Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Side 35
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 1991.
47
Skák
Spennandi úrslitaskák á heimsbikarmóti Flugleiða:
Chandler hélt jöfnu
á elleftu stundu
Anatoly Karpov tókst ekki að
hrista Vassily Ivantsjúk af sér og ná
efsta sætinu óskiptu á heimsbikar-
móti Flugleiða sem lauk í gær. Bið-
skák hans við Murray Chandler -
síðustu skákinni á mótinu - lauk með
jafnteíli eftir að Karpov missti niður
vinningsstöðu. Þá hafði níutiu og sex
leikjum verið leikiö og þeir teflt
skáídna í tæpar ellefu stundir. Mis-
tök Karpovs gáfu Chandler færi á
óvæntri björgunarleið, þrátt fyrir
tímahrak, og jafntefli varð ekki
umflúið.
Karpov og Ivantsjúk deila sigrinum
með 10,5 v. Nikolic, Ljubojevic og
Khalifmah fengu 9 v., Seirawan 8,
Ehlvest og Speelman 7,5, Portisch,
Salov og Beljavskí 7, Jóhann Hjartar-
son 6,5, Andersson, Timman og
Chandler 5,5 og Gulko hlaut 5 v.
Stórmeistararnir voru friðsamir í
lokaumferðinni. Jafntefli varð hjá
Portisch og Salov, Nikolic og
Ljubojevic, Timman og Gulko, Speel-
man og Beljavskí auk Anderssons
og Jóhanns en þeir síðastnefndu
tefldu þó til síðasta peðs. Ehlvest átti
hins vegar verstu skák sína í mótinu
gegn Khalifman og varð að gefast upp
eftir aðeins 21 leik.
Mestan áhuga vöktu úrslitaskák-
irnar um efsta sætið, þar sem Ivant-
sjúk og Karpov voru í aðalhlutverki.
Utht var fyrir hressilega sviptivinda
í skák Ivantsjúks við Seirawan en
engu var líkara en að taugar Úkra-
ínumannsins hefðu ekki þolað álag-
ið. Hann var kominn með ákjósan-
lega sóknarstöðu en hristiþá furðu-
lega biskupsleiki fram úr erminni og
í kjölfarið fylgdi jafnteflisboð.
Karpov tefldi frábærlega vel gegn
Chandler, skák sem að mörgu leyti
er lýsandi fyrir skákstil hans. En í
lokin brást honum bogalistin. Um
leið hefur Ivantsjúk tekið forystu í
heimsbikarkeppninni því að Karpov
vann Jóhann en Ivantsjúk gerði við
hann jafntefli. Þar eö Jóhann tefldi
sem gestur í mótinu teljast skákir
hans ekki með til stigaútreiknings.
Hvítt: Murray Chandler
Svart: Anatoly Karpov
Fjögurra riddara tafl
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5
Bb4 5. 0-0 <M) 6. d3 d6 7. Bg5
Nigel Short dustaði þykkt ryklagið
af þessari byrjun - ijögurra riddara
tafh - í áskorendaeinvíginu við Spe-
elman fyrr á árinu. Svo fer að
Chandler og Karpov þræða 6. einvíg-
isskák þeirra allt fram í 17. leik.
7. - Bxc3 8. bxc3 Bd7 9. Hbl a6 10. Ba4
Hb8 11. Bb3 h6 12. Bh4 De7 13. Hel
Ra5 14. d4 Hbd8 15. h3 Kh7 16. Dcl
Rxb3 17. axb3 Bc8!
Þessi hógværi leikur er betri en 17.
- Bc6?! 18. Hal! Hg8? 19. dxe5 dxe5
Skák
Jón L. Árnason
20. Ha5! og peðstap er óumflýjanlegt
en þessi örlög hreppti Speelman í
áðurnefndri skák við Short.
18. De3 b6 19. c4 Hde8 20. b4 Hg8 21.
dxe5 dxe5 22. Bg3 Rd7 23. Hedl f6 24.
