Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Síða 5
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. 5 Fréttir Smalinn á Reykjanesskaganum: Býr í skúr með fjórum hundum 6 mánuði ársins - er eiginlega búinn að fá nóg því þetta er voðalegt stríð, segir Theódór Guðlaugsson „Ég er nú búinn aö vera í þessari smalamennsku síöan hún byrjaöi, eða í ein tólf eða þrettán ár. Eg tók viö þessu starfi af Gunnari Einars- syni eftir aö hafa starfað meö honum um tíma,“ sagði Theódór Guðlaugs- son, smali á Reykjanesskaganum. Theódór hefur þann starfa að reka það sauðfé sem gengur laust frá bæj- arfélögunum á Suðurnesjum og eins að handsama þau hross sem sleppa úr girðingum og sekta eigendur. Gerð hefur verið sérstök girðing frá Vogunum til Grindavíkur í þeim til- gangi að halda sauðfénu þar fyrir innan en hún er opin við Reykjanes- brautina þar sem Theódór hefur að- stöðu. „Ég sinni þessu sex mánuði ársins, frá miðjum maí og fram í miðjan nóvember, og bý þá í skúrnum hérna ásamt hundunum mínum,“ sagði Theódór en hann er þar með fjóra sérþjálfaða border collie fjárhunda. Aðspurður hvort þetta væri ekki einmanalegt starf sagðist Theódór hafa félagskap af hundunum. „Ég tala bara við hundana, það dugar mér alveg. En það er nú samt vandamál að maður má eiginlega aldrei hreyfa hund við Reykjanes- brautina því að ef maður setur hund á féð hleypur það yfir brautina og getur orðið fyrir bíl. Það hefur þó aldrei komið fyrir mig að reka kind fyrir bíl. En þetta er ástæðan fyrir því að ég get ekki tamið hundana mína, ég er ekki á frjálsu svæði,“ sagði Theódór. Hann bætti við að það væri stór- hættulegt að vera þarna við Reykja- nesbrautina. „Ég þarf að passa mig sjálfur því að ég fer þarna fram og aftur mörg- um sinnum á dag og umferðin er gíf- urleg.“ Aðspurður hvort hann óttaðist ekkert að starfið hans legðist niður ef tekin yrði upp hólfabeit á skagan- um, eins og allt virðist nú stefna í, sagðist Theódór ekki hafa áhyggjur af því. „Nei- ekki aldeilis. Starfið mitt leggst sko ekkert niður við það. Féð sleppur alltaf út og svo verða hrossin hérna áfram á Skaganum svo það verður alltaf að vera eitthvert eftirlit. Sjálfum fmnst mér að hólfabeitin eigi að vera framtíðin. Hún á bara að fara strax í gang, bara næsta vor, og þá á aldrei að sleppa meir.“ Theódór sagðist hafa horft upp á hörmuleg slys á Reykjanesbrautinni vegna lausagöngu sauðfjárins. „Það er bara hörmung hvernig ail- ir haga sér. Féð liggur á brautinni og það er óverjandi að keyrt sé á það. Þótt eignatjónið hafi e.t.v. ekki verið mikið í sumar hefur það verið mikið undanfarin ár og nú er t.d. versti tíminn eftir þegar fer að dimma.“ Theódór sagðist vera undrandi yfir því að það skyldi enn ekki hafa verið gert neitt stórtækt í þessu máli því að Reykjanesbrautin væri hraö- braut. „Nú, auðvitað koma umsvif mín til með að minnka ef tekin verður upp hólfabeit en það er allt í lagi þegar maður er orðinn svona gamall. Ég er eiginlega alveg búinn að fá nóg af þessu því þetta er voðalegt stríð," sagði Theódór. -ingo Akranes: Tvær milljónir umbúða á 2 árum Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi: Verndaður vinnustaður á Vestur- landi, sem annast móttöku einnota drykkjarfangaumbúða fyrir Endur- vinnsluna hf. á Akranesi, tók þann 7. ágúst sl. við tveggja lítra plast- flösku. Flaskan er að því leytinu merkileg að með henni fyllti tala móttekinna einnota umbúða tvær milljónir. Að sögn Einars Guðmundssonar, forstöðumanns Verndaðs vinnustað- ar, hefur innstreymi einnota umbúða verið jafnt og þétt frá því fyrst var tekið á móti umbúðum um mánaöa- mótin júlí/ágúst 1989. Milljónasta flaskan - dós var það reyndar - kom í hús í byrjun ágúst í fyrra. Margir töldu að mjög myndi draga úr flóði drykkjarfangaumbúða eftir að mesta bjórvíman væri runnin af landsmönnum en svo virðist ekki vera. Júlímánuður í ár var til dæmis næststærsti mánuðurinn til þessa. Sagði Einar magn bjórflaskna og -dósa hafa verið óhemjumikið þann mánuð. Sex mánuði á ári hefur Theódór nær eingöngu félagsskap af fjórum fjár- hundum sem aðstoða hann við smalamennskuna. DV-mynd Hanna Skagaströnd: Togaranum Skipaskaga lagt Nýr varnargarður gegn úthaf söldunni Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Áhöfn togarans Skipaskaga, sem Haraldur Böðvarsson hf. gerir út, hefur verið tilkynnt að togaranum verði lagt vegna hagræðingar í rekstri fyrirtækisins. Togarinn er nú •í síðustu veiðiferð sinni. Ætlunin er að selja togarann síðan án kvóta. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri HB, sagði í samtali við DV að þessi ákvörðun væri tekin með þungum huga en væri engu að síður nauðsynleg. í ljósi kvótaskerðingar, sem útgerðin þyrfti að þola, gætu þrír togarar auðveldlega veitt þann kvóta sem í boði væri - alls 11.400 tonn. Tólf menn eru í áhöfn Skipaskaga. Haraldur sagði allt verða gert til þess að koma eins mörgum úr áhöfn tog- arans í vinnu hjá fyrirtækinu og kostur væri. Þórhaflur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra: Grjótflutningum í svokallaðan vesturgarð hafnarinnar á Skaga- strönd lauk um helgina en þessi nýi garður kemur til með að verja gömlu löndunarbryggjuna fyrir úthafsöld- unni í framtíöinni. 51 þúsundi tonna af gijóti var ekið í garðinn frá Hvammkotsbruna skammt frá þorp- inu. Að sögn Magnúsar Jónssonar, sveitarstjóra á Skagastrónd, er næsta verkefni við höfnina niðurrekstur 90 metra langs stálþils við garðinn. Heimamenn vinna nú að undirbún- ingi verksins. Von er á tækjum frá Dýpkunarfélaginu á Siglufirði næstu daga til að grafa rás við garðinn fyr- ir þilinu. Hafnarmálastofnun leggur til hamar til niðurreksturs þess og munu því þung hamarshögg dynja á Ströndinni um stund. VERKSMIÐJUUTSAiA frá 3. september í húsi Sjóklæðagerðarinnar Skúlagötu 51,1. hæð. Útlitsgallað og eldri gerðir af sport- og vinnufatnaði. SJOFATNAÐUR NYLONFATNAÐUR VINNUVETTLINGAR STÍGVÉL KAPP-FATNAÐUR barna, kvenna, karla VINNUFATNAÐUR samfestingar, buxur, jakkar, sloppar REGNFATNAÐUR barna, kvenna, karla Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-14. SNJOBUXUR barna sextiu œ sex norður SJÓKLÆÐAGERÐIN HF • SKÚLAGÖTU 51

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.