Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 3
FÖÖfÖDÁGÍÍR áÓ. ÁGÖáf 1991.' 3 pv______________________________Fréttir Aðhaldsáform ríkisstjómarinnar: Gera alla kjarasamninga mjög erfiða segir formaður verkalýðsfélagsins Jökuls „Ég held að þetta hljóti að gera alla kjarasamninga mjög erfiða. Þetta er ákveðin aðfór að þvi kerfi sem verkalýðshreyfmgin hefur tekið fullan þátt í að byggja upp í gegnum tíðina," sagði Björn Grétar Sveins- son, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði, um að- haldshugmyndir ríkisstjórnarinnar. Skólagjöld á bilinu 15.000-30.000 eru meðal þeirra hugmynda sem eru nú á borði ráðherranna við gerð nýrra fjárlaga, einnig 5000 króna inn- ritunargjald á sjúkrahús, svo og gjaldtaka fyrir þjónustu heilsu- gæslustöðva. „Þetta er ekkert annað en ný teg- und skattheimtu þótt einhverjir vilji kalla það öðru nafni þar sem þessum kostnaði er ekki dreift á þegnana heldur eiga þolendur að greiöa," sagði Björn Grétar ennfremur. „Þetta hefur ekki verið stefna verka- íýöshreyfingarinnar til þessa og mín skoðun er óbreytt í þessum efnum. Eg hef ekki umpólast á þessu sviði. “ Björn Grétar sagði að nú kæmi rík- ið inn í kjarasamninga, þannig að þeir væru þríhliða. „Mér sýnist að sumar þessara hugmynda, sem kom- ið hafa fram, séu ósættanlégar. Þá á ég við skólagjöldin, aðgerðirnar i lyfjamálum, sem við höfum þegar bent á, og innritunargjöldin. Varð- andi lyfjamálin höfum við haldið skoðunum okkar mjög eindregið fram og þá launþegahreyfmgin í breiðfylkingu. Ég vona það svo sann- arlega að verkalýðshreyfingin hafi þrek til þess að standa gegn þessu. Ég trúi ekki öðru.“ Bjöm Grétar kvaðst hafa heyrt um hugmyndir varðandi skertar barna- bætur, sjómannaafslátt, húsnæðis- bætur og persónuafslátt. „Ég heyrði þetta í fréttunum í gærkvöld. Ég var að borða ágætismat, en það dró mjög út matarlystinni að hlusta á þetta.“ -JSS Ruben Karl fann ekki hjólið sitt í óskilamunageymsiunni hjá lögreglunni í gær. Á bak við drenginn skoðar Jónas Hallsson aðalvarðstjóri eitt af þeim fjölmörgu reiðhjólum sem ekki hafa komist til skila. Hjólið hans Kalla er svart, 12 gíra Huffi fjallahjól. Það var með svörtum keðjukassa og örlítið upphækkuðu stýri. DV-mynd GVA FjaUahjóli stolið fra 10 ara dreng við Meistaravelii: Þungbært fyrir hann að missa hjólið - segir móðirin sem er enn að greiða afborganir afþvi „Eg keypti þetta hjól fyrir strákinn í vor og er að borga af því ennþá. Því var læst með stórum og miklum hlekkjum. Það var hér fyrir utan á miðvikudag en morguninn eftir kom í ljós að hjóhð hefur greinilega verið borið í burtu. Þetta virðist ekki vera fyrsta hjóhð sem hverfur hér úr hverfinu," sagði Signý Hackert, ein- stæð þriggja barna móðir, í samtali við DV. Hjóh sonar hennar, 12 gíra svörtu Huffi íjallahjóli, var stohð fyr- ir utan heimih þeirra aö Meistara- vöhum 23 á miðvikudagskvöldið eða aðfaranótt fimmtudagsins. „Mér finnst þetta mjög sárt því hjóhð var eina gjöfin sem hann hafði fengið í langan tíma. Það kostaði um 30 þúsund krónur og afborganir er enn verið aö greiða upp. Þetta er því þungur biti fyrir okkur, sérstaklega þó drenginn sem tekur þetta mjög nærri sér,“ sagði Signý. Sonur hennar, Ruben Karl, segist hafa málað með svörtu módellakki yfir rispur á stelli hjólsins. Það er með svörtum keðjukassa og stýrið var lítillega hækkað upp. Samkvæmt upplýsingum Jónasar Hallssonar, aðalvarðstjóra lögregl- unnar í Reykjavík, var tilkynnt um stuld á 70 reiðhjólum í Reykjavík í júh. í ágústmánuði, sem er að ljúka, var hins vegar tilkynnt um 27 tilfehi: „Það kemur gtfurlegur fjöldi af óskilareiðhjólum í okkar geymslur á Hverfisgötunni og í Saltvík er einnig mikih fjöldi reiðhjóla sem þar eru geymd áður en þau fara á uppboð," sagði Jónas í samtali við DV. „Ég tel að fólk eigi hiklaust að koma til lögreglunnar og að minnsta kosti athuga hvort þeirra týnda hjól sé ekki komið til okkar,“ sagði hann. Jónas sagði að eigendur þyrftu að lýsa hjóh sínu, svo sem ht og ýmsum einkennum, til að fá þau aftur í sína vörslu ef þau reynast vera hjá lög- reglunni. -ÓTT Otrúlegf satt! en Leður hægindastólar m/skemli í tilefni 20 ára afmælis unico seljum við 100 stóla á þessu ótrúlega verði: Áður 56.200 Opið: Mánudaga til föstudaga 9- 18 Laugardaga 10- 17 sunnudaga 14—17 TMHOSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 kristaltær mynd... SHARP V C - A 3 0 Stórgott myndbandstæki frá Sharp. 100% kyrr- mynd. Verð aðeins kr. 35.900 stgr. Afborgunar- verð 43.900. SHARP V C - A 6 0 Heldur fullkomnara VCA-30, m.a. 4 hausa, sjálf- virkur hreinsibúnaður á myndhaus og 8 klst. upp- tökumöguleiki (LP). Verð áður 56.740. Tilboð nú 45.999 stgr. OflPIQIMEER V R - 7 3 7 Hi-fi NICAM, 4 hausa. Afburða vandað tæki og framherji Pioneer myndbandstækjanna. Rétt verð á tækinu er kr. 126.870 stgr. en við getum boðið takmarkað magn á aðeins 77.301 stgr. MYNDBANDSTÆKI Qö PIOIMEER The Art of Entertainment Opið laugardaga 10.00-14.00 Hér er um að ræða heitt mál því það er ekki á hverjum degi sem Pioneer tæki bjóðast á lækkuðu verði. Gríptu því gæsina á meðan hún gefst ætlirðu að eignast hi-fi myndbandstæki og byggja upp Heimabíó. ATH. Örfá orð um eiginleikana duga ekki. Komdu þvf við í verslun okkar og kynnstu tækjunum af eigin raun. Hverfisgötu 103 - sími: 25999 - Umboðsmenn um allt land

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.