Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991. 25 Iþróttir num sigri sínum í 110 m grindahlaupinu í gær. Símamynd Reuter Heimsmeistaramótið 1 Tokyo 1 morgun: Péturlangt frá sínu besta - varð aðeins 15. í kúluvarpinu Pétri Guðmundssyni mistókst að komast í úrslitakeppnina í kúluvarpi á heimsmeistaramót- inu í Tokyo í morgun. Pétur kast- aði aðeins 18,51 metra og varð í 15. sæti af 23 keppendum en tólf fyrstu komust í úrslitin. Lágmarkið var 19,60 metrar en aðeins fimm kastarar náðu því og tólfti maður slapp inn með 19 metra slétta. Wemer Gunthör frá Sviss kastaði lengst, 20,97 metra, enda er hann sigurstranglegastur í greininni. Georg Andersen frá Noregi kastaði 20,41 metra og Sergej Nikolajev frá Sovétríkjun- um 20,16 metra. Allir kastararnir voru talsvert frá sínu besta í morgun, enda veður leiðinlegt. Til dæmis kast- aði Ron Backes frá Bandaríkjun- um, sem spáð hafði verið verð- launasæti á mótinu, aðeins 19,05 metra. O’Brien fremstur í tugþrautinni Þegar átta greinum af tíu í tug- þrautinni var lokið í morgun var Bandaríkjamaðurinn Dan O’Bri- en með góða forystu en hann náði henni strax í fyrstu grein í gærmorgun. Að loknu 110 metra grindahlaupi, kringlukasti og stangarstökki í morgun var for- ysta hans 389 stig, hann var með 7.368 stig gegn 6.979 stigum hjá Mike Smith frá Kanada. Heims- met Daleys Thompsons, 8.847 stig, var jafnvel talið í hættu en tugþrautinni átti að ljúka nú um hádegisbilið. Veðrið er farið að setja strik í reikninginn í Tokyo, í morgun hellirigndi og spáð var áfram- haldandi úrhelli og jafnvel stormi með morgni. Mótshaldarar eru viðbúnir hinu versta, jafnvel því að þurfa að fresta keppni á morg- un. -VS Róbert með 34 mörk ffyrir Malmberget - markahæstur og Malmberget komið upp „Róbert er þyngdar sinnar virði í gulli," segir í fyrirsögn sænska íþróttablaðsins NSD-Sport sem kom út um síðustu helgi og þar er átt við íslenska knattspyrnumanninn Ró- bert Haraldsson sem hefur leikið með Malmberget í sænsku 4. deild- inni í sumar. Róbert hefur skorað 34 mörk í 17 leikjum fyrir Malmberget í 4. deild en hðið hefur haft mikla yfirburði í sínum riðli og er búið að tryggja sér sæti í 3. deild þó tveimur umferðum sé enn ólokið. Róbert er langmarka- hæsti leikmaður riðilsins og hefur skorað í öllum leikjunum nema þremur. Sigur Malmberget er lang- þráður en 15 ár eru síðan liðið lék síðast í 3. deild. Róbert er 22 ára gamall og lék með Breiðabliki og KS í 2. deild en hefur aðallega lagt áherslu á handboltann og spilar þar með HK og verður væntanlega með Mðinu í 1. deildinni í vetur. -VS Stúfar frá HMíTokyo • Carl Lewis lét sig ekki muna um að stökkva 8,56 metra í und- ankeppninni í langstökki í gær- morgun, 35 sentímetrum lengra en næsti maður. Þetta var besti árangur ársins í greininni en Lewis stökk aðeins einu sinni. Úrslitakeppnin hófst um þaö leyti sem blaðið fór í prentun en þar var reiknað meö að Lewis myndi gera harða atlögu að „met- inu ódauölega" sem Bob Beamon setti þegar hann stökk 8,90 metra í Mexíkó árið 1968. Robert Emmijan frá Sovétríkjunum var meðai þeirra sem féllu úr keppni í lang- stökkinu, það dugði honum ekki aö stökkva 8 metra slétta tii að komast áfram. • Carl Lewis er orðinn þreyttur á hinu mikla umtaM um nýju hlaupa- og atrennu- brautirnar á velMnum í Tokyo en sagt er aö þær stuðli að bættum árangri. „Rkki fleiri spurningar um hversu hagstæð braut- in er, takk fyrir,“ sagði hann eftir undan- keppnina í langstökkinu. „Það kemur að því að einhver verður skotinn fyrir að spyija svona!