Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 17
FÖStUÖÁGUR 30. ÁGÚST Í991. 15 Sala Ríkisútvarpsins - og hugmyndafrelsið í stjórnarskrám eru ákvæði um hugmyndafrelsi eða skoðanafrelsi, frelsi til þess að láta í ljós hug- myndir sínar eða skoðanir í ræðu og riti. Túlkun manna á þessum ákvæðum er á þá leið að ekki sé aðeins skylt að búa svo um hnút- ana með lagasetningu að menn geti látið skoðanir sínar í ljós heldur beri ríkisvaldinu að sjá svo um að stofnanir séu fyrir hendi sem gera mönnum kleift að koma hugmynd- um sínum á framfæri. Hugmyndafrelsi varðar heldur ekki aðeins velferð hvers einstakl- ings heldur velferð þjóða og ríkja. Þetta þekkjum við og af sögunni, þegar harðstjórn og einveldi ríkti, en við höfum líka horft upp á þetta undanfarin misseri þótt eftirminni- legast væri að verða vitni að hruni heimsveldis fyrir áhrifamátt hug- myndafrelsis. Hugmyndafrelsi Mikilsvert er að búa í haginn fyr- ir hugmyndafrelsi á litla íslandi. Foreldrar og heimili þurfa að stuðla að eðlilegum skoðanaskipt- um og efla virðingu fyrir hugmynd- um annarra. Skólar þurfa að kosta kapps um að kenna nemendum að virða lýðræðislegar hugmyndir og sýna umburðarlyndi og ijölmiðlar, blöð, tímarit, útvarp og sjónvarp þurfa að treysta hugmyndafrelsi og eðlileg skoðanaskipti, hleypi- dómalausa umræðu og fijálsa skoðanamyndun. Frjálst útvarp Fyrir áratug var talað um frjálst útvarp og frjálst sjónvarp sem átti að leysa margan vanda. Það sem við var átt var rekstur einkaút- varps og einkasjónvarps, þ.e. út- varps- og sjónvarpsstöðva sem ekki væru í eigu ríkisins heldur ein- stakhnga eða félaga. Þá var ríkis- einokun á útvarpi og sjónvarpi, eins og það var kallað. Mér virðist sjálfsagt að einstaklingar og félög fái að stofna til útvarps- og sjón- KjaUarinn Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri varpsrekstrar á sama hátt og menn fá að gefa út blöð eða bækur. Að vísu þykir mér sem gömlum út- varpsmanni eftirsjá í gamla út- varpinu þegar öll þjóöin hlustaði á sömu dagskrána og sömu fréttirnar og allir gátu talað um sömu út- varpssöguna eða sömu skemmti- dagskrána. - En horfm tíð kemur aldrei aftur. Þetta nýfengna frelsi í útvarps- og sjónvarpsrekstri virðist hins vegar einkum hafa verið notað til þess að spila sömu ensku og banda- rísku popplögin oftar og sýna fleiri bandarískar sjónvarpsmyndir en ríkissjónvarpið. Auk þess hefur hinni nýju yfirstétt sjónvarpsfólks og útvarpsfólks fjölgað að mun svo að nú geta glanstímarit birt fleiri myndir af íslensku fjölmiðlafólki við leik og störf. En þetta er hluti af frelsi nútímans og ekkert við því að segja. Blaðadauði En nú blasir annað við. Þjóðvilj- inn er að leggja upp laupana eftir 55 ár, Tíminn hangir á horriminni og Alþýðublaðinu má koma fyrir í eldspýtnastokk. Fáir lesa þessi málgögn og enginn vill auglýsa í þeim. Flokksblöð af þessu tagi eru útelt orðin. Stjórnmálaflokkar og stjómmálamenn verða að koma boðskap sínum á framfæri á annan hátt, m.a. í gegnum útvarp og sjón- varp eða frjáls óháð dagblöð, sem svo em kölluð. Allt er breytt frá því sem var þeg- ar ekkert sjónvarp var, ekkert DV og útvarpið útvarpaði aðeins fáa tíma á dag. Sennilegt er að innan tíðar rísi öflugt dagblað upp úr ösk- unni af Þjóðviljanum og Tímanum og keppi við Morgunblaðið og DV um auglýsingar og fréttir - og frjálsa skoðanamyndun - því eitt- hvert mótvægi þarf gegn hægri pressunni. Sameign íslensku þjóðar- innar Áður var sagt