Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991.
Fréttir
Steinar breyta viðskiptakjörmn:
Japis veldur diskastríði
Verslunin Japis hefur meö inn-
flutningi sínum á geisladiskum
valdið miklu diskastríði á tónlistar-
markaðnum. Þetta stríð kemur
fram í því að Steinar hf. hafa breytt
viðskiptakjörum sínum við keppi-
nautana Japis, Skífuna og fleiri.
Það mál er komið í hendurnar á
Verðlagsstofnun sem hefur gefið
Steinum viku til að koma með
skýringar.
„Þetta eru hreinar viðskipta-
þvingarnir frá Steinum vegna þess
að við höfum flutt inn alla okkar
diska beint aö utan, ekki í gegnum
Steina, Skífuna eða aöra, og boðið
viðskiptavinum okkar geisladisk-
ana miklu ódýrar fyrri vikið,“ segir
Birgir Skaptason, framkvæmda-
stjóri Japis.
Bréfið sem Japis, Skífan og íleiri
fengu frá Steinum er á þá leiö að
afslátturinn á öllum geisladiskum
með innlendu efni frá Steinum er
lækkaður úr 33 prósentum niöur í
20 prósent. Þá gefa Steinar ekki
lengur mánaðarfrest á greiðslum
heldur verður að staðgreiða allar
pantanir.
Birgir segir að Japis hafi fyrir
nokkru byrjað sjálft aö flytja inn
alla geisladiska að utan til að ná
niður verðinu.
„Við flytjum alla geisladiska inn
beint frá heildsölum ytra. Fyrir
vikið er verðmunurinn allt upp í
30 til 40 prósent okkur í hag. Öðru-
vísi höfum við ekki verið sam-
keppnisfærir."
Að sögn Birgis hefur Japis flutt
inn geisladiska beint frá heildsöl-
um ytra sem bæði Steinar og Skífan
hafa haft umboð fyrir hérlendis.
Hann segir ennfremur að nú
stefni i um helmingsaukningu á
innfluttum geisladiskum frá í
fyrra.
„Við teljum að það sé okkur að
Birgir Skaptason, framkvæmdastjóri Japis. Fyrirtæki hans hefur nú
hrundið af stað geisladiskastríði með því að ftytja diskana beint inn frá
heildsölum erlendis og selja hér á mun lægra verði en keppinautarnir.
DV-mynd GVA
þakka. Verðið hefur verið allt of
hátt í langan tíma og það er ekki
fyrr en við brjótum upp þetta verð-
lag að fólk fer aö leyfa sér að kaupa
geisladiska í verslunum hérna.
Jafnframt höfum við fréttir af því
aö töskur ferðamanna séu ekki
lengur fullar af geisladiskum. Þær
eru fullar af fötum núna.“
Þá segir Birgir að verð innfluttra
geisladiska hjá Japis hafi verið í
kringum 1.400 til 1.500 krónur en
um 1.800 til 1.900 krónur hjá öðrum.
„Að visu hefur Skífan verið að fikra
sig niður en hún er enn mun hærri
en við."
Það var Skífan sem sendi Verö-
lagsstofnun bréf um breytt við-
skiptakjör Steina og hefur stofnun-
in séð ástæðu til að skrifa Steinum
bréf og biðja um viðhlítandi skýr-
ingar eða afturkalla ákvörðunina.
