Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Page 28
36 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. -> Menning Bíóhöllin - Rakettumaðurinn ★★ V2 Leikur að eldibrandi Rakettumaðurinn er ævintýramynd sem er gerð í anda gömlu góðu myndanna þegar mestu blótsyrðin voru „árans“ og nekt var þegar sást í læri. Myndin gerist í Los Angeles 1938 og ævintýrið hefst á því að ungur og djarfur flugmaður, Cliff Secord, fmnur tor- kennilegan hlut undir sæti tvíþekjunnar sinnar. Cliíf og lærimeistari hans og félagi, Peevy (Arkin), komast að því að þessi hlutur er í raun þotuhreyfill sem er ætlað að bera mann hraðar en nokkur flugvél. Eftir nokkrar tilraunir tekst Secord og Peevy að hemja hreyfilinn og Secord stenst ekki mátið og prófar hann: Rakettumaðurinn er borinn í heiminn! En það eru fleiri á höttunum eftir hreyflinum og sumir þeirra svífast einskis. Þessi hreint ágæta mynd er byggð á mjög'stuttri samnefndri teiknimyndaseríu sem hóf göngu sína 1982. Það hefur tekist ansi vel að vinna bíómynd upp úr seríunni og myndin er góð skemmtun fyrir breiðan aldurshóp. Fyrri hluti myndarinnar, meðan sagan er aö komast af stað og persónur kynntar, er sérlega léttur og skemmtilega gamaldags. Fortíðin er lituö nostalgiu, allar sviðsmyndir skærar og lýsingin björt. Nýliðinn Campbell leikur Secord og er óhætt að segja að honum takist ágætlega upp en hlutverkið er ekkert sérlega krefjandi. Myndin er líka dálítil ástarsaga því að hin forkunnarfagra Jennifer Conelly leikur kærustu hans, Jenny, en hún er að reyna fyrir sér sem leikkona. Hin upprunalega Jenny sat fyrir á nektarmyndum en það samræmist ekki ímynd Disneys, sem gerði myndina. Ástaratlotin standa þó stutt enda vitað að yngri áhorf- endur eru lítið gefnir fyrir slíkt. Þeir vilja sjá Rakettu- manninn fljúga og það gerir hann á undraverðan hátt með aðstoð tæknibrellumanna og víravirkis. Hann fær ekki að svífa um lengi í friði um loftin blá því glæpon- ar eru á hæla hans. Einn þeirra lítur út fyrir að hafa villst úr Dick Tracy, en í raun er hann nákvæm eftir- líking frægs aukaleikara frá þessum tíma. Glæponarn- ir eru á mála hjá Hollywood-stórstjörnunni Nevill Sinclair (Timothy Dalton) og þegar þeim mistekst að hafa upp á Secord, fer Sinclair á fjörurnar viö Jenny, sem er aukaleikari j nýjustu mynd hans, sem verið er að taka. Timothy Dalton, er í Bond-hléi eins og er og hefur sennilega tekið hlutverki skúrksins fegins hendi. Hann á glaðan dag sem sjarmörinn Sinclair, Bill Campell leikur Rakettumanninn. Hann er hér ásamt Alan Arkin sem leikur vin hans, uppfinninga- manninn Peevy. Kvikmyndir Gísli Einarsson virtur og dáður af milljónum en leikur tveim skjöldum. Það er eins og aö sagan flosni aðeins upp þegar á líður. Eltingaleikurinn við Rakettumanninn er ekki mjög spennandi þótt það sé alltaf eitthvað að gerast. Atburðarásin er ójöfn, veður úr einu í annað og atrið- in tengjast ekki nógu vel hvert öðru. Fyrsta flugsenan er sú eina stóra og það eru nokkur vonbrigði að ekki koma fleiri slíkar. Fyrir þetta verður sagan aldrei eins grípandi eins og í byrjun. En myndin sker sig úr, fyrst og fremst vegna þess hve hugmyndin er góð. Það ku víst vera von á fleiri