Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDÁGUR 30. ÁGÖSf Í99Í' •
DV Sviðsljós
Tennisleikarinn John McEnroe heldur um eyrað og engist af kvölum eftir
að hafa fengið bolta í það frá mótspilara sínum, Glenn Layendecher í fyrsta
leik þeirra á Stadium Court í New York nú fyrir stuttu. McEnroe jafnaði sig
þó brátt og gat haldið leiknum áfram. Símamynd Reuter
Kona stendur og horfist i augu við apa sem einhver listamaður hefur búið
til úr sandi á Timmendorferströndinni við Eystrasalt. Simamynd Reuter
13
laugardaginn
31. ágúst kl. 13
í landi Hrauns
við Grindavík.
SÍÐASTA KEPPNI TIL ÍSLANDSMEISTARA
Bílavörubú6in
FJÓDRIN
Skeifan 2 simi 82944
MIÐAVERÐ 700 KR.
FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI
BJÖRGUNARSVEIHN STAKKIJR
VIRÐISAUKASKATTUR
Gjalddagi
virðisaukaskatts í
landbúnaði er 1. sept
Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er
hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila
til banka, sparisjóða og pósthúsa. Einnig má
gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en
þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar
og sýslumenn úti á landi og lögreglustjórinn
á Keflavíkurflugvelli.
t s
Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir
og pósthús taka aðeins við skýrslum sem eru
fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili
áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun
verður að gera skil hjá innheimtumanni ríkis-
sjóðs.
Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er
hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi
skattstjóra.
Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa
borist á gjalddaga. Bent skal á að ekki er
nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga.
m
DÍU'IQQU' ATTQTIÓDI