Að öðrum kosti muni Verðlags-
stofnun kæra Steina. -JGH
ívar Daníelsson lyfsali afhenti Árbæjarsafni einstaka gjöf i gær í minningu systur sinnar, Önnu Eirikss talsímavarð-
ar. Um er að ræða safn sögulegra muna úr dánarbúi Önnu. Munirnir eiga rætur að rekja til kunnra Reykvikinga frá
19. öld og byrjun þessarar aldar. Meðal muna eru stofuhúsgögn, borðstofuhúsgögn, bækur, myndir og fleira. Allir
eru munirnir einstaklega vel með farnir. Á myndinni er ivar ásamt dóttur sinni, Guðrúnu inu ívarsdóttur, innan
um hluta munanna. DV-mynd Brynjar Gauti
50. fiskiþing:
Bullandi ágreiningur á
þinginu um kvótakerfið
Á hveiju ári, síðan kvótakerfið var
tekið upp, hafa verið deilur um það
á fiskiþingi. Stundum mjög miklar,
stundum litlar og allt þar á milli. Að
þessu sinni blossuöu upp bullandi
deilur þegar tillaga meirihluta sjáv-
arútvegsnefndar þingsins sá dagsins
ijós. Þar kom fram hörð gagnrýni á
kvótakerfið. í henni var bent á mót-
sögn í lögunum um stjórnun fisk-
veiða þar sem sagt er að nytjastofn-
arnir séu sameign þjóðarinnar en
síðan sé skipa- og bátaeigendum út-
hlutað veiðiheimildum sem þeir síð-
an framselja aö vild fyrir eitt ár í
senn eða til endanlegrar eignar. Þetta
gerist þrátt fyrir það að í lögunum
standi að úthlutun veiöiheimilda
myndi ekki eignarrétt eða óafturkall-
anlegt forræði einstakra aðila yfir
veiöiheimildunum. Segir og í tillög-
unni að þingið mótmæli þeirri rösk-
un sem óhjákvæmilega verði í at-
vinnumálum landsbyggðarinnar
með hinum nýju kvótalögum sem
leitt hefur til sölu íjölda smábáta.
Einnig segir aö fiskiþing óski eftir
því aö lögin verði tekin til endur-
skoðunar meö tilliti til ofangreindra
staðreynda og byggðarlögum á ein-
hvern hátt bættur skaðinn.
Mjög miklar deilur urðu um þessa
tillögu. Fléttaðist þar inn í hvort inn-
an kvótakerfisins ætti að vera afla-
mark eins og nú er eða sóknarmark
eins og var. Eins það hvort heimilt
ætti aö vera að framselja kvóta.
Margir sem á sínum tíma studdu
þaö að kvótakerfið yrði sett á snúast
nú gegn því. Tómas Þorvaldsson,
hinn gamalreyndi útgerðarmaður úr
Grindavík, sagði í ræðu sinni að
framkvæmd kvótakerfisins nú væri
allt önnur en þess kvótakerfis sem
hann var fenginn til að samþykkja á
sínum tíma. Allir ræðumenn höfðu
eitthvaö við kerfið að athuga. Annaö-
hvort aflamarkið eða sóknarmarkið
eða hvort leyfa ætti kvótasölu eða
ekki.
Niðurstaðan varð síðan sú aö Ei-
ríkur Tómasson úr Grindavík og
fieiri báru fram tillögu sem var sam-
þykkt meö nokkrum meirihluta. í
þeirri tiOögu segir að fiskiþing telji
aö núverandi aflamark sé heppileg-
ast þeirra leiða sem þekktar eru í dag
við stjórnun fiskveiða. Einnig segir
í tillögunni að við endurskoðun fisk-
veiöilaganna skuli það athugað sér-
staklega hvort framsalsrétturinn
leiði til þeirrar hagræðingar sem
stefnt var að og hvort hann leiöi til
byggöaröskunar.
Eftir stendur svo bullandi ágrein-
ingur fiskiþingsfulltrúa um allt það
sem skiptir máli í sambandi við
kvótakerfið. Tillaga Eiríks Tómas-
sonar var að dómi þeirra fiskiþings-
fuiltrúa, sem DV ræddi viö, til þess
eins að bera klæði á vopnin.
-S.dór
ÞingLandssambands smábátaeigenda:
Togstreita á milli
krókamanna og þeirra
sem hafa kvóta
„í okkar röðum er togstreita milli
krókamanna og þeirra sem hafa
kvóta. Þetta er fullkomlega eðlilegt.
En kjörorö Landssambands smá-
bátaeigenda hefur frá upphafi veriö,
og er nnn, krókaveiðar frjálsar. Því
banndagakerfi, sem nú er á bátum
undir sex tonnum, veröur að við-
halda. Það er enginn bátur á milli sex
og tíu tonn bættari þó að félagar
hans undir sex tonnum verði hengd-
ir,“ sagði Arthúr Bogason, formaður
Landssambands smábátaeigenda,
við setningu aðalfundar sambands-
ins.