Rh4 Df7 25. Hb3 Rb8!
Hvíta staðan virðist öllu liprari en
það er aðdáunarvert að sjá hvernig
Karpov sthhr mönnum sínum upp
til varnar - og snýr smám saman
taflinu sér í vil.
26. c5 b5 27. Hbd3 Rc6 28. c3 a5! 29.
bxa5 Rxa5 30. c6!?
í stað þess að bíða eftir því að
Karpov bæti stöðu sína enn frekar,
kýs Chandler að fórna peði. í staðinn
kemur hann Karpov í varnarstöðu
og það virðist sem hann hijóti að
hafa næg færi til að viðhalda jafn-
væginu.
30. - Rxc6 31. Hd5
Lakara er 31. Dc5 Dc4 32. Hd5 vegna
32. - Hd8! er svartur hefur fyllstu
ástæðu til bjartsýni.
31. - b4! 32. Hc5
£ I I
i # A #
* i i
S á
k A
. A W Jl A
A A
l
ABCDEFGH
32. - Rb8!
Bráðsnjall leikur, sem Chandler
hefur e.t.v. vanmetið.
33. cxb4 Ra6 34. Hc3
Eftir 34. Hb5 væri einfaldlega
Murray Chandler - slapp með
skrekkinn. DV-mynd E.J.
mögulegt að leika 34. - Hd8 er b-
peðið hlýtur að falla fyrr eða síöar.
34. - Rxb4 35. Da7 Ra6 36. Hal He6 37.
f3 Dd7! 38. Bf2 Hc6!
Síðustu tveir leikir sýna næma til-
fmningu Karpovs. Eftir uppskipti á
hrókum léttir hann þrýstingnum á
c-línunni og er nú fyrst farinn að
eygja vinningsmöguleika.
39. Hxc6 Dxc6 40. Rf5 He8 41. Re3 Db7
42. Rd5 Dxa7 43. Bxa7 Bb7 44. Hcl
Bxd5 45. exd5 Hd8 46. Hc6 Rb4 47.
Hxc7 Hxd5 48. Hb7 Rc6 49. Be3 Rd8 50.
Hb2 Re6 51. Hd2 Hb5 52. Kf2 Kg6 53.
Hd6 Hb2+ 54. Hd2 Hb4 55. Ha2 h5 56.
He2 h4 57. Hd2 Kf5 58. Hc2 Rf4 59; Bd2
Ha4 60. Kfl Rh5 61. Kf2 Rg3
í þessari stöðu fór skákin í bið.
Staða Karpovs hefur batnað í síðustu
leikjum og margir vildu spá honum
sigri í biðskákinni. Enski stórmeist-
arinn og endataflssérfræðingurinn
Jonathan Speelman skoðaði bið-
skákina með Chandler og taldi 40%
líkur á því að hægt væri að halda
jafntefli. Karpov sagðist enga þving-
aða vinningsleið hafa fundið.
62. Bel Ke6 63. Hb2 Rf5 64. Hb6+ Kd7
65. Hb2 Kc6 66. Hc2+ Kd5 67. Hd2+
Rd4 68. Hb2 Kc4 69. Kfl Hal 70. Kf2
f5 71. Bb4 Re6 72. Bd2 Kd3 73. Bel Rd4
74. Hd2 + Kc4 75. Hb2 e4 76. fxe4 fxe4
77. Bd2 Kd3 78. Bf4 Ha3 79. Hd2+ Kc4
80. Hb2 Rf5 81. Hc2+ Kd4 82. Hd2+
Kc3 83. He2 Ha4 84. Hel Ha2+ 85. Kfl
Kd3 86. Hdl+ Kc4 87, Hcl+ Kd5 88.
Hdl+ Ke6 89. Hel Ha4 90. Kf2 Kf6 91.
He2 g5 92. Bcl Hc4 93. Hel Hc2+ 94.