“ bætti stjaman við. • DeMsa Floyd, bandaríski meistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, varð í gær uppvís að því að neyta amfetamíns. Það kom fram í lyfjaprófi og hún er nú sjálfkrafa komin í fjögurra ára keppnisbann. Reglurnar hafa verið hertar til muna en áður var bann vegna lyfjanotkunar tvö ár. Floyd, sem er þritug, varð síðust í sínum riðM í undanúr- sMtum 800 metra hlaupsins. • íris Grönfeldt hefur mátt bíða lengst íslendinganna í Tokyo eftir því að keppa en nú er rööin að koma að henni. Undankeppnin í spjótkasti kvenna hefst klukkan 2.20 í nótt að íslenskum tíma en keppt verður til úr- sMta á sunnudag, lokadegi mótsins. Úrslitaleikur - Fram og Víkingur mætast á sunnudaginn Einn af úrslitleikjunum í 1. deMd karla á íslandsmótinu í knattspymu fer fram á sunnudaginn. Þar eigast við tvö efstu Mð deildarinnar, Fram og Víkingur, og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16. Þessi tvö félög eru þau einu sem eiga möguleika á íslandsmeistaratitl- inum. Fram stendur betur að vígi, er með þriggja stiga forskot á Víking, en nái Víkingar að vinna Fram fara þeir á toppinn með betra markahlut- faM. Á laugardaginn eru þrír leikir, Valur og Víðir leika á Valsvelli og Stjarnan og KR í Garðabæ. Þessir leikir hefjast klukkan 14 og klukkan 16 leika UBK og ÍBV í Kópavogi. FaM- slagur er á Akureyri klukkan 16 á sunnudag en þá taka KA menn á móti FH-ingum. Staðan í deiidinni er þannig: JónE.Ragnarsson,Fram........9 SteindórEMson,UBK...........9 17. umferð Fram 15 10 3 2 24-11 33 Laugardaginn 7. september hefst Víkingur.. 15 10 0 5 31-20 30 næstsíðasta umferð 1. deMdar og þá KR 15 7 3 5 29-13 24 mætast þessi lið: ÍBV - Stjarnan, ÍBV 15 7 2 6 26-30 23 Víkingur-KA, FH-Víðir og á Valur 15 6 2 7 19-19 20 sunnudeginum leika: UBK - Valur og UBK 15 5 5 5 21-23 20 KR - Fram. FH 15 5 4 6 20-22 19 KA 15 5 3 7 16-20 18 18. umferð Stjaman... 15 4 5 6 22-24 17 íslandsmótinu lýkur laugardaginn Víðir 15 1 3 11 14-40 6 Markahæstir: 14. september og í lokaumferðinni leika: Valur - FH, Stjarnan - UBK, Fram - ÍBV, KA - KR og Víðir - Vík- Guðmundur Steinsson.Vík 12 ingur. Leifur Hafsteinsson, ÍBV... 11 -GH HörðurMagnússon, FH 10 21 árs landsliðið valið Gunnar Einarsson, landsliðsþjálfari 21 árs landsliðs karla í handknattleik, hefur valið 16 leikmenn fyrir heimsmeistarakeppnina í þessum aldursflokki sem fram fer í Grikklandi 4.-14. september. Þessir leikmenn eru eftirtaldir: Markverðir: Axel Stefánsson, KA, Hallgrímur Jónasson, ÍR, Ingvar Ragnarsson, Stjömunni. Aðrir leikmenn: Björgvin Rúnarsson, Víkingi, Dagur Sigurðsson, Val, Einar Sigurðsson, Selfossi, Finnur B. Jóhannsson, Val, Gunnar Andrésson, Fram, Gústaf Bjamason, Selfossi, Jason Ólafsson, Fram, Jóhann Ásgeirsson, ÍR, Magnús Sigurðsson, Stjörnunni, Patrekur Jóhannesson, Stjörn- unni, Páll Þórólfsson, Fram, Róbert Rafnsson, ÍR, Sig- urður Bjamason, Grosswallstadt. ísland er í riðli með Brasilíu, Danmörku og Sovétríkjunum en Sovétmenn eru heimsmeistarar í þessum aldursflokki. -VS Skallagrímsmenn úr Borgamesi, nýliðamir í úrvals- deildinni í körfuknattieik, hafa fengið ti! sín sovéskan leikmann. Hann heitir Maxim Krupachev, 27 ára gam- all Rússi, og