Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 9
FÖSTÚD'ÁGUR'áO. ÁGtJáT l991. £ Útlönd George Bush Bandarikjaforseti fór með John Major, forsætisráðherra Bret- lands, í veiðitúr við sumaraðsetur sitt í Mainefylki í gær. Simamynd Reuter Bush og Major sammála: Sovétstjórnin hraði efnahagsumbótunum Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi eru þeirrar skoöunar að nú sé lag fyrir Sovétstjórnina aö hraða efnahagsumbótum í landinu í kjölfar valdaránstilraunarinnar í síðustu viku og hétu því að Vestur- lönd mundu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að aðstoða. En George Bush Bandaríkjaforseti og John Major, forsætisráðherra Bretlands, ítrekuðu í gær að stuðn- ingur og fjárhagsaðstoð Vesturlanda yrðu nátengd pólitískum og efna- hagslegum umbótum, þar á meðal niðurskurði í útgjöldum til hermála. „Við erum sameinaðir, eins og önn- ur Vesturlönd, í þeirri staðfestu okk- ar að hlaupa undir bagga með um- bótaáætlunum Sovétmanna," sagði Bush á sameiginlegum blaðamanna- fundi þeirra Majors í sumarhúsi Bandaríkjaforseta í Kennebunkport í Mainefylki. Major bætti við að nú væri lag fyr- ir Sovétríkin að hraða efnahagsum- bótunum og það væri landinu lífs- nauðsynlegt. Bush og Major, sem flýgur til Moskvu á sunnudag þar sem hann mun ræða við Gorbatsjov Sovétfor- seta, Jeltsín, forseta Rússlands, og leiðtoga lýðveldanna, voru sammála um aðgerðir í sex liðum til að koma til móts viö brýnustu þarfir Sovét- ríkjanna, þar á meðal matvælaað- stoð, tækniaðstoð og aðstoð við mat- vælaframleiðslu og dreifingu. Þeir sögðu að hraða ætti inntöku Sovétríkjanna í Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn en útilokuðu mikla beina fjárhagsaðstoð á meðan enn væri upplausnarástand í landinu. Þeir fé- lagar reyndu líka að draga úr áhyggj- um manna yfir því að kjarnorku- vopnabúr Sovétríkjanna hefði ekki verið í öruggum höndum á meðan á valdaránstilrauninni stóð. Major sagði að hann mundi nota ferð sína til Sovétríkjanna til að meta stöðuna og gefa síðan hópi sjö helstu iðnríkja heims skýrslu um niður- stöður sínar. Major er formaður hópsins. Á sama tíma hittust emb- ættismenn sjöveldanna í London og var ekki búist við að sá fundur sam- þykkti neinar áætlanir um aðstoð við Sovétríkin. Reuter utnaar búnir að prenta peninga Gediminas Vanorius, forsætisráð- herra Litháens, segir að þegar sé búið að prenta peninga og slá mynt fyrir nýjan gjaldmiðil landsins. Pen- inga sína ætla Litháar að kalla litas. Enn hefur ekkert af þeim verið sett í umferð og segir ráðherrann að Lit- háar verði fyrst að gera upp skuldir sínar við önnur lýðveldi Sovétríkj- anna. Nýi gjaldmiðillinn á að vera liður í víðtækum breytingum á efna- hagskerfi hins nýfrjálsa lands. Meðal þess sem gera á er að skipta upp rík- isreknum samyrkjubúum og auka ívilnanir fyrir útlendinga sem vilja fjárfesta í landinu. Forsætisráðherrann segir að ekki sé halli á fjárlögum ríkisins þótt landsmenn búi við þrengingar. Hann sagðist ekki óttast verðbólgu þegar nýju peningarnir yröu formlega gefnir út enda hefði stjórn sín fullan hug á að takmarka peningamagn í umferð. Nú hafa Litháar og nágrannar þeirra í Lettlandi og Eistlandi hlotið viðurkenningu á sjálfstæði sínu frá 30 þjóðum. Enn halda Bandaríkja- menn þó að sér höndum og sömuleið- is Bretar, enda eru það einkum minni ríki með ísland í broddi fylkingar sem hafa komið á formlegum stjórn- málatengslum við Eystrasaltsríkin. Stjóm Sovétríkjanna hefur heldur ekki fallist á sjálfstæði þessara ríkja. Það þykir þó góðs viti að málið verð- ur tekið á dagskrá í fulltrúaþinginu á mánudaginn. