Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Page 3
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991. 3 dv Fréttir Bankar lækka vexti aðeins Bankar lækkuöu nafnvexti lítillega : í gær. Af einstökum bönkum var Landsbankinn duglegastur við að lækka. Raunvextir, vextir á verð- 1 tryggðum kjörum, eru hins vegar enn óbreyttir hjá bönkunum. Landsbankinn lækkaði forvexti víxla úr 19 í 18,5 prósent og vexti á algengasta flokki almennra skulda- bréfalána úr 20 í 19,5 prósent. Á inn- lánahliðinni lækkaði Landsbankinn nafnvexti á almennum sparisjóðs- bókum úr 4 í 3,75 prósent. íslandsbanki lækkaði forvexti á víxlum úr 19 í 18,5 eða nákvæmlega eins og Landsbankinn. Nafnvextir á almennum skuldabréfalánum ís- landsbanka eru hins vegar óbreyttir. Búnaðarbanki og sparisjóðirnir hreyfa ekki nafnvexti að þessu sinni á víxlum og almennum skuldabréfa- lánum. Eftir vaxtabreytingarnar í gær eru sparisjóðirnir enn með lægstu for- vexti á víxlum, 16,5 prósent, og nafn- vexti á almennum skuldabréfalánum 17 prósent. Sparisjóðirnir leiddu vaxtalækk- unina þegar í byrjun október og hafa haldið forystunni í lækkuninni. Bankarnir hafa ekki teygt sig niður íútlánavextisparisjóðanna. -JGH Grænfriðungar keyptusér hvalveiðibann Rök hafa veriö leidd að því aö Grænfriðungar hafi keypt sér aðgang að Alþjóða hvalveiðiráöinu til að þvinga í gegn bann við hvalveiðum 1982. í bandaríska tímaritinu Forbes, sem nýtur virðingar vegna skrifa um efnahagsmál, er því haldið fram að Grænfriðungar hafl fengið ýmis fá- tæk strandríki til að sækja um aðild að hvalveiðiráðinu og greitt kostnað- inn fyrir þau gegn því að fá fulltrúa ríkjanna í ráðinu. Þau ríki, sem nefnd eru í þessu sambandi, eru meðal annarra Antigua, Panama, St. Lucia og Seychelles-eyjar. Á ársfundi hvalveiðráðsins, sem haldinn var í Reykjavík síðastliðið vor, fékkst banni við hvalveiðum ekki aflétt. í kjölfarið hefur þeim röddum á íslandi og í Noregi farið fjölgandi sem vilja úrsögn landanna úrráðinu. -kaa Keflavíkurflugvöllur: Orrustuvél- umfækkað Ákveðið hefur verið að fækka F-15 orrustuvélum á vegum hersins á Keflavíkurflugvelli um 6, úr 18 vél- um í 12. Fækkunin verður á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Að sögn Friðþórs Eydal, upplýs- ingafufltrúa Varnarliðsins, hefur þessi fækkun engin áhrif á þörflna fyrir þjónustu á Veflinum eða fjölda borgaralegra starfsmanna. Fram til 1985 voru aðeins 12 orrustuvélar á Keflavíkurflugvelli en þá komu F-15 -hlh Grænlenskt rokk á Akureyri Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; Akureyringar fá um helgina tæki- færi til að hlusta á grænlenskt rokk en hljómsveitin Ole Kristiansen band leikur á skemmtistaðnum 1929 nk. sunnudagskvöld. Hljómsveitin hefur verið á tón- leikaferðalagi að undaníomu, lék m.a. á Hróarskelduhátíðinni. Geisla- diskur hljómsveitarinnar hefur verið í efsta sæti á grænlenska vinsælda-. flstanum og seldist í 6 þúsund eintök- um. Þetta er í fyrsta skipti sem Akur- eyringum gefst kostur á að „berja grænlenskt rokk augum“ en talið er að heimsókn hljómsveitarinnar geti orðið upphafið á samskiptum þjóð- anna á þessu sviði. ^vélar hingað. 20 BILAR 1] 30 MILUONIR VOLVO 940 GLT VERÐ: 3.190.000,- KR. CHEVROLET ÐLAZER S-10 FORD EXPLORER XL NISSAN PATHFINDER TERRANO VERÐ: 3.100.000,-KR. VERÐ: 2.562.000,-KR. VERÐ: 2.413.000,-KR. ISUZU TROOPER SE 260 VERÐ: 2.400.000,- KR. SUZUKI VITARA JLX VERÐ: 1.438.000,- KR. PONTIAC GRAND PRIX LE CITROEN XM AMBIANCE SUBARU LEGACY WAGON VERÐ: 2.390.000,- KR. VERÐ: 2.399.000,- KR. VERÐ: 1.473.000,- KR. NISSAN PRIMERA SEDAN SLX DAIHATSU APPLAUSE 16L NISSAN SUNNY SLX \ <gHÍi 1] SUZUKI SWIFT GA CITROEN AX II TRS NISSAN MICRA L 1000 VERÐ: 716.000,- KR. VERÐ: 691.000,- KR. VERÐ: 620.000,- KR. 4 DAIHATSU APPLAUSE 16L VERÐ: 979.000,- KR. NISSAN SUNNY SLX VERÐ: 869.000,- KR. SUZUKI SWIFT GA VERÐ: 716.000,- KR. í) íl CITROEN AX II TRS VERÐ: 691.000,- KR. NISSAN MICRA L 1000 VERÐ: 620.000,- KR. STÖNDUM MEÐ ÞEIM ÓTRÚLEGIR VINNINGAR • MIÐAVERÐ 450,-KR. HAPPDRÆTTI OLYMPÍUNEFNDAR ÍSLANDS Gísli B.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.