er 2,07 metrar á hæð. Hann hefur leikið með félagsliöinu CSKA Moskva og þá á hann leiki meö sovéska landsliöinu. „Iætta er búið aö vera lengi i bígerð en dróst á langinn vegna ástandsins í Sovétríkjunum," sagði Sóirún Rafns- dóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Kmpachev leikur með Skallagrími á aftnæMsmóti Vals um helgina og þar kemur styrkleiki hans væntanlega í Borgnesingar hafa einnig fengið Mðstyrk frá ÍA en þar er á ferð Sigurður Elvar ÞóróM'sson og mun hann leika meö Mðinu i vetur. -EP/VS Sport- stúfar Golfmót FH fer fram á golfvelMnum í Grinda- vík á laugardaginn og hefst klukkan 10. Tek- ið er við skráningum í símum 53834 Og 652534. Valur með sterkt mót í körfubolta Körfuknattleiksdeild Vals heldur um helg- ina mót í tilefni af 80 ára afmæli félagsins á þessu ári. Það er mjög sterkt því átta úrvalsdeildarMð mæta til leiks, öll nema Tindastóll og Grindavík. Leikið verður frá kl. 20 í kvöld, 12-18 á morgun og 13-20 á sunnudag. Liðum er skipt í tvo riðla; KR, Haukar, Valur og Snæfell eru í öðrum en Njarð'vík, Keflavík, Þór og Skallagrímur í hinum; og síðan verður leikið til úrsMta. Skúli til Vals ÚrvalsdeildarMð Vals í körfu- knattleik hefur fengið til sín Skúla Skúlason, efnilegan bak- vörð sem var í röðum Keflvíkinga síðasta vetur. Hann er þriðji bak- vörðurinn sem Valur fær fyrir komandi tímabil, hinir eru Franc Booker frá ÍR og Tómas Holton sem er kominn heim frá Ung- verjalandi. Vercauteren í bílslysi Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Frank Vercauteren, fyrrum landsliðsmað- ur Belga í ‘knatt- spyrnu, sem nú leikur með RWD Molenbeek í 1. deild- inni, lenti í bílslysi fyrr í vik- unni. Hann slasaðist ekki að ráði en nokkrum tímum eftir óhappið frétti hann að eiginkona hans hefði líka lent í bílslysi á sama tíma! Þetta var of mikið og Ver- cauteren var ekki í andlegu ástandi til að spila með Mði sínu í fyrrakvöld. Demol til Standard Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Standard Liege hefur fest kaup á belgíska landsliðsmanninum Stephan Demol frá Toulouse í Frakklandi. Lengi var þrefað um’ kaupverð og Toulouse vildi háar upphæðir en lokaniöurstaðan varð aðeins um 35 milljónir ís- lenskra króna. Arie Haan er tek- inn við liði Standard sem hefur keypt marga leikmenn og ætlar að láta einskis ófreistað til þess að komast í fremstu röö á ný. Þrír ekki með vegna leikbanna Þrír enskir landsliðsmenn verða íjarri góðu gamni þegar Englend- ingar mæta heimsmeisturum Þjóðverja í vináttuleik á Wem- bley þar sem þeir hafa verið dæmdir í leikbann í deildakeppn- inni. Reglur enska knattspyrnu- sambandsins segja að þeir megi ekki leika með landsMðinu á með- an. Þetta erú Stuart Pearce frá Nottingham Forest, Steve McMa- hon frá Liverpool og Nigel Mart- yn, markvörður Crystal Palace. Köln rak þjálfarann Erich Rutemöller var í gær vikið úr starfi sínu sem þjálfara þýska knattspymuMðsins Kölnar. Hann var annar þjálfarinn á tveimur dögum sem rekinn var frá liöi í úrvalsdeildinni, hinn var Josef Hickersberger sem missti starfið hjá Dusseldorf. Köln gerði jafn- tefM í fimm fyrstu leikjum sínum í deMdinni en tapaði síðan, 4-0, fyrir Nurnberg í sjöttu umferð- inni í fyrrakvöld. Hinn gamal- kunni Udo Lattek tekur við liðinu en hann hefur starfað sem tækni- legur ráðgjafi hjá félaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.