Rakettu-myndum og ég hefði ekkert á móti því. The Rocketeer (Band-1991) Handrit: Danny Bilson & Paul De Meo (The Flash). Saga: Bilson & De Meo, William Dear (Harry & Hendersons) byggt á samnefndri teiknimyndaseriu Dave Stevens. Leikstjóri: Joe Johnston (Honey, I Shrunk the Kids). Leikarar: William O. Campbell, Jennifer Connelly (Sisters, Labyrinth), Alan Arkin (Edward Scissorhands), Paul Sorvino (Goodfellas), Timothy Dalton, Terry O'Quinn (The Stepfat- her), Jon Polito (Miller’s Crossing). Andlát Egill Jónsson glerslípunar- og spegla- geröarmeistari, Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum þann 12. september. Jardarfarir Ingólfur Eide Eyjólfsson, Garðbraut 74, Garði, verður jarðsunginn frá -1 Útskálakirkju laugardaginn 14. sept- ember kl. 14. Christian Zimsen fyrrverandi apó- tekari, lést á heimili sínu 7. septem- ber sl. Útfbrin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Daníel Þórhallsson, Hátúni 10, Reykjavík, fyrrv. útgerðarmaður frá Sigluftrði, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. september kl. 15. . Þórður Guðmundsson, Sólvallagötu 36 (Höfn), Keflavík, verður jarðsung- inn frá Keflavikurkirkju laugardag- inn 14. september kl. 11. Petrína K. Jakobsson lést 2. septem- ber. Hún var fædd á Húsavík 4. fe- T brúar 1910, dóttir hjónanna Valgerð- ar Pétursdóttur og Jóns Ármanns Jakobssonar. Petrína stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann, var við nám í landmælingum, stærð- fræði og kortagerð og híbýlafræði lærði hún í bréfaskóla í Kaupmanna- höfn. Aðalstarf hennar var að teikna, fyrst hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur 1939-1944 og síðan stjórnaði hún teiknstofu raforkumálastjóra, siðar Orkustofnunar, allt til ársins 1977. Hún giftist Jóhanni Magnúsi Hall- grímssyni, en hann lést árið 1982. Útfór Petrínu verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Brjóstagjöf: Ráðgjöf fyrir mjólkandi mæður Hjálparmæður Barnamáls eru: Arnheið- ur, s. 43442, Dagný, s. 680718, Fanney, s. 43180, Guðlaug, s. 43939, Guðrún, s. 641451, Hulda Lína, s. 45740, Margrét Lísa, s. 18797, og Sesselja, s. 680458. Félag eldri borgara Gönguhrólfar fara frá Risinu, Hverfis- götu 105, kl. 10 á laugardagsmorgun. Skíðadeild Fram Haustæfmgar eru aö byrja. Skráning nýrra félaga fer fram laugardaginn 14. september kl. 10.30 á æfingasvæði i Laug- ardal milli Laugardalsvallar og sund- laugar. Æfingar fara fyrst um sinn fram á sama stað. 10 ára og yngri: Þriðjudaga kl. 17.30, laugardaga kl. 10.30, 11-12 ára þriöjudaga og fimmtudaga kl. 17.30,12-14 ára þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.30 og laugardaga kl. 10.30. Handbókin „í mörg horn að líta“ Út er komin á vegum Iðntæknistofnunar ný og endurbætt útgáfa af handbókinni „I mörg horn að líta“. Fyrri útgáfa, sem kom út fyrir tæpum tveimur árum, er uppseld. Bókin er safn vandaðra greina um stjórnun og rekstur fyrirtækja. Tutt- ugu höfundar eru að henni sem allir hafa viðamikla reynslu af fyrirtækjarekstri, hver á sínu sviði. í nýju útgáfunni hefur verið tekin út dagbók og ýmsar upplýs- ingar sem voru i fyrstu útgáfunni. Ætlun- in er að bókin verði endurskoöuð með reglulegu