Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991. 59 Afmæli Kári Þórðarson Kári Þórðarson, fyrrv. rafveitu- stjóri, Kirkjuvegi 5, Keflavík, verður áttræður á morgun. Starfsferill Kári er fæddur í Króktúni í Land- sveit og ólst upp þar og í Gríms- nesi, Tryggvaskála á Selfossi og í Reykjavík. Hann lærði rafvirkjun hjá Júlíusi Björnssyni og var með þeim fyrstu sem tóku sveinspróf í greininni, eða 1932. Kári tók vél- stjórapróf 1934, lauk prófi úr raf- magnsdeild vélstjóraskólans 1937 og fékk meistararéttindi í rafvirkjun 1939. Kári rak raftækjaverslun (Ekkó) og verkstæði í Hafnarfirði í félagi við annan 1939-58. Hann var raf- veitustjóri í Keflavík 1958-81 en síð- asttalda árið lét Kári af störfum vegna aldurs. Kári hefur verið félagi í Rotary og Oddfellow og er jafn- framt einn af stófendum Bridge- félags Hafnarijarðar og heiðursfé- lagi þar. Fjölskylda Kári kvæntist 24.2.1934 Kristínu E. Theódórsdóttur, f. 10.9.1914, en foreldrar hennar voru Theódór Jónsson og Steinunn Þórðardóttir. Börn Kára og Kristínar: Katrín, f. 9.8.1933, ljósmyndari, maki Eiríkur Svavar Eiríksson, deildarstjóri hjá Flugleiðum, þau eiga þrjár dætur ogfimm barnabörn; Theódóra Steinunn, f. 31.3.1935, húsmóðir, maki Guömundur Hauksson loft- skeytamaður, þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn; Elín, f. 23.7.1942, ráðskona á Bessastöðum og fyrrv. ritstjóri Gestgjafans, maki Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari, þau eigatvö börn; Hlíf, f. 28.10.1943, tónlistarkennari, hún á þrjú börn með fyrrv. manni sínum, Sigurði Kristinssyni, og eitt barnabarn; Þór- unn, f. 1.7.1947, bankastarfsmaður, hún á tvö börn með fyrrv. manni sínum, Robert Van Laecke; Kristín Rut, f. 21.12.1950, hárgreiðslukona, maki Scott Klempan, þau eiga tvær dætur; Þórður, f. 1.4.1955, slökkvi- liðsmaður, maki Hólmfriður Sig- tryggsdóttir skrifstofumaður, þau eiga tvo syni; Theódór, f. 4.6.1957, rafverktaki, maki Lára V. Bjarna- dóttir ritari, Theódór á tvö börn. Kári á fjögur systkini á lífi, Mar- gréti, Þóru, Harald Pál og Þórunni. Foreldrar Kára voru Þóröur Þórð- arson, f. 12.4.1882, d. 20.6.1925, og Katrín Pálsdóttir, f. 9.6.1889, d. 26.12. Kári Þórðarson. 1952. Kári tekur á móti gestum á heim- ili sínu á afmælisdaginn kl. 17-19. Þórunn Pálsdóttir Þórunn Pálsdóttir kennari, Drápu- hlíð 6, Reykjavík, verður fertug á morgun. Starfsferill Þórunn er fædd í Reykjavík. Hún stundaði nám í Melaskóla og Haga- skóla og síðar í Kennaraskóla ís- lands en þaðan útskrifaðist hún sem kennari 1972. Þórunn var í Leiklist- arskóla íslands og útskrifaðist sem leikari 1976. Hún kenndi við Mýrar- húsaskóla 1976-78, við Grunnskóla Húsavíkur 1978-79, var fóstra á barnaheimilunum Ösp og Valhöll í Reykjavík 1979-81 ogforstöðukona á fyrrnefndri Ösp 1981-83. Þórunn hefur verið kennari í Laugarnes- skóla frá 1984. Þórunn hefur unniö að ýmsum leiklistarstörfum samhliða kennslustörfum. Hún hefur leikið í tveimur útvarpsleikritum, lék í sjónvarpsleikritinu Póker 1979 