Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991. Fréttir Eldflörugt uppboð á herrakvöldi á Dalvík á laugardagskvöldið: Hattur Jóns Baldvins var sleginn á 42 þúsund - sama upphæð var borguð fyrir fyrsta dansinn við Bryndísi Schram Hinn frægi hattur Jóns Baldvins Hannibalssonar var sleginn á 42 þúsund krónur á herrakvöldi knattspymudeildar Svarfdælinga á Dalvík á laugardagskvöldiö. Hann er nú í eigu Dagmanns Ingva- sonar sem starfar hjá litlu fisk- vinnslufyrirtæki á Dalvik. Hattur- inn verður geymdur á skrifstofu hans í framtíöinni. Fyrsti dansinn við Bryndísi Schram, eiginkonu ráðherrans, var einnig boöinn upp á herrakvöldinu. Orri Stefánsson, Dalvíkingur um tvítugt, steig fyrsta dansinn við ráðherrafrúna og greiddi einnig 42 þúsund krónur fyrir dansinn. Pen- ingarnir renna til íþróttastarfsemi Svarfdælinga. „Hatturinn fór á góðu verði í þágu góðs málstaðar. Hann er þýskur en var keyptur í Búdapest snemma árs 1989. Það er óhætt að upplýsa núna að hatturinn kostaði sem nemur íslenskum krónum fjórum. Veröið á þessum forláta grip var ekki hátt,“ sagði Jón Bald- vin í samtali við DV í gær. Ráðherr- ann sagði að hatturinn væri hinn sami og hann hefur sést svo oft með opinberlega á undanförnum misserum - „hinn eini sanni“. - Hvað ætlar þú að gera í höfuð- fatsmálum þínum núna? „Ég er búinn að ná EES-samn- ingnum svo að ég get beðið átekta með að endurnýja hattinn. Hann var oröinn eins konar tákn í því sambandi," sagði Jón Baldvin. DV spurði Bryndísi hvérnig hinn dýri dans hefði verið: „Þetta var ekki vangadans. En hann var vel fjörugur og ég var að hugsa um það í dansinum hvað þetta hefði veriö óþarflega dýrt fyr ir drenginn. En þetta var ljómandi fallegur strákur. Svo fékk hann skrautritað skjal," sagði hún. „Þetta var meiri háttar," sagði Ólafur Árnason, formaður knatt- spymudeildar UMFS. Á annað hundrað þúsund krónur komu inn vegna uppboðsins á herrakvöldinu. Blómaskreytingar og kvenundir- fatnaður var einnig boðið upp. „Þau vom heiðursgestir hjá okk- ur, Bryndís og Jón Baldvin, sem fyrrverandi togarasjómaður - ekki ráðherra. Jón var eitt sumar á Snorra Sturlusyni," sagði Ólafur. Fyrir herrakvöldið á laugardag var ekkert ákveðið með hattinn en þeg- ar ráðherra gekk í salinn með höf- uðfatið fræga kom tOlaga: „Bjóðum hann upp.“ Ráðherra samþykkti það strax. Kúrekahattur Steingríms Her- mannssonar var boðinn upp á þingi framsóknarmanna í mars. Sá hatt- urfórá32þúsundkrónur. -ÓTT 12 metra langar bárujárnsplötur fuku ofan af þaki fjölbýlishússins Fellsmúla 5-7 aðfaranótt sunnudagsins. Plöturn- ar fuku um eins og dagblöð og skemmdu meðal annars tvo bíla. Lögreglumenn voru þar með körfubill frá slökkviliðinu fram eftir nóttu að hemja plöturnar í rokinu. Plöturnar voru í buntum á þakinu vegna fyrirhugaðra viðgerðaframkvæmda. Ekkert farg var á þeim þrátt fyrir að stormi hefði verið spáð um nóttina. DV-mynd S Seldu sumarhús fyrir milljónir en notuðu peningana í annað: Eigandi Transit ákærður fyrir 12 milljóna svik - aðeins helmingur af 10 miHjóna skuld við Byko greiddur Aðalstjómandi fyrirtækisins Transit hf. í Hafnarfirði hefur verið ákærður fyrir fjársvik upp á tæplega 12 milljónir króna. Fyrirtækið gerði árið 1989 kaupsamninga viö einstakl- inga um kaup á sumarhúsum af gerðinni Gisella Island. Fjöldi fólks varð fyrir vemlegu tjóni vegna við- skipta við Transit hf. Aðalstjómand- anum er gefið að sök að hafa notað milljónagreiðslur frá kaupendum án þess að efna samninga um sumar- húsin. Hann er sakaður um að hafa notað andvirðiö til að rétta af halla- rekstur fyrirtækisins. Málið er til meðferðar í Sakadómi Reykjavikur. Ákært er vegna viðskipta við þrjá aðila. Fólkið, sem þar átti hlut að máh, greiddi Transit hf. samtals 6,4 milljónir króna fyrir sumarhús. Greiðslumar voru ýmist í peningum, víxlum eða skuldabréfum. Stjórn- andanum er gefiö að sök að hafa notað fjármunina í allt annað en að efna kaupin um húsin. Transit hf. seldi skuldabréfin frá viðskiptafólk- inu meðal annars til Kaupþings hf. og notaði afraksturinn í allt öðrum tilgangi en að efna samninga um sumarhús. Aðalstjórnandinn er ennfremur ákærður fyrir að hafa leynt því að hann var eignalaus er hann gekkst i persónulega ábyrgð fyrir Transit