Hann sagði ennfremur í setningar-
ræðu sinni:
„En mig undrar satt að segja
hversu ótrúlegu taki kvótinn nær á
mönnum. Ég hef talaö við marga
menn sem eiga báta á milli sex og tíu
tonn og hafa jafnvel lélegan kvóta
og ég hef spurt þá: Ert þú til í að af-
sala þér kvótaréttindunum og öllu
því sem þar fylgir og netaleyfinu í
leiðinni og fá banndagakerfi fyrir
handfæri og línu? Enn hefur aðeins
einn svarað mér játandi þótt vafa-
laust séu þeir fleiri sem til eru í
þetta.“
Ein helsta krafa smábátaeigenda
er að 25 prósent reglan svokallaöa
verði felld úr lögunum um stjórn
fiskveiöa. Áður en fundurinn hófst
var Þorsteini Pálssyni sjávarútvegs-
ráðherra afhentur undirskriftalisti
með nöfnum 135 smábátaeigenda á
Snæfellsnesi þar sem skorað er á
hann aö fella þetta bráðabirgöa-
ákvæði úr gildi.
í greinargerð með áskoruninni seg-
ir meðal annars:
„Hjá trillukörlum landsins hefur
gripiö um sig geigvænlegur ótti
vegna þess ákvæðis í lögum um
stjórnun fiskveiða að reynist hlut-
deild þeirra af heildarbotnfiskkvóta
hafa vaxið meira en sem nemur 25
prósent að meðaltali á árunum 1991,
1992 og 1993 miðað við þá aflahlut-
deild, sem þeir áttu kost á árið 1991,
skuli þeim hveijum og einum
ákvörðuð aflahlutdeild frá og með'
fiskveiðiárinu sem hefst 1. september
1994 og að aflareynsla áðurnefndra
þriggja ára ráði þá aflahlutdeild
hvers og eins.“
Segja sjómenn að nú óttist hver um
sinn hag og allir keppist nú viö að
fá sem stærsta hlutdeild i kökunni.
Menn æði því á miöin í tvísýnum
veðrum og mæti jafnvel bátum sem
eru á heimleið vegna veðurs. Sumir i
þeirra sem gera út allra minnstu
bátana og róa að öllu jöfnu ekki nema
yfir sumartímann keppist nú við að
útbúa þessi pínulitlu horn með línu-
spii og geri út á línu yfir hörðustu
vetrarmánuðina þegar allra veðra sé
von. -J.Mar
íslenska stálfélagið:
Engar launagreiðslur og
greiðslustöðvunar óskað
Miklir fjárhagsörðugleikar hijá
nú rekstur íslenska stáiféiagins.
Laun voru ekki greidd út nú um
mánaðamótin og hafa forsvars-
menn fyrirtækisins óskað eftir
greiðslustöðvun. Alls vinna um 80
manns hjá félaginu. Vinna lá niðri
í gær vegna setuverkfalls starfs-
manna.
Aö sögn Lars Gunnars Norberg
framkvæmdastjóra eru erfiöleik-
amir mjög miklir og mikil óvissa
um hvort hægt verður að bjarga
fyrirtækinu. Þörf sé á auknu fjár-
magni sem erfitt sé að fá. Hann
vonast þó til að mál skýrist í næstu
viku. „Við munum gera allt sem í
okkar valdi stendur til að bjarga
okkur út úr vandanum,“ segir
Lars. -kaa
Sjóslysið á Höfn:
Leitað áfram að sjómanninum í dag
Leit veröur haldið áfram í dag að mánudag. Þyrla Landhelgisgæslunn-
Þóröi Emi Karlssyni, frá Keflavík, ar og bátar leituðu í gær auk björgun-
sem saknað hefur veriö frá því Mími arsveitarmanna frá Höfn, Njarðvík
RE 3 hvolfdi við Homafjarðarós á og Keflavík en án árangurs. : i-Ó'FT