millibili framvegis. Bókina er hægt að panta hjá Iðntæknistofnun. Hún er bæði til í kilju og hörðu bandi. Bókin er 208 bls. og prentuð í Prentsmiðju Guð- jóns Ó. Hraðnámstækni Málaskólinn Mímir, sem er í eigu Stjórn- unarfélags íslands, kynnir í fyrsta sinn á íslandi hraðnámstækni í tungumálum. Nýlegar uppgötvanir um mannsheilann hafa greinilega sýnt fram á hvernig viö getum lært tungumál mun hraöar. Hraðnámstækni notar ákveðna tónlist, takt, öndunarmynstur og hugaræflngar. Námsefnið er kennt á sérstakan hátt tii þess að heilinn læri meira á skemmri tíma. Hver nemandi í Mími er sérstaklega prófaður til að finna út hvaða námsað- ferð hentar honum best. Kennarinn hefur þaö í huga þegar hann kynnir námsefnið í bekknum. Auk þess fá nemendur einnig æfmgar sem styrkja námstækni. Kennar- ar Mímis hafa verið þjálfaðir af ameríska sálfræðingnum Söru Biondani (B.S. M.A.) sem hefursérhæft sig í hraönáms; tækni. Hún kennir sjálf ensku og er til staðar til þess að ráðíeggja hinum kenn- urunum. Sara getur einnig veitt nemend- um persónulega aðstoö varðandi námið. Fjöldi alþjóðafyrirtækja og stofnana hef- ur tekið upp hraðnámstækniaðferðir við tungumálakennslu. Kosningavaka í Norræna húsinu Kosningar veröa í Sviþjóð sunnudaginn 15. september. Þá veröa kosnir fulltrúar til þings, landsþings og bæjarstjóma. Af því tilefni veröur kosningavaka í Nor- ræna húsinu en fylgst verður með taln- ingu atkvæða símleiðis og með mynd- sendi. Sænska sendiráðið leggur fram tækjakostnað sinn svo aö unnt verði að fylgjast meö framvindu kosninganna. Fyrstu tölur verða væntanlega birtar fyr- ir kl. 19 á sunnudagskvöld og verður kafflstofa Norræna hússins opin fram eftir kvöldi af þessu tilefni. TENNIS Innitímar hjá Fjölni. Einkatímar, þjálfun. Upplýsingar í síma 673455 Myndgáta Lausn gátu nr. 127: Fer fram úr rúminu Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. A2<J JWv- Félagsstarf aldraðra, Gerðubergi Kl. 12 hádegishressing, e.h. spilað og spjallað, kl. 15 kaffi. Nánari upplýsingar í síma 79020. Hjónaband Tapað fundið Drengjaúlpa fannst við Faxagarð Græn drengjaúlpa fannst í togaranum Drangey, sem lá við Faxagarð, í kringum 15.-20. júlí sl. Nokkrir strákar vom aö veiða um borð á þessum tíma og gleymdu þeir úlpunni. Upplýsingar í síma 97-41319 eða 985-36034. Þann 17. ágúst vom gefin saman í hjóna- band í Neskirkju af séra Guðmundi Ósk- ari Ólafssyni brúðhjónin Geir Harðar- son og Nongnooch Put Hratsu. Heimili þeima er að Vegahúsum 27a. Ljósmyndarinn Jóhannes Long. Þann 10. ágúst voru gefin saman í hjona- band í Háteigskirkju af séra Bernharði Guðmundssyni brúðhjónin Kolbrún Örlygsdóttir og Snorri Sigurðsson. Heimili þeima er að Ægisgrund 12, Garðabæ. Ljósmyndarinn Jóhannes Long. Þann 20. júh vom gefin saman í hjóna- band í Dómkirkjunni af séra Hjalta Guð- mundssyni brúðhjónin Júlíana Hans- dóttir og Guðmundur Hjaltason. Heim- ih þeirra er að Melhaga 8. Ljósmyndarinn Jóhannes Long. Þann 20. júlí vom gefm saman í hjóna- band af séra Braga Friðrikssyni brúð- hjónin Sigurborg Geirdal og Jóhann Ásgeirsson. Heimili þeirra er að Þúfu- barði 15, Hafnarfirði. Ljósm. Sigr. Bachmann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.