Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1991, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1991. 17 Fréttir Glæsilegt hús eldri borgara í Húnaþingi er nú fullbúið á Biönduósi. Við hlið þess er byrjað á öðru húsi þannig að næsta haust verða þarna 16 ibúðir. DV-mynd MÓ Blönduós: HMBAmTÖM H/F MEIRIHÁTTAR MICHELIN MARKAÐUR STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING QefcTOPPURINN í DAG, MICHELIN. f----- FLESTAR FYRIRLIGGJANDI. HUÓÐLÁT OG RÁSFÚST. HALLANDI GRIPSKURÐIR. VEL STAÐSETTIR SNJÓ- NAGLAR. MJÚKAR HLIÐAR, MEIRI SVEIGJA. ÁKVEÐIN SNÚNINGSÁTT, OPNARA GRIP. ÖLL MICHELIN ERU RADÍAL. MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN. MICHELIN. TVÖFÖLD ENDING. Skagaströnd: Fullt út úr dyrum við vígslu nýju kirkjunnar ÞórhaJlur Ásmundsson, DV, Norðurl.vestra: Það var hátíðarsvipur yfir Skaga- strönd, þegar nýja kirkjan þar var vígð að viðstöddu fjölmenni 20. októ- ber. Fullt var út úr dyrum og þurftu margir að standa en álitið er að um 400 manns hafi verið viöstaddir há- tíðardagskrána sem stóð í tvær klukkustundir. Að henni lokinni var öllum boðið til kaffisamsætis í félags- heimilinu Fellsborg. „Það ríkir ánægja og gleði hér á staðnum meö kirkjuna. Fólki finnst hafa tekist vel til bæði úti og inni. Hér hafi tekist að skapa einstakan helgidóm sem nýtast muni vel í safn- aðarstarfi í framtíðinni," sagði séra Egill Hallgrímsson, sóknarprestur á Skagaströnd. Það var biskupinn, herra Qlafur Skúlason, sem vígði kirkjuna og ann- aðist þjónustu fyrir altari ásamt sóknarpresti. Allir prestar Húna- vatnsprófastsdæmis voru viðstaddir og þrír prestar sem þjónað hafa áöur á Skagaströnd, - Pétur Þ. Ingjalds- son, Oddur Einarsson og Ægir Sigur- geirsson. Þá voru Bolli Gústavsson vígslubiskup og Sigurður Guö- mundsson, fyrrverandi vígslubisk- up, viðstaddir. Tónlistarflutningur var mikill. Kirkjukór Hólaneskirkju söng ásamt félögum úr kirkjukórnum á Blöndu- ósi við undirleik Julian Hewlett. Eft- ir hann var frumflutt tónverk til- einkað kirkjunni. Jóhanna Linnet söng einsöng og Kristján Hjartarson flutti hátíðarljóð sem ort var í tilefni vígslunnar. Framsóknarmenn á Norðurlandi vestra: Skattstjórinn áfram formaður Öm Þóraiinsson, DV, Fljótum: Bogi Sigurbjörnsson, skattstjóri á Siglufirði, var endurkjörinn formað-, ur Kjördæmissambands framsókn- armanna á Norðurlandi vestra á þingi sambandsins sem haldið var nýlega. Ekki urðu miklar breytingar á stjórn sambandsins á þinginu. Þó fer hlutur kvenna sífellt vaxandi og eru konur nú helmingur stjórnar- manna. Stjórnina skipa nú: Brynjólfur Sveinbergsson, Hvammstanga, Benedikt Ragnarsson, V-Hún„ Björk Axelsdóttir, Húnavöllum, Kristín Pálsdóttir, Höllustöðum, Vilhjálmur Pálmason, Blönduósi, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurbjörg Guöjóns- dóttir, Sauðárkróki, Elínborg Hilm- arsdóttir, Hrauni, Hofshreppi, og Guðrún Sighvatsdóttir, Siglufirði. Glæsilegt útlit og góð tæknileg hönnuri á verði sem er ævintýri líkast. lyrFTT? TU Á TTA T? lViEjIlvlllr^ 1 lAlv pakka-tilboð ELTA-myndbandstæki og 20" Adison litasjónvarpstæki með fjarstýringu á meiriháttar tilboðsverði aðeins kr. 58.700,- stgr. Gæði á góðu verði □L ' Greiðslukjör við allra hæfi Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91-670420 Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-22550 Umdeild naf ngift á nýju húsi Nýja kirkjan á Skagaströnd. Magnús Ólafeson, DV, Blönduóá: Nýju húsi eldri borgara í Austur- Húnavatnssýslu hefur veriö gefið nafnið Húnabyggð 1. Þegar er hafin bygging á öðru sams konar húsi með öðrum 8 íbúðum í. Sú bygging á að hljóta nafnið Húnabyggð 2. Þessar byggingar standa við Flúða- bakka og eru númer 1 og 3. Nafn húsanna er þegar mjög umdeilt í héraðinu, m.a. vegna þess að óum- deildur héraðssöngur Húnvetninga er Húnabyggð eftir Pál V.G. Kolka við lag Guðmanns Hjálmarssonar. Þessi nafngift var tilkynnt þegar íbúðirnar 8 voru afhentar fullbúnar til notkunar um síðustu helgi. Það er félag eldri borgara í sýslunni sem staðið hefur fyrir þessari fram- kvæmd með bakábyrgð héraðs- nefndar og Blönduósbæjar. Fjórar af íbúðunum eru 73 m2 að stærð og eru ætlaðar fyrir hjón en fjórar 62 mz fyrir einstaklinga. Auk þess er í húsinu sameiginlegt rými sem er 180 m2. Stærri íbúðirnar kost- uðu fullbúnar rúmar 8 milij. kr. en þær minni tæpar 7 milljónir. Allir verktakar við framkvæmd- irnar voru úr héraði en teikningar voru fengnar hjá Húsnæðismála- stofnun. Héraösnefnd A.-Hún. gaf húsgögn í sameiginlega setustofu nýju íbúðanna og Búnaðarbankinn gaf sjónvarp. DV-mynd Þórhallur MICHELIN MICHEUN HMLBAMASTMN H/F SKEIFUNNI5. SlMAR 687517 OG 689660

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.