Kgl Rg3 95. Be3 Kg6(?) 96. Bf2 Kf5 97.
Be3 Re2+?
Karpov kvaðst eftir skákina hafa
misst af vinningi í þessari stöðu, er
hann heföi betur leikið 97. - Ha2! en
þar stendur hrókurinn betur, eins
og ljóst verður af framhaldi skákar-
innar.
96. Bf2 Kf5 97. Be3 Re2+ 98. Kfl Rf4
99. Hal! Rxg2 100. Ha5+ Ke6
Áhorfendur héldu hér að Karpov
væri að vinna því að ef 101. Bxg5, þá
101. - e3 og peðið verður ekki stöðvað
nema með biskupsfórn. Eða 101. Bd4
Rf4! og nú strandar 102. Hxg5 á 102.
- Hcl+ 103. Kf2 Rxh3+ og vinnur
hrókinn. Chandler hugsaði sig nú
lengi um en skyndilega tók hann eft-
ir því að Karpov varð sýnilega
áhyggjufullur. „Ef Karpov hefði ekki
fundið jafnteflisleiðina, hefði
Chandler heldur ekki gert það,“
sagði Speelman síðar um þetta ör-
lagaríka augnablik.
101. Ha6+! Kd5
Ef 101. - Kf7 102. Bxg5 e3 103. HÍ6+
Kg7 104. He6 og heldur sínu.
102. Ha5+ Kc4 103. Ha4+ Kc3
Eftir 103. - Kd3 kæmi 104. Ha3+
og eftir 103. - Kb3 kæmi 104. He4, sem
nú yrði svarað með 104. - Kd3.
104. Bxg5! e3 105. Bf6+!
Björgunarleikurinn. Skákin er nú
jafntefli.
105. - Kb3 106. He4 Hf2+ 107. Kgl
Hxf6 108. Kxg2 Hf2+ 109. Kgl Hf3 110.
Kg2 Hg3+ 111. Kfl Hxh3112. Ke2 Ka2
113. Hb4
Einnig vár 113. Hxe3 mögulegt.
113. - Ka3 114. He4 Kb3 115. Hf4 Hhl
116. Kxe3 h3 117. Kf2 Kc2118. Kg3 Kd3
119. Hh4
Og loks sættust þeir á jafntefli. Þar
slapp Chandler með skrekkinn og
bjargaði sér frá því að hafna í neðsta
sæti á mótinu!
-JLÁ
Fjölmiðlar
Ást og rómantík hélt mér hug-
fóngnum fyrir framan sjónvai-ps-
skerminn í gærkvöldi eins og svo
mörgönnur sunnudagskvöld. Með
sól í sinni fylgdist ég með háskaleg-
um ævintýrum þeirra Pierre-Bapt-
■ iste og Sixtine í liætfinum ástirog
alþjóðamál. Við hverja eldraunina
falla örvar Amors þvers og kruss
um sjónvarpsskerminn ogjafnvel
út á stofugólf. Maður fyllist hlut-
tekningu þegar söguhetjurnar í bar-
áttunni fyrir hinu góöa bjarga börn-
um og sjúkum, spinna saman sinn
örlagaþráð og svo góðir eru þættirn-
ir að það kemur fyrir að ég þarf að
þurkatárafkinn.
Að mínu mati mætti Sjónvarpið
gera meira af því að sýna myndir
um ástina. Ég tók eftir þvi á ónefnd-
um skemmtistaðum helgina að stór
hópur fólks sækist eftir nánari
kynnum við hana. Einhverra hluta
vegna virðist fólk þó vera feimið við
tilfinninguna og leita sér hjálpar
Bakkusar, Amori til bölvunar. Það
er eins og fólk óttist ástina eða sé
feimiö viö hana. Aö þessu leytinu
hefur Sjónvarpið, sem upplýsínga-
og fræðslumiöill, ákveðnu hlutverki
að gegna.