hf. þegar fyrirtækið tók út vömr hjá Byko fyrir samtals 10,4 mihjónir króna á tímabihnu apríl th október 1989. Skuldastaða Transit hf. við Byko í lok þess tímabils var 5,3 millj- ónir króna. Bú mannsins var tekið til gjaldþrotaskipta í skiptarétti Reykjavíkur 18. ágúst 1989. -ÓTT Hraðfrystihús Stokkseyrar og Glettingur: Ollu starf sfólki sagt upp störf um „Það hefur öhum verið sagt upp hér og eins í Glettingi. Þetta er bara venjuleg rútína í sambandi við sam- einingu fyrirtækjanna og það er eng- in frétt. Þetta er nokkuð sem gerist ahtaf þegar fyrirtæki sameinast. Ég get hins vegar ekki svarað þvi á þess- ari stundu hvort einhver kemur til með að missa vinnuna. Þetta er nokkuð sem gerist viö sameiningu Pg nægir í því sambandi .aO.Jíta. til Granda og fleiri fyrirtækja. Þegar daginn en uppsagnarfresturinn er þarf að sameina verður að hagræða mislangur. Samruninn, sem Stefán en það verður allavega allt gert til talar um, lýtur að Hraðfrystihúsi þess að enginn missi vinnuna en Stokkseyrar og Glettingi í Þorláks- þetta er bara þáttur í þeirri hagræð- höfn. Stofnað hefur veriö nýtt rekstr- ingu sem á sér stað í samruna fyrir- arfélag fyrir bæði fyrirtækin og ber tækjanna," sagði Stefán Runólfsson, það nafnið Árnes. Gert er ráð fyrir framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss að hið nýja félag taki til starfa um Stokkseyrar, í samtah við DV. næstu áramót. Starfsfólk hraðfrystihússins fékk -GRS _. ..uppsagnarbréfm-íhendurÁfimmtm .—..............................-...... Reykjavíkurborg: Komin í 1,6 millj- arða yf irdrátt í Landsbankanum Yfirdráttur á hlaupareikningi Reykjavíkurborgar hjá Landsbank- anum 30. september síðastliöinn var koininn í 1588 mhljónir króna og hefur aldrei fyrr verið svona hár. „Reykjavíkurborg er líklega stærsti, besti og traustasti viðskipta- vinur bankans og þar er ekkert að. Þar er engin óreiða á nokkrum hlut og borgin er ekki aldeilis undir sama hatti og fiskvinnslur og útgerðirnar sem eiga undir högg að sækja vegna skerts sjávarafla - það er allt annar hlutur," sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, um stöðu Reykjavíkurborgar. Að sögn Jóns G. Tómassonar borg- arritara eru margar skýringar á því hve yfirdrátturinn er mikill. Hann nefndi fyrst að borgin hefði ekki selt eignir eins og reiknað var með að hún gerði. Þar væri um að ræða eignir upp á hundruð milljóna. Þá hefur borgin keypt eignir umfram það sem áætlað var, sem að vísu koma th greiðslu á löngum tíma. Má þar sem dæmi nefna Hótel Borg. Þá hefur lánafyrirgreiðsla borgar- innar brugðist frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun þessa árs. Þar er fyrst og fremst um að ræða lán vegna félagslegra íbúða. Gert var ráð fyrir að þau lán kæmu jafnt yfir árið en það hafa þau ekki gert. Á árunum 1989 og 1990 keypti borgin samtals 56 íbúðir. Lánsloforð er fyrir þessum íbúðum en ekkert farið að koma inn. Þarna lægju eflaust um 200 milljónir króna. Þá fékk borgin verulega lakari lánafyrirgreiðslu vegna Lindargötubyggingarinnar sem er húsnæði fyrir eldri borgara. Þessi skerta lánafyrirgreiðsla nemur hundruðum milljóna. Loks nefndi hann skilunarkerfi við Gjaldheimt- una sem virkar þannig að það getur dregið skilun upp á nokkur hundruð milljónir króna milli mánaða. „Auðvitað höfum við eytt meiru en viö höfum aflað í ýmiss konar fram- kvæmdir, meðal annars vegna þess sem hefur brugðist og ég nefndi hér áðan,“ sagði Jón. Hann var spurður hvað ráðhús- byggingin væri stór liður í þessu fjár- hagsdæmi. Hann sagði að ráðhúsið kæmi ekki beint inn í þetta þar sem þaö hefur ákveðna fjárveitingu á fiárhagsáætlun. „En auðvitað tekur það í fiárhag borgarinnar, það vita allir hvað það hús kostar," sagði Jón G. Tómasson. Yfirdráttur á hlaupareikningi er eitthvert dýrasta lán sem menn taka. Þeir voru þann 11. októher síöastlið- inn 22 prósent, þaö er vextir og heim- ildargjald. Þann 30. september árið 1988 var yfirdráttur borgarinnar í Lands- bankanum 382 milljónir, árið 1989 var hann 829 mhljónir, 1990 var hann 1263 milljónir og nú 1588 milljónir króna. -S.dór/GS Yfirdráttur Reykjavíkurborgar í Landsbankanum — í milljónum króna — 1988 1989 1990 1991

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.