Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991.
17
dv___________________________Vísnaþáttur
Ástavisur frá 16. öld
Staðarhóls-PáU Jónsson, 1530-98,
og bróðir hans, Magnús prúði,
1531-91, báðir lögmenn og skáld,
vorum meðal svipmestu manna
sinnar aldar. Þeir voru ungir þegar
siðaskiptin urðu og Hólafeðgar
voru höggnir í Skálholti. Páll eign-
aðist sem konu dóttur Ara Jóns-
sonar biskupssonar. Hún hét Helga
og var ekki fullvaxta er faðir henn-
ar var líflátinn en þótti áhtlegur
kvenkostur sakir ættar, fríðleiks
og erföaíjár. Henni leist vel á Pál
og ekki sakaði að hann var lærður,
ríkur og hagorður. Hann orti til
hennar kvæði þar sem hann kallar
hana „yfrið fagurt blóm“ og „Ein-
att á mig starði/auðs fyrir fagran
róm/sú lystug liljan fróm.“ Þátta-
maður birtir hér heil erindi úr
kvæðinu þótt það brjóti reglu okk-
ar að hér séu aðeins ferhendur:
Hún er svo hýr að líta
sem hermi eg ungri frá,
rétt sem rósin hvita
eða renni blóð í snjá.
Hún hefur eftir þessum orðum
skipt vel litum sem alla tíma hefur
þótt prýða konur. Áfram:
Enga yfrið nýta
eg með augum sá
aðra vænni en þá.
Síðar í kvæðinu:
fram hjá fögrum lundi
ferðast gerði eg þá,
furðu fagur var sá...
stóð eg þá beint með bliðu,
því blómstrin voru mér kær,
laufið og greinir grænar
greiddust yflr mig út,
eg haföi ei harmasút.
... Á hádegi lauf með listum
þaö leist mér grænt að sjá,
með firna mörgum kvistum
furðu vænt að ná,
í öllum blóma sínum
allur lundurinn stóð...
Ekki er nú að spyrja að fagurgala
skáldanna þegar konur eru annars
vegar. Svo hefur verið á öllum tím-
um. Mótstaða ættarmanna var þó
nokkur en beggja vilji sigraði að
lokum. Þessar upplýsingar eru
teknar úr hinu merka riti dr. Páls
Eggerts Ólasonar; Menn og mennt-
ir. Þar segir og: „í fyrstu voru svo
miklir kærleikar með þeim að sagt
var að þau hafi ekki risið úr rekkju
fyrstu sex vikurnar." En síðar gekk
á ýmsu með samfarir þeirra, eins
og komist er að orði í gömlum bók-
um. Loks skildu þau. Og tii er ljót-
ur kveðskapur Páls um þá konu
sem hann hafði áður lýst svo fagur-
lega. Hún mun hafa verið skapmik-
il eins og hún átti ætt til. Páll orti:
Lítið er lunga
í lóuþræls unga,
þó er enn minna
manvitið kvinna.
En nú sneri Páll hug sínum til
annarrar konu, sjálfrar biskups-
dótturinnar, Halldóru Þorláksdótt-
ur á Hólum, sem um þetta leyti
þótti bestur kvenkostur á landinu.
En hún var ráðskona föður síns og
enginn veifiskati, sá jafnvel um
Vísnaþáttur
kirkjubyggingu og stjórn Hólastóls
í veikindaforföllum Þorláks bisk-
ups. Henni sendi Páll þessar vísur:
Blessi þig guð af allri átt
og ævinlega þér hlífi.
Vertu blíða baugagnátt,
blessuð á sál og lífi.
Hugsar blaðið héðan á veg
í hendi að lenda þinni.
Qg þá á bréfið betra en eg,
bagi er að fjarlægðinni.
Heilsu og líf á hann, sem gaf,
hirðum ekki að kvíða,
harmatárin hvörmum af
herrann þerrar síðan.
Kveð eg svo, væna veigabil,
verndin guðs þér hlífi.
Ann eg þér, meðan er eg til,
af öllu mínu lífi.
Er mín bónin, auðarbrú,
að mín þiggir kvæði,
og að munir mig í trú,
meðan lifum bæði.
" Þessar vísur mun Halldóra sjálf
hafa fengið í hendur en bónorðs-
bréfið, sem mun hafa verið sent
oftar en einu sinni, að þeirra tíma
sið, hafa verið stílað til sjálfs bisk-
upsins. Páli mun hafa þótt sér lítill
sómi sýndur. Hann var einn af rík-
ustu og virtustu mönnum landsins.
En fleiri munu vísurnar hafa verið,
sem stefnt var til Halldóru. Ein
byrjar svona:
Má eg hvorki mas né raup
mæla ungum svanna.
Og munu gjafir hafa fylgt til bisk-
ups og dóttur hans. En ekkert
dugði. Þegar Þorlákur biskup féll
frá á góðum aldri fluttist Halldóra
á eignarjörð sína og lifði bóndalaus
til hárrar elli.
En ekki mun Páll, vonbiðill bisk-
upsdóttur, hafa verið í kvenna-
hraki. Hann var eigandi stórjarða
í flestum eða öllum öórðungum
landsins. Hann var kallaður stór-
bokki en ekki illa ræmdur. Þó mun
Magnús prúði bróðir hans hafa
verið talinn meira ljúfmenni.
Minnumst hans kannski síðar.
En fleiri eru vísurnar Páls sem
þykja minna á kvonbænir hans í
biskupsgarð:
Margir virða, mæli eg nú,
mun því illa gagna,
lítils sæmd og sanna trú,
sundurlyndi fagna.
Þó harður einn hafi orðið,
út af leysi eg hnútinn,
meira hættu hverri
hnútinn leysi eg út af,
vill guð inna elli,
út af leysi eg hnútinn,
bundinn hart að hendi
hnútinn leysi eg út af.
Börn Páls og Helgu voru þijú og
eitt átti hann með annarri konu. Þau
fengu mikinn auð í arf og áttu barna-
láni að fagna. Páll dó háaldraður.
Hann var kallaöur mikið skáld á
sinni öld og er fleira varðveitt en
hér er birt. Einni visu, sem margir
kannast við, skal bætt við. Hún er
til í tveimur gerðum. Páll átti höfuð-
ból í Flatey á Breiðafirði og á Reyk-
hólum. Milli þeirra staða sigldi
hann en óvinveittur maður hélt
sínu skipi til kapps við hann. En
þá henti það óhapp að skip Páls lenti
sökum ógætni á skeri. Þá orti hann:
Snemma á degi, mjög var morgnt,
mengið svaraði káta:
Skipið er nýtt, en skerið fornt,
skal því undan láta.
Aðrir vilja hafa vísuna svona:
Ýtar sigla austur um sjó
öldujónum káta.
Skipið er nýtt, en skerið hró,
skal því undan láta.
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi
Einkar
Eftirtektarverð
^^TAÐREYND
FIAT FIORINO
Verð: 650.000,00 án vsk.
tii
Fólksbílsþægindi
Frábær lánakjör
Góð viðhaldsþjónusta
frambúðar
italska mslunarfétagið M.
SKEIFUNNI 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91 688 850
Vélarstærð: 1300 cc, 70 hö.
Flutningsrými: 2,7 m3
Flutningsgeta: 500 kg
Farkostur í flutningum