að íslenska þjóðin ætti eina sameign. Það var klukka sú sem hékk yfir dyrum lögréttu- hússins á Þingvelli við Öxará. Hún er nú löngu seld úr landi, sett í Hólmsskip til að danskir geti bom- balderað Svía og til þess að böllin í Kaupinhafn mættu kontinúerast. „Ríkisútvarpið er fjölmennasti skóli mest sótti skemmtistaður." Nú á íslenska þjóðin enn aðeins eina sameign. Það er Ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið er sú stofnun ríkis- ins sem hest stuðlar að frjálsri skoðanamyndun í landinu og tryggir hugmyndafrelsi. í 60 ár hef- ur ríkt einstakur andi í þessari stofnun. Alls konar fólk úr fjarlæg- ustu sveitum og ólíkustu stjórn- málasamtökum, kristilegir íhalds- menn, kommúnistar og framsókn- armenn, hafa þar tekið höndum saman og haldið uppi menningar- stofnun sem á fáa sína líka. Nú hefur menntamálaráðherra - sem meira að segja er að norðan - fengið þá hugmynd að selja þessa einu sameign íslensku þjóðarinnar í hendur almenningshlutafélagi. Þetta er að vísu aðeins hugmynd, sem menn mega auðvitað láta í ljós en vafalítið á eftir að verða umræða um svo mikilsvert mál. En þetta er ekki góð hugmynd, að mínum dómi, og hggja ekki að henni nein rök önnur en þau að ráðherra varð skotinn í hugmyndinni um al- menningshlutafélög fyrir löngu. Ríkisútvarpið og NATO Ríkisútvarpið gegnir álíka menn- ingarhlutverki og Háskóli íslands. Ríkisútvarpið er fjölmennasti skóli landsins, stærsta kirkja þess og landsins, stærsta kirkja þess og mest sótti skemmtistaður. Al- menningshlutafélag er hins vegar einhver óskapnaður sem enginn veit haus né sporð á. Ríkisútvarpið er auk þess mikilsverðasta öryggis- tæki landsins, mikilsverðara en Slysavarnafélag íslands og NATO. Ef hluthöfunum í almennings- hlutafélaginu sýndist svo einn dag- inn að arður auðmagnsins væri ekki nægur kæmi til greina að klippa af Patreksfjörð og Siglufjörð og önnur álíka krummaskuð fýrir austan til þess að bæta afkomuna. Þá er kominn brestur í þessa einu sameign íslensku þjóðarinnar og hljómur Ríkisútvarpsins orðinn holur ekki síður en Islandsklukk- urnar forðum. Til þess að efla frjálsa skoðana- myndun er það heldur ekki rétta leiðin að selja Ríkisútvarpið í hend- ur almenningshlutafélagi þar sem enginn veit hver ræður og hvert stefna ber og ábyrgðin er engin, heldur ber að efla Ríkisútvarpið svo að það geti áfram tryggt ís- lenska menningu og íslenskt sjálf- stæði og eflt hugmyndafrelsi í land- inu. Tryggvi Gíslason „Þjóðviljinn er að leggja upp laupana eftir 55 ár, Tíminn hangir á horriminni og Alþýðublaðinu má koma fyrir 1 eld- spýtnastokk. Fáir lesa þessi málgögn og enginn vill auglýsa 1 þeim. Flokks- blöð af þessu tagi eru úrelt orðin.“ Það geta allir sótt um! Þegar venjulegur vinnúveitandi ræður í lausa stöðu leitar hann eft- ir umsóknum og ræður svo þann sem hann telur hæfastan í stöðuna. Þegar venjulegur einkabanki lánar út fé það sem viðskiptavinir hans hafa falið honum að ávaxta lánar hann einungis þeim sem hann treystir til að borga til baka. Að sjálfsögðu getur bæði vinnuveit- andanum og bankastjórunum skjátlast en það er þá verst fyrir fyrirtæki þeirra og þá sjálfa. Þegar Steingrímur Hermanns- son, þá forsætisráðherra, þrýsti á sjóði ríkisins til að lána fyrirtækj- um vissi hann að það mundi aldrei snerta hann sjálfan fjárhagslega hvað um féð yrði. Auk þess hélt hann þar sem hann hafði lengi horft á slíka meðferö og virðingar- leysi við fé almennings að enginn myndi