tvö börn, maki Sigurbjörg Har- Höröur Helgason. aldsdóttir. Foreldrar Harðar voru Helgi S. Hannesson, f. 31.8.1908, d. 3.2.1960, bhkksmiður, og Gíslína Jónsdóttir, f. 24.9.1912. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Ætt Helgi var scr.'ir Hannesar Jóns- sonar stýrimanns Helgasonar í Reykjavík og Þorbjargar Guðlaugs- dótturíReykjavík. Gíslína er dóttir Jóns Halldórs Gíslasonar múrarameistara og Auð- bjargar Pétursdóttur í Reykjavík. Hörður og María taka á móti gest- um í Kiwanishúsinu, Dalshrauni 1, Hafnarfirði, klukkan 17-20 á afmæl- isdaginn. Erling Kristinsson Erling Kristinsson miðih, Máva- braut 1A, Keflavík, er fertugur í dag. Starfsferill Erhng fæddist að Svarthamri í Álftafirði við Djúp en ólst upp í Reykjavík. Hann var lögreglumaður í Grindavík á árunum 1972-82 auk þess sem hann stundaði sjó- mennsku og ók vörubifreið. Þá var hann verkstjóri hjá Vamarhðinu 1987-91. Fjölskylda Erhng kvæntist 25.12.1970 Krist- ínu Þorkelsdóttur, f. 20.8.1952, fram- leiðslustjóra en hún er dóttir Þor- kels Árnasonar vélstjóra og Sigur- óskar Magnúsdóttur húsmóður sem nú er látin. Börn Erhngs og Kristínar eru Sig- urrós, f. 17.8.1970, húsmóðir í Grindavík, gift Róberti Hafliðasyni og er dóttir þeirra Kristín Björg; Rakel, f. 17.12.1971, húsmóðir í Grindavík, gift Jóhannesi Gunnari Sveinssyni og er sonur þeirra Erling Már; Sigurbjörg, f. 13.10.1978; Jóna Rúna, f. 11.3.1985; Þorkell, f. 27.4. 1986. Erling er næstelstur sjö systkina en sex þeirra eru á lífi. Þau em Sjöfn Inga húsfreyja, gift Helga Guð: mundssyni, b. á Mýrum í Borgar- íjarðarsýslu; Svava Valgerður, hús- móðir í Reykjavík; Guðmundur Ingi, verslunarmaður í Hafnarfirði, kvæntur Huldu Benediktsdóttur; Kristinn Andrés, verkamaður í Reykjavík; Þórunn Jóna, húsfreyja að Túni í Borgarhreppi, gift Einari Magnússyni bónda. Foreldrar Erhngs eru Kristinn Jónsson, f. 10.2.1914, lengst af verk- stjóri í Reykjavík, og Andrea Guð- mundsdóttir, f. 30.7.1925, húsmóðir. Erling Kristinsson. Hl hamingju með daginn 80 ára____________________ Ágúst Kjartansson, Hrísateigi 15, Reykjavík. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Götu, Borgamesi. Mundína V. Sigurðardóttir, Hliðarvegi45, Isafirði. 75 ára Hatldóra Gottliebsdóttir, BrekkugötulS, Ólafsfirði. Ásta Guðjónsdóttir, Vahargötu 29, Þingeyri. EwaJd E. Berndsen, Ránargötu 6, Reykjavík. Ragnar Björnsson, Ölduslóð 26, Hafnarfirði. 70 ára Helgi Hannes Ámason, Laugarásvegi63, Reykjavík. Jón Ingvarsson, Þorbergsstöðum, Búðardal, AJda Stefánsdóttir, Amarhvoli,Ðalvík. 60 ára Bragi Jónsson, Hrauntúni 19, Vestmannaeyjum. Hreinn Árnason, Klapparbergi 5, Reykjavík. Guðrún Halldórsdóttir, Ægissíðu 3, Djúpárhreppi. Guðrún verður að heiman á afmæl- isdaginn. Elsa ÞorvaJdsdóttir, Brekkustíg8, Sandgerði. 50 ára Bára Hannesdóttir, Reynihvammi 5, Kópavogi. Atli Viðar Jóhannesson, Fögruhlíð 17, Eskifirði. Rósa Björnsdóttir, Hvíteyrum, Lýtingsstaðahr. 40ára Öm Jóhannsson, Skipasundi 72, Reykjavík. Jóhannes Axelsson, Borgarhlíð 2d, Akureyri. HiJdur Hermannsdóttir, Unufehi 40, Reykjavík. Sigrún Brynja Hannesdóttir, Tungusíðu 11, Akureyri. Svala Jóhannesdóttir, Efstasundi 90, Reykjavík. Nanna Sigríður Guðmannsdóttir, Holti, Svinavatnshr. LAMPA' HTCAI A U IdAtA MIKIL VERÐLÆKKUN BYRJAÐI í DAG. OPIÐ FÖSTUDAG KL. 9-18, LAUGARDAG10-16 RAFBÚÐ DOMUS MEDICA, EGILSGÖTU 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.