Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991: 7 Fréttir Gottverðá ferskum fiski Frá Ameríku berast þær fréttir aö hert verði eftirlit með fiskafurðum sem fluttar eru inn til Bandaríkj- anna. „Food and Drug Administrati- on“ taki prufur af irínfluttum fiski. Fari svo aö fiskurinn fullnægi ekki þeim reglum sem gilda verður hann sendur til síns heima eða eytt í Bandaríkjunum. Nú ríður á fyrir innflytjendur að passa vel upp á að ekki verði sendur fiskur án þess að teknar hafi verið prufur af hverri sendingu vitt og breitt. Síðla vetrar minntumst við hér í þessum þáttum á harðnandi inn- flutningsreglur til landa Evrópu- bandalagsins á ferskum fiski og freð- fiski. í rauninni á ekki að vera erfitt fyrir íslendinga að framkvæma þær reglur sem gilda munu, því hér er stofnun sem sjá á um að gefa giid útflutningsvottorð. Hér gilda þær Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson reglur að lagt er á herðar útflytjenda að afurðimar séu eins og leyfið segir til um. Auk þess á Ríkismat sjávaraf- urða að gefa út vottorð með farmin- um og mun það gilda, nema þegar um ferskan fisk er að ræða, en þá mun eftirlit vera lítið sem ekkert. England Aðeins tvö skip hafa landað í Eng- landi síðan á fostudaginn var. í gær seldi Otto Wathne en ekki var vitað um sölu hans þegar þetta fór í prent- un. Eitt skip seldi afla sinn á sama tíma. En í gær seldi Ottó N. Þorláks- son í Þýskalandi. Bv. Sigurður Þor- leifsson seldi afla sinn í Hull, alls 79 lestir, fyrir 9,8 millj. kr. Bv. Frosti seldi í Hull 22. ágúst alls 96 lestir fyrir 14,399 millj. kr. Meðal- verð í þessum tveim sölum var sem hér segir: Þorskur 159,72 kr. kg, ýsa 111,35, ufsi 69,31, karfi 72,19, koli 156,03, grálúða 147,35 og blandað 154,93 kr. kg. Þýskaland Bv. Björgúlfur EA seldi í Bremer- haven 23. ágúst alls 132 tonn fyrir 13,365 millj. kr. Gámasölur í Englandi: Alls voru seld 650 tonn fyrir 90,291 millj. kr. Þorskur seldist á 155,24 kr. kg, ýsa á 149,06, ufsi 70,13, karfi 70,13, koh 70,60, grálúða 137,28, grálúða 155,76 og blandað 122,76 kr. kg. Sardínunni má ekki útrýma Perú, mesta fiskimjölsframleiðslu- land veraldar, hefur bannað allar fiskveiðar til mjölframleiðslu þar til annað verður ákveðið. Veiðibannið er frá 17 gráðum s.br. allt til fiskveiðilögsögu Chile. Haf- rannsóknastofnunin (Imarpe) hefur lagt til veiðibannið. Tilkynnt hefur verið um þessa ákvörðun í Lima. Veiðibann á sardínu hefur verið síð- an 20. júlí frá 17 gráðum til Bonta Mallendo. Fimm vikum áður var sett bann á ansjósu við meginhluta strandarinnar til þess að byggja upp stofninn. Grunnsævisfiskimenn mega veiða til ferskfiskmarkaðanna og frystingar, einnig mega skip búin sjókæhngu veiða til niðursuðu og frystingar. Frá áramótum til apríl- loka voru veiðarnar ahs 2,4 mihjónir tonna, þar með tahn veiði á 953.000 tonnum af ansjósu og 1,3 mihj. tonn- um af sardínu th fiskimjölsfram- leiðslu. Á sama tíma á síðasta ári var veitt svipað magn. Fiskimjölsfram- leiðsla var 600.000 tonn á fyrri helm- ingi í ár. Endurreisn fyrrverandi aust- ur-þýskrar útgerðar Mikill skuldahali fylgdi austur- þýsku útgerðarfyrirtækjunum þegar sameining ríkjanna fór fram. Nú stendur th að endurreisa þessa út- gerö að hluta. Ráðgert er að hefja útgerðina með litlum skuldahala og hafa vestur-þýsk stjórnvöld ákveðið aö afskrifa fúlgur fjár svo að mögu- leiki sé á að útgerðin geti staðið á eigin fótum. Meðal þess sem gert verður er að fækka starfsmönnum á þeim 60 skipum, sem gerð verða út, úr 3500 í 1300 manns. Þó gefnar hafi verið eftir skuldir sem nema 220 milljónum marka vantar enn um 100 milljónir marka ef aht á að ganga upp svo að útgerðin geti byrjað með hreint borð. Ekki er alveg afráðið nema sex skip bætist í hópinn með samtals 340 manns. StjómendurKÍ: Ósáttir við ákvörðun ráðherra „Við erum auðvitað ekki sátt við þessa lausn en þetta er neyðarúr- ræði. Okkur finnst það enn forkast- anlegt að fá þessa thskipun svona seint,“ sagöi Þórir Ólafsson, rektor við Kennaraháskóla íslands. Á fundi rektors og stjórnenda KÍ í gær hvikaði menntamálaráðherra hvergi frá þeirri ákvörðun sinni að fresta lengingu kenríaranámsins. Neyðarlausnin felst í því að kennsla í haust miðist við námskrá sem gerir ráð fyrir lengingu eða þar til ráðherra tekur endanlega ákvörð- un um hvort frestunin er aðeins th eins árs eða th lengri tíma. Ráðherra hefur einnig afturkallað heimild fyrrum menntamálaráð- herra um að MH fái að víkja frá nám- skrá fyrir framhaldsskóla til að auka valfrelsi nemenda. -ingo AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 1988-2.fl.D 3 ár 10.09.91-10.03.92 10.09.91-10.03.92 10.09.91-10.03.92 01.09.91 kr. 59.331,84 kr. 38.578,09 kr. 25.706,21**) kr. 18.147,75 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, ágúst 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Arn yfLAUsr rettiiv9.\'b' kíloioa 1.000.- í?f áo9a Lto' SSSSJ u v e Hörkuútsala er í gangi í Austurstræti, Mjódd og Borgarkringlunni. Nú er gulliö tækifæri til áb nó sér í topptónlist ó botnveröi ,ers' , ot* :' I le,numíífm‘lro íru 9 sfJt (J j plohj'hirtlurúr | Wuáumt,tla^f9 "f ^^Nfangormesf, , °9 Iwfgor oöeins kr. 3 00()- fyrif o/|, T E I N A R hljómplötuverslánir AUSTURSTRÆTI 22 © 28319 ■ GLÆSIBÆR © 33528 ■ LAUGAVEGUR 24 © 18670 STRANDGATA 37 © 53762 ■ ÁLFABAKKA 14 MJÓDD © 74848 ■ BORGARKRINGLAN © 679015

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.