gera athugasemd við þó hann tæki þátt í leiknufn. Því mið- ur skjátlaðist Steingrími um hæfni og traust þess fyrirtækis sem skjal- fest er að hann lét veita af fé al- mennings. Fyrir það gjalda skatt- greiðendur. En sem betur fer skjátlaðist honum einnig um að hann kæmist upp með að halda skrípaleiknum áfram. Það virðist nefnilega flest benda til þess að forsætisráðuneytið og það sem undir þaö heyrir veröi ekki lengur félagsmálastofnun at- vinnulífsins. Það var að minnsta kosti ekki annað að heyra á Davíð Oddssyni í ríkissjónvarpinu í síð- ustu viku þar sem hann og Stein- grímur Hermannsson sátu fyrir KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ svörum hjá Ingimar Ingimarssyni fréttamanni. Því miður hefur lítið verið rætt um þennan ágæta þátt sem sýndi svo vel að það er áherslumunur í íslenskum stjóm- málum. Steingrímur varði að sjálf- sögðu það kerfi sem hann hefur lif- að og hrærst í síðustu áratugina en sú vöm var gloppótt. Erum kosnir Hann taldi það m.a. sjálfsagt að stjórnmálamenn færu með skattfé í tóma vitleysu af því að þeir væm kosnir til þess! Tvennt er sérstak- lega rangt við þessa skoðun. í fyrsta lagi eru fæstir íslenskir stjómmálamenn með nokkurt um- boð frá kjósendum í þessu landi. Á þingi sitja nefnilega um 40 þing- menn sem án efa væm þar ekki ef kosið væri eftir sánngjörnum regl- um. í öðru lagi hafa ríkisstjómir Steingríms Hermannssonar ekki aðeins veitt sér umboð til að fara með skattfé núyerandi skattgreið- enda eins og eldspýtur í fangapóker heldur einnig umboð til að ráðstafa skattfé framtíðarinnar. Þetta hafa þær gert með taum- lausum innlendum og erlendum lántökum. Þeir sem nú eru að slíta bamsskónum fá því að kenna á stjómunarstíl Steingríms og félaga í framtíðinni. Hvaða umboð hefur Steingrímur fengið frá þeim? Ósvífið svar Annað sem sló mig sérstaklega var svar Steingríms við gagnrým „Þeir sem nú eru að slíta barnsskónum fá því að kenna á stjórnunarstíl Stein- gríms og félaga 1 framtíðinni. Hvaða umboð hefur Steingrímur fengið frá þeim?“ „Á þingi sitja nefnilega um 40 þingmenn sem án efa væru þar ekki ef kosið væri eftir sanngjörnum reglum," segir m.a. í greininni. forsætisráðherra á að stjómmála- menn væru að hlutast til um lán- veitingar til einstakra fyrirtækja. Svarið var bæöi ósvífið og lýsir Út- illi tiltrú á skarpleika almennings: Það geta alhr sótt um. Og þá eram við komin aftur að þvi sem ég vék að í upphafi greinar- innar. Það er ekki sama hver veitir stöður og lán. Það er ekki sama hvort það er einstaklingur eða einkafyrirtæki sem leggur eitthvað undir sjálft eöa óforskammaðir stjórnmálamenn sem eru að veita úr opinberum sjóðum. Á því er shkur reginmunur að flestir ættu að geta áttað sig á. Fyrirgreiðsla eða frjáls markaður Það hefur sýnt sig víða í heimin- um að það er ekki nóg að allir geti „sótt um“ fyrirgreiðslu stjórnmála- manna. Alls staðar þar sem stjórn- málamenn hafa verið settir sem skömmtunarstjórar hefur mis- munun og spilling skotið upp koll- inum. Það er algjör barnaskapur að halda þvi fram að annað gildi hér á landi. Það má vel vera að einhver stigs- munur sé á því sem gerist hér og annars staðar en eðhsmunur er enginn. Það á ekki að vera undir embættismönnum komið hver fær síma, ljósaperu eða rúllupylsu eða hvaða atvinnufyrirtæki fá að lifa. Shk mál á að leysa á fijálsum markaði. Það hefur reynst farsæl- ast hingað tU. Glúmur Jón Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.