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hefur slegið úr og í varð- andi sjálfstæði einstakra lýðvelda. Reuter Forseti Æðsta ráðsins hand- tekinn í morgun - þingið skerti völd Gorbatsjovs Anatólíj Lúkjanov, forseti Æðsta ráðs Sovétríkjanna, hefur verið handtekinn og sakaður um landráð vegna meintrar þátttöku í valda- ránstilrauninni í síðustu viku, að því er óháða fréttastofan Interfax skýrði frá í morgun. Sovéska þingið réðst gegn komm- únistaflokki landsins í gær, skerti völd Míkhaíls Gorbatsjovs forseta og heimilaði að Lúkjanov yrði sóttur til saka. Yfirgnæfandi meirihluti þing- manna Æðsta ráðsins greiddi at- kvæði með því í gær að starfsemi kommúnistaflokksins yrði stöðvuö um allt land. Flokkurinn hafði ekki lengur neinn leiðtoga og búið er að hirða af honum flestar eignir hans. Nikolaj Trubin saksóknari sagði af sér í gær vegna þess að samstarfs- menn hans höfðu stutt valdaráns- mennina í síðustu viku. Síðasta verk Trubins í embætti var að fyrirskipa handtöku Anatólíjs Lúkjanovs, for- seta Æðsta ráðsins, sem margir saka um að hafa verið höfuöpaur samsær- ismannanna. Lúkjanov, sem var skólabróðir Gorbatsjovs í lagaskóla, hefur neitað öllum sakargiftum og segist aldrei mundu geta svikið þennan gamla vin sinn. Gorbatsjov skipaði leiðtoga níu lýð- velda í nýtt þjóðaröryggisráð en Edu- ard Shevardnadze, fyrrum utanríkis- ráðherra, neitaði að taka sæti í því. Mikil reiði var í þingsölum í gær og skoðanakönnun meðal 177 félaga Æösta ráðsins leiddi í ljós að 57 pró- sent þeirra áhtu Gorbatsjov eiga sök á valdaráninu og 66 prósent töldu hann hafa staöið sig slælega í emb- ætti. Æðsta ráðið samþykkti einnig að svipta Gorbatsjov auknum völdum sem honum voru veitt í desember til að glíma við gífurlegan efnahags- vanda þjóðarinnar. Þingmenn neit- uðu upphaflega að styöja málið en tóku það síðan aftur á dagskrá. Hin auknu völd Gorbatsjovs heim- iluöu honum m.a. að gefa út tilskip- anir um nær alla þætti sovésks þjóö- lífs. Reuter Andi frjálslyndis og manngæsku hjá KGB Vadim Bakatín, nýr yfirmaður leyniþjónustunnar KGB, lofar að hún muni eftirleiðis starfa í anda frjálslyndis og manngæskú. Bakat- ín er einn úr hópi umbótasinnanna sem varð að víkja úr stjórn Míkha- íls Gorbatsjovs þegar harðlínu- menn komust til áhrifa í desember á síðasta ári. Til þess tíma var Bak- atín innanríkisráðherra en varð að víkja fyrir Borís Pugo, þeim er framdi sjálfsmorð í lok valdaráns- ins. Æðsta ráðið samþykkti skipum Bakatíns í embætti yfirmanns KGB í gær. Bakatín haföi áður heitið því að leysa KGB upp í núverandi mynd og skipuleggja starfsemina að nýju. Hann sagði að KGB heföi til þessa legið eins og mara á öllum þáttum sovésks þjóölífs, jafnt opin- berum verkum sem einkalífi fólks. Bakatín sagði að KGB hefði ekki framar afskipti af sjónvarpi, út- varpi, íþróttum og listalífi í Sovét- ríkjunum. Til þessa hafa útsendar- ar KGB litið eftir starfsemi af þesu tagi. Eitt fyrsta verk Bakatíns í embætti var að taka niður mynd af Lenín á skrifstofu sinni. Þá lét hann skipta um síma og fékk sér nýjan stól. Bakatín hlaut yfirburðafylgi í ráðinu þegar skipun hans kom til atkvæða. Aöeins niu fulltrúar voru á móti. Bakatín lýsti þeirri skoðun sinni að hann vissi ekki um KGB útsendara í Æðsta ráðinu. Reuter §• CC > HIMNESKUR MATUR FRA Eldbakaðar tortillakökur fylltar með (eyndarmáli frumbyggjanna Uið hussum einnifí um fírænmetisætuna Lúmskir kokkteilar með Þióðardrykk Mexikana Pottaáaldrar f Siefríð Þórisdóttir J sér um matreiðsluna HRjrgwm "<E( conte" Skipholti 37 s. 39570

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.