Með fullri virðingu fyrir íþróttum,
efnahagsmálum og pólitík þá held
ég að þörf þjóðarinnar fyrir ást sé
slík að engir dagskrárþættir séu
vinsælli í raun en þeír sem á henni
taka.
Eins og svo oft áöur sofnaði ég út
frá þættinum Landið og miöin í
gærkvöldi. Stjórnandiþáttarins,
hinn landsfrægi Sigurður Pétur, var
fjarri góðu gamni en í hans stað var
mættur Stefán Jón Hafstein. Sem
endranær var þátturinn stútfullur
af ástarkveðjum og var það
skemmtileg tilhreyting að hlusta á
Stefan Jón takast á við þær kveðj-
ur. Honum fórst það vel úr hendi
og tel ég fullvíst að það hafi verið
ástrík þjóö sem lagðist til svefns í
gær.Lengilifiástin.
Kristján Ari Arason
BINGQI
Hefst kl. 19.30 i kvöld
Aðalvinninqur að verðmæti eI
_________100 bús. kr.______________ 1!
Heildarverðmæti vinninqa um _ TEMPLARAHÖLUN
300 þús. kr. Eiríksgötu 5 - S. 20010
freeMáMs
MARGFELDl 145
PÖNTUNARSÍMI ■ 653900
Veöur
i dag verður norðvestan- eða norðanátt á landinu
með smáéljum vestan- og norðanlands en súld við
austurströndina og bjartviðri um sunnanvert landið.
i nótt gengur norðanáttin niður að mestu, sunnan til
á landinu þykknar upp og fer að rigna en annars
staðar verður úrkomulítið. Víða má búast við vægu
frosti i fyrstu én yfir daginn verður 1-5 stiga hiti.
Akureyri
Egilsstaðir
Kefla vikurflug völlur
Kirkjubæjarklaustur
Raufarhöfn
Reykjavik
Vestmannaeyjar
Bergen
Helsinki
Kaupmannahöfn
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Amsterdam
Barcelona
Berlin
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madrid
Malaga
Mallorca
New York
Valencia
Vin
Winnipeg
alskýjað 1
skýjað 2
skýjað 1
léttskýjað 1
rigning 2
léttskýjað 2
léttskýjað 0
skýjað 8
þoka 2
rign/súld 12
þokumóða 7
þokumóða 9
léttskýjað 8
þoka 8
heiðskírt 11
rigning 12
skúr 11
þokumóða 11
þoka 9
skýjað 9
rigning 11
þokumóða 17
þoka 5
alskýjað 11
léttskýjaö 12
hálfskýjað 18
léttskýjað 9
léttskýjað 14
skýjað 12
súld 3
Gengið
Gengisskráning
nr. 195. -14. okt. 1991 kl.9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 59,660 59,820 59,280
Pund 102,821 103,097 103,900
Kan. dollar 52,850 52,992 52,361
Dönsk kr. 9,1608 9,1854 9,2459
Norsk kr. 9,0223 9,0465 9,1172
Sænsk kr. 9,6945 9,7205 9,7749
Fi. mark 14,4964 14,5353 14,6678
Fra. franki 10,3635 10,3913 10,4675
Belg. franki 1,7156 1,7202 1,7312
Sviss. franki 40,3927 40,5010 40,9392
Holl. gyllini 31,3480 31,4321 31,6506
Þýskt mark 35,3321 35,4268 35,6732
ít. líra 0,04721 0,04733 0,04767
Aust. sch. 5,0187 5,0322 5,0686
Port. escudo 0,4109 0,4120 0,4121
Spá. peseti 0,5598 0,5613 0,5633
Jap. yen 0,46248 0,46372 0.44682
irskt pund 94,463 94,716 95,319
SDR 81.4777 81,6962 81,0873
ECU 72,3348 72,5288 72,9766
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
ÞURRKUBLÖÐIN VERÐA
AÐ VERA ÚSKEMMD
og þau þarf að hreinsa reglulega.
Slitin þurrkublöð margfalda áhættu
i umferðinni.