og í tveimur leikritum hjá Leikfélagi Húsavíkur 1978-79. Þórunn lék með Alþýðuleikhúsinu 1979-80 í Blóma- rósum og er ennfremur einn af stofnendum Breiðholtsleikhússins og lék í þremur leikritum sem það setti upp. Fjölskylda Þórunn giftist Halldóri Jónssyni, f. 7.4.1950, lækni, þau skildu. Þór- unn giftist aftur Stefáni Ásgeirs- syni, f. 11.6.1955, garðyrkjuverk- taka, þau skildu. Sonur Þórunnar og Halldórs: Jón Páll, f. 2.4.1974, nemi. Dóttir Þór- unnár og Stefáns: Unnur Ósk, f. 5.4. 1984. Systkini Þórunnar: Stefán, f. 3.7. 1945, hæstarréttarlögmaður, maki Hólmfríöur Árnadóttir, forstöðu- maður hjá Flugleiöum, þau eiga þrjú börn; Sesselja, f. 25.10.1946, leiksýningaframleiðandi og mynd- bandsgerðarmaður, hún á einn son; Páll Arnór, f. 5.6.1948, hæstarréttar- lögmaður, maki Ragnheiður Valdi- marsdóttir, dagskrárgerðarklipp- ari, þau eiga þrjú börn; Signý, f. 11.4. 1950, leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar, hún á þrjú börn; Sigþrúður, f. 22.11.1954, nemi; Anna Heiða, f. 14.51956, forstjóri, maki Hilmar Ævar Hilmarsson, framkvæmda- Þórunn Pálsdóttir. stjóri pg kaupmaður, þau eiga tvö börn; ívar, f. 26.2.1958, forstjóri, maki Gerður Thoroddsen lögfræð- ingur, þau eiga tvö börn en ívar átti eitt áður. Hálfbróðir Þórunnar, samfeðra, er Gísli Hlöðver Pálsson, f. 15.5.1943, starfsm. geimvísinda- stofnunar Bandaríkjanna í Nýju- Mexíkó, maki Cindy Hills, þau eiga eina dóttur. Gísli notar nafnið Jack Gilbert Hills í Bandaríkjunum. Foreldrar Þórunnar: Páll S. Páls- son, f. 29.1.1916, d. 11.7.1983, hæstar- réttarlögmaður, og Guðrún Step- hensen, f. 11.5.1919, kennari og fyrrv. forstöðumaður á barnaheim- ili en nú starfsmaður Þjóðminja- safns íslands. Ásgeir Guðmundur Jóhannesson Ásgeir Guðmundur Jóhannesson forstjóri, Sunnubraut 38, Kópavogi, ersextugurídag. Starfsferill Ásgeir fæddist á Húsavík við Skjálfanda og ólst þar upp. Hann lauk prófi úr framhaldsdeild Sam- vinnuskólans 1952 og hóf þá störf hjá Kaupfélaginu Dagsbrún í Ólafs- vík. Þar vann hann til ársins 1959 er hann gerðist starfsmaöur Inn- kaupastofnunar ríkisins í Reykjavík og hefur verið forstjóri hennar frá 1966. Ásgeir hefur gegnt ýmsum félags- störfum fyrir Samvinnuhreyfing- una, bæði í Ólafsvík og á höfuðborg- arsvæðinu. Hann var einnig for- maður skóla- og sóknarnefndar Ól- afsvíkur. Hann sat í bæjarstjórn Kópavogs fyrir Alþýðuflokkinn 1966-74, var formaður skólanefndar þar 1978- 1982 og stjórnar heilsugæslustöðv- arinnar 1982-90. Ásgeir sat í flokks- stjórn Alþýðuflokksins 1962-84 og í stjóm Blaðaprents hf. frá stofnun þess, 1970-78. Hann var forstjóri Rotaryklúbbs Kópavogs 1978-79, formaöur Rauða kross deildar Kópavogs 1977-88 og í fyrstu stjórn Rauöa krossins 1980-91. Ásgeir var formaður Sunnuhhð- arsamtakanna í Kópavogi frá stofn- un þeirra 1979 og í fyrstu stjórn SOS-þorpanna á íslandi. Frá 1963-87 var hann endurskoð- andi Samvinnubankans, í stjórn undirbúningsfundar aö byggingu olíuhreinsunarstöövar 1971 og formaöur nefndar félagsmálaráðu- neytisins um íbúðabyggingar fyrir aldraða. Hann var í sendinefnd íslands hjá Sameinuöu þjóðunum 1976 og starf- aði í sérfræðinganefnd EFTA-ríkj- anna um opinber innkaup á EES frá 1990. Auk þessa hefur Ásgeir ritað fjölda greina í blöð og tímarit um bæjarmál í Kópavogi og öldrunar- mál. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 19.9.1954 Sæunni Ragnheiði Sveinsdóttur, f. 23.6.1930, fulltrúa. Hún er dóttir Sveins Ein- arssonar, sjómanns í Ólafsvík, og Þórheiðar Einarsdóttur húsmóður. Börn þeirra Ásgeirs og Sæunnar eru: Sigríður Berghnd, f. 15.1.1955, lögfræðingur og ráðuneytisstjóri, gift dr. Gísla Ágústi Gunnlaugssyni, sagnfræðingi og háskólakennara, búsett í Hafnarfirði, og eiga þau tvö börn; Lárus Sigurður, f. 3.6.1957, verkfræðingur og markaðsstjóri, kvæntur Sigurveigu Þ. Sigurðar- dóttur barnalækni, búsettur í Kópa- vogi og eiga þau tvo syni; Þór Heið- ar, f. 6.4.1964, kennari og nemi í Boston, kvæntur Sigrúnu Þorgeirs- dóttur, efnafræðingi og söngkonu, og eiga þau eina dóttur. Systkini Ásgeirs eru: Sjöfn, f. 27.10. 1924, húsmóðir, Fjöllum, Keldu- hverfi, gift Héðni Ólafssyni og eiga þau sex böm; Sigurjón Jóhannes- son, f. 16.4.1926, fyrrum skólastjóri á Húsavik, kvæntur Herdísi Guð- mundsdóttur og eiga þau sex böm; Gunnar Páll, f. 28.7.1936, flugaf- greiðslumaður á Húsavík, kvæntur Arnbjörgu Sigurðardóttur, nú látin, og eignuðustþau tvö börn. Foreldrar Ásgeirs voru Jóhannes Guðmundsson, f. 22.6.1892, d. 30.9. 1970, kennari, og Sigríður Sigurjóns- Asgeir Guðmundur Jóhannesson. dóttir, f. 6.8.1895, d. 11.1.1990, hús- móðir. Þau bjuggu lengst af á Húsa- vík. Ætt Jóhannes, faðir Ásgeirs, var sonur Guðmundar, b. á Þórólfsstöðum í Kelduhverfi, Pálssonar, b. í Austur- görðum í Kelduhverfi, Vigfússonar b. í Austurgörðum, Guðmundsson- ar, b. á Hóli, Pálssonar. Sigríður, móðir Ásgeirs, var dóttir Sigurjóns, verkamanns á Húsavík, Þorbergssonar, b. í Syðri-Tungu á Tjörnesi, Eiríkssonar, prests á Stað í Kinn, Þorleifssonar, prests á Staö í Kinn, Sæmundssonar, prests á Staö í Kinn, Jónssonar, prests í Mývatnsþingum, Sæmundssonar, b. á Brúnastöðum í Fljótum, Þor- steinssonar, b. á Stóru-Brekku í Fljótum, Eiríkssonar, ættfóður Stóru-Brekku ættarinnar. Ásgeir tekur á móti gestum næsta laugardag, 9. nóvember, í Félags- heimili Kópavogs frá kl. 16-19. Ásgrímur Páll Lúðvíksson Ásgrímur Páll Lúðvíksson hús- gagnabólstrari, Úthlíð 10, Reykja- vík, er75áraídag. Starfsferill Ásgrímur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann rak eigið bólstr- unarverkstæði aö Bergstaðastræti 2 i Reykjavík frá 1940 til 1988. Þá tók Egill sonur hans við rekstrinum og hefur Ásgrímur starfað hjá honum síðan. Ásgrímur var sæmdur gullmerki Landssambands iðnaðarmanna 1982 og gullmerki Kaupmannasamtak- anna 1984. Hann var einnig sæmdur gullmed- alíu á Der Deutschen Handwerks- messa árið 1961 ásamt Friöriki Þor- steinssyni. Medalían var veitt af for- seta Bæjaralands, Ludwig Erhard, fyrir framúrskarandi handverksaf- rek. Fjölskylda Ásgrímur kvæntist 25.5.1940 Þór- unni Egilsdóttur, f. í Reykjavík 12.8. 