Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Qupperneq 19
MÁNUÐAOUR14! OKTÓBER1991. 31 Fréttir Ríkisendurskoðun segir Hlutafélagaskrá ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu: Eftirlitið er ófullnægjandi í skýrslu Ríkisendurskoðunar vegna ríkisreikninga fyrir árið 1989 kemur fram að Hlutafélagaskrá hefur ekki haft virkt eftirlit með því að fram- setning og innihald ársreikninga hlutafélaga sé í samræmi við ákvæði hlutafjárláganna. Fram kemur í skýrslunni að einungis lítill hluti ís- lenskra hlutafélaga sendi inn árs- reikninga til stofnunarinnar. Tekið er fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að hjá Hlutafélagaskrá starfi einungis þrír starfsmenn í fullu starfl og sinni þeir aðallega skráningu nýrra hlutafélaga. „Með hhðsjón af örum vexti á al- mennum hlutabréfamarkaði á ís- landi hefur mikilvægi þess hlut- verks, sem hlutafélagaskránni er ætlað í lögum, vaxið á undanförnum misserum," segir í athugasemd Rik- isendurskoðunar. AthygU vekur að í fjárlagafrum- varpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til skráningar á hlutafélögum lækki lítils háttar frá yfirstandandi ári og verði rúmar 12 mUljónir. Gert er ráð fyrir að al- mennur rekstrarkostnaður hækki vegna tölvuvæðingar, húsaleigu og samnings við Skýrsluvélar ríkisins um skráningu á gögnum. Á móti er gert ráð fyrir að launakostnaður minnki. Tekjur Hlutafélagaskrár eru áætlaðar 50 milljónir. Að sögn Benedikts Þórðarsonar, Nýja verslunar- og þjónustumiöstöðin i byggingu. Þar verða 16 fyrirtæki. DV-mynd Sigrún forstöðumanns Hlutafélagaskrár, er gagnrýni Ríkisendurskoðunar rétt- mæt en hann vonast þó til að úr rætist á næstunni. Segir hann að eft- ir að lögum var breytt 1989 sé nú ein- ungis almenningshlutafélögum skylt að skila reikningum. Hins vegar sé það ekki verk Hlutafélagaskrár að fara yfir reikningana enda séu þeir ekki til sýnis almenningi eins og tíðk- ist annars staðar á Norðurlöndun- um. „Það hlýtur því að vera hlutverk skattayfirvalda að vinna slíkt verk,“ segir Benedikt. -kaa Drifbúnaður fyrir spil o.f I. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 o SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA - LAGER < Egilsstaðir: Ný verslunar- og þjón- ustumiðstöð að rísa Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum; Nú er í byggingu verslunar- og þjónustumiðstöð á Egilsstöðum. Húsið stendur við Miðvang norðan Fagradalsbrautar gegnt kaupfélág- inu. Byggingin er 2100 m2 að flatar- máli á tveim hæðum. Það er hlutafé- lagið Miðvangur hf. sem byggir og var raunar stofnað til þess. Fyrsta skóflustungan var tekin í desember 1990 og áformað er að skila húsinu tilbúnu undir tréverk um næstu ára- mót. Þó verður sameign að mestu fullfrágengin. í þessu húsi fá inni mörg fyrir- tæki, líklega allt að 16. Þar verða Skógrækt ríkisins, Búnaðarsamband Austurlands, Héraðsskógar og Barri hf., Ríkisútvarpið á Austurlandi, svæðisútvarp (Raust). Áfengisversl- un ríkisins mun opna þar nýja versl- un, Hans Petersen, Hraðhreinsun Austurlands, Glókollur, hárgreiðslu- stofa, auk margra annarra smærri fyrirtækja og félagasamtaka. Arkitekt er Björn Kristleifsson á Egilsstöðum en Hönnun og ráðgjöf hf. á Reyðarfirði sá um burðarvirki og lagnir. Áætlað er að fyrstu fyrir- tækin flytji inn í mars/apríl. Hornbjarg, glæsilegt hús i alla staði. DV-mynd Ægir Már Glæsihús aldraðra á Suðurnesjum Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Fyrir skömmu afhenti Húsanes hf. Byggingasamvinnufélagi aldraðra á Suðurnesjum fjölbýlishúsið við Kirkjuveg 1 í Keflavík sem hefur hlotið nafnið Hornbjarg. Þar eru 26 skemmtilegar íbúðir, ásamt sjö bíla- geymslum, hannaðar af Páli Bjama- syni, á 4 hæðum og með kjallara þar sem hver íbúð hefur geymslu. Á efstu hæð er 70 m2 salur. Þar er sjónvarps- skjár tengdur gervihnattamóttakara. Halldór Ragnarsson afhenti Ólafi Björnssyni, formanni BSAS, bygg- ingima fyrir hönd Húsaness. Ólafur fLuttí. stutta tölu, rakti aðdraganda þess að húsið var reist og byggingar- sögu. Þar kom fram að 18 mánuðir era frá því fyrsta skóflustungan var tekin og þakkaði hann Sparisjóðnum í Keflavík fyrirgreiðslu. Hombjarg er um 2900 m2 að flatarmáh. Þar era bílastæði, gangbrautir með hitalögn- um og í hverri íbúð er neyðarhnapp- ur ásamt fullkomnu eldvarnakerfi. íbúum hafa veríð færðar ýmsar gjafir, m.a. málverk af húsinu'frá Húsanesi, málað af Erlu Sigurbergs- dóttur. Því var komið fyrir í and- dyri. Einnig málverk eftir Ástu Páls- dóttur frá Sigurði Ragnarssyni í Eignamiðlun Suðurnesja, sem sá um sölu íbúðanna, og sjónvarpskjárinn á efstu hæðinni frá Sparisjóði Kefla- vikur. Korkur á eldhúsgólfið Mjúkt að standa á og auðvelt að þrífa. Gólfkorkur er sígilt gólfefni. Nýkomin nýjustu mynstrin og litirnir. Þ.Þorgrímsson & Co. Syniiií'iirstilur Aruiii/u 29. snrii 'IIKiK) o Pústkerfið færðu hjá okkur \ o 0 0 0 0 o 0 Sendum í póstkröfu! Gott verð ■ Gæðaþjonusta \ 0 0 0 0 0 0 V ATH. Verslið hjá fagmanninum Bílayprubúðin FJOÐRIN Skeifunni 2 812944

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.