1912, húsmóöur. Hún er dóttir Egils Þórðarsonar, f. 3.11.1886, d. 6.1.1921, skipstjóra frá Ráðagerði á Seltjarn- amesi, og Jóhönnu Halldóru Lárus- dóttur, f. 9.12.1886, d. 21.12.1962, frá Gerðubergi í Eyjarhreppi, Hnappa- dalssýslu. Börn þeirra Ásgríms og Þórunnar eru: Egill, f. 1.4.1943, bólstrara- meistari í Reykjavík, kvæntur Sig- ríði Lútherdóttur hótelstarfsmanni og eiga þau tvö böm; Ragnheiður Margrét, f. 12.3.1946, framhalds- skólakennari í Reykjavík, gift Guö- bjarti K. Sigfússyni yfirverkfræð- ingi og eiga þau þrjú börn; Ásgrímur Þór, f. 22.11.1948, bólstrarameistari á Egilsstöðum, kvæntur Mörtu K. Sigmarsdóttur kennara og eiga þau fiögur börn, og Jóhann Gunnar, f. 2.6.1952, viðskiptafræöingur í Reykjavík, kvæntur Herdísi Al- freðsdóttur hjúkrunarfræðingi og eigaþauþijúbörn. Ásgrímur átti tvær alsystur sem nú em látnar. Þær voru: Guðrún, f. 9.12.1918, d. 7.4.1933, og Ragnheið- ur, f. 9.4.1923, d. 16.11.1927. Hálfsystkini Ásgríms eru: Sveinn Sveinsson, f. 13.6.1907, d. 17.12.1942, bakarameistari í Reykjavík, var Ásgrímur Páll Lúðviksson. kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur og eignuðust þau þrjú börn; Margrét G. Sveinsdóttir, f. 23.1.1912, fyrrum kaupmaður, gift Jóni Sæther, skip- stjóra í New York, sem nú er látinn. Þau eignuðust eina dóttur; Lúðvík Lúðvíksson, 29.9.1938, stýrimaður frá Reykjavík, kvæntur Onnu Lauf- eyju Þórhallsdóttur og eiga þau þrjú börn. Faðir Sveins og Margrétar var Sveinn Guðmundur Gíslason húsa- smíðameistari í Reykjavík. Móðir Lúðvíks var Hallfríður Einarsdóttir úrReykjavík. Foreldrar Ásgríms voru Lúðvík Hjálmar Ásgrímsson, f. 29.1.1893, d. 20.6.1970, pípulagningameistari, járnsmiður og vélstjóri, og Guðrún Eiríksdóttir, f. 20.9.1885, d. 9.8.1960, kaupmaöur í Reykjavík. Lúðvík var sonur Ásgríms Péturs- sonar, f. 16.2.1867 að Grund í Svínadal, V-Hún., d. 22.12.1930, fyrr- um yfirfiskmatsmanns Norður- lands, og Guðrúnar JónsdótturJ. 24.12.1863 að Ártúni, Höfðaströnd, Skagafirði, d. 8.8.1953, húsmóður. Guörún var dóttir Eiríks Þorkels- sonar, f. 28.10.1859 að Skálmarbæ í Meðallandi í V-Skaftafellssýslu, d. 15.10.1944, skútustýrimannsog Margrétar Guðmundsdóttur, f. 29.1. 1853 að Tungu í Svínadal í Borgar- firði vestra, d. 23.9.1930, húsmóður. Lúðvík og Guðrún bjuggu í Reykja- vík. Ásgrímur tekur á móti gestum á milli kl. 16 og 18 á afmælisdaginn í húsakynnum Landssambands iðn- aðarmanna að Hallveigarstíg 1. LÖGREGLUMENN OSKAST Lausar eru til umsóknar nokkrar lögregluþjónsstöður í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Skilyrði er að umsækjendur hafi lokið námi frá Lög- regluskóla ríkisins. Umsóknareyðublöð fást hjá yfir- lögregluþjóni, Lögreglustöðinni í Keflavík, er veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 15. nóv. nk. Lögreglustjórinn í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu, Jón Eysteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.